Dagur - 27.11.1999, Blaðsíða 10

Dagur - 27.11.1999, Blaðsíða 10
LÍFIÐ í LflND 26 - LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 A jólunum í Logalandinu þar sem fjölskyldan hefur búið alla tið. Stefán sjö ára gamall að fikta í upptökutæki. Varla farinn að skríða en farinn að syna gítarnum áhuga. Feðgarnir saman í Naut- hólsvík. Feðgarnir upp I sveit. Tónlistargenið ólæknandi Magnús Eiríksson á stórt stykki í voru ís- lendingshjarta enda einn ástsælasti lagahöf- undur þjóðarinnar. Gleðibankamaðurinn gat þrjá syni og eru þeir allir komnir út í tónlist- ina en við hittum fyrir Magnús og þann elsta, Stefán Má í Geirfuglun- um... Einn frostmorguninn í vikunni mættu útsendarar Dags í Hljóð- færahúsið RÍN við Klapparstíg- inn. Svo heimilislega er þar búið um hnútana að elsti sonur Magnúsar Eiríkssonar, Stefán Már Magnússon, býr fyrir ofan búðina en inni í versluninni starfar Magnús við að selja mönnum hljóðfæri. RIN er fjöl- skyldufyrirtæki, var upphaflega stofnað fyrir rúmlega hálfri öld af tengdaforeldrum Magnúsar, og allir þrír synir hans hafa unn- ið þar í gegnum tíðina þegar þeir hafa haft tíma og tóm til. Og allir þrír eru þeir lfka komnir út í tónlistina eins og pabbi, Stefán er gítarlcikari, Andri bassaleikari og sá yngsti Magnús spilar á trommur í hljómsveit- inni Gyllinæð. Morgunstundin var valin til viðtalsins enda einatt rólegt þá í búðinni. Magnús var þó ekki fyrr búinn að hella upp á kaffið þegar sím- inn tók að hringja og viðskipta- vinur gekk inn sem vildi endi- lega fá að heyra hljóminn í ein- hverju hljóðfærinu sem örðugt var að tengja. Eftir nokkur sím- töl og búið að sinna kúnnanum gátu þeir feðgar Ioks sest niður... Fékk trommusettið tíu ára Magnús byrjaði fimmtán ára gamall í tónlistinni. Fór að spila á gítar eftir að hafa heyrt Iagið Guitar Boogie Shuffle og lang- aði til að geta spilað það. Eftir að hafa gutlað á gítarinn í um eitt ár fór hann að spila í hljóm- sveitum, sagðist reyndar ekki muna hver fyrsta hljómsveitin var - en þó rifjaðist upp fyrir honum að hann var að útskrifast úr Gaggó Aust þegar hann spil- aði í fyrsta skipti fyrir borgun. Elsti bekkurinn fór í útskriftar- ferðalag vestur í Flókalund í Vatnsfirði og spilaði hann þar ásamt félögum sínum og voru menn svo ánægðir með spila- mennskuna að kapparnir ungu fengu útskriftarferðina endur- greidda. Tuttugu og sex ára gamall eignast Magnús svo frumburð- inn, Stefán Má, sem var nú ekki hár í loftinu þegar takturinn greip hann. „Það var áður en hann Iærði að skríða," segir Magnús, en sonurinn ku hafa byrjað tónlistarferilinn með því að tromma á mackintosh-dósir." Magnús neitar því þó að hafa haldið tónlistinni að strákunum, kenndi þeim grip ef þeir báðu um það en lét það annars vera að ota þeim út í tónlistina. „Hann hefur ekki haldið henni að okkur," segir Stefán, „en hann hefur heldur ekki haldið henni frá okkur.“ Þeir eru alla- vega ekki margir drengirnir á landinu sem hafa náð að suða út trommusett af foreldrum sínum strax um tíu ára aldurinn. Þetta tókst Stefáni og foreldrarnir komu settinu fyrir út í bílskúr „og ég flutti þangað." Fljótlega var sonurinn svo kominn í hljómsveit sem hlaut nafnið Fox Voices. Fannst Gleðibankinn ekkert töff Magnús hafði mest dálæti á Shadows í upphafi ferilsins en kveðst þó annars hafa hlustað á allar nýjustu hljómsveitirnar eins og krakkar gera í dag og því hafi hljómsveit hans, Skugga-Sveinar, eðlilega þurft að breyta um stíl þegar af því fréttist, á miðri æfingu hjá Skugga-Sveinum, að út í heimi væri nýtt band að gera allt vit- laust og hét víst The Beatles. Með tíð og tima varð Magnús þó hér um bil alæta á tónlist, segist hlusta á „allt nema rapp“ og verður um leið litið til sonar síns. Stefán sver það af sér að hafa nokkurn tímann verið í rappinu. Reyndar hafa þeir ekki ólíkan tónlistarsmekk feðgarnir, Stefán hefur gengið í gegnum tímabil þar sem hann hlustar ekki á annað en Bítl- ana, Who eða aðrar hljómsveit- ir sjöunda áratugsins. Stefán segist aldrei hafa komist í upp- reisn gegn tónlistinni hans pabba. „En það var kannski vottur af uppreisn þegar ég var á gelgjualdrinum. Þá gekk ég í gegnum smá antí-Eurovision tímabil,“ segir Stefán en þá hafði Magnús samið okkar fyrsta framlag í keppnina, sjálf- an Gleðibankann. Lagið var raunar ekki samið fyrir Eurovision og átti upphaflega að fara á Mannakornsplötu. „Mér fannst lagið ekkert vit- laust þegar ég heyrði það fyrst en þá var það í allt annarri út- setningu. Þegar það fór í keppnina var búið að setja svakalega þykka sykurhúð á það. Þá var ég bara að hlusta á U2 og fannst þetta ekkert töff.“ Magnús hefur unnið í RÍN frá því á sjöunda áratugnum og aldrei menntað sig til annars en að vera tónlistarmaður. Stefán stundar hins vegar nám í enskum bókmenntum í Há- skólanum en hann segist ekk- ert hafa ákveðið með framtíð- ina. Það sé ekki útilokað að hann verði enskukennari í framhaldsskóla en draumurinn sé þó að vinna við að búa til tónlist. „Þegar fólk grcinist með tónlist í blóðinu þá er það ólæknandi." ÍÍÓA Þeir feðgar semja báðir og spila og eru báðir að gefa út plötu fyrir jólin. Magnús plötuna „Kóngur einn dag“ ásamt KK en Stefán er i Geirfuglunum, sem nýbúin er að senda frá sér „Byrjaðu í dag að elska".

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.