Dagur - 27.11.1999, Side 11

Dagur - 27.11.1999, Side 11
 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 - 27 MATARGAffÐ ^maammmmmmmnammmtmt^., Lesið í gegnum laufabrauð Nú fer laufabrauðsvertíðin að skella á og er raunar hafin fyrir norðan samkvæmt áreiðanleg- um heimildarmonnum Matar- gats. Víða, einkum fyrir norðan og austan er laufabrauðið jafn mikilvægur hiuti jólanna og gjafirnar og jólamaturinn. Eng- in jól án laufabrauðs, segja sumir. Og laufabrauðsgerðin markar raunar upphaf jólaund- irbúningsins hjá mörgum. I orðabók Menningarsjóðs segir um laufabrauð: „Þunn hveitikaka með margvíslegum utskurði, steikt til jólanna.11 Og er auðvitað fátækleg lýsing á flóknu og stórmerkilegu íyrir- bæri. Laufabrauðsgerð er nefnilega merkileg þjóðleg hefð og vandaður laufabrauðs- skurður er heillandi og listrænt handverk. Til er margvíslegt laufamunstur sem hefur skilað sér milli kynslóðanna og er enn skorið í dag. I Suður-Þing- eyjarsýslu skáru menn og skera sumir vonandi enn, fom og firnaflókin munstur á borð við Sílalækjarrós, Lambhús og Kóngaljós. Og ef vel á að vera má ekki heidur kasta til höndum þegar deigið er breitt út. „Takmarkið var að breiða deigið svo þunnt út að hægt væri að Iesa bók í gegnum það,“ segir eldri kona úr Reykjadal norður. A síðustu tímaskortsámm hefur þeim fækkað sem gera laufabrauð frá upphafi til enda, þ.e. hnoða deig í kökur, fletja það út, skera laufabrauð- ið og steikja það. Æ fleiri taka þann kostinn að kaupa kök- urnar í brauðgerðum og skera síðan og steikja í heimahúsum og sumir kaupa einfaldlcga til- búnar kökur hjá kvenfélögum og öðrum sem gera slíkt og selja í fjáröflunarskyni. En ef mennn hafa tíma þá er það auðvitað þjóðlegast og mest gefandi að gera allt sjálfur. Hér kemur \insæl upskrift af Iaufabrauði, ættuð norðan úr Þingeyjarsýslum: EFNI: 500 gr. hveiti 35 gr. smjörlíki 1 5 gr. sykur 1/2 teskeið ger 3-4 dl mjólk örlítið salt Mjólk og smjöriíki hitað og Iátið aðeins kólna aftur. Og síðan er deigið hnoðað, breitt út þunnt, skorið og steikt. Uppskriftin á að nægja í ca. 20 kökur. Verði ykkur að góðu. Laufabrauðsvertíðin er óvíða hafin. En ein og ein fjölskylda hefur þó tekið forskot á sæluna og er búin að gera laufabrauð. Og sérskip- aður laufabrauðsfrétta- ritari Matargats og hans fólk voru einmitt í laufa- brauði s.l. fimmtudag. Þátttakendur voru af þremur kynslóðum og lögðu allir mis- gjörfa hönd á Iaufabrauðsplóg- inn. Fyrir lá að skera 1 50 kökur sem keyptar höfðu verið í hinu ágæta Heimabakaríi á Húsavík, útflattar og hringskornar, þannig að að ekki þurfti að hnoða deig- ið og breiða út sem er ærinn starfi og raunar mesta erfiðið við laufabrauðsgerð. Búið vara að smala saman laufabrauðshnífunum, en marg- ir eiga slatta af litlum vasahníf- um sem aðeins eru notaðir við laufabrauðsskurð einu sinni á ári og geymdir þess á milli eins og verðmætir ættargripir, sem sumir þessara hnífa eru auðvit- að orðnir. A þessu heimili er harðbannað að nota laufabrauðs járn og rúlla laufamunstrin, sem vissulega er mun fljótlegra. Það er einfaldlega talið stílbrot sem gengur gegn öllum þjóðlegum hefðum á þessu sviði að nota svoleiðis nýmóðins fjölmúlavíl. Kökurnar skal skera með eigin hendi og með hníf í þeirri hendi en ekki járn. Og skurðarbrettin eru mörg hver orðin æði forn, krossviðarplattar rúnum ristir eftir hnífaför kynslóðanna í ára- tugi Fínt eða gróft Menn bera sig misjafnlega að við skurðinn. Sumir, einkum þeir eldri, skera eins og þeir hafi allan heimsins tíma, vanda sig og velja flókin munstur á borð við jólatré eða gyðingarstjörnu og skera laufin afar fínt og fletta þeim svo með tilhlýðilegri virð- ingu fyrir listaverkinu. Þeir yngri eru meira að flýta sér, eins og þeir þurfi að vera búnir áður en beina útsendingin frá boltanum byrjar. Laufin þeirra eru gróf og stórkarlaleg og munstrið oftar en ekki einfalt og fljótskorið, bókstafirnir I og H og X og Z fylla hverja kökuna á eftir annarri hjá ungviðinu. Og það er skorið og skorið og spjallað um laufabrauð og ann- að landsins gagn og nauðsynjar. Og alls ekki má gleyma að pikka kökurnar, það er punkturinn yfir i-ið. Og áður en síðasta kakan er skorin, er djúpsteikingarfeiti ellegar tólg sett í pott og kveikt undir. Eins og við svo marga aðra ánægjulega iðju, þá þarf tvo til þegar steikja á íaufabrauð. Ann- ar dýfir kökunum í luaumandi feitina, snýr þeim og leggur síð- an á eldhúsrúlllubréf. Og áður en kakan harðnar leggur hinn bréf olan á kökuna og þrýstir á ,hana með potthlemmi eða sér- Menn bera sig misjafnlega að við skurðinn. Sumir, einkum þeir eldri, skera eins og þeir hafi allan heimsins tíma, vanda sig og velja flókin munstur á borð við jólatré eða gyðingastjörnu og skera laufin afar fínt og fletta þeim svo með tilhlýðilegri virðingu fyrir listaverkinu. smíðuðu bretti, til að þerra mestu fituna af kökunni og einnig til að slétta hana. Síðan er kökunum raða í kassa og þær geymdar frammi í búri til jól- anna. Það þarf að fara mjog varlega þegar tilbúnar kökurnar eru handleiknar. Þær eru stökkar og viðkvæmar eins og kólibrífugl í hendi Mike Tyson og geta brolnað í frumparta sína við ógætilegt átak. Ruddar og of- bcldismenn eru því ekki heppi- legir til laufabrauðsgerðar. Verkaskipting kynja Það er í sjálfu sér dálitið merki- legt að eins og karlmenn fyrri tíma voru blóðiatir við heimilis- störf (og eru sumir enn, vei, ó vei), þá tóku þeir jafnan þátt'í að skera laufahrauð. Konurnar sáu alltaf um, 'og gcra öftast enn, að hnoða déigið, breiða það út og síðah steikja kökurnar, sem eru náttúrlega „skítverkin" í ferhnu.- Sennilega hafa karlarnir litið á skurðinn sem andlega eða Iistræna jðju, þar sem þeir gátu skarað fram úr og verið bestir, og því ekki fýfir neðan þeirra virðingu að táka þátt í þessum geira heimilisstarfanna. Þessi verkaskipting heldur sér meira og minna enn í dag. Karl- arnir skera sem sé í blóðspreng og eru harla montnir aí snilld sinni, en konurnar glotta góðlát- lega undir rós og hrósa körlum sínum af dálítilli hræsni, svona rétt til að halda þeim að verki. Og karlarnir eru einnig liðtækir við að éta laufabrauðið. Sumir vilja helst éta það með hangi- kjöti og/eða smjöri. Aðrir segja að það sé langbest með brennívíni, en það eru yfirleitt þeir sem finnst allt best með brennivíni, eða a.m.k. nota það sem yfirvarp til að fá sér f glas. „Matreidslu Vasa-Qver“ Laufabrauðsgerð ér merkur þáttur í matarmenningu Islend- inga og ærið forn. Ef menn vilja kynna sér sögu laufabrauðsgerð- ar, þá er, eins og svo oft, hand- hægt að fletta upp í bókum Arna Björnssonar, Jól á jslandi, I jóla- skapi, nú eða í þeirri margróm- uðu Sögu daganna. I síðasttöldu þókinni segir um laufabrauðið: „Laufabrauðið er nefnt í elstu matreiðslubók, sem út kom hér á landi í Leirárgörðum árið 1800, og heitir „Einfalt Mat- reidslu Vasa-Qvcr fyrir heldri nianna Hússfreyjur." Þar segir: „Laúfabrauð eða kökur af hveitideigi, vættu í sykurbland- inni góðri mjólk eður rjórna, út- skornar ýmislega, og soðnar í bræddu smjöri, eru svo algengir, að frá þeim þarf ekki meira að segja.'V. . . Og Árni heldur áfram: „í Ævi- sögu Bjarna Pálssonar segir frá veislu árið 1772, þar sem laufa- brauð er einnig talið algengur og alíslenskur matur. Etir miðja 19. öld a.m.k. virð- ist laufabrauðið hinsvcgar mjög bundið við Norður- og Norð- austurland og hefur reyndar ver- ið það lengstum síðan. Nokkuð breiddist það þó út við tilkomu húsmæðraskólanna nálægt alda- mótum og síðar, ef kennarar voru af laufabrauðssvæðinu. Og á allra síðustu áratugum hafa margir tekið það upp hér og þar til gamans. Þótt ýmis skrautbrauð séu til í öðrum löndum, þekkjast ckki al- gjörar hliðstæður laufabrauðs- ins. Athygli vekur hversu næfur- þunnt það á að vera, og mætti geta þess til, að mjölskorturinn hafi valdið því í uphafi. Utskurð- urinn gat einnig valdið því að kakan yrði enn matarminni en ella. Hinsvegar var þarna komin bráðfalleg og gómsæt kaka, sem gaman var að borða, þótt hvcr maður fengi kannski ekki nema eina slíka." Svo segir um iaufabrauð í Sögu daganna eftir Árna Björns- son. Og rétt að láta hann hafa síðasta orðið um efnið að þessu sinni. JS Mjölskortur mótaði hefðina ■M*» «.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.