Dagur - 27.11.1999, Blaðsíða 16

Dagur - 27.11.1999, Blaðsíða 16
32 - LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 Fluguveiðar að vetri (145) Frá flugu til flugu Vegna mistaka við mynd- vinnslu i síðustu viku birtum við aftur pistil Stefáns frá þxn' í síðustu viku ásamt myndinni eins og hún átti að birtast. Vinur minn Marc Petitje- an flugnahöfðingi í Sviss hefur enn einu sinni sent frá sér „nýja línu.“ Þessir stóru hönnuðir eru eins og tískukóngarnir, í heimi fluguveiða er beðið eftir vörulistum sem sýna hvaða framþróun hefur orðið. Cartier og hvað þeir nú heita tískufröm- uðirnir ákveða hvaða efni og litir eigi að ganga þá vertíðina. I heimi fluguveiða eru náttúrulögmálin hins vegar í gangi, þau sömu og skaparinn ætlaðist til. Petitjean hannar allar sínar flugur með „cul de canard" (CDC) fjöðrum, sem eru kring- um fitukirtilinn á rassenda andarinnar. Þær eru mun líflegri en aðrar fjaðrir. Eg hef áður lýst því hve mikla trú ég hef á slíkum flugum, enda reynst mér af- bragðsgóðar. Æviskeiðið Til gamans, fróðleiks og ábendingar helga ég vikuskammtinum hluta úr flugnafræð- um Petitjeans. Hér sýnir hann æviskeið mýflugunnar (en af þeim eru næstum 100 tegundir hér á landi) og hvernig túlka má eftirlíkingar af mýflugunni við hinar ýmsu náttúrulegu aðstæður til að blekkja fisk. Ef við byrjum á myndinni lengst til vinstri, fyrir miðju, má sjá flugu á vatns- fletinum. Þar verpir hún slímugum eggj- um sem falla til botns. Skömmu síðar verða þau að Iöngum „ormum“ sem eru þráðlaga lirfur (allt upp í 1 cm, en oftast miklu minni). Lirfurnar eru sýndar niðri við botn, neðst til vinstri, en utan myndar eru nokkur afbrigði hnýtt á öngul: sterk- rauðar Iirfur, brúnleitar, fölbleikar, grá- ljósleitar. Sumar eru með vott af skotti, hnúður framaná er mis áberandi. Athygl- isvert er að þessar Iirfur eru hnýttar á öngul númer 14-20. Eg er harðákveðinn í FLUGUR Stefán Jón Hafstein skrifar er efst til hægri er hnýtt í stærðum 8-10, hinar tvær uppi til vinstri eru 14-16. Þetta eru eiginlegar þurrfl- ugur. Mýflugur eru misstór- ar og mislitar! Ævisaga mýflugunnar, og svona túlkar Marc Petitjean flugnahöfðingi hin ýmsu æviskeið fyrir veiðimenn. að ná mér í númer 20, eftir reynslu frá Hlíðarvatni í sumar, og Elliðavatni, þar sem ég skar upp bleikjur sem voru með ákaflega smáar lirfur innanborðs. Þær neituðu að taka nokkuð sem var stærra. Púpur Til hægri, neðan vatnsborðs, sjáum við að á ákveðnu stigi breytist Iirfan í púpu, sem nú stígur til yfirborðsins, dinglar smá stund í vatnsfilmunni meðan hún háttar sig úr haminum, og brýst Ioks upp á yfirborð. Til hægri við myndina sjáum við að Petitjean hnýtir púpubúk- inn með miklum brúsk framúr. Þetta er algeng aðferð til að hnýta „emergers" eins og þeir kallast í enskum bókmennt- um. Hægt er að kasta svona flugu svo mjúkleg að hún lendi með búkinn undir vatnsfilmunni, en brúskurinn standi uppúr. (Virkar eins og flot). Þá er eins og púpan sé að rífa sig lausa. En ég hef líka veitt á svona flugur undir yfirborði, og trúi ég að fiskarnir telji þær einkar líflegar púpur að flýta sér. Þessar flugur eru til alveg niður í stærð 20, sem ég tel verulega spennandi kost, til að nota þegar fiskurinn er ákaflega vandlátur. Litirnir eru brúnleitur, gulur, og ljós- grár, undir vænghúsinu framarlega er púpan höfð ljósari en á búkinn. Fluga sem flýgur Efst á myndinni sjáum við flugnasveim- inn, og meira segja tvær að maka sig. Flugurnar sem Petitjean hnýtir til eftirlík- ingar verða einkar líflegar að sjá þegar létt CDC-efnið fær að njóta sín. Sú sem Hvernig veiðir maður? Veiðimaður sem kemur að vatni eða á verður nú að meta hvert þessara „ævi- skeiða" standi, hjá þeim til- teknu flugum sem fiskurinn er að éta. Sé ekkert um að vera á yfirborði myndi ég byrja á lirfum (lengst til vinstri). Láta hana sökkva vel og draga mjög hægt. Og þora að hafa hana smáa. Óhætt er að vera með mjög grannan taum því fiskurinn tekur þessi litlu dýr ósköp óstressaður. Sýnist manni að fiskar séu að gára vatnsborðið, jafnvel að hringir komi á það, þá fer maður í púpu. Huga ber vel að því hvort fiskar rjúfa yfirborðið. Oft- ast gera þeir það ekki, manni sýnist það bara. Þá eru þeir að grípa púpurnar rétt undir. Komi hryggir eða sporðar í ljós gætu þeir verið í púpum í vatnsfilmunni. Þá ber að láta fluguna með brúskinn lenda varlega og hanga í vatnsborðinu. Komi hins vegar glöggir hringir, smellir og hausar uppúr, má reikna með að hann sé loksins kominn í hina eiginlegu flugu, sem dettur af himnum ofan, og éti hana á yfirborðinu. Mín reynsla er sú að við vanmetum alltof oft smæð agnsins sem hann vill, og veiðum of mikið á „flugu“, líka á „púpu“, þegar við ættum að huga betur að „lirfu“. Hvers vegna? Eg veit það ekki. Eg held það bara. Þeir sem vilja skoða meira hjá Marc geta slegið upp www.petitjean.com á Veraldar- vefnum. Krossgáta nr. 164 Lausn Nafn Heimilisfang Póstnúmer og staður Helgarkrossgáta 164 í krossgátunni er gerður greinarmunur á grönnum og breiðum sérhljóðum. Lausnarorð sendist til Dags (Helgarkrossgáta nr. 164), Strandgötu 31, 600 Akureyri eða með símbréfi í númer 460-6171. Lausnarorð 162 var „málverk". Vinningshafi er Guðmundur Guðbrands- son, Safamýri 13 í Reykja- vík, og fær senda bókina Hvíta stríðið, vegamót og vopnagnýr, eftir Hendrik Ottósson. Skjaldborg gef- ur út. Verðlaun: Sturla frá Stekkjarflöt- um eftirAðal- heiði Karlsdóttur frá Garði. Skjald- borg gefur út.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.