Dagur - 27.11.1999, Síða 23

Dagur - 27.11.1999, Síða 23
n o LAUGARDAGUR 27. NÚVEMBER 1999 - 39 Ð í LANDÍNU BÆKUR Ævintýramenn á Alþingi Ævintýri alþingis- manna er heiti á' nýútkominni bók, þar sem nokkir þingmenn segja frá efirminnilegri reynslu utan þess sviðs sem stjórn- málamenn eru vanastir að leika listir sínar á. Vigdís Stcf- ánsdóttir ritstjóri skráði. Viðmælendur Vigdísar eru Árni Johnsen, Drífa Hjartar- dóttir, Guðjón Arnar Kristjáns- son, Guðmundur Hallvarðs- son, Hjálmar Árnason, Jón Bjarnason, Lára Margrét Ragnarsdóttir, Magnús Stef- ánsson, Olafur Örn Haralds- son, Pétur H. Blöndal, Sigríð- ur S. Jóhannesdóttir, Svanfríð- ur Inga Jónasdóttir og Þuríður Backman. Ævintýrin eiga sér stað í flestum heimshornum og á ýmsum tímum í Iífi frásagna- manna. Þingmennirnir hafa víða komið við og er lýst göngutúr á Suðurheimskautið, leit að sólargreislum í Indónesíu, siglingu stráka á hæpnu fleyi á Faxaflóa, ferð- um um Kína og fallhlífarstökki á íslandi, veiðimannasamfélagi á Hornströndum, ástarjátn- ingu á Siglufirði, fjölkvæni í Egyptalandi og fleira forvitni- legu. Stoð og styrkur gefur út til stuðnings .< • Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna og forvarnastarfi meðal barna. Vegferðlífsins Annað bindi verks- ins Á lífsins leið er komið út á vegum góðgerðarfélagsins Stoð og styrkur. I bókinni eru birt viðtöl við 26 þekkta menn og konur. Meðal þeirra sem segja frá eru Jón Helgason fyrrum ráð- herra, Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona, Björn Bjarnason ráðberra, Ingibjörn Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Vala Flosadóttir stangarstökkvari, Jón Baldvin HanniBalsson sendiherra, Valgerður Sverris- dóttir þingmaður, Jóhannes Jónsson í Bónusi, Ari Teitsson formður Búnaðarfélagsins, Sigríður Bcinteinsdóttir sög- kona og Guðsteinn Þengilsson Iæknir. Stomiasöm ár Annað bindi ævi- sögu Steingríms Hermannssonar er komið út, en fyrsta bindið varð met- sölubók í fyrra. Dagur B. Eggertsson skráði. í þessari bók segir Steingrímur sögu sína írá því hann fór fyrst í framboð á Vestfjörðum á sjöunda ára- tugnum fram að falli ríkis- stjórnar Gunnars Thoroddsen. Á tímabilinu hafði Steingrím- ur verið ráðherra í tveim ríkis- stjómum og stýrt fjórum ráðu- neytum. í þvf bindi sem nú er nýút- komið segir frá svipríkum stjórnmálamönnum eins og Ólafi Jóhannessyni, Vilmundi Gylfasyni, Gunnari Thorpdd- sen, Svavari Gestssyni og Ólafi Ragnari Grímssyni. Sagt er frá einu viðburðaríkasta tímabili íslenskrar stjórnmálasögu, hrossakaupum og hatrömmum deilum, fjármálum Framsókn- arflokksins og klof'ningi Sjálf- stæðisflokksins og fyrir- greiðslupólitík. Valm-Helgafell gefur út. Ný Bond 19. James Bond mynd- in var nýlega frumsýnd í Eondon. Pierce Brosnan leikur þar njósnarann knáa í þriðja sinn. Hann er vitaskuld umvafinn fögrum konum í þeirri mynd líkt og áður. Brosnan hcfur þó ekki augastað á annarri konu en sinni heittelsk- uðu, Keely, Sliave- Smith en með henríi á hann soninn Dylan. Brosnan var Iengi að jafna sig eftir lát eigin- konu sinnar Cassie sem lést úr krabba- meini en hefur riú öðl- ast hamingju .á. nýjan leik. Hann segist nú vera búinn að ákveðá giftingardag , þeirra Keely en ætlar að halda stað og stund leyndum fyrir Ijölmiðlum. Pierce Brosnan ásamt þokkagyðjum nýjustu Bond myndarinnar, Mariu Graziu Cucinotta og Denisð' Richards. KRAKKAHORIlllfi Tangram Tangram er ævaforn kínversk raðþraut. Sagan segir að fyrir mörgum öldum hafi maður að nafni Tan misst á jörðina fer- kantaða steinhelLu. Hún brotn- aði í 7'hluta, en.þegar-Tan ætl- aði að setjá haría saman,1 Upp- götvaði hann sér til. mikillar furðu að hægt var að húa til kynstrin af myndum úr brotun- um. Mjög auðvelt er að búa til þessa raðþraut. Fáið ykkur fer- kantaðan, iitaðan kartonpappír sem er 15 cm á hvern kant. Strikiö formin á p.appfrinn og klippið þau út. - Tangram hentar börnum á öllum aldri og fullorðnum. Það þjálfar einbeitingú, þolinmæði, eflir sköpunargáfu, eykur útsjón- arsemi og tilfinningu fyrir form- um og lögun. m 4 Við viljum hvetja alla sem hafa eitthvað í pokahorninu að senda okkur efni. Utanáskriftin er: Dagur - Barnahorn Strandgata 31 600 Akureyri Tölvupóstur:bjorn@dagur.is ANDRÉS ÖND STJÖRNUSPÁ % X á Vatnsberinn „Mjúk er Marðar tungan." - Og klofin Hannesar Hómlmsteins tungan. Trúðu á tvennt í heimi. Fiskarnir „Móðurbræðrum verða menn lík- astir, en föður- bræðrum fljóð.“ - Gluggaðu í fjöl- skyldualbúmið því til staðfestingar. Hrúturinn „Sá er montnast- ur sem minnst er í varið.“ - Gerðu þér upp hógværð. Nautið „Roskinn múgur er ráðadrjúgur." - Gakktu strax í Fé- lag eldri borgara. Ekki er ráð nema í , tíma sé tekið. Tvíburarnir „Ekki fretar mús eirís og hestur, þó rauf rifni." - Fjarlægðu rúg- brauðið af morg- unverðarmat- seðlinum. ""41 Krabbinn „Náhrafns misk unn er næsta lít- il.“ - Hvað eru margir drepnir í Myrkrahöfðingj- anum? Ljónið „Litlir púkar luma á hljóðum." - Farður á tónleika barnakórsins í, kvöld. . Meyjan „Nei er meyjar já.“ - Leggðu aldrei trúnað á málshætti eða spádóma. Vogin „Hamingja fylgir heimskingjan- um.“ - Nú skil- urðu loksins hversvegna þér líður alltaf svona vel. Sporðdrekinn „Hart á móti hörðu, sagði skraumi, þá hann skeit mót skruggu.“ - Láttu ekki deigan síga, Guðmundur! Bogamaðurinn „Hirðir skal vita, hvað af hjörð verður." - Leggðu ei sóknarbönd í hendur lágfiðl manna. Steingeitin „Ég er mikilvirkur í skorpunum, sagði hvíldræk- inn.“ Stöðugar annirá Alþingi hjá Árna John-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.