Dagur - 29.04.2000, Blaðsíða 1

Dagur - 29.04.2000, Blaðsíða 1
I I 1 4 Kaliað á samstarf og sameiningu Verkalýðsforkðlfar flestir sammála um að sameina þurfi stéttarfélög og gera þau sterkari. Formað- ur BSRB segir að sam- tök launafólks megi ekki steingervast. For- maður VB telur lands- samböndin vera tíma- skekkju. „Nú verða menn fyrir alvöru að fara að taka á skipulagsmálum hreyfingarinnar. Tími er kominn til að sætta ólík sjónarmið. Hjá Verkamannasambandinu eru fé- iögin mörg og of mörg veikburða vegna þess hversu Iítil þau eru. Eg tel fulla þörf á átaki innan frá. Menn þurfa að finna hjá sér þörf til að gera eitthvað, ekki að bíða eftir skipun að ofan. Sam- eina þarf félögin og gera eining- arnar sterkari. Ef félög vilja ekki sameinast þá eiga þau að taka upp náið samstarf," segir Aðal- steinn Baldursson, forseti Al- þýðusambands Norðurlands, meðal annars í samtali við Dag. I opnu fréttablaðsins er rætt við nokkra verkalýðsforkólfa í tilefni af 1. maí. Blaðið í dag ber keim þess að baráttudag- ur verkalýðs- ins er framundan, mitt í hringiðu viðkvæmra kjaraviðræðna og yfirvofandi verkfalla. Forystu- menn verka- lýðsfélaganna virðast flestir vera sammála um að sameina beri fé- lögin enn frekar og gera þau að sterkari einingum. Ogmundur Jónasson, formaður BSRB, kem- ur einnig inn á þetta í helgarvið- tali. „Sjaldan hefur verið eins mikil þörf fyrir sterka, samhenta og öfluga verkalýðshreyfingu og einmitt nú á þessum óskatímum gróðahyggju og kaldhamraðrar frjálshyggju. Verkalýðshreyfingin á sannarlega glæsta sögu að baki en hún hefur enn veigamiklu hlutverki að gegna og í framtíð- innni mun svo einnig verða. Eg er sannfærður um að verka- lýðshreyfing- unni mun vegna vel um ókominn tíma ef hún ber gæfu til að muna að hún er hreyfing allra sem fylla raðir hennar en ckki þcirra sem veljast til forystu um stundarsakir. Ástæð- an fyrir þvf að verkalýðshreyfing- in á framtíð fyrir sér er að launa- fólk þarf á baráttutæki að halda. Og því þéttar sem menn standa saman því betra," segir Ogmund- ur m.a. í viðtalinu. Hann segir að það megi aldrei henda samtök launafólks að steingervast sem stofnun. Verkalýðshreyfingin verði að vera af holdi og blóði. Landssamböndtn tlma- skekkja Magnús L. Sveinsson, formaður VR, tekur í svipaðan streng og telur t.d. að landssambönd verkalýðsfélaga séu tímaskekkja. Þau séu milliliður sem ekki þjóni þeim tilgangi sem þau gerðu í upphafi. Magnús vill að verka- Iýðsforystan taki upp markaðs- laun í sinni samningagerð. „Ef verkalýðshreyfingin vill ekki taka þátt í að móta þau laun þá er hún að skáka sér útaf borð- inu. Vinnuveitendur munu þá ákveða launin einhliða. Þannig er þetta hjá verslunarmönnum í Reykjavík. Níutíu prósent af okk- ar félagsmönnum taka laun sam- kvæmt markaðslaunum. Það þýðir ekkert að stinga höfðinu í sandinn eins og strúturinn og segja að markaðslaun séu fráleit, eins og sumir verkalýðsleiðtogar hafa haldið fram. Markaðslaunin eru til staðar,“ segir Magnús meðal annars. - Sjá nánar bls. 8-9 og bls. 22-23 í Helgar-Lífinu. Slegist um Ungfirú ísland Arnól ehf., fyrirtæki Olafs Lauf- dals og fjölskyldu, sem staðið hefur fyrir árlegum fegurðar- keppnum um titilinn Ungfrú Is- land, hefur stefnt Ungfrú ís- land.is, fyrirtæki Lindu Péturs- dóttur og Eskimo models með kröfu um að síðarnefndu aðil- arnir Iáti af notkun titilsins. I þessu vörumerkjamáli, sem tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, telur Arnól að það fyrirtæki hafi einkarétt á titl- inum Ungfrú ísland og að engu breyti þótt mótaðilinn bæti „punktur is“ við nafn keppni sinnar. t héraðsdómi í gær boðaði Bergur Guðnason, lögmaður Arnól, öflun frekari gagna. Hann boðaði að forsvarsmaður Arnól myndi gefa skýrslu fýrir dómin- um og tók fram að hann ætlaðist til þess að forsvarsmaður mótað- ilans, Linda Pétursdóttir, gæfi einnig skýrslu. - FÞG ...þar leika allir saman. Leikskólabörn I Kópavogi héldu í gær sameiginlega uppskeruhátíð í Salnum I Kópavogi. Einbeitnin skín úr svip þessara ungu listamanna sem komu fram á hátíðinni. mvnd: teitur Ttmburmenn eftir hluta- bréfafylUd „Hlutabréfafylliríinu mun að sjálfsögðu ljúka og peningasukk- ið mun taka enda eins og öll fjár- glæfraspil. Þá verður spurt um verk stjórnarherranna og skoðuð staða þeirra sem verst hafa kjör- in á Islandi og hinna sem eru að taka til sín milljarðana. Hætt er við því að einhverjum muni reyn- ast uppgjörið erfitt í þeim timb- urmönnum." Þetta segir Og- mundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna rílús og bæja og alþingismaður, í helgar- viðtali Dags, en þar fjallar hann um stöðu verkalýðshreyfingar- innar í dag og í nánustu framtíð. íslenskukennslu í nýbúadeild- um grunnskóla á íslandi er stór- lega ábótavant að mati Margrét- ar Atladóttur kennaranema sem gert hefur rannsókn á kennslu- aðferðunum og hefur ýmis ráð í pokahorninu til að bæta úr þeim. Nánar um það í helgarblaði Dags. Sambíóin gætu sem best borið það nafn vegna samheldni fjöl- skyldunnar sem rekur J?au. Bræðurnir Alfreð og Björn Arna- synir léku sér saman sem börn og hafa unnið saman frá blautu barnsbeini. Þeir segja frá í Á/freð og Björn. helgarblaðinu. „Stundum hefur maður á til- finningunni að maður geti ekki lifað stundinni Iengur ef maður fær ekki soðinn fisk eða steiktan fisk. Aðra stundina er lífið einskis virði nema maður fái al- mennilegt lambakjöt, svo kanns- ki hellist yfir mann ofboðsleg löngun í kjúkling," segir Sverrir Páll Erlendsson, menntaskóla- kennari, sem er í Matargati helg- arblaðsins. Og svo er fullt af öðru skemmtilegu efni. Góða helgi! U G Æ Ð I IM M E jíði__ PáÐIOiyAUST Geislagötu 14 • Sími 462 1300 i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.