Dagur - 29.04.2000, Blaðsíða 2

Dagur - 29.04.2000, Blaðsíða 2
2 - LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 Da^itr FRÉTTIR Api styður hvorld Össur né Trygga Sj álfstædisþingmaður fékk kjörseðil vegna formannskosmiigar Samfylkingarinnar. Fáein dæmi um rugln- ing en gengur mjög vel, segir formaður kjörstjómar. Ami Ragnar Arnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi fékk á dögunum send- an kjörseðil til þátttöku í for- mannskosningu Samfylkingar- innar. Arni Ragnar þvertekur þó fyrir öll tengsl við Samfylking- una eða þá flokka og hópa sem að henni standa og er ekki á leið- inni úr Sjálfstæðisflokknum í Samfylkinguna. Reif seðilinn Hvorn hyggst hann kjósa, Tryggva eða Óssur? „Eg reif nú bara þessi gögn,“ segir Árni Ragnar og segist líta á þetta sem einhvern nafnaruglning, margir beri nafnið Arni Arnason og Árni Ragnar Árnason: Henti kjörseðlinum. sumir sama millistaf og hann. „Eg kannast nú við einhverja al- nafna mína en veit ekkert um þeirra pólitfsku skoðanir," segir Árni Ragnar. Jóhann Geirdal formaður kjör- stjórnar Samfylkingarinnar hló við þegar blaðamaður sagði hon- um frá kjörseðlinum, sagði þetta koma sér á óvart en vildi ekki fullyrða um ástæður þess að Árni Ragnar fékk seðil. „Eg hefði Jóhann Geirdal: Gengurmjög vei gaman af að láta kanna hvað þarna hefur komið upp, við höf- um reynt að skoða það ef eitt- hvað svona hefur komið upp,“ segir Jóhann. Gengur mjög vel Jóhann Geirdal segir formanns- kjörið almennt hafa gengið mjög vel þrátt fyrir nokkur dæmi þar sem fólk hefur lýst óánægju sinni yfir að hafa fengið kjörseð- il. Hann segir hafa komið upp nokkur dæmi þar sem fyrrver- andi félagar í einhverjum þeirra flokka sem að Samfylkingunni standa hafi fengið kjörgögn. Það fólk hafi að auki verið í einhverj- um félögum sem hafa samþykkt að taka þátt í stofnun Samfylk- ingarinnar og hafi ekki hirt um að segja sig úr slíkum félögum. Jóhann nefnir Grósku sem dæmi um slíkt félag. „Þó einhver segi sig úr Alþýðubandalaginu þá gef- ur það hvorki formanni, varafor- manni né öðrum hjá Alþýðu- bandalaginu rétt til að taka hann út af félagaskrá í einhverjum öðrum félögum," segir Jóhann og Ieggur áherslu á að þetta fólk eigi rétt á að taka þátt í for- mannskosningunni en verði að sjálfsögðu ekki sjálfkrafa félagar í Samfylkingunni þegar hún verður formlega stofnuð um næstu helgi. „Eg tel það líka alvarlegra ef kjörstjórn sviptir fólk atkvæðis- rétti án heimildar en að einhvcrj- ir örfáir sem ef til vill vilja ekki taka þátt fái sendan kjörseðil," segir Jóhann Geirdal. - HI Skyldu margir taka þátt í aðgerðum á sunnudag? Bensin hunsað? „Við styðjum þessar aðgerðir. Þetta er fyrst og fremst táknræn aðgerð og við vonum að fólk sýni lit,“ segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB um þá hvatningu sem gengur manna á milli á Netinu og á uppruna sinn f Evrópu, um að fólk mót- mæli bensínverðshækkunum með því að kaupa ekld bensín á sunnudag, 30. apríl. I hvatningunni segir meðal annars: „Aðgerð þessari, sem er beint gegn verðhækkunum á eldsneyti, gengur út á það að enginn taki bensín eða díselolíu á bíla sína þann 30. apríl 2000.“ Nú kostar 95 oktana blýlaust bensín 91,90 krónur og segir Runólfur það hæsta verð sem hann þckki til hér á landi - og væri verðið reyndar 99,50 krón- ur á lítrann ef ekki hefði komið til gjaldabreyting ríkisins í októ- ber. „Þó bensínverð kunni að lækka örlítið þá er full ástæða fyrir fólk að taka þátt í þessum aðgerðum," segir Runólfur. - FÞG Engin efnisbreytmg Engar efnislegar breytingar voru gerðar á frumvarpi til laga um fæðingar- og foreldraorlof frá því að efni þess var kynnt í tengslum við gerð kjarasamninga fyrir nokkru. Nokkuð drógst þó að leggja frumvarpið fram og þurfti að leita afbrigða til að fá það tek- ið á dagskrá svo skömmu fyrir þinglok. Páll Pétursson félags- málaráðherra mælti fyrir frum- varpinu á Alþingi í gær. „Það hefur fyrst og fremst ver- ið að snyrta orðalag en það eru engar meiningarbreytingar," seg- ir Páll spurður um lokagerð frumvarpsins. „Það er að vísu hægt að segja að það sé nýtt að það er getið um það í athuga- semdum að það verði endurskoð- að þegar lögin eru að fullu kom- in til framkvæmda, hvort ástæða sé til að fastbinda réttinn til töku fæðingarorlofs. Það er að segja hvort rétturinn þurfi að vera fast- bundinn öðru foreldri í þrjá mánuði, hvort hann megi ekki Páll Pétursson félagsmálaráðherra: Þurfum að vinna hratt til að afgreiða málið. vera allur umsemjanlegur." Þar fyrir utan segir Páll að um lítils- háttar orðalagsbreytingar sé að ræða. Bjartsýnn Páll er bjartsýnn á framgang frumvarpsins fyrir þinglok. „Frumvarpinu hefur verið ákaf- lega vel tekið í umræðunni. Þær athugasemdir sem fram hafa komið eru ekki mjög alvarlegar þannig að ég á von á því að þetta nái afgreiðslu og ég veit ekki hver það væri sem ætti að stoppa það. Það er að vísu liðið langt á þing- tímann þannig að menn þurfa að vinna hratt til þess að það nái af- greiðslu en ég hef von um að það sé vilji manna," segir Páll. Helstu nýfnæli frumvarpsins eru, eins og áður hefur komið fram, jöfnun á rétti kvenna og karla til fæðingarorlofs, breyting- ar á greiðslufyrirkomulagi til for- eldra á vinnumarkaði og stofnun Fæðingarorlofssjóðs, sveigjan- leiki í töku fæðingarorlofs, ákvæði um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum og sjálfstæður þrettán vikna óframseljanlegur réttur beggja foreldra til foreldra- orlofs sem taka skal áður en barn nær átta ára aldri. - HI Er sorglegt mál „Því fer fjarri að samfélagið sé í uppnámi eða að menn skipist í andstæðar fylkingar vegna af- stöðu sinnar til þessa sorglega máls“, sagði einn viðmælandi Dags á Húsavík í gær um nauðg- unarmálið sem aftur komst í há- mæli eftir að harðort bréf frá for- eldrum fórnarlambsins í Skránni í vikunni og íjallað var um í Degi í gær. Þeir sem Dagur ræddi við voru flestir sammála um að þetta hörmulega mál hefði lítið sem ekkert verið til umræðu í bænum eftir að dómur féll í undirrétti og fjaðrafokinu vegna undirskrifta- listans lauk. Flestir hafi litið á þetta sem einkamál viðkomandi fjölskyldna og því misráðið að birta undirskriftalistannn opin- berlega, sem varð til þess að mál- ið fékk ítarlega umljöllun í mörg- um fjölmiðlum. Birting listans á sínum tíma hefði heldur ekki orðið málstað piltsins sem dæmdur var fyrir nauðgun til framdráttar eins og meiningin hafi verið. Sömuleiðis töldu flestir viðmælendur blaðsins það U'4 *$'%'**' vanhugsað hjá foreldrum stúlkunnar að ráðast svo harka- lega á opinberum vettvangi gegn fólki sem hefði aðra sýn á máls- atvik og dóminn en þau. „Þetta er sorglegt mál sem auðvitað snertir fleiri í fámennu samfélagi en fjölmennu, en það er af og frá að samféiagið sé á nokkurn hátt klofið, þó afstaða manna til málsins sé mismun- andi“, sagði einn af mörgum við- mælendum Dags á Húsavík í gær. - js Aukiim lestur á Degi Samkvæmt nýrri könnun Gallups hefur lestur á Degi aukist frá sam- bærilegri könnun í október í fyrra. Lestur á öðrum dagblöðum, Morgunblaðinu og DV, minnkaði á sama tíma. Meðallestur á hverju tölublaði Dags í mars sl. mældist 10,6%, en var 9,1% í október. Sem fyrr er Morgunblaðið mest lesið, með um 60% meðallestur, var 63,7% í október. Lestur á DV minnkar að meðaltali úr 43% í október í 37,6% í mars. Tæp 21% sögðust hafa Iesið Dag eitthvað í vikunni, miðað við 19% í október sl. Sambærilegar tölur fyrir hin blöðin eru 80% á Morgunblaðinu og 66% á DV. Hafna skaðábótum Langflestir þeir sem greiddu atkvæði um spurningu Dags á Vísisvefnum telja að Islend- ingar eigi engan rétt á skaðabótum fyrir heilsutjón af völdum reykinga. Spurt var: Eiga íslenskir reykingarmenn rétt á skaðabótum? Þrír af hverjum fjórum svöruðu spurningunni neitandi, en fjórðung- ur taldi svo vera. Vel á annað þúsund greiddu atkvæði. Nú er hægt að greiða atkvæði um nýja Dags-spurningu á vefnum. Hún hljóðar svo: Á að láta Ásatrúarmenn borga salernisskatt á Kristnihátíð? Slóðin er sem fyrr: visir.is Kojukaffi hjá ABC-hjálparstaxfi ABC hjálparstarf stendur fyrir kaffihlaðborði á verkalýðsdaginn 1. maí frá ld. 14.30-17.30 í Veislusalnum að Sóltúni 3 í Reykjavík. Kaffisalan er til styrktar kojukaupum á Heimili litlu ljósanna í And- hra Pradesh fylki á lndlandi. Islendingar hafa staðið fýrir mikilli uppbyggingu á Heimili litlu ljósanna síðastliðin 6 ár og hafa nú um 1500 börn eignast þar heimili. Börnin eru ýmist munaðarlaus eða yfirgcfin og bjuggu áður á götunni. Af þessum 1 500 börnum eiga rúmlega 1000 þeirra íslenska stuðningsforeldra, en nærri 500 börn eru enn án stuðnings. Bitist iim Bákkavör Fjárfestar sýndu hlutafjárútboði Bakkavarar Group gríðarlegan áhuga. í áskriftarhlutanum voru 50 milljónir króna að nafnvirði í boði en alls skráðu ríflega 10 þúsund manns sig fyrir um 711 milljónum að nafnvirði, eða um 3,9 milljörðum að söluvirði. Útkoman varð hlut- ur upp á 3.950 krónur að nafnvirði, sem gerir um 22 þúsund króna söluvirði. Þetta er mesta þátttaka í útboði einkafyrirtækis á íslandi, aðeins þátttaka í einkavæðingu bankanna hefur verið meiri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.