Dagur - 29.04.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 29.04.2000, Blaðsíða 4
4 —LAUGARDAGUK 29. APRÍL 2000 rD^tr FRÉTTIR Öll laimin hirt en bætur vemdaðar Forsjárlausir feður virðast ekki sitja við sama borð samkvæmt þvi sem fram kemur hjá Ráðgjafarstofu heimiianna. mynd: brink Taka má 100% af lágum laimunt upp í skatta- og meðlagsskuldir, en bóta- greiðslur frá ríki og bæ njóta 100% vemdar. Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna þykir gróflega gert upp á rnilli forsjár- Iausra feðra sem þangað hafa leitað hjálpar til að „komast upp á yfirhorðið" eftir því hvort þeir lifa á ýmiss konar bótum, sem Innheimtustofnun sveitar- félaga og innheimtumenn ríkisins mega ekki snerta við - ellegar vinna fyr- ir lágum launum, sem hirða má af hverja krónu. Ráðgjafarstofan Ieggur því til að raunveruleg neysluviðmiðun verði lögð til grundvallar heimilcl til að draga af launum vegna skatta- og með- lagsskulda, þannig að tekið sé tillit til framfærsluþarfar heimilisins en ekki tekin flöt prósentutala af launum manna án tillits til tekna þeirra og framfærslukostnaðar. Vilja „upp á yfirborðið“ Margir forsjárlausir feður hafa leitað til Ráðgjafarstofu. „Saga þeirra margra er sú að þeir biðja um hjálp við „að komast upp á yfirborðið" eins og þeir kalla það,“ segir í ársskýrslu. Þeir hafi lengi unnið sem verktakar og/eða í „svartri vinnu“. F.lla sé svo mikið dreg- ið af launum þeirra að „það borgi sig ekki að vinna“. Einn þessara einstakl- inga hafi til dæmis fengið 0 krónur út- borgaðar eftir mánaðar vinnu, því 75% launanna voru tekin upp í ógreidd meðlög og 25% í skattaskuldir. Allt tekið af sumum en ekkert af Sðrum Jafnframt er bent á þann mikla mun sem mætir bótaþegum á lágmarks- framfærslu og verkamönnum á lág- markslaunum. Maður með samtals 60 þús. kr. í atvinnuleysisbætur, bætur frá Tryggingastofnun og framlag frá Fé- lagsþjónustunni eigi til viðbótar rétt á upphæð sem nemur greiddu meðlagi, 13.150 kr. fyrir hvert barn í þrjá mán- uði, hafi hann áður staðið í skilum. Þannig að meðlagsgreiðandi með 1 barn geti í rauninni fengið rúmar 73 þús. kr. á mánuði - og þessar bætur séu verndaðar þannig að ekki megi draga af þeim til greiðslu eldri meðlags- skulda eða skattaskulda. Af manni sem vinnur sér fyrir ámóta launum, t.d. 62 þús.kr. á mánuði, sé Innheimtustofnun sveitarfélaga og innheimtumönnum ríkisins hins vegar heimilt að krefjast að 100% launanna séu dregnar af honum. Og sá maður ætti heldur engan rétt til styrks frá Fé- lagsþjónustunni til að greiða meðlag sitt. IiinheLmlumenu harðir í horn að taka Sú jákvæða þróun hafi þó átt sér stað s.l. ár að mönnum sé gefinn möguleiki á að semja um meðlagsskuldir sínar við Innheimtustofnun sveitarfélaga á grundvelli raunverulegarar greiðslu- getu. Segir Ráðgjafarstofan ljóst er að þeir samningar hafi hjálpað mörgum til að koma undir sig fótunum. Það sama verði hins vegar ekki sagt um innheimtumenn ríkissjóðs. Við þá hafi mörgum reynst erfitt að semja þrátt fyrir bág kjör. Jafnframt er vísað til greinargerðar nauðasamninga- nefndar, sem á árunum 1996-99 lagði til við dómsmálaráðherra að 44 um- sækjendum yrði veitt réttaraðstoð til að leita nauðasamninga. En þrátt íyr- ir það hafi innheimtumenn ríkissjóðs til þessa ekki samþykkt frumvarp til nauðasamnings. - HEI FRÉ T TA VIÐTALID Benedikt Jóhannesson. Innan raða Sjálfstæðis- llokksins er nú kominn upp mikill áhugi á fá ein- hvem nýjan mami utan borgarstjómarflokksins til að verða andlit hans og keppi- nautur við Reykjavlkurlistann í næstu kosningum. Margir inunu þeirrar skoðunar að eing- inn núverandi fulltrúa séu heppilegir. Mörg nöfn hafa verið nefnd að undanfömu - og hafa menn staðnæmst nokkuð við nafn Benedikts Jóliaimessonar í Talnaköimun, en sagt er að skyldulið hans í Engeyjarættinni sé áfram um þetta og óttist þverrandi áhrif sín inn- an flokksins. Þar fyrir utan þykir mörgum Bene- dikt ágætur kostur... Nú er farið að skýrast með um- sóknir um skólameistarastöð- una í Iðnskólanum í Reykjavík en átta manns munu vilja kom- ast í þemia stól, sem Ingvar Ás- mundsson þurfti að yfirgefa vegna alvarlegra veikinda. í pott- inum heyrist sú kenning að þrátt fyiir að nokkrir innanhússmenn sæki um, eigi þeir ekki mikla möguleika því ráðherra og skóla- nefnd muni frekar horfa til þess að fá einhvem sem ekkert hefur tengst deilunum í skólanum. Þá vekja sumir pottveijar athygli á umsókn Ólafs Grétars Kristjánssonar, deildarsérfræð- ings í menntamálaráðuneytinu, og telja að þar sé kominn umsækjandi á vegum ráðherransl... Sú hugmynd ungra framsóknar- manna að fá fulltrúa frá SUF til að bjóða sig fram til varafor- mamis í flokknum í haust hefur fengið misjafnar undirtektir. Ungir framsóknarmenn munu hafa haft í huga að vekja með þessu athygli á ungliðahreyf- ingunni, og ekki átt von á mikl- um árangri. En stuðningsmenn Sivjar Friðleifs- dóttur, sem eru mýmargir meðal ungliða, eru hins vegar ekki hrifnir og telja að framboð af þessu tagi mmidi fyrst og síðast koma Siv illæ. Ingvar Ásmundsson. Siv Friðleifsdóttir. Kítósan gegn kólesteróli Ólafur Marteinsson framkvæmdastjóri Þormóðs ramrna - Sæbergs Vonast er til aðgeta noíað álla rækjuskel sem tilfellurá íslandi til kítósanframleiðs- unnar. Markaðurer tilað vinna hana alla og koma framleiðslunni á markaðer- lendis Fyrirtækin Genis í Reykjavfk og Kítin á Siglufirði, sem var stofnað 1997 af Þormóði ramma - Sæbergi á Siglufirði, SR-mjöli og Genis voru sameinuð 1. nóvember sl. undir nafni Genis til að efla starfsemi fyrirtækj- anna. Höfuðstöðvar fyrirtækisins verða á Siglufirði, en tilgangur Kítin var að fram- leiða hágæða kítósan úr rækjuskel en Genis hefur um margra ára skeið starfað að rann- sóknum í líftækni. Framleiðsla úr rækjuskel er mjög umhverfisvæn þar sem rækjuskel- inni hefur til þessa verið fargað t.d. með því að kasta henni í sjóinn. Framleiðsla á kítós- an er hafín fyrir nokkru en Ólafur Marteins- son, framkvæmdastjóri Þormóðs ramma - Sæbergs, segir að í framtíðinni verði ráðist í að framleiða fleira. „Kítósan er framleitt í margvíslegum til- gangi. Við ætlum t.d. að framleiða kítósan í pilluformi sem á að lækka kólesteról í blóði manna og mun almenningur geta keypt þessar pillur í verslunum en ekki þarf sér- stakan lyfseðil frá lækni til þess. Eg held að það sé engin hætta á því að fólk ofnoti þetta, líkaminn sér fyrir því því, þetta er al- gjörlega náttúrulegt efni. Eg get á þessari stundu ekki sagt til um það hvenær þessar pillur koma á markaðinn, þetta er ennþá að- eins á áætlunarstigi. Þó framleiðsla á kítós- an sé hérna á Siglufirði er ekki víst að pillu- gerðin verði hér, það er svo lítill hluti fram- Ieiðslunnar að það skiptir raunar sáralitlu rnáli." Varla dugir íslenski markaðurinn jyrir þessa frainleiðslu. Hvar er verið að marli- aðssetja þessa vöru? „Islenski markaðurinn er svo Iítill að að- eins sáralítill hluti pilluframleiðslunnar mun fara á hann. Það er fyrst og fremst ver- ið að horfa á Bandaríkjamarkað en við ætl- um að markaðssetja vöruna þar í samstarfi við keðju íyrirtækja. Þessi fyrirtæki eru fínr. .kt fyrirtæki sem á einkaleyfið á þessu efni sem unnið er úr kítósan og lækkar kólesterólmagnið í blóðinu, Genis og svo bandarískt og kanadískt fyrirtæki sem tengj- ast málinu." Rækjuveiðar við Island liafa farið minnltandi. Dugir sií skel sem fæst eftir vinnslu « rækju ú skipum Þormóðs ramma-Sæbergs til þess að fidlnægja efl- irspurninni eftir hráefni? „Við vonumst til að geta notað alla rækju- skel sem til fellur á íslandi því ég tel að það sé markaður til að vinna hana alla og koma framleiðslunni á markað. Það hefur verið vandamál að losna við rækjuskelina svo vinnsla á henni er mjög umhverfisvæn. Rækjuveiðar hafa verið fremur dræmar, rækjuafli á togtíma hefur stöðugt farið minnkandi, en okkar fjórir rækjutogarar hafa verið að sækja á hefðbundinni veiði- slóð fyrir Norðurlandi. Heimsmarkaðsverð á rækjuafurðinni hefur verið í jafnvægi um nold<.urn tíma þrátt (ýrir minnkandi afla hérlendis og engin merki um það að verðið fari hækkandi. Því veldur að það er svo mik- il veiði annars staðar í veröldinni, bæði í Noregi og við strendur Kanada og mikið framboð af pillaðri rækju. Norðmenn eru í góðum málum í dag og gríðarleg veiði hjá Kandamönnum t.d. við Nýfundnaland og í St. Laurentzflóanum en veiðisvæðið er kvótasett eftir svæðum. Þeir eru að verða stærri og stærri á markaðnum.“ - GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.