Dagur - 29.04.2000, Blaðsíða 5

Dagur - 29.04.2000, Blaðsíða 5
LAUGARDAG IIR 2 9. APRÍL 2000 - S Dnptr. FRÉTTIR L. i Dómsmálaráðherra hoðar DNA-hanka Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra kynnti á blaðamannafundi í gær niðurstöður nefndar sem kannaði möguleika á skrásetningu og vörslu niðurstaðna úr DNA rannsóknum og lífssýnum. Dómsmálaráðherra ætlar við fyrsta tæki- færi að leggja fram frumvarp um að hér verði liafiu kerfis- hundm skráning DNA upplýsinga. Skýrsla um DNA rannsóknir, töku lífssýna, skrásetningu og vörslu sem nefnd dómsmálaráð- herra hefur skilað af sér var kynnt á blaðamannafundi sem dómsmálaráðherra, Sólveig Pét- ursdóttir, efndi til í gær. Niður- stöður skýrslunnar sagði hún í stuttu máli þær að lagt sé til að hér á landi verði hafin kerfis- bundin skráning upplýsinga um erfðagerð, fengnar úr lífssýnum sem tekin hafa verið í þágu rann- sóknar opinberra mála. Sé þar horft til þess að með aðgengileg- um upplýsingum aukist mögu- Ieikar lögreglu til samanburðar- rannsókna sem auöveldað geti rannsókn alvarlegra brota, þar sem einna mestar li'kur eru á að brotamaðurinn skilji eftir sig líf- fræðileg spor, s.s. í kynferðisaf- brota-, líkamsárásar- og mann- drápsmálum. Auðveldar uppljóstruu alvarlegra brota „Eg tel að með slíkri skráningu væri stigið mjög mikilvægt skref í að auðvelda uppljóstrun alvar- legra afbrota hér á landi“, sagði ráðherra, sem jafnframt lagði áherslu á að þcssi tækni hafi einnig verið notuð til að sýna fram á saldeysi manna sem hlot- ið hefðu refsidóma. Sólveig sagði tækniþekkingu á þessu sviði líka orðna svo fullkomna hér á landi og íslenska vísindamenn svo hæfa að þeir möguleikar kynnu að opnast að „við tækjum að okkur DNA tæknirannsóknir fyr- ir aðrar þjóðir". DNA skráð líkt og stirkamerki Einn nefndarmanna, Gunnlaug- ur Geirsson prófessor, sem sagð- ist hafa verið lögreglunni til lið- sinnis við DNA rannsóknir hér- lendis á hálfan annan áratug. I byrjun hafi þurfti verulegt magn rannsóknarefnis (t.d. blóðhlett á stærð við tíkall). Nú sé öll þessi tækni oröin miklu nákvæmari og fljótlegri og nægjanlegt að hafa nokkrar frumur, t.d. flösu eða fingrafar. En mikla nákvæmni þurfi við töku DNA erfðaefnis, meðhöndlun og úrvinnslu á rannsóknarstofu. En eftir mynd- greiningu er hægt að tölvuskrá DNA hvers einstaklings líkt og strikamerki (nema eineggja tví- bura sem hafa sama DNA). Feðnmarmálm heima á Fróni en... Gunnlaugur segir DNA rann- sóknir í barnsfaðernismálum nú fara fram hér á landi. En sýni vegna rannsókna í afbrotamálum séu ennþá send utan, 6 til 12 á ári, að undanförnu til Noregs. Slík sýni séu oftast miklu marg- brotnari, geti t.d. verið hár, sæð- isfrumur, munnvatn, blóð, þvag, saur eða annað. Til að fara út í slíkar rannsóknir þyrfti að leggja í töluvert mikinn stofnkostnað. Rannsókn 2-3ja sýna kosti á bil- inu 50-70 þús.kr. í Noregi en t.d. um kvart-milljón í Bretlandi. Nefndarformaðurinn, Ragn- heiður Harðardóttir, bendir á að réttarkerfið færi þegar ýmsar skrár um rannsóknir f sakamál- um m.a. fingrafaraskrá og ljós- myndasafn. DNA skrá yrði því viðbót við þær skrár sem fyrir eru. — HEI Forsprakkar UVS og Gen.is hand- sala samstarfssamninginn. UVS seinur við Gen.is Urður, Verðandi, Skuld (UVS) og Genealogia Islandorum (Gen.is) hafa skrifað undir sam- starfssamning um notkun ætt- fræðiupplýsinga í rannsóknum á ættgengi sjúkdóma. Samningur- inn veitir UVS einkaafnot af ættfræðigrunni Gen.is til vís- indarannsókna. Samningurinn er varða á leið Gen.is að „sameina íslensku þjóðina í einstæðan, gagnvirkan gagnagrunn, sem tengdur verð- ur miklum ættfræðiupplýsing- um og myndasafni". UVS vill auka skilning á hlutverki erfða- vísa og genaafurða í ýmsum heilhrigðisvandamálum, einkurn krabbameini. Bernhard O. Pálsson, stjórn- arformaður UVS, segir aðspurð- ur að enn sé ótímabært að ræða árangur af vísindarannsóknum UVS. Ennfremur segir hann ckkert að frétta af hugsanlegu samstarfi UVS og Islenskrar erfðagreiningar. — FÞG Ásatmarmenn bíða eftír Davíð Ásatrúarfélagið vænt- ir svars forsætisráð- herra við neyðarkalli sínu. Segjum ekki rík- isstjóminni fyrir verkum, segir bisk- upsritari. „Ég vona að það taki Davíð ekki þrjá mánuði að svara okkur, því þá er komið haust. Að öðru leyti treysti ég á að Óðinn og Þór bjar- gi þessu í höfn fyrir okkur,“ segir Jónas Þ. Sigurðsson, talsmaður Ásatrúarfélagsins, sem enn hef- ur ekki fengið svar við bréfi fé- lagsins til forsætisráðherra frá 17. apríl. Þar kvarta Ásatrúarmenn yfir rukkun Framkvæmdasýslu ríkis- ins á salernisaðstöðu á Þingvöll- um uppá 1,5 milljónir króna, en aðstaða þessi verður reist vegna kristnitökuhátíðar viku á eftir hátíð Ásatrúarmanna. Aðstaðan verður ókeypis fyrir kristið fólk á kristnitökuhátíðinni. Til Davíðs í neyð „Við leituðum til Davíðs i neyð okkar eftir að hafa barist árang- urslaust við kerfið um hátíð, sem við höfum undirbúið í 5 ár. Loks var okkur réttur þessi samningur til undirritunar, um notkun sal- ernisaðstöðu gegn okurverði, án þess að nokkrir samningar hefðu átt sér stað. Við teljum að óbreyt- tu eigi rnikið óréttlæti að eiga sér stað og finnurn það á svörun fólks að mjög margir eru sam- mála okkur," segir Jónas. Hann bendir á að hin krafna upphæð fyrir aðstöðuna sam- svari um 400 krónum á hvern fé- laga í Astatrúarfélaginu. „Hvað ætli kristnir landsmenn segðu ef þeir yrðu allir rukkaðir um slíka upphæð vegna sinnar hátíðar?“ sp)T Jónas. Ekki á verksviði biskups Davíð Oddsson er erlendis. Júlí- us Hafstein, framkvæmdastjóri kristnihátfðarnefndar, hefur þeg- ar vísað málinu frá sér í fjölmiðl- um. Þorvaldur Karl Helgason biskupsritari segir aðspurður að máliö hafi ekki komið til kasta Biskupsstofu. „Hátíðarhöldin eru alfarið í umsjá kristnihátíðarnefndar og ekki á okkar verksviði. Við viljum ekki skipta okkur af veisluhöld- um annarra og förum ekki að segja forsætisráðherra eða ríkis- stjórninni fyrir verkum," segir Þorvaldur, spurður um hvort Ásatrúarfélagið megi húast við stuðningi Biskupsstofu í málinu. - FÞG VerkfaU yfirvofaiidl Engar líkur voru taldar á því í gær að hægt yrði að komast hjá verkfalli farmanna, en viðræður Sjómannafélags Reykjavíkur og talsmanna útgerða hafa engu skilað. Jónas Garðarsson, for- maður Sjómannafélags Reykja- víkur, segir málið í hörðum hnút eftir að fimrn tíma fundur í Karphúsinu sl. fimmtudag skil- aði alls engum árangri. „Mér sýnist að málið verði í þessum linút næstu daga í það minnsta. Það skellur því á verk- fall 1. maí að öllu óbreyttu, en ég á von á því að það verði eitthvað setið yfir þessu um helgina. En það ber enn mjög mikið á milli, t.d. förum við fram á hækkun lægstu launa úr 78 þúsund krón- um í 100 þúsund krónur. Bakka- foss, skip Eimskips, kemur til með að stoppa strax á mánudag- inn og einnig Lagarfoss, nerna að þeim takist að flýta þeim það mikið að þau verði farin út aftur á sunnudagskvöld. Ég hef heyrt að Lagarfoss eigi að fara tómur út. Síðan stoppar Helgafell í næstu viku og síðan hvert af öðru, en olíubátarnir Kyndill og Stapafell stoppa strax," sagði Jónas Garðarsson, formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur. - GG Allir úr rúininu „í nokkrum rannsóknum á gildi rúmlegu var ekki að greina að hún gerði gagn og í sumum tilvikum var hún Ijóslega til ógagns", segir í málgagni Landssamtaka hjartasjúklinga, sem vitnar í þessum efnum til landlæknisembættisins. Gagn af rúmlegu við ýmsum sjúkdómum sé ósannað en hún geti hins vegar aukið hættu á bláæðasega, legusárum og beinþynningu. „Auðvitað þarf stundum að beita rúmlegu og ekki verður hjá henni komist. Rúmlega virðist hins vegar ekkert gildi eiga sem sértækur hluti meðfcrðar hjá öllum sjúklingum með tiltekna sjúkdóma eða sem undirgangast tilteknar rannsóknir. Hreyfing hressir alltaP', seg- ir málgagnið. Hvort það kemur rúmlegum \að er ekki gott að segja, en sama mál- gagn vitnar til rannsóknar á kransæðadauða 200 þúsund Bandaríkja- manna, sem leiddi ( ljós að áberandi margir þeirra Iétust unt helgar og í kringum jól og áramót. — HEI Nýr „íslenskux66 vörubíll Samsldp á Akureyri fékk í gær afhentan nýjan Volvo vörubíl og væri það í sjálfu sér ekki í frásögur fær- andi nema kannski af því að pallur bílsins með ýmsum búnaði, keðjukassar og fest- ingar [yrir krana er hannað og smíðað á Dalvík. Uppfinningamað- urinn og smiðurinn er Sveinbjörn Svein- björnsson sem á og rekur SxS Cargoline ehf. á Dalvík. Sam- skip flytja bílinn inn og í gær fékk fyrirtækið bíllinn afhentan aftur fullhúinn. Þessi híll er sá fimmti sem Sveinbjörn hefur unnið fyrir fyrirtækið. Fyrirtæki Sveinbjörns er árs gamalt og starfsmenn eru tveir. Við nánari skoðun á bílnum sést að allur búnaður er mikil hag- leikssmíð og hönnun sem gera mun alla vinnu bílstjórans mun auð- veldari en á bílnum sem þessi mun levsa af hólmi. Allur búnaður bílsins, pallurinn og fleira er þannig hannað að vinna bilstjórans verður mun auðveldari. - mynd: brink

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.