Dagur - 29.04.2000, Blaðsíða 8

Dagur - 29.04.2000, Blaðsíða 8
8 - LAUGAKDAGUll 2 9. APRÍL 2 000 FRÉTTASKÝRING Dagutr Verkalýðsforkólfar Sestir sammála um að sameina þurfi stéttar- félög og gera jþau st erkari. Brýn þörf á almenuri þátttöku verkafólks í félags- starfiuu. Menu virðast tilbúnir að slíðra sverðin og einbeita sér að sameiginlegum hagsmunum. Næsta vinnuvika byrjar á hinum alþjóðlega baráttudegi verkalýðs- ins, 1. maí. Sú var tíðin hér á landi að kröfugöngur og bar- áttufundir voru með fjölmenn- ustu og líflegustu samkomum en á seinni árum hefur umfang há- tíðahaldanna farið minnkandi. Engu að síður eru haldnir har- áttufundir og fulltrúar verkalýðs- félaganna berja sér á brjóst og reyna að stappa stálinu í sitt fólk í ræðu og riti. Að þessu sinni er 1. maí haldinn hátíðlegur í skugga verkfallsboðana og viðkvæmra kjaraviðræðna, enda þótt búið sé að semja við stóran hluta verka- fólks og annarra launþega. Enn er ósamið á ýmsum vígstöðvum og óvissa t.d. uppi um hvort far- menn á kaupskipum eða mjólkur- fræöingar fara í verkfall í kom- andi viku. Þá vofír yfir verkfáll hjá þeim félögum VMSI sem fella samninginn sem hefur verið í at- kvæðagreiðslu síðustu daga. Blik- ur eru því víða á lofti. A þessum tímamótum er við hæfi að heyra hljóðið í forkólfum verkalýðsfélaganna og fá þeirra mat á stöðu verkalýðshreyfingar- innar á íslandi í dag, á tímum örra þjóðfélagsbreytinga þar sem mikil þensla ríkir, launamunur að aukast, verkalýðsfélög ýmist að sameinast eða ldofna og svoköll- uð markaðslaun að taka við hefð- bundnum launatöxtum verka- fólks í stórum stíl. Brýnt að sameina Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavík- ur, segir að verkalýðshreyfingin í dag sé í raun bæði sterk og veik. Hreyfingin standi frammi fyrir miklum breytingum í þjóðfélag- inu og telur Magnús henni ekki hafa tekist með fullnægjandi hætti að laga sig að þessum þreyt- ingum. Of mikil orka hafi farið í innbyrðis átök. „Það er þó ákveðið ferli sem bendir til þess að menn hafi áttað sig, að þeir þurfi að laga sig að breytingunum. Eg tel mjög brýnt að sameina féiög. Þessi mörgu litlu félög eru lítils megnug. Mið- að við breyttar samgöngur og aukna fjarskiptatækni þá er það grundvallaratriði að félög samein- ist og að stórar einingar verði til,“ segir Magnús. Hann segir þessa þróun hafa átt sér stað á höfuðborgarsvæð- inu, samanber sameiningu nokk- urra félaga í Eflingu - stéttarfélag og samstarf Flóabandalagsins f kjarasamningum. Samstarfið hafi styrkt félögin í baráttunni. Magn- ús telur brýnt að þessi þróun haldi áfram. Ekki megi bíða Iengi því að þá missi menn af lestinni. Landssambondin túnaskekkja Með tilliti til þessa telur Magnús að landssambönd verkalýðsfélag- anna séu tímaskekkja. Þau séu milliliður sem ekki þjóni þeim til- gangi sem þau gerðu í upphafi. Einnig nefnir Magnús til sögunn- ar fyrirhugaðar skipulagsþreyt- ingar á ASI. Tillögur í þá átti lofi góðu. Þar eigi að einfalda hlutina og breyta Alþýðusambandsþing- unum í ársfundi og fækka fulltrú- um, en þingin hafa verið haldin fjórða hvert ár. Aðspurður um fleiri brýn verk- efni en að sameina verkalýðsfélög nefnir Magnús aðferðafræðina við kjarasamningagerð. Samning- ar hafi verið miðstýrðir og mið tekið af afkomu einnar starfs- greinar, fiskvinnslunnar í land- inu, og hún látin ganga yfir aðrar starfsgreinar, óháð afkomu þeirra. „Nú eru aðstæður breytilegar eftir starfsgreinum auk þess sem störfín eru alltaf að breytast með nýrri tækni. Starf í dag getur ver- ið úrelt á morgun. Launin þurfa að taka mið af þessu. Þetta hefur sýnt sig að launataxtar hafa verið undir 100 þúsund krónum í flest- um tilfellum, um leið og laun á almennum vinnumarkaði hafa verið mun hærri. Umsamdir launataxtar eru í mörgum tilfell- um Iangt frá raunveruleikanum. Vinnuveitendur hafa einhliða verið að ákveða launastrúktúrinn í landinu. Verkalýðshreyfingin þarf að hafa meira um raunveru- Iegar launabreytingar að segja en verið hefur,“ segir Magnús og vís- ar þar til reynslu VR af gerð samninga um markaðslaun. „Ef verkalýðshreyfingin vill ekki taka þátt í að móta þau laun þá cr hún að skáka sér útaf borð- inu. Vinnuveitendur munu þá ákveða Iaunin einhliða. Þannig er þetta hjá verslunarmönnum í Reykjavík. Níutíu prósent af okk- ar félagsmönnum taka Iaun sam- kvæmt markaðslaunum. Það þýð- ir ekkert að stinga höfðinu í sand- inn eins og strúturinn og segja að Magnús L Sveinsson, formaður I/R: „Það þýðir ekkert að stinga höfðinu í sandinn eins og strúturinn og segja að markaðslaun séu fráleit, eins og sumir verkaiýðsieiðtogar hafa haldið fram." Frá undirritun samninga Fióabandaiagsins f vor. Flóabandalagsmenn hafa gjarnan talað markaðslaun séu fráleit, eins og sumir verkalýðsleiðtogar hafa haldið fram. Markaðslaunin eru til staðar,“ segir Magnús. Alltaf á að hafa áhyggjur Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands Islands, VMSI, hefur vegna veikinda fylgst með baráttu sinna manna í samn- ingum utan frá en hann er allur að braggast og hefur m.a. fundað Björn Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ: „Auðvitað getum við verið bjartsýn á iífið og tilveruna en hollt er að hafa áhyggjur sem snúast um grundvallaratriði eins og skiptingu þess auðs sem skapaður er í land- inu hverju sinni." með sínu fólki úti um land að undanförnu. Hann finnur fyrir baráttuanda í verkafólki og telur að þátttaka verði víðast góð í há- tíðarhöldum þann 1. maí. Að- spurður hvort ástæða sé til að hafa áhyggjur af stöðu verkalýðs- hreyfingarinnar í dag segir Björn það sama á hvaða tíma spurt sé, alltaf sé ástæða til að hafa vissar áhyggjur. „Auðvitað getum við verið bjart- Aðalsteinn Á. Baldursson, forseti AN: „Vissulega hafa stór orð fallið hjá nokkrum en hingað til hefur fennt í sporin. Ég tel engin eftirmál verða afþví. Félagsmenn kalla á sam- stöðu um allt land." sýn á lífið og tilveruna en hollt er að hafa áhyggjur sem snúast um grundvallaratriði eins og skipt- ingu þess auðs sem skapaður er í landinu hverju sinni. Vegna upp- sveiflunnar í efnahagslífinu hefur þetta verið enn brýnna. Þótt samið hafi verið um blutfallslega hærri lægstu Iaun í samningum á undanförnum árum þá hefur orð- ið öfug gliðnun í þeim efnum,“ segir Björn Grétar. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ: „Verkalýðshreyfingin er í eðli sínu al- þjóðleg og það sjáum við m.a. á því frumkvæði sem við höfum haft í Evr- ópustarfi á sviði félagsmála. Við söknum þess raunar oft að stjórnvöld sýni þessu ekki jafn mikinn áhuga."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.