Dagur - 29.04.2000, Blaðsíða 9

Dagur - 29.04.2000, Blaðsíða 9
LAUGARDAGVR 29. APRÍL 2000 - 9 Tkgitr FRÉTTIR um nauðsyn stærri félagsheilda. - mynd: teitur Komast nær vinnustöðiuuun Aðspurður um hrýnustu verkefni verkalýðshreyfingarinnar í náinni framtíð segist Björn Grétar hafa í sínum veikindum haft tíma til að hugsa náið um stöðu hreyfingar- innar og hitta sitt fólk. Þótt heila- brot um skipulagsmálin eigi full- an rétt á sér segist Björn hafa komist að þeirri niðurstöðu að brýnast væri að færa félagslega umræðu nær vinnustöðunum en verið hefur. Mesta áhyggjuefnið væri lítil þátttaka verkafólks í fé- lagslegu starfi. Þetta hefði t.d. mátt sjá í þátttöku í atkvæða- greiðslu um samninga. „Þarna bíður okkar gífurlegt verkefni, ekki bara hjá VMSI, heldur hjá verkalýðshreyfingunni allri. Eg tel að við náum þessu markmiði þó að stéttarfélög séu að samein- ast. Þetta getur vel haldist í hend- ur.“ Verkaniannasamhandið hefur sem kunnugt er komið klofið fram í kjaraviðræðum og aðildar- félögin við Faxaflóann samið sér- staklega við sína vinnuveitendur. Björn Grétar reiknar ekki með frekari klofningi. Best sé fyrir alla aðila að menn nái sáttum. Eng- inn munur sé á verkafólki hvort það búi á landsbyggðinni eða höf- uðborgarsvæðinu, Islandi eða Færeyjum. Hagsmunamálin séu þau sömu. Sterk hreyfmg en... Líkt og á fleiri vígstöðvum eru kynslóðaskipti að eiga sér stað á meðal leiðtoga verkalýðshreyfing- arinnar. Einn af „ungu“ mönnun- um sem hefur verið að kveða sér hljóðs í æ ríkari mæli er Aðal- steinn Á. Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og for- seti Alþýðusambands Norður- lands. Hann telur verkalýðshreyf- inguna í sjálfu sér vera sterka. Hins vegar hafi brestir komið í hana innbyrðis, því miður alvar- legir brestir. Ferillinn í kringum kjaraviðræðurnar að undanförnu hrópi á hreytingar. „Nú verða menn fyrir alvöru að fara að taka á skipulagsmálum hreyfingarinnar. Tímí er kominn til að sætta ólík sjónarmið. Hjá Vcrkamannasambandinu eru fé- lögin mörg og of mörg veikburða vegna þess hversu lítil þau eru. Ég tel fulla þörf á átaki innan frá. Menn þurfa að finna hjá sér þörf til að gera eitthvað, ekki að híða eftir skipun að ofan. Sameina þarf félögin og gera einingarnar sterkari. Ef félög vilja ekki sam- einast þá eiga þau að taka upp náið samstarf," segir Aðalsteinn og minnir á góða reynslu á Húsa- vík af slfku samstarfi. Bræðnr berjist saman Aðalsteinn vill stilla þeim verk- efnum stéttarfélaga upp saman, að þau taki á skipulagsmálum sínum um leið og harist er fyrir betri kjörum. „Það er mín tilfinn- ing og sannfæring að árangur verkalýðshreyfingarinnar byggist á samstöðu. Hann byggist ekki á því að bræður berjist innbyrðis. Síðustu ár hafa bræður verið að berjast á móti hvorum öðrum en ekki saman. Það er lífsspursmál að vera hér með sterka verkalýðs- hreyfingu," segir Aðalsteinn og er sammála því mati Björns Grétars að VMSÍ komi ekki til með að klofna og að menn nái saman. „Vissulega hafa stór orð fallið hjá nokkrum en hingað til hefur fennt f sporin. Ég tel engin eftir- mál verða af því. Félagsmenn kalla á samstöðu um allt Iand.“ Vonbrigði með samninga Þegar 1. maí rennur upp á mánu- daginn segir Aðalsteinn, aðspurð- ur, að án efa verði nýgerðir kjara- samningarnir ofarlega í hugum verkafólks. Hann segist finna fyr- ir vonbrigðum fólks, hvort sem hann komi á fundi eða vinnu- staði. Vonbrigðin beinist einkum að því að ekki hafi tekist að tryggja 100 þúsund króna lág- markslaun. Samfélagið kalli á slík lágmarkslaun en skilning skorti hjá ríkisstjórninni og atvinnurek- endum. „Þegar við erum í okkar kjara- viðræðum er mjög merkilegt að sumir ráðherrar ríði um héruð til að vara verkafólk við átökum til að ná fram bættum kjörum. Það þýði bara landauðn. Ég hef ekki orðið var við gandreið þessara manna þegar hámenntaðar stéttir hafa verið að fara í verkföll. Þá heyrist ekkert, eða þá þegar þeir sjálfir eru að taka á móti hækkun- um upp á tugi prósenta. Ég tel engan vafa á að verkafólk hugsar um þetta á mánudaginn," segir Aðalstcinn, sem einnig vill koma því á framfæri til verkafólks að það taki virkari þátt hjá sínum fé- lögum. Hann hefur miklar áhyggjur af deyfð verkafólks fyrir sinum kjörum. Það mæti ekki á fundi og sitji frekar heima yfir sakamálaþátlum í sjónvarpinu. Brýnt sé að bæta þarna úr. Aukiii menntun í forgang Grétar Þorsteinsson, forseti ASI, segir að fyrir utan hin beinu kjaramál séu meginviðfangsefni verkalýðshreyfingarinnar þríþæ11. I fyrsta lagi stöndum við frammi fyrir gerbreyttum aðstæðum á vinnumarkaði, bæði vegna al- þjóðavæðingar og tækninýjunga. Nú sé eðlilegt að fólk skipti um starf mörgum sinnum á lífsleið- inni, fjölmörg störf séu að hverfa og ný að verða til. Allt geri þetta sífellt auknar kröfur til sérþekk- ingar og símenntunar starfsfólks. „Ef við ætlum að tryggja að launafólk geti verið virkir þátttak- endur í þessari þróun, haldi stöðu sinni á vinnumarkaði og geti bætt lífskjör sín er einsýnt að bætt menntun, símenntun og starfs- menntun er forgangsverkefni samtaka iaunafólks. Fyrir utan að bæta kjaralega stöðu og sjálfs- traust hvers einstaklings skiptir aukin menntun gífurlegu máli fyrir efnahagsh'fið í heild. Verka- lýðshreyfingin á að vera virkur þátttakandi og ná til fólks f nýjum störfum," segir Grétar. Sóknarfæri í auMnni þátttöku I öðru lagi nefnir hann að heim- urinn sé sífellt að minnka, ef þannig megi að orði komast. Til að tryggja að hin félagslegu gildi verði ríkjandi í alþjóðavæðing- unni, ekki bara hin peningalegu, verðum við að taka virkan þátt í baráttu hinnar alþjóðlegu verka- lýðshreyfingar. En í þessu felist líka sóknarfæri. „Alþýðusamband Islands er til dæmis virkur þátttakandi í sam- starfi norrænna og evrópskra verkalýðshreyfinga sem hefur bein áhrif á félagsleg réttindamál launafólks á öllu Evrópska efna- hagssvæðinu. Við erum að taka þátt í samningum um gildistöku nýrra Evrópureglna og margvís- legar réttarbætur fyrir launafólk hér á landi hafa náðst fram í krafti þeirra. Verkalýðshreyfingin er í eðli sínu alþjóðleg og það sjá- um við meðal annars á því frum- kvæði sem við höfum haft í Evr- ópustarfi á sviði félagsmála. Við söknum þess raunar oft að stjórn- völd sýni þessu ekki jafn mikinn áhuga," segir Grétar. 1 þriðja lagi segir Grétar verka- lýðshreyfinguna hafa sífellt lagt meiri áherslu á réttindamál launafólks á borð við stöðu fjöl- skyldufólks á vinnumarkaði. Hug- myndir um fjölskylduvænna sam- félag hafi verið kynntar með heildstæðri stefnu í réttindamál- um foreldra og starfsfólks með íjölskylduábyrgð. Árangur hafi náðst að undanförnu og nefnir Grétar þar nýtt frumvarp um fæð- ingar- og foreldraorlof. Ágremmgia- ekki bara vandamál Varðandi skipulagsmálin segir Grétar að innan ASI hafi ágrein- ingur vissulega komið upp á yfir- borðið á síðustu misserum. For- ysta ASI hafi samt kosið að líta á það sem ögrandi viðfangsefni frekar en eingöngu vandamál. Nú sé í vinnslu nýtt og heildstætt frumvarp að lögum fyrir ASI. „Markmiðið er að gera sam- bandið skilvirkara og færa marg- víslega þætti í starfseminni til nú- tímalegra horfs. Við erum meðal annars að skilgreina betur þau svið sem ASI er ætlað að beita sér á og það umboð sem við höfum til þess. Nú cr í gangi samráðsferill innan ASI og á fundi sambands- stjórnar seinnihluta maímánaðar verður kynnt frumvarp að nýjum lögum sem svo fer til afgreiðslu á þingi ASI í nóvember,“ segir Grét- ar Þorsteinsson. Af framansögðu má sjá að eng- an bilbug er að finna á forkólfum verkalýðshreyfingarinnar. Þeir kalla greinilega á öflugri samtaka- mátt og þátttöku verkafólks í bar- áttunni. Menn eru tilbúnir að slíðra þau sverð sem hafa verið á lofti og ná sáttum um sameigin- leg hagsmunamál. Undir kraum- ar þó óánægja ýmsra stétta með sín kjör og að afloknum 1. maí blasa við verkföll scm geta haft víðtæk áhrif á samfélagið næstu vikurnar, takist deiluaðilum ekki að ná sáttum í Karphúsinu. Robert Mugabe, forseti Simbabve. Vilja stöðva oíbeldið SIMBABVE - Landtökumenn- irnir í Simbabve skýrðu frá því í gær að þeir hefðu fallist á mála- miðlun, sem heimilar hvítum bændum að sinna búskap sfnum eins og fyrir Iandtöku og þeir sem höfðu flúið jarðir sínar mega snúa aftur. Hins vegar virðist sem landtökumennirnir ætli engu að síður að dvelja áfram á jörðunum, meðan bændurnir sjá um að nauðsynja- verkum verði sinnt. Landtöku- mennirnir segja nauðsynlegt að bundinn verði endir á ofbeldið nú þegar svo það fari ekki úr böndunum. Lögreglan í Simbabve hefur sömuleiðis sagst ætla að sjá til þess að of- beldinu linni. Hótanir breskra stjórnvalda um að fella niður greiðslur til Simbabve ef átök- unum Iýkur ekki, kunna að hafa átt sinn þátt í þessari þróun niála. Eftir árangurslítinn samn- ingafund hreskrar sendinefndar í Simhabve á fimmtudag sagði Robin Cook, utanríkisráðherra Breta, að nú væri mikilvægast að kosningarnar, sem halda á f næsta niánuði í Simbabve, fari fram með eðlilegum hætti. Ástandið versnar í Téténíu RÚSSLAND - Rússnesk stjórn- völd ákváðu í dag að ný rússnesk herdeild verði til frambúðar staðsett í Téténíu. Ekld var þó upplýst hve fjölmenn nýja her- deildin verður. I gær viður- kenndi rússneski herinn jafn- framt að erfiðara hafi reynst að hafa stjórn á ástandinu í Tétén- íu en gert var ráð fyrir. Háttsett- ur yfirmaður í hernum sagði að elvki væri hægt að halda uppi nægilega öllugu eftirliti með vegakerfinu og lögreglan í land- inu væri ekki nógu skipulögð. M.a. er talið að noltkur hundruð skæruliðar hafi komist aftur til Grosnf, höfuðborgar Téténíu. Skæruliðar hafa óspart notfært sér veikleika rússneska hersins og stundað skæruhernað. A síð- ustu vikum hafa rússneskir her- menn hvað eftir annað orðið fyr- ir barðinu á skyndiárásum skæruliðanna, og mannfall verið töluvert. Vændiskoniir halda 1. mai ÞÝSKALAND - Vændiskonur í Þýskalandi ætla að halda 1. maí hátíðlegan að þessu sinni undir kjörorðinu „Kynlíf er vinna“. Þær krefjast þess að vændi verði við- urkennt sem starfsgrein í Þýska- landi. Auk þess ætla þær að nota tækifærið og halda veisiu mikla í Berlín, sem um leið er hugsuð sem auglýsing fyrir menningar- hátíð sem þær standa fyrir í júní- mánuði og verður helguð menn- ingu og vændi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.