Dagur - 29.04.2000, Blaðsíða 10

Dagur - 29.04.2000, Blaðsíða 10
10 - LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 FRÉTTIR 1. mai ávarp 2000 Fulltniaráðs verka- lýðsfélaganna í Reykjavík, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Bandalags há- skólamanna oglðn- nemasambands ís- lands. Islenskt launafólk stendur frammi fyrir jrjóðfélagsbreyting- um sem munu hafa mikil áhrif á vinnumarkað og launafólk á komandi árum. Fyrirtæki eru í flestum grein- um að stækka og sameinast. A sama tíma tengist atvinnurekst- ur hér á landi í vaxandi mæli fjölþjóðlegum fyrirtækjum. Markaðsvæðing og einkavæðing opinberra fyrirtækja hefur ýtt undir þessa þróun sem á sér samsvörun víðast hvar um heim- inn. Fjármagn og völd safnast á fáar hendur og á nyjum forsend- um. Fákeppni og einokun verða ríkjandi ef ekki er að gætt. Þjón- usta við almenning víkur fyrir kröfu hluthafa um hámarks- gróða. Gagnvart þessum miklu breytingum stendur verkalýðs- hreyfingin með sígild baráttumál sín um mannsæmandi kjör, auk- in réttindi, launajöfnuð, jafnrétti og bræðralag. Verkalýðshreyfingin verður í vaxandi mæli að laga sig að þess- um breyttu aðstæðum. Hún verður að styrkja enn frekar tengslin við fjölþjóðleg samtök Iaunafólks, á Norðurlöndum, innan Evrópu og um allan heim. Þetta er svar verkalýðshreyfing- arinnar við hnattvæðingu fjár- magnsins. í umróti og uppstokkun efna- hagslífsins hefur víða tekist bet- ur til en hér á landi að tryggja ýmis grunnréttindi launafólks. Verkalýðshreyfingin verður að vera vakandi gagnvart þjóðfé- lagsöflum sem eru að móta vinnumarkaðinn á forsendum markaðsafla. Það er ásetningur okkar og baráttumarkmið að beita okkur af alefli til að rétta og bæta hlut launafólks í öllum greinum atvinnulífsins, til sjós og lands. Jafnframt er það hlut- verk íslenskrar verkalýðshreyf- ingar að styrkja stöðu launafólks sem býr við lakari réttindi og kjör en við gerum hér á landi. Ekki á að jíola að fyrirtæki, hvort sem þau hafa innlent eða erlent heimilisfang, taki að sér verkefni |rar sem launafólki eru búin lak- ari kjör en íslenskir kjarasamn- ingar kveða á um. Þessarar til- hneigingar hefur gætt við ýmsar stórframkvæmdir og á skipaflot- anum. Endurskoðum baráttuaðferðir Verkalýðshreyfingin hefur á Iiðn- um árum verið að endurskipu- leggja sig og endurmeta baráttu- aðferðir sínar. Hreyfingin verður í þessu efni enn að skerpa áherslur sínar. Stéttarfélögin verða áfram að vera lifandi bar- áttutæki þeirra þúsunda sem fylla raðir hennar, ella er hætt við að hún koðni niður í innri átökum og tilgangsleysi. Verka- lýðshreyfingin þarf að efla um- ræðu um þá hugmyndafræði sem hún vill byggja á, hvaða skipulag henni henti best í átök- um við atvinnurekendur og ríkis- vald og hvaða starfshættir séu Iíklegir til að duga. Aldrei má gleymast að ekkert kemur í stað þrotlausrar vinnu og baráttu. Um áratugi hefur verkalýðs- hreyfingin barist fyrir grundvall- arréttindum launafólks. Þau réttindi voru ekki sjálfsögð og í dag eru þau ekki heldur sjálfgef- in. Það þurfti harða baráttu til þína þágu „Hinn fyrsta maí fyrir réttu ári gengu samtök iaunafóiks til baráttufunda þar sem sérstök áhersla var iögð á fjölskylduna. Árum saman hafði hreyf- ingin þá lagt áherslu á að bæta fæðingarorlofið og stuðla þannig að fjöl- skylduvænna samfélagi. Þessi barátta er nú að skila árangri með nýrri lög- gjöf um bætt fæðingarorlof, “ segir m.a. I ávarpinu. að ná fram réttindum til launa í veikindum og slysum, uppsagn- arrétti, orlofsrétti, atvinnuleysis- tryggingum og hvíldarákvæðum. Reynslan kennir að stundum hefur það tekið áratugi áður en við njótum uppskerunnar af bar- áttu okkar. Þar má nefna lífeyrissjóðina sem í dag eru að verða fyrirmynd annarra ríkja um það hvernig eigi að byggja upp lífeyriskjör þjóða. Minnumst þess að það á við um þessi réttindi sem önnur að þau urðu ekki til án baráttu. Til þess að árangur náist verðum við að leggjast saman á árarnar. Baráttan skilar árangrl Hinn fyrsta maí fyrir réttu ári gengu samtök Iaunafólks til bar- áttufunda þar sem sérstök áhersla var lögð á fjölskylduna. Árum saman hafði hreyfingin þá lagt áherslu á að bæta fæðingar- orlofið og stuðla þannig að fjöl- skylduvænna samfélagi. Þessi barátta er nú að skila árangri með nýrri löggjöf um bætt fæð- ingarorlof. Þetta er mikilvægt framfaraspor og færir okkur heim sanninn um að barátta skilar árangri. Af þessu þurfum við að draga réttan Iærdóm og láta verða okkur hvatningu til dáða. Framundan er að bæta þessi réttindi enn meira, jafn- framt því sem við hyggjum að öðrum þáttum. Þannig er með öllu óafsakanlegt að ríkisstjórnin skuli ekki sjá sóma sinn í því að verða við kjarakröfum öryrkja og aldraðra. Þvert á móti er það lát- ið viðgangast að bilið breikki á milli þeirra annars vegar og Iaunafólks hins vegar. Verkalýðs- hreyfingin krefst þess að orðið verði við réttmætum kröfum samtaka öryrkja og eldri borgara um bættan hag. Framtíðarsýn Þegar Iitið er til framtíðar og þeirra verkefna sem bíða verka- lýðshreyfingarinnar að takast á \áð er akurinn stór og víða lítt plægður. Við viljum stuðla að jöfnuði í samfélaginu, útrýma at- vinnuleysi, byggja upp húsnæð- iskerfi sem þjónar öllum lands- lýð, bæta starfsmenntun og sí- menntun og stórbæta samfélags- þjónustuna á öllum sviðum. Góð og vönduð velferðarþjónusta er forsenda jafnaðar í þjóðfélaginu og heitir verkalýðshreyfingin því að standa vörð um hana og bæta. En til þess að slíkt megi takast þarf hreyfingin að byggja á sam- takamætti. Hreyfingin verður að vera nægilega sterk, samstæð og skipulögð til að geta sinnt þess- um verkefnum. Hún verður að laga starf sitt að breyttum tímum og nýjum kröfum. Hún verður að hafa afl til að móta áfram samfé- lagið og þróun þess. A því byggir verkalýðshreyfingin tilveru sína til framtíðar. Á því velta hags- munir heimilanna í landinu. Til þess að verkalýðshreyfingin verði „afl í þína þágu" þarft þú að leggja þitt af mörkum. F.h. verkalýðsfélagannci í Reykjavík: Guómundur I. Guðtnundsson, Hildur Kjartansdóttir, Guðrún Ólodóttir, Grétar Hannesson, Georg Pdll Skúlason. F.li. Bandalags starfsnmnna ríkis og bæja: Garðar Hilnmrsson, Þuríður Ehmrsdóttir. F.h. Baitdalags húskóla- manna: Björk Vilhehnsdóttir. F.h. Iðmiemasambands Is- lands: Þórunn Daðadóttir. Sendum landsmðnnum öllum bestu kveðjur á baráttudegi verkafólks 1. maí BYKO 1 Hafnarfjarðarbær Verslunarmannafélag Hafnarfjarðar Hlíf, Húsavíkurkaupstaður v' Akureyrorbær Hafnarfirði Siglufjaröarbær * ij r //

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.