Dagur - 24.06.2000, Blaðsíða 1

Dagur - 24.06.2000, Blaðsíða 1
HELGARUTGAFA Verð ílausasölu 200 kr. Laugardagur 24. júni 2000 83. og 84. árgangur- 118. tölublað Óæskilegar yfírlýs- ingar raðamaima Framkvæmdastj óri Vidlagatryggingar gagnrýnir yfirlýsmgar ráöamaima um að all ir fái tjón sitt bætt, óháð Jiví hvort trygg- ingar hafi verið fyrir hendi. Slæmt fordæmi til framtíðar. Athygli vöktu í vikunni þær yfir- lýsingar ráðamanna þjóðarinnar, einkum Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra, að allir fengju tjón sitt bætt, að öllu leyti eða að hluta, eftir jarðskjálftana á Suð- urlandi, óháð því hvort trygging- ar hefðu verið fyrir hendi hjá við- komandi. Upp hafa komið dæmi þar sem innbú fólks hefur ekki verið brunatryggt hjá tryggingar- félögum, en í slíkum tilfellum ber Viðlagatrygingu ekki að bæta tjónið, heldur eingöngu fasteign- ina sjálfa. Þegar þessi um- mæli voru borin undir fram- kvæmdastjóra Viðlagatryggingar Islands, Geir Zoega, sagði hann þau óheppileg og vonandi hafa ver- ið sögð í hita leiksins. Þarna væri verið að gefa slæmt fordæmi upp á framtíðina. „Þetta eru mjög óæskilegar yfirlýs- ingar hjá ráða- mönnum, að þeir sem hafi ekki tryggt sitt innbú eigi að fá greitt. Hvað með þá sem hafa tryggt sitt innbú, og hafa gert það kannski til fjölda ára? Eg tel að það eigi ekki að láta jafnt yfir alla ganga í þessu tilliti," sagði Geir. Breyta þyrfti lögum Geir sagði að ef þessi stefna yrði Geir Zoega, framkvæmdastjóri Vidlagatryggingar íslands. tekin upp, að ali- ir fengju bætur án þess að vera tryggðir, þá þyrfti að taka upp öll mál til þessa þar sem fasteignir voru skyldu- tryggðar en inn- bú ótryggt. Tók Geir þar dæmi um snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri. Geir minnti á að Viðlagatrygg- ing ynni eftir lög- um og reglum. Lögin kæmu frá Alþingi og reglu- gerðir væru unnar í gegnum ráðuneytin. Ef það ætti að bæta öllum tjón af völdum jarðskjálft- ana eða annarra hamfara, án til- lits til trygginga, þá þyrfti að hyrja á því að breyta lögum. „Ég vona að þetta hafi verið sagt í hita leiksins. Það er varhugavert á fyrstu dögum tjóna að gefa út stórkallalegar yfirlýsingar. Ann- ars getum við fullvissað fólk að við munum reyna að ganga frá okkar málum til að báðir aðilar geti verið sáttir. Við þröngvum aldrei tjónamati upp á einn eða neinn,“ sagði Geir. 500 tilkyimiiigar Aðspurður um fjölda tjónatil- kynninga til Viðlagatryggingar sagði Geir um miðjan dag í gær, á leið austur yfir fjall að skoða aðstæður með sínum mönnum, að þær voru orðnar um 500 tals- ins. Hversu mikið tjónið væri sagði Geir að ætti eftir að skýrast á næstu dögum og vikum. Hann sagði ánægjulegt það samstarf sem tekist hefði með tryggingar- félögunum. Samningur hefði verið gerður þar sem tryggingar- félögin taka að sér að meta inn- bústjón þeirra eigin viðskipta- vina. Viðlagatrygging mun eftir sem áður gera upp tjónið þar sem við á. -BJB -Meira um skjúlftamál á bls. (2), 4, (5) og 8-9. 7% ætla á Miigvelli visir.is Samkvæmt nið- urstöðu spurn- ingaleiks Dags á Vísisvefnum þá ætla 7% Islendinga á Kristni- tökuhátíðina á Þingvöllum, sem fram fer um næstu helgi. Alls svöruðu ríflega 2.100 manns spurningu Dags á vefnum, sem var uppi undanfarna viku. Um 93% þeirra sem svöruðu ætla ekki á hátíðina. Sé einhver efi uppi um niðurstöðuna skal tekið fram að tölvukerfi Vísis tekur aðeinu einu sinni við atkvæði úr hverri tölvu. Miðað við þessar niðurstöður má ætla að um 20 þúsund Islendingar fari til Þing- valla, en aðstandendur hafa bú- ist við allt að 50 þúsund manns. Ný spurning Dags hefur verið sett á vefinn, sem hljóðar þannig: „Ottastu frekari Suður- landsskjálfta?" Slóðin er sem fyrr www.visir.is. Ylströndin í Nauthólsvík er farin að freista höfuðborgarbúa og annarra íslendinga, ekki síst í blíðviðrinu sem var í gær. Þessar ungu stúlkur mættu með gúmbát á svæðið og svömluðu á honum um víkina. MYND: EINAR J. ESBmálin þarf að ræða betur Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráð- herra segir í helgarviðtali við Dag ekkert athugavert við það að ungir ffamsóknarmenn komi fram með sterkari tillögur á þingum sínum til að skapa umræðu, líkt og þá að Is- lendingum beri að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Hins vegar segist hún ekki styðja slíka tillögu nú. „Það vantar allan grunn til að styðja slíka tillögu. Flokkurinn þarf að fara í gegnum miklu meiri um- ræðu um þessi mál. Auðvitað er ekki hægt í þessu máli, frekar en öðrum, að útiloka neitt til framtíð- ar,“ segir Siv. Hún segir ennfremur: „Við þurfum líka að huga vel að hagsmunum Islands ef til þess kemur að aðildarríkjum EFTA fækkar og teikn eru á lofti um að svo gæti farið, einkum vegna stjórn- arskiptanna i Noregi. Þannig að eðlilegt er að við ræðum hlutina en útilokað er að taka afstöðu núna til inngöngu í ESB. Hins vegar finnst mér ágætt að unga fólkið i flokkn- um ræði mál hispurslaust. Það hef- ur ungliðahreyfíngin alltaf gert.“ í helgarblaði Dags kennir ýmissa grasa að þessu sinni eins og endranær. Þar er meðal annars út- tekt á því hvort fólk af ólíkum upp- runa og kynþáttum á Islandi geti aðlagast og búið saman í sátt og samlyndi. Jafnframt er rætt við þjálfara knattspyrnufélagsins Völsungs á Húsavík sem er einn þriggja knatt- spyrnumanna í EvTópu sem missir meðvitund við það eitt að skalla knöttinn. Þá birtum við þjóðhátíðarljóðið „I upphafi var skip“ eftir Jónas Þor- hjarnarson og ræðum við höfund- inn. Að venju er fjöldi vinsælla fastra liða í blaðinu, s.s. flugupistill Stef- áns Jóns Hafstein og kynlífspistill Ragnheiðar Eiríksdóttur. Það er rætt við leikhúshjónin Erling Gísla- son og Brynju Benediktsdóttur og greint frá jazzhátíð á Akur- ® Sk jíik. Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is I Sharp er leiðandi í framleiðslu og sölu á skjávörpum, hvort sem um er að ræða tölvutengda varpa fyrir RðOO^ÍÍS" *unclarherher9i °9 kynningar utan vinnustaðar, eða Giertíötk32,'.'staf«2 362“ myndvarpa fyrir heimili og veitingastaði i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.