Dagur - 24.06.2000, Blaðsíða 5

Dagur - 24.06.2000, Blaðsíða 5
LÁUGÁRDAGUR ií'. JÚ'\Í 2 0 0 0 5 Útburðar- máli lokid X^ur. FRETTIR Smiörsala er á hraðri niðurleið Neysla á smjöri fer síminnkandi en í stað þess að fjöll hrúgist upp eins og í eina tfd er afgangssmjörið núna flutt út fyrir lítinn pening. Ekki góð lat- ína, að sögn forstjóra Osta- og smjörsölunnar. Breskt viðbit flutt inn en íslenskt smjör út. Vörur sem taldar eru í samkeppni við íslenskan landbúnað flæða inn í landið. Nokkrar landslagsbreytingar hafa orðið í matvöruúrvali inn- anlands að undanförnu. Sem dæmi má nefna innflutning á spænskri jógúrt og þá hefur ný- legt breskt viðbit verið áberandi í auglýsingum. Þessar vörur eru taldar eiga í samkeppni við land- búnaðarvörur innanlands og mun tilkoma þeirra á markaðinn hafa áhrif. Skorri A. Aikman er markaðs- stjóri Asgeirs Sigurðssonar ehf sem flytur inn viðbitið 1 cant believe it's not butter. Hann tel- ur markaðsmöguleika góða en er ekki sáttur við ytra umhverfi: „Smjörvi og smjör eru landbún- aðarafurðir en þetta sem við erum að selja er ekki flokkað sem landbúnaðarafurðir í Bret- landi. Smjör er á algjöru undan- haldi alls staðar f Evrópu og það er staðreynd að viðbit eða smjör- líki er miklu fremur iðnaðarvara en mjólkurvara. Samt erum við látnir borga biminhá gjöld af þessu," segir Snorri. Stórkostlega ankannalegt Gjöldin segir hann aukalega 50- 60 krónur á kílóið og skýringin sé verndun íslensks landbúnað- ar. Einnig megi nefna ís sem sé fáránlega tollaður eins og hann orðar það. „Eg er með eitt stór- kostlega annkannalegt dæmi. Við flytjum inn klakapinna og hann er tollflokkaður nákvæm- Iega eins og ég væri að flytja inn hreinan rjómaís." Snorri segir að GATT-samkomulagið hafi átt að tr)'ggja minnkandi álögur en við það hafi ekki verið staðið. Hann segir einnig fáránlegt að mjólk hafi 14% virðisaukaskatt en app- elsínusafinn 24,5%. Af sem áður var Magnús Ólafsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar, stað- festir að smjörsala sé á hraðri niðurleið og ekki bara hérlendis heldur alls staðar. „Fituneysla al- mennt er á undanhaldi, það eru að verða stór skil milli eggjahvítu og fitu,“ segir Magnús. Osta- og smjörsalan hefur brugðist við þessari þróun með því að Ieggja meiri áherslu á sölu próteinríkr- ar vöru s.s. kotasælu og skyrs en ekkert er annað hægt að gera við afgangssmjörið en flytja það úr landi. Spurður nánar um þann útflutning, segir Magnús: „Það er ekki góð latína efnahagslega." Smjörið þótti áður gulls ígildi og var notað sem gjaldmiðill en það heyrir liðinni tíð. Magnús upplýsir að Bretland sé einn helsti kaupandinn að niður- greiddu íslensku smjöri. I can’t believe it’s not butter fyllir hillur Hagkaups á meðan íslenskt smjör er í stöflum á hafnarbökk- um Bretlands. Svona er við- skiptaheimurinn í dag. -BÞ akerfinu hyllir húsnæðismál- in var út úr íbúð Félags- Jón frá Pálm- bústaða í byrj- holti. un janúar sl. ásamt hörnum sínum. Félags- málayfirvöld borgarinnar hafa ákveðið að útvega henni leigu- íbúð hjá Félagsbústöðum eftir að Rauði krossinn hljóp undir bagga með henni með fjárstuðn- ingi. Þessi kona var ásamt annarri bornin út úr íbúð sinni f ársbyrjun vegna skulda. Síðan þá hafa ekki fleiri verið bornir út af kröfu Félagsbústaða auk þess sem ekki er vitað til þess að fleiri útburðir séu í burðarliðnum hjá fyrirtækinu. Jón Kjartansson frá Pálm- holti, formaður Leigjendasam- takanna segir að með þessu sé unninn fullur sigur í þessu út- burðarmáli. Það hefur hinsvegar ekki gengið átakalaust fyrir sig að fá lausn í þessu máli í viður- eigninni við borgarkerfið og fé- lagsmálayfirvöld. A meðan á því stóð hefði einstæða móðirin ver- ið á hrakhólum með húsnæði og orðið að fá tímabundið inni hjá aldraðri móður sinni í vetur. Asamt Jóni unnu að lausn þessa máls formenn ASI og BSRB, auk þess sem Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson fulltrúi í félagsmála- ráði og Helgi Hjörvar formaður þess, komu einnig að úrlausn málsins ásamt fleirum. -GRH Þingvallahátíð sögo glapræði Guðlaugur Leósson göngumaður var staddur á Þingvöilum nóttina sem stóri skjálftinn reið yfír. Lögberg vaggaði likt og skip í ólgusjó. Guðlaugur Leósson, slysavarna- kennari hjá Reykjavfkurdeild Rauða kross Islands, var staddur á ÞingvöIIum ásamt félögum sín- um úr Sólstöðugönguhópnum þegar stóri skjálftinn reið yfir. „Fyrsta árið gengum við á Þing- völlum og þá gengum við um gjárnar og þegar við komum upp tók séra Heimir Steinsson á móti okkur. Það var því við hæfi að fara að leiði hans á þessum tíma- mótum. Þegar við vorum komnir um 100 metra frá kirkjunni heyrðum við mikinn hvin og jörðin tók að hreyfast úr stað. Þá fann maður og heyrði þegar bylgja skall á Lögbergið. Eg sneri mér því við og varð litið upp að Lögbergi sem vaggaði líkt og skip í ólgusjó. Þá heyrði ég rnikla skruðninga þar sem grjót hrundi niður. Jörðin hreinlega ólgaði og skalf svo langt sem augað eygði," segir Guðlaugur og bætir við að vissulega hafi þetta verið mögnuð sjón. Guðlaugur segir að þeim hafi ekki þótt ráð- legt að fara niður í gjána við þessar aðstæður. Ofsahræðsla? Guðlaugur segir jafnframt að miðað við það sem hann sá þessa nótt sé glapræði að stefna fólki á Þingvelli í tilefni af Kristnitöku- hátíð. Hann segir að ef móðir jörð taki upp á að hrista upp í viðstöddum gæti gripið um sig mikið skelfing. „Það er kannski ekki svo mikil hætta á því að grjót hrynji af stað. En í högg- bylgju líkri þeirri sem við lentum í er varla stætt á jafnsléttu, hvað þá uppi í brekkunum. Þá er hætt við að fólk verði ofsahrætt og hlaupi af stað. Þegar slíkt gerist er alltaf hætta á að börn, gamal- menni og þeir sem ekki komast hratt yfir troðist undir. Þá getur farið illa. Okkar kristnisaga er nokkuð góð og það væri leiðin- legur kapituli í henni að fá stór- slys á Þingvöllum við þessi ann- ars merku tímamót." - GJ Varað rið vatnsbóliun Vegna Suðurlandsskjálftanna beinir Heilbrigðiseftirlit Suður- lands þeim tilmælum til íbúa að vera á varðbergi gagnvart neyslu- vatni og vatnsbólum, sem kunna að hafa laskast. í tilkynningu frá eftirlitinu segir að hugsanlega hafi lagnir gengið til og óhrein- indi komist í þær. Einnig megi reikna með gruggi, þar sem set hafi losnað í lögnunum. „Þar sem neysluvatnsból hafa þornað eða skemmst, er nauðsynlegt að vatn sem flutt er á staðinn sé ómengað neysluvatn og flutt með viðurkenndum hætti svo sem í tanki mjólkurflutningabíls. Sumstaðar í sumarbústöðum og víðar er ráðlegt að sjóða vatn fyr- ir neyslu," segja sunnlenskir heilbrigðisfulltrúar. Skúta sjósett I gær sjósetti siglingaklúbburinn Nökkvi á Akureyri kjölskip sem fé- lagið hefur eignast með aðstoð íþrótta- og tómstundaráðs bæjarins. Við sjósetninguna blessaði sr. Gunnlaugur Garðarsson bátinn sem keyptur var frá Bretlandi í vetur og fluttur heim af Eimskip, Nökkva að kostnaðarlausu. Að sögn Jóhanns Skírnissonar hjá Nökkva vantaði siglingaklúbbinn orðið sárlega kjölbát sem þennan, en nú verður hægt að bjóða fullorðnum og lengra komnum upp á siglinganámskeið - en það hefur eldd verið hægt til þessa. -MYND BRINK Eistu til Ameríku Um 4 tonn af lambaeistum sem seld voru til Bandaríkjanna, voru meðal þess sem Kjötumboðið hf. flutti út á síðasta ári. Færevingar voru langstærstu viðskiptavinirnir og keyptu nær helminginn af öllu útfluttu kindakjöti á árinu cða tæp 350 tonn (nær 8 kíló á hvern eyja- skeggja), auk 47 tonna af sviðum (um einn haus á mann), 6 tonn af saltkjöti og 5 tonn af rúllupylsu. Norðmenn keyptu rúm 200 tonn af kindakjöti og Japanir tæp 120 tonn, en alls flutti Kjötumboðið úr tæp 730 tonn af kindakjöti á árinu til átta landa. Kjötumboðið fluti ein- nig út rúm 180 tonn af húðum, 95.000 stykki af gærum og 635 kíló af æðardúni. -HEI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.