Dagur - 24.06.2000, Blaðsíða 8

Dagur - 24.06.2000, Blaðsíða 8
-i\- 8- LAUGARDAGUR 24. JÚ\Í 2000 -Tkgpr IALDANNA RAS Man skj álftann HEEDUK HELGA- DOTTIR SKfílFAR Ragnheiður Böðvars- dóttir maii samiarlega tí inana Iveima m.a. Suðurla ji ds sk j álftaiin 1912 og síðasta Kötlugos skýrt og greiuilega. Fróðlegt var að hlýða á þessa merkiskonu, sem ásamt öðru var sím- stöðvarstjóri, org- anisti og bókavörður, lýsa ágripi heillar ald- ar æfi. „Nei, þetta fór ekkert illa í mig - líklega er ég bara búin að missa hræðslutilfinninguna," svaraði Ragnheiður Böðvarsdóttir glettn- islega, spurð hvort henni hafi ekki orðið ónotalega við jarð- skjálftana í síðustu viku, þar sem hún býr hátt uppi, á 6. hæð á Skjóli. Ragnheiður, sem varð 100 ára í fyrrahaust og átti sín barns- og unglingsár að Laugarvatni man því væntanlega líka eftir síð- asta Suðurlandsskjálfta. Krakkar flýtið ykkur út.... „Já, ég man vel jarðskjálftann 1912, sem er líka sá fyrsti sem ég man eftir. Mamma og við krakk- arnir, sem vorum sjö þegar þetta var, (en urðum síðar tólf) vorum ein í bænum. Eg var að lesa og mamma kallaði; krakkar flýtið þið ykkur út. Eg stökk af stað, en þó ekki nema fram í bæjardyr, því ég vildi ekki fara út á undan mömmu. Hún var þá að safna saman allri krakkatrossunni og kom svo með þetta berandi og dragandi, en þá var skjálftinn bú- inn svo við fórum aldrei lengra. Við stóðum þarna dálitla stund og bjuggumst við að hann kæmi aft- ur, en það varð ekki." Ragnheiður minnist ekki skemmda á bænum, sem var einnar hæðar hús úr timbri byggt 1907, þegar foreldrar hennar fluttu að Laugarvatni, en þá var rifinn stór og mikill burstabær úr torfi sem var þar fyrir. Seinna kom hún í gamlan bæ í Gríms- nesi sem var allur skakkur, þótt gert hafi verið við hann. Greini- legt hafi verið að hann hefði gengið sundur á hornunum í jarðskjálftanum. „Síðar man ég eftir tveim eða þrem jarðskjálft- um eftir að ég flu.tti á Minni Borg, en þeir eru ekki í frásögur færandi." Etns og strókur úr strompi Ragnheiður sá líka síðasta Kötlu- gos. „Vinnumenn voru í skógi inn af Laugarvatni að höggva eldivið og ég var að færa þeim kaffi og sest niður og horfi til suðurs. Þá sá ég reyk sem var alveg eins og strókur upp úr strompi. pg skildi. ekkert í þessu og var að velta fyrir mér hvað þetta gæti verið - vissi ekkert hvar Katla var. Um kvöldið segist síð- an einhver hafa séð blossa upp úr jörðinni. Við fórum auðvitað öll að horfa á þetta og stóðum úti í góðu veðri og sáum eldblossana bera við himin. Þetta var vitan- lega heilmikið sjónarspil." Með símaiiuiii á Minni Borg Tvítug yfirgaf Ragnheiður föður- hús á Laugarvatni: „Þá gifti ég mig og fór að búa á koti; Minni Borg í Grímsnesi. Og síminn kom að Minni Borg á sama tíma og ég, árið 1920, svo mér var auðvitað skipað að læra á hann. Ég vann síðan við símann alla tíð, lengi sem símstöðvarstjóri, þar til sím- stöðin var lögð niður árið 1975, þegar síminn varð sjálfvirkur. Þannig að árum saman sat ég við símann, og prjónaði, með bók fyr- ir framan mig, grind á gólfinu fyr- ir yngsta barnið og annað í mag- anum." Ragnheiður eignaðist 9 börn og hefur því tæpast átt marga rólega daga við lestur framan af búskapnum. Kenndi dætrunum fljótt að elda „Ég kenndi elstu dætrunum að elda eins fljótt og hægt var og þær urðu bara flinkar. En ég var alltaf að skjótast fram og smakka." Raunar byrjuðu þau hjón, Ragn- heiður og Stefán, á að taka fóst- urbarn. „Það var eiginlega svolít- ið skrýtíð. Við eignuðumst ekki barn fyrsta árið - í og með vegna þess að maðurinn minn vissi að ég var með biluð nýru, svo við vorum því fegin að ég varð ekki strax barnshafandi." En þá vildi svo til að hjón í Reykjavík, þeim alls óskyld, fengu boð frá móður mannsins, sem bjó í Ameríku, um að koma strax vestur og taka þar við búi. Hjónin treystu sér ekki til að taka öll fjögur börnin sín með sér og báðu Ragnheiði og Stefán fyrir það yngsta, 7-8 mán- aða dreng. „Og hann varð okkar fyrsta barn - og okkur þótti þetta svo gaman. Alltaf þegar Stefán heim spurði hann; er hann ekki farinn að ganga? Er hann ekki farinn að tala? Alveg eins og þetta væri eitthvert undrabarn," sagði Ragnheiður og brosir að minn- ingunum. Orðin steinalaus Veikindi háðu henni frá unga aldri, sem áður segir. „Lengi vel var ég alltaf veik öðru hverju af steinaköstum í nýrum, og í botn- langa og galli. Þetta kvaldi mig alltaf öðru hverju og ég varð oft að leggjast inn. Læknarnir spurðu alltaf hvort ég vildi ekki láta taka nýrað. Nei, ég vildi það ekki - af því að ég átti svo mörg börn og vildi ekki deyja frá þeim. Svona er maður nú vitlaus. Eg hélt áfram að fá þessi köst. Samt vann ég alltaf eins og ég Iífsins gat, þótt ég mætti í rauninni ekki fara í erfiðisvinnu - en maður gerði það samt. En nú er ég laus við þetta allt. Árið 1978 var ég skorin upp og losnaði við öll þessi mein og er nú löngu steinalaus." „Kjaftforkerling" I Ijósri langrar æfi og erfiðrar vinnu er hreint með ólíkindum hvað Ragnheiður er ungleg og hressileg að sjá og heyra - „kjaft- for kerling" - greip hún frammí fyrir blaðamanni og hló við. ,,Ég Ragnheiður Böðrvarsdóttir nálgast óðum 101. afmælisdaginn sinn sem engan gætí grunað sem hittir hana. „Þú hefur vai því annars hefði ég líklega vanist á þetta." íljós kemur að þegar hún var enn I föðurhúsum kom þangað kaupakona sem reyktum, því henni þótti svo leiðinlegt að reykja ein. Ég er aldeilis hissa að þér skuli þykja þetta gott - þessi fjandi - sagði reykja nóg - þegar þú ert búin að reykja mikið fer þér að finnast þetts hef reynt að halda mér vakandi. Við símstöðina varð maður auð- vitað að vera með á nótunum. Ég var líka bókavörður og hef lesið mikið, einkum mikið af ljóðum - já, og les enn, þó annað augað sé blint. Ég lærði líka mikið gegn- um það að spila á orgel, af því maður þarf eiginlega að kunna Ijóðin og sálmana sem fólkið syngur. En eg var organisti í sveit- inni, við Stóru-Borgarkirkju, frá 1932 til 1972 og spilaði víðar. Ég hef Iíka verið í mörgum félögum, nefndum og ráðum - var til dæm- is ritari í; Ungmennafélaginu, Kvenfélaginu og Sambandi sunn- lenskra kvenna og þurfti þvf oft að sitja fundi og varð að halda mér Iifandi." í sveitínni til 1984 Mann sinn, Stefán Diðriksson, missti Ragnheiður árið 1957 og hætti þá búskap en hélt áfram starfi sínu á símstöðinni og bjó svo áfram á Minni Borg til Utl oii i.bn/"ji 20 iri.,i!ii )!-..<: l. <H 1984. „Þá vildu dætur mínar endilega drífa mig suður, svo ég yrði nær þeim. Þá fékk ég keypta íbúð í Fossvogi sem var eins og hún hefði beðið eftir mér." I Skjól flutti Ra^nheiður síðan fyrir 10 árum. „Eg fékk yfir höfuðið, varð máttlaus og gat mig ekki hreyft. Eitt mitt blessað barnabarn, sem er vangefið og ég tók að mér strax um fæðingu og fylgdi mér alltaf, hann var með mér þarna og rétt að fara út úr dyrunum. En ég hafði það af að kalla í hann að rétta mér símann og náði því að hringja í dóttur mína og segja að ég væri að verða veik. Hún kom sfðan og kom mér á sjúkrahús þar sem ég lá í hálfan mánuð. Með þeim fyrstu á Skjól „Um svipað leyti og svona var komið - að ég mátti búast við svonalöguðu - þá las ég í blöðun- um að Vigdís forseti var að leggja hornstein hér í Skjóli. Það eru sex félög sem eiga þetta hús, og ég þykist vera í einu þeirra." Ragnheiður fluti á Skjól en sat þó ekki iðjulaus fremur en fyrri dag- inn, heldur prjónaði og prjónaði, „Já, ég er búin að prjóna heil ósköp allatíð - prjónaði auðvitað allt á börnin hér áður. SMpti prjónunum út fyrir pennann 98 ára „Ég tók síðan upp á því - þegar ég átti 2 ár eftir í 100 - að ég nennti ekki að prjóna Iengur. En þegar ég hætti að prjóna - þá fór ég að skrifa. Eg skrifaði niður Ijóð eftir minni á hverjum degi, eftir morg- unmat, af því að á þeim tíma dagsins skrifaði ég best. Mig var meira að segja farið að dreyma ljóðin sem ég ætlaði að skrifa næst. En þá hafði ég ekki hug- mynd um að það lægi fyrir þeim; að koma út í bók. En barnabörn- in mín fylgdust með og ákváðu í fyrra að láta gera bók, sem var ljósrituð í 65 eintökum og heft í kilju. Ég á bara eitt eintak eftir, ;6i .:r;;j-rrr^>vn/c l 061 ¦ ¦¦¦¦ :,h'j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.