Dagur - 02.08.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 02.08.2000, Blaðsíða 6
1 6 - MIDVIKUDAGVR 2. ÁGUST 2000 PJÓDMÁL msmmmmm Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: elías snæland jónsson Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVIK Símar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritsijori@dagur.is Áskriftargjaid m. vsk.: 1.900 kr. á mAnuði Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: augl@dagur.is-gestur@ff.is Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVíK)563-1615 Amundi Ámundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYRI)460-6192 Karen Grétarsdóttir. Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 617KAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Vandi Framsóknar í fyrsta lagi Enn á ný kemur Framsóknarflokkurinn illa út í skoðanakönn- un. Gallup mælir flokkinn með tólf prósenta fylgi. Þegar Dag- ur kannaði viðbrögð áhrifamanna í flokknum við þessari niður- stöðu voru viðbrögðin á þann veg, að þetta væri óviðunandi staða sem flokkurinn gætí ekki sætt sig við án aðgerða. En fátt var um svör þegar spurt var hvað þyrfti að gera til þess að brey- ta þessari dapurlegu fylgisstöðu. Nema hvað ungliðar sem stan- da að vefritinu Maddaman leggja til að Framsóknarflokkurinn fari að auglýsa ágreining sinn við Sjálfstæðisflokkinn - fari að sýna „meiri grimmd gegn íhaldinu“ eins og það er orðað. í öðru lagi Það virðist flækjast nokkuð fyrir framsóknarmönnum að áttá sig á því hvers vegna fylgi flokksins er svona lítið meðal kjós- enda á meðan samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn blómstrar sam- kvæmt sömu könnunum. Vafalaust eru margar samverkandi ástæður fyrir því, en meginskýringin er augljós og sögulega margsönnuð, sem sé sú að Framsóknarflokkurinn tapar alltaf fylgi þegar hann starfar með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Athugun á fylgi Framsóknarflokksins við lok slíks stjórnarsam- starfs fyrr á árum sýnir að þetta er hin almenna regla. Staðan í skoðanakönnunum nú á því ekki að koma á óvart. í þriðjja lagi Það var öllum ljóst að Framsóknarflokkurinn tók verulega áhættu með því að endurnýja núverandi stjórnarsamstarf. Það var væntanlega yfirveguð ákvörðun og verður því að gera ráð fyrir að flokksforystan hafi gert áætlanir um hvernig bregðast skuli við til að tryggja stöðu flokksins meðal kjósenda. Að öllu eðlilegu er enn langur tími ár til næstu þingkosninga og því næg tækifæri fyrir stjórnmálaflokk að gera sig gildandi með af- gerandi hætti. En það er rétt sem ungliðarnir segja, að ef ekki verður breyting á þá mun almenningur líta á Framsóknarflokk- inn sem ..eins konar fjórða hjól undir vagni hins allsráðandi Sjálfstæðisflokks.'' Það er ekki vænlegt til fylgis. Elias Snæland Jónsson sem kyndir ofninn Greinilegt að framsóknar- menn eru nú lagstir í allsherj- ar naflaskoðun vegna slakrar útkomu í skoðanakönnunum. Ungliðahreyfingin leggur til að flokkurinn fari í stríð við samstarfsflokkinn og veki at- hygli á sérstöðu framsóknar. Þingmenn taka undir margir hverjir og jafnvel ráðherrar líka. Framsóknarmenn virðast loksins vera að komast á þá skoðun að það sé Sjálfstæðis- flokkurinn sem fái alla umbunina og njóti þess að vera hin mvndarlega húsmóð- ir á stjórnarheimilinu. Orlög framsóknar séu hins vegar þau sömu og örlög konunnar sem kyndir ofninn, - hún sé öllum mönnum góð og vinni verk sín hljóð, en hún skrifar lika í ösk- una öll sín bestu Ijóð! Þetta hefur Garri bent framsóknar- mönnum á mánuðum og misserum saman, en þeir hafa ekki hlustað og ekki séð það sem skrifað er á vegginn. Hlutverk vinnu- konuimar En batnandi mönnum er best að lifa og í sjálfu sér áhugavert mál ef framsókn hefur áttað sig á að hún er konan sem kyndir ofninn, sem er jú vina- fá og snauð og launin sem hún fær eru last og daglegt brauð, Það sem Garra þykir þó merkilegast er að þrátt íyr- ir þessa síðbúnu sjálfsupp- götvun hjá framsókn, þá virð- ist hún ekki ætla að rísa upp á afturlappirnar að hætti hinnar lenínísku öreigasveitar og gera byltingu. Það er ekki að heyra á framsóknarmönnum, hvorki hinum ungu né hinum gömlu, V að þeir vilji á einn eða neinn hátt breyta hlutskipti sínu eða pólitískum áherslum til um- turna hlutskipti vinnukon- unnar og ná upp fylgi. Þvert á móti virðast allir sammála um að framsókn standi sig vel i því hlutverki sínu að vera sú sem út með ösku fer og eld að spónum ber. „Okkur hefur gegnið ágætlega með þau ráðuneyti sem flokkurinn hef- ur,“ sagði Isólfur Gylfi t.d. í Degi í gær. Bara einn Davið Framsóknarmenn telja því vandann ckki felast í því að flolvkur- inn sé pólitískt séð í hlutverki hjáleigunn- ar sem kúrir í skugga höfuðbólsins, vinnu- konunnar sem leynist að baki húsfreyjunnar. Vand- inn felst að þeirra dómi í því að þeim tekst ekki að koma á framfæri hversu vel vinnukon- an vinnur verk sín. Nú á hún ekki lengur að læðast út úr stofunni og loka á eftir sér. Þeir virðast telja að vinnukon- una vanti góðan PR mann sem getur markaðsett hana og vakið á hcnni athygli og bent á hvað hún vinnur vel. En því miður fyrir framsókn er bara til einn Davíð Stefánsson og hans PR vinna var fyrir aðra konu, konuna sem kynti ofn- inn hans. Því er líklcgt að öskuljóðaskriftir framsóknar muni halda áfram án athygli kjósenda svo lengi sem ekki verður afgerandi breyting á vinnukonuhlutverkinu og framsókn gerir kröfu til raun- verulegrar hlutdeildar í hús- freyjuhlutverkinu á stórnar- heimlinu. GARRI ODDUR ÓLAFSSON skrifar J Það er heídur iágt risið á við- skiptajóirum og íjármögnunar- og hugbúnaðrrisum á skatt- skránum. Lnginn þcirra er hálf- drættingur á við áttræðan raf- virkja sem skilar sínum tekjum undanbragðalaust í framtalinu. Guðni Helgason er greinilega hreinskiptinn maður og dregur enga dul á hvað veldur því að hann greióir margfalda upphæð i skatta miðað við alla þjóðþekktu athafnamennma sem eru breiðir með sig á hluthafafundum og þegar þeir eru að kynna \firburð- ina í tekjuöflun. Guðni atti liúseign og lóð á eftirsóttum stað í Reykjavík og seldi á síðasta ári þegar honunt barst tilboð sem erfitt var að hafna. Stórhysi skal reist á lóð- inni og fer engum sögum af því, að þeir sent það byggja beri hinn minnsta skaða af því að setja öld- unginn í það hásæti sem margir vildu gjarnan verma. Ef lóð við Borgartún er svona Landnýting er auður milúls virði liggur beint við að velta fyrir sér á hvað fjöldi illa nýttra lóða í Reykjavík myndí ieggja sig ef byggðin lengi að dafna eðlilega og hve mikið borg og ríki fengju í skatta ef eðlilega væri að sölumálum staðið. Þverstædur Gunnar Birgisson í Kópavogi er eini stjórnmálamaðurinn sem bent hefur á hve landnýting í þéttbýli Innnesja er léleg. Sjálfur lætur hann byggja hátt og þétt í mesta uppgangsplássi landsins, þvert á þá viðteknu skoðun skipulagsfólks, að byggja eigi lágt og dreift í þéttbýlinu. I Kópavogsdal rokselst allt þrátt fyrir úrtölur og fullyrðingar um að fólk vilji alls ekki búa í því skipulagi sem þar er ráðandi. Ingibjörg Sólrún hefur bent á nokkur óbyggð svæði innan eðli- legra borgarmarka sem upplagt er að nýta. En víða eru óásjáleg- ir og lítt hentugir kumbaldar sem gjarnan mega víkja íyrir boðlegum arkitektúr sem hæRr þeirn uppgangstímum sem nú gerir hagsýnan raf- virkja að skattakóngi lýðveldisins. Þau verðmæti sem liggia 1 ónvttum og óarðbærum ónýttum lóðum og lendum eru meiri en flestir gera sér grein lýrir í íljótu bragði. En í stað þess að nýta land og byggja skyn- samlega og offjár varið í fram- kvæmdir á holtum og melum á heiðum og strjálbýli höfuðborg- arinnar. Dýrmæt mýri Enn eru ótalin þau gífurlegu auðæfi sem samgönguráðhcrra flóttabyggöa og fagidjótar llug- málastjórnar eru aö púld\a upp og malbika við Miðbæinn. Ef sala einnar lóðar inni við Fúla- lækinn gamla gerir eigandann að skattakóngi á hátindi góðærisins getur maöur ímvndað sér hvílik óhemju sóun það er á verðmæt- um, að leggja drjúgan hluta af Seltjarnarnesi hinu forna undir jafn illa nvtt samgöngumann- virki og herflugvöllurinn í Vatns- mýrinni er. En verðmætamat er nú einu sinni ekki hin sterka hlið þeirra scm ráðskast með almannafé og fólk. Þar gilda önnur hagvísindi en þau sem skapa skattakóng þúsaldarskipta. E11 notalegt er það fyrir borgarsjóð og ríkissjóð að svo heiðvirður maður sem Guðni Helgason er skuli selja eigur sínar og hagnast svo vel sem raun ber vitni. spuiiai! sva rað Hvemigfannst þér inn- setningarræða Ólafs Ragnars? Indriði G. Þorsteinsson „Ólafur Ragnar talaði um að ís- lendingar ættu ekki að vera flatir fvrir útlending- um. Það fannst mér ekkert merki- legt, við erum í samfélagi við aðrar þjóðir og því eigum við ekki að sýna þeim meiri gæði en fólkinu sem hér býr. Annars var þetta allt í lagi hjá karlinum. Á næstu árum mun hann heimsækja marga staði hér heima og stappa stálinu í fólk, en hitt er svo aftur annað mál hvort stjórnmálamenn munu fylgja eftir með brauðkörfurnar." Kristm Linda Jónsdóttir húabótidi í Midhvammi i Aóaldal. „Ólafur bað þjóð- ina um að velta fyrir sér sjálfs- mynd sinni á nýrri öld. Sjálf- stæði okkar hvílir á þáttum einsog tungu, menningu og náttúru - og hluti af menningunni er matur. Sem bóndi velti ég þá fyrir mér hvort markaðshyggja alþjóðavæð- ingarinnar myndi útrýma mat- vælaframleiðslu hér heima og vega að vissum þætti sjálfstæðis- ins. Ólafur vakti einnig athygli á að sitthvað þyrfti að bæta í grunnskólakerfinu - en mér sem móður og skólanefndarmanni hér í Aðaldal er þessi vandi vel ljós.“ Guniiar Stefánsson „Ræðan var for- setaleg og sýndi að Olafur Ragnar hefur full tök á embættinu. Hann drap á ýmsu, svo sem alþjóðamál- um, ýmsurn brennandi málum á innlendum vettvangi svo sem því hlutvcrki forsetans að stvðja lólk úti á landsbyggðinni. Þá tók Olaf- ur skart á umhverfismálum og náttúruvernd og einnig drap hann á menntamálin og að þar megum við ekki dragast aftur úr Af ræðunni má ráða að Olafur mun halda áfram á svipaðri braut og verið hefur." útvarpsmaður. rithöfundur. Inga Þöll Þórgnýsdóttir lögfrœdingur á Akureyri. “Ólafur Ragnar kann að hvetja þjóðina til dáða, án þess að tala yfir hausamótun- um á okkur. Það var broddur í peim ummælum hans þegar hann sagði að stjórnmálaflokkar mættu ekki verða eins og stein- runnin tröll - og einnig var góð sú áminning að scgja að í umhverfis- málum væri ekki allt sjálfgefið. Það er fagnaðarefni að Olatur Ragnar boðaði að hann myndi halda áfram að móta embættið í anda nýrra viðfangsefna síbreyti- legs þjóðfélags. Hann leyfði sér líka að vera persónulegur og víkja að tilfinningum sínum. Það finnst mér vera nútímalegt - þó einhverjir kalli það óþarfa væmni."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.