Dagur - 02.08.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 02.08.2000, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 - 7 ÞJÓDMÁL Fj arviimsla og fj arstæða Því tniður kemur ekki á óvart að nú skuli boðuð fækkun fjarvinnslustöðva á Yestl’jörðum, að Olafs- firðingar og Hríseyingar séu að hugsa upp á nýtt hvað skuli gert við fjar- vinnsluverin á stöðunum. Hljótt er um áform á þessu sviði. Fjanánnsla er nefnilega ekki sú töfra- lausn sem boðuð var lyrir skömmu. Fjarstæðan Fjarstæðan er sú að halda að þessi tegund lyrirtækjareksturs og atvinnusköpunar sé í grundvallaratriðum öðruvísi en atvinnu- rekstur almennt. Menn einblína á tækni- möguleika: Að vinna á landsbyggðinni við verkefni sem eru óháð stað. Vissulega er tæknin fyrir hendi. Hefur verið lengi. Ekki þarf annað en fara upp í Verkmenntaskól- ann á Akureyri og skoða fjamámsskrána þar til að skilja möguleikana. Tölvur í fjar- skiptasambandi um veröld víða skapa óhemju tækifæri. En miklu meira þarf til svo að landsbyggðin njóti til atvinnusköp- unar. Hvaðþarf? Ef menn sldlja ekki að „fjarvinnsla" er ein- faldlega starf sem lýtur sömu lögmálum og önnur störf þá þýðir ekki að ræða málið. Fyrirtæki eða stolhun verður að sjá sér hag í að ráða fólk til svona starfa. Og á hveiju byggist slíkt? Hæfni starfsfólks og getu til að Ieysa verkið vel og ódýrt af hendi svo fyr- irtækið eða stofnunin geti þjónað rekstrar- legum markmiðum sínum. Svona einfalt er það. Hvers kon- ar rekstur? Umræðan um Ijar- vinnslu á landsbyggð- inni hefur ruglað sam- an nokkrum mildlvægum þáttum. Eru menn að tala um að stofna og reka fyrir- tæki á landsbyggð- inni sem nýta sér möguleika Ijarvinnslu? Eða eru menn að tala um að afla verkefna til út- stöðva á Iandsbyggðinni? Hvort tveggja? I allri umræðunni um íslenska miðlun verður ekki betur séð en hún sé orðin allsheijar umboðsskrifstofa fyrir fjarvinnslustörf á Is- landi. Það fyrirtæki kann að vera góðra gjalda vert, en tekst greinilega ekki að halda öllum þeim útstöðvum sem nú hafa verið opnaðar í gangi. Sömuleiðis kemur fram að sú tilraun Byggðastofhunar að opna miðlun á Netinu fyrir fjarvinnslu hef- ur engu skilað. Hæfini Hér virðist manni að gleymst hafi að spyrja hvað sé verið að selja. Hvaða rekstur er þetta og á hveiju byggir hann? Hvers kon- ar hæfni og þekking starfsfólks er til sölu? Því annað er varla verið að tala um. Fjar- vinnsla er í raun tæknileg lausn á því að koma þekk- ingu og hæfni á framfæri við hugsanlegan kaupanda. Þegar menn tala um sköpun fjarvinnslu- starfa ættu menn að snúa við blaðinu og tala um sölu þjónustu. Hvaða þjón- ustu geta fjarvinnslu- verin og fjarfyrirtæk- in veitt? Á Reyðarfirði er verkfræðisstofa sem selur þá þjónstu sem slík fyrirtæki gera, m.a. í fjar- vinnslu. VMA veitir menntunarþjónustu. Þetta eru skilgreind verkefni sem falla að þörfum ólíkra markaða og ganga vel. Hitt, að opna stofu með tölvum og símum og bíða eftir að einhver hringi gengur einfald- lega ekki upp. Einhver viðskiptaáætlun verður að vera í gangi. Svo hefur vonandi verið í flestum tilvikum hingað til, en erfitt hefur verið að greina í hveiju hún felst af viðtölum við forstöðumenn. Hið opinbera Stjómmálamenn á þingi og í héraði hafa hamrað mjög á opinberum stofnunum fyrir að flytja ekki störf úr húsi. Þetta er að sumu leyti réttmæt ábending, en ekki ein- hlýt. Nú eiga forstöðumenn ríkisstofnana að standa við fjárhagsáætlun og er að jafn- aði gert að spara sem mest.Sjái þeir ekki beinlínis hag í því að færa störf úr húsi er von að lítið miði. Ekki geta vfirvöld annars vegar skipað þeim að gæta aðhalds og hins vegar að taka áhættu af verkefnaflutningi. Þá er hin persónulega nánd á vinnustað ekki aðeins hagkvæm, heldur tilfinningaleg. Hver getur ætlast til þess að forstöðumaður ríldsstofnunar segi upp góðu fólki sem hann þekkir vel. til þess eins að auka erfíð- leika sína með því að reyna að finna jafn hæft fólk sem býr einhvers staðar langt í burtu? Hvatningin er engin. Sannleikurimi Sannleikurinn um fjarvinnslu er nefnilega sá að oft þarf sá sem er á"fjar“ endanum að sanna hæfni sína umfram hina sem nær- staddir eru. Það er ekki óeðlilegt. Undirrit- aður hefur mikla reynslu af því að vinna bæði sem fjarverkamaður og síðar yfirmað- ur á stórum vinnustöðum sem byggðu á dreifðum störfum og stöðvum. Mannlegi þátturinn i samskiptum á vinnustað er mikilvægur. Fjarverkamaður sem gerir sig gildandi á slíkum vinnumarkaði verður að bjóða yfirburði í einveiju formi sem gagnast fyrirtækinu vel. Annars er hann úti í kuld- anum. Svo einfalt er það. Ef þeir yfirburðir eru ekki til komnir vegna staðsetu, þá er fátt eftir nema sérstök hæfni. Þess vegna verður mjög vandasamt að markaðssetja vinnuafl á landsbyggðinni með fjarvinnslu. Það krefst 1) markvissrar þjálfunar starfs- manna, 2) skilgreiningar og kortlagningar á hæfni og þekkingu sem í boði er, 3) mark- aðssetningar á þeirri þjónustu sem á að selja, 4) og vitundar um þann rekstur stofn- ana og fyrirtækja sem á að þjónusta. Því miður virðist fátt af þessu vera til staðar hjá þeim sem mest tala um mögu- leika fjarvinnslu. Og það er fjarstæða. UMBUÐA- LAUST Stefán Jón Hafstein skrifar Fjarvinnsluver er aðeins hálfur sannleikurinn. Tæknin er eitt, raunveruleikinn annar. MADELEINE K. ALBRIGHT utanr/kisrAðherra BANDARIKJANNA SKRIFAR I dag eru 10 ár liðin frá því að Saddam Hussein braut alþjóðalög og sveik loforð, sem hann hafði gefið leiðtogum Arabaríkja, með því að hefja grimmilega innrás í Kuwait. Heimsbyggðin varð vitni að því er skriðdrekar, herdeildir og herskip Iraks cfndu til tilefnis- lausrar árásar á arabíska ná- grannaþjóð. A meðan á innrásinni og síðan hernáminu stóð, gerði harðstjórn íraks sig seka um kerfisbundin grimmdarverk í garð alþýðunnar í Kuwait. Pyntingar, limlestingar, nauðganir og morð voru meðvituð vopn til að kalla fram ógn og skelf- ingu. Herlið Iraks rændi í söfnum, fýrirtækjum og heimilum. Það fór ránshendi um atvinnureksturinn, lagði umhverfið í rúst og tók þús- undir íbúanna í gíslingu. Heimsbyggðin brást við innrás Saddam Hussein með nær ein- stæðri samstöðu og festu. Oryggisráð Sameinuðu þjóð- anna samþykkti f atkvæðagreiðslu að Ieggja viðskiptabann á írak. Meira en tuttugu ríki - meðal þeirra mörg arabísk ríki - lögðu til herafla og búnað til að hindra frekari árásir. Bush forseti lýsti því yf’ir að hernárn Kuwait yrði að brjóta á bak aftur. I leimsbyggðin leitaði í nær 6 mánuði að diplómatískri lausn. Oiyggisráðið samþvkkti röð álykt- árum eftír iiuirásina ana með hvatningum til íraks um að virða alþjóðleg siðalögmál. Alls- heijarritari SÞ og aðrir leiðtogar hvöttu Saddam Hussein til að draga herlið sitt til baka innfyrir landamæri íraks. Utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, James Baker, átti fund með kollega sín- um frá írak á úrslitastundu til að reyna að koma í veg fyrir hernaðar- átök. En Saddam Hussein harðneit- aði að hverfa af braut ofstopa og lyga - eða frá þeim landsvæðum sem liðsmenn hans höfðu hemu- mið af svo mikilli grimmd og lög- leysu. Ekki var um neitt annað að velja fyrir hið alþjóðlega bandalag en að ráðast til atlögu og frelsa Kuwait. Val Saddams Endalok stríðsins hefði getað markað upphaf endurreisnar Iraks og endurkomu ríkisins í samfélag þjóðanna. Það eina sem þurfti var að Saddam Hussein færi að þeim skilyrðum sem Ört'ggisráðið setti. Þau voru ekki sett fram í þeim til- gangi að refsa irak, heldur til að koma í veg fvrir endurnýjaða árás og til að fá yfirlit vfir hvað orðið hefði um þá rúmlega 600 ríkis- borgara Kuwait sem saknað var eltir að þeir voru numdir á brott af hermönnum Iraks á meðan stríðið geisaði. Ef stjórn Iraks hefði einfaldlega larið að þessum skuldbindingum væri f\TÍr löngu búið að aflétta við- skiptahömlum SÞ. Þess í stað greip Saddam Hussein hvað eftir annað til lvga gagnvart vopnaeftir- litsmiinnum SÞ og leitaðist við að fela og viðhalda miiguleikum sín- um til að framleiða gjöreyðingar- „Eitt er óbreytt og það er grimmdar- leg tvöfeldni Saddams Hussein, “ segir Albright utanríkisráðherra ígrein sinni. vopn. Afleiðing þessa var sú, að í stað nokkurra mánaða tók það nokkur ár að koma upp upplýs- inga-, eftirlits- og stjórnunarferli á vegum SÞ og er þvi verkefni enn ekki að fullu lokið. Þetta endurspeglar í hnotskurn það val sem Saddam hefur haft all- an síðasta áratuginn. Hann hefur alltaf haft það val að fara að skil- yrðum SÞ, hætta að ógna ná- grönnum sínum hernaðarlega, binda endi á einangrun þjóðar sinnar og gera lrak kleift að verða á ný eðlilegt og löghlýðið ríki. En af þijósku sinni hefur hann neitað að leggja út á þá braut. í staðinn hefur hann valið þann kost að storka SÞ; endurreisa hernaðarstyrk sinn að því marki sem honum er unnt og notfæra sér þjáningar óbrevttra borgara íraks til að fá samúð og skilning á því að aflétta beri viðskiptabanninu. Þetta er ástæða þess að Saddam lagðist svo lengi gegn tilraunum, sem Bandaríkin beittu sér f\TÍr, til að koma á „olíu fvrir mat" áætlun til að draga úr áhrifum viðskÍDta- bannsins á alþýðu Iraks. Þetta er ástæða þess að hann kaus að eyða takmörkuðum björgum þjóðarinn- ar í að bvggja 70 nýjar hallir undir sig sjálfan og meðreiðarsveina sína, frekar en til að bæta heil- brigði og menntun barna lraks. Og þetta er ástæðan fvrir óþreytandi tilraunum hans til að draga upp þá mynd að ríki hans sé fórnarlamb, í stað þess að viðurkenna að þján- ingar Irak eru afleiðingar af hans eigin árásargirni, lygum og mis- kunnarlausum metnaði. Saddam heldur enn að þessi að- ferðarfræði muni skila árangri. Hann er staðráðinn í að halda áfram að troða niður hvem vísi að stjórnarandstöðu sem lætur á sér kræla í Irak. Hann stólar á að sam- félag þjóðanna gleymi notkun hans á eiturefnavopnum, undir- búningi hans fyrir að skjóta eld- flaugum ætluðum til sýldahernað- ar og tilraunum til að framleiða kjarnorkusprengjur. Staöreyndir Hann finnur til hvatningar vegna þess að honum hefur tekist að tæla sumar rfkisstjórnir og borg- araleg samtök til að taka undir fölsk rök hans. Hann vonast til að þjáningar þjóðarinnar aukist svo að þrýstingurinn vaxi á að við- skiptahömlunum verði aflétt, og til að tekjurnar sem hann þarf á að halda til að birgja sig upp af gerð- evðingarvopnum fari á ný að flæða. Vandamálið sem Saddam verður að horfast í augu við er að stað- reyndirnar eru ekld með honum í liði. Viðskiptabann SÞ helur aldrci komið í veg fvrir eða takmarkað það magn matvæla eða Iyfja sem Irak gæti flutt inn. Og verkefnið olía fvrir mat hefur nú verið víkkað svo veglega út að ríkisstjórn Iraks segist ætla í árslok að flytja út meira magn af olíu en hún gerði fyrir Persaflóastríðið. Þar af leiðandi hefur orðið stór- aukning þeirra matvæla sem borg- urum Iraks stendur til boða. Og í Norður-Irak, þar sem viðskipta- hömlur eru fyrir hendi en óskyn- söm stjórnarstefna Saddams ræð- ur ekki ríkjum, er tíðni barna- dauða nú lægri en hún var fyrir áratug. Þar að auki \'er ríkisstjórn Clint- ons auknum mannafla til að af- greiða útflutningsbeiðnir hjá SÞ, er lúta að viðskiptabanninu, til að tryggja að lögmætur varningur komist af stað án óþarfa tafa af völdum skrifræðis. Margt hefur breyst frá 2. ágúst 1990, en eitt er óbreytt og það er grimmdarleg tvöfeldni Saddams Hussein. Meðal fórnarlamba hans eru arabísk nágrannaríki hans, Kúrdar og Shítar í Irak, pólitískir andstæðingar hans og eigin lands- menn. Hann vill að heimsbvggðin glevmi því sem gerðist fvrir 10 árum og horfi framhjá undan- brögðum hans á áratugnum síðan - en það megum við ekki gera. Við verðum að heiðra minningu þeirra sem dóu vegna árásarstefnu Saddams, með því að strengja þess heit að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Við verðum að við- halda þeim ásetningi okkar að aflétta því umsátri sem Saddam hefur lagt á alþýðu íraks. Og við verðum að berjast fvrir þeim degi, sem að sönnu mun koma. þegar við getum fagnað endurkomu lraks sem fullum þátttakanda og samherja í samfélagi þjóðanna. (Millijjrirsagnir eru blaðsins).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.