Dagur - 02.08.2000, Blaðsíða 17

Dagur - 02.08.2000, Blaðsíða 17
LÍFIÐ ÍLANDINU Nei-bervottum væntumþykju Jóhanna Garðarsdóttir og Halldóra Ingibergsdóttir fyrir framan Foreldrahúsið í Reykjavík. Þær ráðleggja foreldrum að ræða við unglingana á jafnréttisgrund- velli og höfða til dómgreindar þeirra og skynsemi. - mynd: einar j Það styttist óðum í verslunar- mannahelgina og ekki laust við að það sé kominnferðahugurog fiðringur í marga, ekki síst ung- lingana. Áfengi og önnurvímu- efni koma gjaman við sögu um þessa helgi og unglingum halda engin hönd. Halldóra Ingibergs- dóttir ogjóhanna Garðarsdóttir hjá Foreldrahúsinu eiga báðar böm sem ánetjuðust vímuefn- um. Þærvita affenginni reynslu að eftirlitslausirunglingareiga ekki erindi á útihátíð. „Þú getur heldur ekki lagt þá ábyrgð á ung- iinginn að standast allar þær kröfur og freist- ingar sem fylgja útihátíðum. Það er ábyrgðar- hluti að sleppa unglingum lausum á útihátíð án eftirlits. Það er ekki nóg að treysta sínum eigin unglingi vegna þess að þú getur ekki treyst hinum unglingunum," segir Jóhanna og bætir við að hún viti mörg dæmi þess að ung- Iingar hafi prufað að neyta áfengis og ffkni- efna f fyrsta sinn um verslunarmannahelgi. Halldóra hefur á orði að vímuefnaneysla sé ekki það eina sem foreldrar ættu að hafa áhyggjur af. „Það er líka margt annað sem unglingar upplifa í fyrsta sinn þessa helgi. Stelpur sérstaklega verða fyrir alls kyns kyn- lífsreynslu sem er mjög óæskilegt að þær verði fyrir undir áhrifum og jafnvel við ömur- legar aðstæður," segir Halldóra. Fjölskyldan saman - Þjdir eitthvað að hanna unglingunum að fara og skemmta sér um verslunarmannahelg- ina? Jóhanna: „Nei, getur oft þýtt - mér þykir alltof vænt um þig til þess að segja já. Nei getur Iíka þýtt það að þú berir virðingu fyrir þarninu þínu. En það er líka erfitt að banna og segja nei ef maður hefur ekki upp á neitt annað að bjóða. Það þýðir ekki að segja ung- lingum bara að vera heima inn í herbergi )fir verslunarmannahelgina. Við verðum að sýna að við höfum áhuga á að vera með þeim." Halldóra: „Foreldrar þyrftu að undirbúa dagskrá fyrir verslunarmannahelgina með góðum fyrirvara og stefna að einhverju ákveðnu með íjölskyldunni. Það kemur f veg fyrir uppsafnaða spennu og vonbrigði þegar í Ijós kemur að unglingurinn má ekki fara í ferðina sem vinirnir voru búnir að skipuleggja fyrir mörgum vikum,“ segir Halldóra og bætir við: „Það þarf að koma fram að það er af um- hyggjusemi sem foreldrarnir blanda sér í mál- ið. Foreldrar sem taka til róttækra aðgerða verða oft tímabundið miklir óvinir ungling- anna. Þeir standa saman og vilja oftar en ekki ýta okkur í burtu en það er okkar að reyna að \dnna með þeim og koma með sameiginlega lausnir." Jóhönnu og Halldóru finnst jákvæð sú þró- un sem verið hefur undanfarin ár að færa samkomur um verslunarmannahelgar inn í kaupstaðina sjálfa. Þær mæla með því að fjöl- skyldan fari eitthvað saman um helgina. „Við þurfum ekki að vera í sama tjaldinu og ung- lingarnir en alla vega að við séum til staðar ef eitthvað kemur upp á,“ segir Halldóra. Miða ætti við sjálfræðisalduriim - Við hvaða aldur ættu foreldrar að tniða við varðandi það að hleypa unglingum á samkomu um helgina? Jóhanna: „Mér finnst ekki rétt að senda 14 til 15 ára ungling eftirlitslaus- an í þriggja daga ferðalag. Lagalega séð eru unglingarnir sjálfráða 18 ára gamlir en foreldrar hafa auðvitað fullt leyfi til þess að segja nei eins lengi og þau vilja." Halldóra: „Þetta væri allt mun ein- faldara ef útihátíðir miðuðust við sjálf- ræðisaldurinn og krökkum undir 18 ára væri ekki hleypt inn. Það á ekki að þurfa vera þannig að mamma sé svo vond því hún vill ekki sleppa unglingnum lausum á einhverja samkomu. Ef eftirlitslausir unglingar væru sendir heim tafarlaust þá færu ekki eins margir af stað. Það fer enginn af stað sem á von á því að borga 15 þúsund krónur og vera síðan sendur heim.“ Treysta eigin dómgreind - llvert gelur foreldri sem enga stjóm hefur á sínum unglingi leitað? Jóhanna: „Hann getur til dæmis leitað hingað í Foreldrahúsið. Hér er félagsráðgjafi sem tekur bæði foreldra og unglinga í viðtöl. Ef unglingurinn er erfiður og honum halda engin bönd þá er oftar en ekki eitthvað sem kallar á hann.“ Halldóra: „Það segir okkur að hann á alls ekki erindi eftirlitslaus á útihátfð." Jóhanna og Halldóra ráðleggja foreldrum að ræða við unglingana á jafnréttisgrundvelli og höfða til dómgreindar þeirra og skynsemi. „Foreldrar eiga ekki að fá samviskubit ef þá grunar unglinginn um græsku sem reynist síðan ekki rétt. Það er þumalputtaregla að ef þú grunar unglinginn þinn um að vera í ein- hverjum efnum þá reynist oft vera eitthvað í gangi. Ef þú veist að það er eitthvað í gangi þá er það bara toppurinn af ísjakanum. Ung- lingarnir Ieggja aldrei allt á borðið fyrir okkur þannig að verðum lfka að treysta okkar dóm- greind,“ segir Jóhanna að Iokum. - ELJ Imenningar LIFIÐ Samrekkt í reykjarkófi Óvæntir bólfé- lagar Tilrauna- M»grét eldhússins hafa Eiísabotóiafsd vakið mikla lukku það sem af er Menn- ingarárinu og hlotið góða að- sókn, enda hressandi við- burður sem hristir upp í fólki. Óvæntir bólfélagar Magnús Pálsson myndlistarmaður. skjóta upp kollinum einu sinni í mánuði, en aldrei er vitað með hverjum, hvar eða hvcnær, fyrr en stuttu áður en samrekkjun fer fram. Á sunnudaginn voru það myndlistarmaðurinn Magnús Pálsson og rafræna sveitin Stilliuppsteypa, sem dá- leiddu gesti í Iðnó. Magnús Pálsson var búinn að breiða úr sér með snúrum, mynd- bandaskjám og tröppum um allan sai, en undir herleg- heitunum sat hljómsveitin sem dæmd úti á miðju gólfi. Upphófst þá gjörningur þar sem á skiptust töluð orð myndbandsins, ritúalar Magnúsar og aðstoðarkonu hans, sem fólust í að kalla fram setningar út í sal og hengja blúndugardínur upp á snúrur, og tónlist Stilliupp- steypu, sem annað hvort hljómaði sem vær undirlcik- ur eða argandi hávaði er kæfði gjörninginn, ekki að- eins með hljóðum, heldur einnig reyk, sein vélar púuðu reglulega yfir salinn. Þetta var meira en nóg til að koma viðstöddum í trans á mett- tíma, en þeir losnuðu ekki úr álögum fyrr en tveimur klukkustundum síðar og skjögruðu þá örlítið ringlaðir en glaðir út í nóttina. V__________________________/ Er Moby Dick meistaraverk? Eitt sinn hundskammaði mig maður fyrir að hafa hrósað ís- lenskri skáldsögu í hástert f sjónvarpi. Hann sagði að ég gæti ekki sagt bókina frábæra þar sem ég hefði nefnt galla á henni, niðurstaða mín væri því ekki rökrétt. Eg er ein af þeim manneskjum sem veit ekki hvernig á að svara fyrr en á þriðja degi, en þá varð mér ljóst að ég átti að spyrja hann hvort hann hefði lesið Moby Dick. Um daginn var ég að Iesa Moby Dick í þriðja sinn. Eftir tíu blað- síðna lestur er ómögulegt annað en að sannfærast um að bókin sé meistara- verk og framhaldið svíkur ekki. Allt þar til kemur að kafla 32. Hann fjallar um vísindalega niðurskipun á hvalategund- um. Þar sem augljóst var í byrjun að Hermann Melville er snillingur er vita- skuld ekkert sjálfsagðara en að fylgja honum og kynna sér helstu hvalateg- undir heims, þótt mann þyrsti kannski MENNINGAR VAKTIN Kolbrún Bergþorsdottir skrifar eklci beinlínis f þá þekkingu. Svo snýr maður sér aftur að vitstola skipstjóranum Akab, skemmti- legu mannætunni Queequeq og hinum dularfulla hvíta hval. En það er eins og Melville geti ekki unnt manni að njóta þessa fé- lagsskapar því hann tekur að þylja yfir manni doktorsritgerð um það hvernig eigi að veiða hval, hvernig eigi að verka hval og hvernig eigi að matreiða hval. Þegar hann hefur svo 75. kafla með orðunum: „Nú skul- um við fara þvert yfir þilfarið og horfa með athygli á sléttbakshausinn... Það er háleit sjón“ þá er manni fyrir löngu farið að líða eins og í skólanum í gamla daga þegar kennarar voru að þvinga mann til að fá logandi áhuga á ein- hverju sem maður kærði sig ekkert um að vita og vissi að kæmi manni aldrei að nokkru gagni í Iífinu. Eg viðurkenni að við lestur 75. kafla verð ég venjulega fremur gröm og spyr: „í þessari stöðu tel ég að sterkasti leikur útgáfustjór- ans hefði verið að halla sér fram á skrifborðið, horfa einbeittur á Melville og segja: „Hermann minn, þú ert auðvitað snillingur en kannski fullnákvæmur." „Hvar var útgáfu- stjórinn?" Það er nefnilega róman- tísk meinloka hjá mér að allir út- gáfustjórar hljóti að vera stórgáfaðir menn sem kunni að fullkomna verk. I þessari stöðu tel ég að sterkasti leikur útgáfustjór- ans hefði verið að halla sér fram á skrifborðið, horfa einbeittur á Melville og segja. „Hermann minn, þú ert auð- vitað snillingur en kannski fullná- kvæmur. Einbeittu þér að sögunni og svo gefum við vísindakaflana út í sér- riti.“ Þetta hefði verið lausn að mínu skapi. En meinið er sennilega það að ég er ekkert fyrir hvali. Tilvist þeirra vekur ekki hjá mér lotningarfulla undr- un. Ég kem ekki auga á hliðstæðuna milli lífs þeirra og lífs okkar mann- anna. Sjö blaðsíður um hvalahaus eru ekki hugmynd mín um spennandi og innihaldsríka lesningu. En ég er nátt- úrlega ekkert fyrir hvali. Þessu þreyt- andi fræðsluefni tekst mér þó að gleyma í síðustu þrjátíu köflunum sem eru stórkostlegur skáldskapur. Og þá er ég, alveg eins og í byrjun, sannfærð um að Moby Dick er meistaraverk, en kannski Iíka sérviskulegasta meistara- verk heimsbókmenntanna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.