Dagur - 11.08.2000, Side 1

Dagur - 11.08.2000, Side 1
Allir á biðlista fengið úrlausn Fjöldi rýma í lang- tímavímuefnameð- ferð fyrir unglmga hefur nær tvöfaldast á hálfu öðru ári. Biðlisti eftir vímuefnameðferð fyrir unglinga er horfinn, enda lætur nærri að fjöldi rýma í lang- tímameðferð hafi tvöfaldast á síðustu átján mánuðum. „Eftir tilkomu nýju heimilanna á þessu ári gátum við nánast tæmt þessa lista eftir langtíma- mcðferð. Allir sem voru á biðlist- um eftir langtímameðferð fengu úrlausn sinna mála,“ sagði Bragi Guðbrandsson forstöðumaður Barnaverndarstofu, í viðtali við Dag. Hitt er aftur annað mál, að margir þessara krakka eru með það sem við köllum Ijölþætt vandamál, hvar af neyslan er kannski einn parturinn. Og við erum með miklu fleiri meðferðar- heimili þar sem vistaðir eru krakkar með slík vandamál, þar sem ennþá er einhver biðtími, en skemmri þó en oft áður. En eftir að byggingu nýrrar bráða- þjónustudeildar við Stuðla, sem væntanlega lýkur í lok þessa árs, held ég að við verðum á grænni grein. Því það er bráðamóttakan sem verið befur helsti flösku- hálsinn hjá okkur.“ Færri ungfíMar Aðspurður hvort ungum vfmu- efnaneytendum færi stöðugt fjölgandi svaraði Bragi: „Ég vil nú meina að í yngsta aldurs- hópnum, þ.e. grunnskólaaldr- inum, hafi vímuefnavand- inn fremur skroppiö saman en aukist að undanförnu. Þrátt fyrir fjölg- un rýma eru nú heldur færri unglingar á grunnskólaaldri vímuefnameð- ferð hjá okkur en var fyrir tveim árum. Við- bótin hefur eig- inlega öll farið í að mæta þessum nýju árgöngum sem komu inn í kerfið með hækkun sjálfræðis- aldursins úr 16 upp í 18 ár.“ A þessu ári segii Bragi þrennt standa upp úr. I fyrsta lagi opn- un nýs langtímameðferðarheim- ilis fyrir 6 unga vímuefnaneyt- endur í Jökuldal á Héraði. í annan stað gildistöku nýs þjón- ustusamnings við Virkið um meðferð 10 ungmenna á Arvöll- um á Kjalarnesi. Og þvínæst fjölgun rýma úr 6 í 8 við flutning frá Varpholti að Laugalandi í Eyjafirði. Opnun unglingadeild- ar SAA frá áramótum hafi líka vcrið mikið framfaraspor. Og enn megi nefna nýlegan þjón- ustusamning við Landspítalann sem efnislega gangi út á mjög náið samstarf allra þessara stofn- ana á sviði unglingameðferðar um að gera hana sem markviss- asta. Undir Barnaverndarstofu heyra nú 9 stofnanir. Auk móð- urskipsins Stuðla, þar sem allir byrja og geta dvalið í allt að fjóra mánuði, eru það: Laugaland, Jökuldalur og Arvcllir, sem ein- beita sér að vímuefnameðferð og síðan Hvítárbakki, Háholt, Torfastaðir, Geldingalækur og Arbót sem eru með fjölþættari meðferð. -HEI Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnastofu. Viðsnún- ingurSH Velta SH samstæðunnar nam 21,5 milljörðum króna á fyrri hclmingi ársins á móti 19,3 milljörðum sama tíma árið áður. Veltuaukning er 11% og hagnað- ur fyrir fjármagnsliði reyndist 538 milljónir króna en var 289 milljónir í fyrra. Hagnaður af reglulegri starfsemi eftir skatta nam 189 milljónum króna sam- anborið við 72 milljónir árið á undan. Að teknu tilliti til ann- arra, liða skilaði reksturinn nú 189 milljóna króna hagnaði á tímabilinu á móti 154 milljóna króna tapi íyrri hluta árs 1999. Veltufé frá rekstri var 391 milljón króna á móti 205 millj- ónum króna sama tímabil árið 1999. Hreint veltufé nam 127 milljónum króna og hefur minnkað um 1,7 milljarða frá áramótum. Astæður má rekja til þess er félagið keypti hlutabréf í þremur erlendum sjávarútvegs- lyrirtækjum fyrir um 1,7 millj- arða króna. Texti:Það er ekkert grín að setja hvítu kúluna niður þegar komið er inn á grínið. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, Is- landsmeistari 1998, er hér að einbeita sér á einu gríninu á landsmótinu í golfi á Jaðarsvelli á Akureyri. Sjá um- fjöllun um mótið á bls. 9 Farþegum verður fækkað og veð- urguðirnir verða í aðalhlutverki. Færrií Fokker Aðstæður munu breytast mjög í innanlandsflugi á Reykjavíkur- flugvelli í lok mánaðarins. Þá heijast malbikunarframkvæmdir þar sem norður-suður og austur- vestur flugbraut vallarins skar- ast og verður þá yfirleitt aðeins hægt að lenda stærri véium á norðaustur-suðvestur brautinni. Flugfélag íslands mun bregðast við þessu með því að fækka far- þegum í vélunum, þar sem na-sv brautin er mun styttri en hinar tvær. Veðurguðirnir verða í lykil- hlutverki. Ef vindáttir reynast óhagstæðar verður að lenda vél- unum á Keflavíkurflugvelli. Jón Karl Olafsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Islands, segir að breytingin muni að lík- indum eiga sér stað á bilinu 25. ágúst til 1. september. „Við ætl- um að minnsta kosti að re- ía þetta. Skilyrðin eru erfiðari, ; ar sem þessi braut er ekki sambæri- Ieg hinum. Hún er styttri og all- ur búnaður í kringum hana öðruvísi. Hinn kosturinn er að loka flugvellinum og flytja alla starfsemi til Keflavíkur. Það yrði mjög kostnaðarsamt dæmi þan- nig að við ætlum a.m.k. að gera tilraun cn gerum ráð fyrir töfum einhverja daga,“ segir Jón Karl. Sama öryggi Minni flugvélar geta lent á hlut- um stærri brautanna kjörað- stæður þarf til að Fokkervél- arnar geti lent. Jón Karl hafnar því að aðgerðirnar verði á kostn- að öryggis. Hann segir að um leið og veður verði tvísýnt, verði fluginu beint til Keflavíkur en innritun muni samt haldast í Reykjavík „Við þurfum að tak- marka farþegafjöldann Við get- um ekki flogið með 50 farþega á þessari flugbraut heldur reikn- um við með að þeir verði um 40. I einherjum tilvikum getum við svo orðið að fækka þeim frekar, við vonumst við eftir sem bestu veðri.“ bþ Sjá einnig um flugmál bls. 4 SPARIDAGAR BdDOMJUISr Geislagötu 14 • Sími 462 1300 kraftmikil og heimilisleg tilboð á úrvals vörum 8. - 18. ágúst BRÆÐURNIR Lágmúla 8 • Sfmi 530 2800

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.