Dagur - 11.08.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 11.08.2000, Blaðsíða 4
I'l 4 - FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2000 FRETTIR Fokkeriim 10 m frá hú sþökiuii Sérstök mállýska liefur myndast á Sóleyjar- götunni vegna hávaða- mengunar við Reykja- víkurílugvöll. Ibúar í grennd við Reykjavíkurflugvöll eru margir hverjir langþreyttir á há- vaða og hættum sem skapast af nábýl- inu við Reykjavíkurflugvöll. Ólafur Guðmundsson, íbúi að Sóleyjargötu 7, er einn þeirra. Hann segir Fokkervélar Flugfélags íslands aðeins skríða yfir húsþökin í nokkurra metra hæð í lend- ingum. Á fundi sem flugmálayfirvöld áttu með borgurum í fyrrakvöld, kvað Ólaf- ur sér hljóðs og vildi fá svör við nokkrum áleitnum spurningum. „Ég var að reyna pína út úr þeim hvaða að- flugshorn væri á vélunum þegar þær koma inn. Því var svarað að þær kæmu undan 3ja gráðu aðflugshorni sem er alþjóðlegur mælikvarði. Við erum um 500 metra frá flugbrautarendanum og ég er búinn að reikna það út að vélin er þá í 26 metra hæð frá jörðu. Húsið nær eitthvað um 15 metra upp og þeir eru þá að skríða aðeins 10 metrum ofan við húsþökin," segir Olafur. Samskipti eru vandamál á Sóleyjar- götunni þegar Fokkerinn svífur yfir. Ólafur segir að koniin sé upp sérstök mállýska í hverfinu þegar flugvélar rjúfa friðinn. „Hún er mjög sérkenni- leg. Menn byrja á einhverri setningu og svo kemur löng þögn. Síðan heldur setningin áfram þegar menn geta aftur farið að heyra hver í öðrum," segir Ólafur. Skömmu eftir þessi orð kemur Fokker aðvífandi og sannast þá mál Ólafs. Gera verður hlé á samræðunum f nokkrar sekúndur. „Það sem mér þótti sárast á fundin- um var að þeirri spurningu var ekki svarað hve lágt í metrum flugvélar mættu fljúga. Svarið sem ég fékk var að þetta væri svo tæknileg spurning að ekki væri hægt að svara henni," segir Ólafur. Hann segir menn almennt ugg- FRETTAVIÐTALIÐ SverrírElefsen vatnamælingamaður hjá Orkustojhun Óvenjumikiðvatn hefurver- ið íjðkulsá á Fjollumþetta sumarið. Mn hefurruðstfram kolmórauð og eJkki er laust við aðferðamenn herifyrirhenni óttablandna vúðingu. Ofku- stofnun hefur tekið upp nýtt mælikerft á ánni sem hringir sjálft á neyðaúínuna sé hætta áfenhan. Olafur Guðmundsson, íbúi við Sóleyjargötuna, tók þessa mynd af Fokkernum í aðflugi við Reykjavíkurvóll. Myndin er tekin úr garðinum á Sóleyjargötu 5 og eru samkvæmt mælingum Ólafs um 10 metrar milli húsþaka og flugvélar þegar bilið er minnst. andi í hverfinu yfir lágfluginu og flest- ir vilji flugvöllinn burt. Friðsælla iim tíma í sumar Skömmu eftir áramótin sprakk flugeld- ur nálægt Fokker í aðflugi og sagði Ómar Ragnarsson, fréttamaður og flugmaður, að Fokkerinn hefði þá verið í 20 metra hæð. Þetta gerðist skammt frá heimili Ólafs og fréttina segir hann styðja mál sitt um hæðarmælingar. Ólafur hefur einnig kallað eftir skil- greiningu á því hve hátt upp garðurinn hans nái. Eins og fram kemur á öðrum stað í blaðinu verður tímabundið aðeins not- ast við norðaustur-suðvestur braut vallarins í sumar. Um það segir Ólafur: „Þá hlakka ég mikið til því þá verður friðsælla um tíma." — BÞ Þórarinn V. Þórarinsson. í heita pottinum er full- yrt að irtnan Reykjavík- urlistans sé litið á útspil Landsímans í Línu.net málinu sem yfirlýsingu um það að Landsíminn ætli sér stóra hluti í stjórnarandstöðu í Reykjavík. Segja heitir R-lista- menn augljóst að hér sé á ferð- inni enn ein tilraun sjálfstæðis- manna til að splundra R-listan- um á „óhefðbundinn" hátt - enda séu þeir búnir að gefast upp á baráttunni á hinum pólitíska vettvangi inni í borgarstjórnarsalnum. Greinilegt sé að Þórarinn V. og félagar séu nú búnir að taka við forustunni í stjórnarandstöðu sjátfstæðismanna i Reykja- vík, eins og viðsnúningur kjörinna borgarfull- trúaí málinu sanni. Sjállstæðismennirnirípott- inum gefa þó lítið fyrir þetta, en játa að það hafi verið kauðalegt að hafa samþykkt málið í inn- kaupastjórn en þurfa svo að snúa blaðinu við þegar Landsíminn fór af stað... Og meira af Landsíman- um. Þeir sem heitastir eru í þessu Línu.nets máli eru farnir að tala um „Landsímadeildina nýju". Þar er ekki verið að vísa til efstu deildar í fótbolta karla eða kven- na heldur til þess að Landsíminn sé orðinn að deild í Sjálfstæðisflokknum - „Landsímadeild S j álfstæðisflokksins "... í pottinum heyrist nú að pirringur fari vaxandi í þingliði stjórnarflokkanna á stjórnarsamstarf- inu. Óánægja framsóknarmanna hefur verið þekkt um skeið, en nú er lj óst að þingmenn Sj álf- stæðisflokks eru orðnir mjög þreyttir líka. Þannig hafa áhrifamenn í flokknum beinlínis sagt í heyranda hljóði að það sé þreytandi að þurfa að gefa framsóknarmönnum eftir til helm- inga bæði embætti og stefnumál - ekki síst vegna þess að þeir hefðu varla mannskap eða stuðning sem réttlætti slíkt. Þetta mun hljóma sem tón- list í eyrum sumra þingmanna vinstri grænna, og a.m.k. einn þeirra hefur talað opinskátt um „fýsileika stjórnarsamstarfs VG ogíhaldsins"... Hluti almannavarnarkerfis - Hvernig eru þessar nýju tnælingar? „Við erum með þrjár sjálfvirkar stöðvar. Eina við upptök Jökulsár á Fjöllum en sú mælir vatnshæð, lofthita, vindhraða, vindátt og loft- raka. Næsta stöð er við Kreppu en sú stöð mælir vatnshæð og rennsli út frá vatnshæð hverrar stöðvar. Þriðja stöðin er við Grímsstaði en hún mælir vatnshæð, rafleiðni, lofthita og vatnshita. Allar þessar stöðvar eru tengdar við síma og í framhaldinu tölvukerfi okkar. Þarna getum við fengið ný gögn, eins oft og við vilj- um. Þetta er nýtt kerfi sem við erum að ljúka við að þróa. Stöðvarnar við Kreppu og Jökulsá á Fjöllum komu í september árið 1998 en stöðin við Grímsstaði var tengd við kerfið í júní 1999." - Hvaða gagn gera þessar mælingar? „Eins og ég sagði hér áður eru þær enn í þró- un en kerfið er með virkar mælingar á vatns- hæð og getur því varað menn við, fari vatns- hæð yfir ákveðin mörk. Þá hringir stöðin í neyðarlínuna sem í framhaldinu hringir í vatnamælingamann. Upprunalega var kerfið hugsað til að fylgjast með vatnabúskap en nú er ljóst að það verður stór þáttur í almannavarnarkerfi svæðisins. Með þessum mælingum getum við séð allar breytingar sem verða og þá vil ég sérstaklega nefna breytingar sem verða undir jöklum. Við getum því sagt til um stór hlaup með allt að sólahrings fyrirvara." - Breytir þessi fyrirvari mihlufyrir svæðið? „Já, hann gerir það. Við getum fylgst stans- Iaust með mælunum og erum því einhverju nær um stærð hlaupsins. Þá er hægt að vara fólk við. Rýma svæði þar sem þarf og undirbúa mannvirki. Þetta er því stórt skref í framfara- átt." - Nú hefur verið mikið í ánni í sumar. Er það lítið hlaup eða hver er skýringin? „Við sáum upp úr miðjum júlí að það fór að aukast verulega rennsli í ánni. Sú aukning skýrðist af miklum hlýindum vikurnar á und- an. Það var því ekki um eiginlegt hlaup að ræð^. Þessi hlýindi verða til þess að yfirborð jöklanna bráðnar og vatnið sem myndast fer út í jökulárnar. Þetta vatn en mun hreinna en það sem grefst undan jöklunum og því er þessi aukning annars eðlis og verður til þess að raf- leiðni vatnsins minnkar verulega." - Hafa orðið einhver tjón afþessu aukna vatnsrennsli? „Nei, ekki það ég veit. Hins vegar getur ver- ið að áin hafi eitthvað grafið sig inn í landið en það er ekki mitt að svara því." - Er vatnsaukningin eitthvað sem ferða- menn þurfa að hafa áhyggjur af? „Ekki á það að vera svo. Vegurinn inn í Krepputungu getur reyndar farið í sundur auk- ist rennsli verulega en þá er hægt að fara aðra leið niður með Herðubreið. Menn eru ekki að fara í ána þarna á þessu svæði þar sem brýr eru á öllum leiðum. Þó ráðlegg ég fólki ekki undir neinum kringumstæðum að fara á bíl út í ána því það væri hreint og klárt glapræði. „ - Hvernig er hægt að nálgast þessar upp- lýsingar? Það er einungis hægt að nálgast þær í gegn- um netið. Hafi menn ekki aðgang að því er þeim að sjálfsögðu velkomið að hringja en net- ið er bestið kosturinn. Til að komast inn á þessa slóð þarf að fara inn á os.is á netinu. Þegar þangað er komið er smellt á vatnamæl- ingar. Þaðan er farið á símatengt mælikerfi sem gefur síðu sem biður um valmynd stöðvar. Eftir að hafa smellt á hana kemur upp landa- kort þar sem þú velur þá stöð sem þú ert að leita af." - gj

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.