Dagur - 11.08.2000, Síða 6

Dagur - 11.08.2000, Síða 6
6 - FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2000 ÞJÓÐMÁL __ Lfamar _______ Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: elías snæland jónsson Aóstoðarritstjóri: BIRGIR GUÐMUNDSSON Framkvæmdastjóri: marteinn JÓNASSON Skrifstofur: STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Simar: 460 6ioo OG soo 7oao Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 KR. Á mánuði Lausasöluveró: iso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: karen@dagur.is-augi@dagur.is-gestur@ff.ís Símar auglýsingadeildar: (reykjavík)563-1615 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 617i(AKUREYRI) 551 6270 (reykjavík) Komið að keimurum í fyrsta lagi Eftir aðeins tvo og hálfan mánuð verða kjarasamningar kennara við framhaldsskóla landsins lausir, en samningar grunnskóla- kennara við sveitarfélögin renna út um áramótin. Dagur greindi í gær frá þeim hugmyndum um kjarabætur sem nú eru efst á baugi hjá samtökum kennara. Þar er rætt um hækkanir sem fara langt fram úr þeim samningum sem gerðir hafa verið á almenn- um vinnumarkaði og kenndir eru við Flóabandalagið. Ljóst er af fréttum Dags að það hlýtur að stefna í mikil og erfið kjaraátök í vetur ef kennarasamtökin halda fast við þær hugmyndir um lág- markshækkanir sem nú eru til umræðu. í öðru lagi Framhaldsskólakennarar, sem eru í vinnu hjá ríkinu, benda á að í þeirri launasprengingu sem ríkisvaldið stóð að í heilbrigðisgeir- anum hafi laun viðmiðunarstéttanna hækkað mikið. Það þurfi því um 35 prósenta launahækkun framhaldsskólakennara til þess eins að ná þessum viðmiðunarstéttum, og auðvitað enn meira til að sækja til viðbótar þær hækkanir sem samið var um á almennum vinnumarkaði. Þetta sýnir að þótt ríkisvaldið hafi sloppið fyrir horn fyrr á þessu ári vegna kröfugerðar Flóabanda- lagsins, munu stjórnvöld þurfa að takast á við afleiðingar eigin gerða í kjaramálum heibrigðistétta í þeim samningaviðræðum sem framundan eru við framhaldsskólakennara. 1 þriðja lagi Viðræður ríkisvaldsins við framhaldsskólakennara og sveitarfé- laganna við grunnskólakennara verða vafalaust mjög erfiðar. Þar kemur líka til að samninganir á almenna vinnumarkaðinum yrðu í uppnámi ef fjölmennir hópar starfsmanna hins opinbera fengju meiri kjarabætur. Um þetta eru ldár ákvæði í þeim samn- ingum sem gerðir voru fyrr á þessu ári. Mikil verðbólga hefur reyndar nú þegar vakið mikla óvissu um framtíð almennu kjara- samninganna, enda er hún að gera að engu kaupmáttaraukning- una sem almennt launafólk átti að fá. Allt bendir því til þess að afar erfiður vetur sé framundan í kjarasamningamálum. Elías Snæland Jónsson. MÍ' \ Netvæðing skóla Það hefur verið stormasamt í kringum hið nýja fyrirtæki, Lína.net. Stormurinn hefur þó e.t.v. verið meiri í umhverfi lýr- irtækisins en í fýrirtækinu sjál- fu, en það virðist hafa náð að draga fram hinar dýpri átakalín- ur í pólitík öðrum betur. Það er þó einkum í kringum netvæð- ingu grunnskóla borgarinnar sem Lína.net hefur dregið fram hvernig hlutirnir eru undir yfir- borðinu. Þannig hefur komið í ljós að Landsíminn er ekki venjulegt fýrirtæki, heldur er það bæði fyrir- tæki og eins kon- ar deild í Sjálfstæðisflokknum. Síminn hikar ekki við að efna til flokkspólitískrar stvrjaldar við meirihluta horgarstjórnar með því að setja venjulegt viðskipta- mál inn í flokkspólitískt sam- hengi í borgarmálum og vinna þannig í raun gegn eigin við- skiptahagsmunum, sem eru rík- ir í Reykjavík. Einhvern tínia hefði sh'kt þótt saga til næsta bæjar! Netið í skólana En það er fleira sem Lina.net hefur dregið fram í tenglsum við þetta mál. Merkilegast þess er eflaust verkefnið sjálft, nettenging grunnskólanna sem nú er skyndilega komin í sviðs- ljósið. Fram kemur í Degi í gær að nettengingin mun kosta ein- hver hundruð milljóna og til viðbótar þvi kemur kaup á tölv- um í skólana og endurmenntun kennaranna sem væntanlega verður ekki ókeypis. Þetta eru umfangsmiklar fjárfestingar, einkum í ljósi þess að fram kemur hjá talsmönum fræðslu- yfirvalda að nánast ckkert liggur fyrir um það hvernig á að nota þessa nettengingu eða hvernig hún mun hjálpa til í kennslu- starfi. Þó er bent á það í útttekt Dags í gær að fjarkennsla sé eitt af því sem komi sterklega inn í myndina. Þá sé t.d. hægt að samnýta kennara í valgreinum þar sem fámenni er og bjóða upp á valfög sem annars væri ekki hægt. Tæknilegar lausnir Garri telur ein- sýnt - úr því að menn eru á ann- að borð að leysa skólamálin í höf- uðborginni með tæknilegum lausnum - að einfaldast sé að slá tvær Ilugur í einu höggi og leysa i leiðinni launavandamál kennara. Með aukinni tækni og fjarkennslu skapast svdgrún til að fækka kcnnurum mjög veru- lega þar sem sami kennarinn getur nú kennt í mörgum skól- um í einu. Þannig dygði t.d. einn dönskukennari og annar íslenskukennari fýrir allt net- svæðið. Þessir fáu kennarar gætu þvf hækkað verulega í launum, en á móti kæmi að vísu að ráða yrði einhverjar lágtekju- stéttir sem eins konar agaverði inn í skólana við hlið gangavarð- anna. Þetta er að sjálfsögðu gríðarlega hagkvæm lausn og satt að segja er Garri undrandi á því að fræðsluyfirvöld í borginni skuli ekki rcyna að slá sér upp með því að benda ákveðnar á hana sem rök fýrir netvæðing- unni. - Þau eru hvort sem er búin að segja A með því að benda á fjarkennslu og þá er það óþarfa hógværð að láta ekki B-ið, sem væri fækkun kennara, fýlgja líka. - GARRi f JÓHANNES "I 1Z' JfZ SIGURJÓNS- ' 1 TrÁ SON SKRIFAR ',V- Fækkun í hafi? Laxveiðimenn hafa verið venju fremur auðþekkjanlegir frá öðr- um sauðum í sumar, þrammandi um með sútarsvip og með öngla- kippur í rassinum. Laxveiðin hefur sem sé brugðist. Laxar hafa nefnilega ekki gengið í árn- ar, (synda laxar annars ekki eins og aðrir fiskar?) og þeir fáu sem hafa spásserað upp sprænur og fljót hafa farið þar huldu höfði ellegar ekki litið við hinum girni- Iegu og fimlega knýttu flugum veiðimanna. Sem nú ganga upp- stökkir árbakkana með þcssar sömu flugur svo litríkar í rassin- um. Þetta er náttúrlega ástand sem er þyngra en tárum taki og ekki nokkur vafi á því að laxvciði- menn eiga samúð almennings heila og óskipta í þeirra óskap- legu hremmingum. Enda er þetta grafalvarlegt mál. Því eins og flcstir vita þá eru allir helstu ráðamenn þjóðarinnar, hanka- stjórar og aðrir sem stjórna þessu landi, í hópi laxveiðimanna. Og það boðar varla gott fýrir þjóð- arhaginn ef þessir menn ganga til verka þunglyndir, hvumpnir og taugabilaðir, eingöngu af því að Iaxfiskar forðast það að ganga (eða synda) upp í árnar. Stórfiskaleikiu’ Það má Iíkja laxleysinu við nátt- úruhamfarir og spurningin auð- vitað sú sama og í öllum stærstu málum, sum sé: Hvers vegna? Hví forðast laxar árnar? Hvareru smáfiskarnir? Og stórfiskarnir? Eru þeir stóru búnir að éta þá litlu? Gilda söniu lögmál í ánum og laxheimum yfirhöfuð og í fs- lensku viðskiptalífi? Er lélegur vatnabúskapur helsta ástæðan? Eða er bara um eðlilegar og nátt- úrulegar sveifl- ur í lífríkinu að ræða, eins og sumir segja að eigi við um Mý- vatn en aðrir ckki? Leysir kannski laxer- olía göngu- tregðuna? Þessum og fleiri spurningum velta laxveiði- menn fýrir sér önugir undir feldi þessa dagana. Og ekki sfður þar- til kallaðir sérfræðingar, eins og Arni Isaksson, veiðimálastjóri sem segir í Degi í gær: „Flestir eru þeirrar skoðunar að það sé ekki ofveiði sem veldur þessu heldur eitthvað í hafinu'1. Hvalræðismenn Eitthvað í hafinu, já. Og livað gæti það helst verið sem skýrir þessa óskiljanlegu fækkun í hafi og göngutregðu laxfiska í ár? Skyldu það ekki vera helvítis hvalirnir svo Iriðaðir og ófor- skammaðir sem éta allan laxinn sem langar svo voðalega að ganga upp í íslensku árnar og kokgleypa þar flugur veiði- manna, en eru sjálfir kokgleyptir af hvölum í hafinu? Og það hvarflar auðvitað ekki að hvölun- um að sleppa löxunum eins og mun lenska hjá laxúðlegum veiðimönnum. Er þarna hugsanlega komin skýring á skyndilegri yfirlýsinga- gleði forsætisráðherra um Iaun- helga hvalveiðistefnu ríkisstjórn- arinnar? Voru það hagsmunir ríkra rasscingulbera sem ýttu Davíð út á foraðið að þessu sinni? Er nauðsynlegt að skjóta þá, hvalina, til þess að fjölga löx- um í ám og fækka önglum i röss- um? Er það heila málið? spurt 'hm svaraö Hvaðþaifaðgera tilað bjarga íslenska laxa- stofninum? (Afar lítil laxveiði hefur verið í sumar og laxinn ekki skilað séríámar) Ásgeir Ingólfsson „Eg aðhyllist þá kenningu að of mikið hafi verið veitt úr göngum í ýmsum ám uni nokkurt árabil. Það þýðir þá að hrygningarstofninn verður lítill og þannig myndast vítahringur. Þessu hefur meðal annarra Einar Sigfússon annar tveggja eigenda Haffjarðarár haldið fram og mér finnast þessar kenningar hans skynsamlegar. Einnig held ég að niðursveifla hafi átt sér stað í náttúrunni þetta árið og bendi þar á hve veiðin hefur verið dræni í sumar, einkum á Norðurlandi." stangveiðimaður. GunnarBender rítstjóri Sportveiðibhðsins. a„Frekari friðun Iaxveiðiánna er það sem að mín- um dómi skiptir hér meginmáli. áherslu á að draga úr veiði á maðk og jafnvel leggja hana af - en hvetja menn í staðinn til að veiða á flugu. Ann- ars er það undarlegt hvers vegna sáralítið veiðist í ám á Norður- landi, á sama tíma og vel fiskast annars staðar, svo sem í Rangán- um. Þetta bendir til þess að hér sé einhver náttúruleg sveifla á ferð- inni." Bjami Hafþór Helgason veiðiálmga maðitr. „Til að bjarga ís- lenska laxastofn- inum á að sleppa öllum fiski scm veiðist, laxi og sil- ungi - bæði þeim fiski sem veiðist í ám og einnig úr vötnum. Það eina sem tapast með þessu er að veiði- maðurinn fær ekki að reka hníf- inn sinn í gegnuni tálknin á fisk- inum og að láta al því er ekki mik- il fórn. Ef fólki vantar lax ofan á brauð er hægt að fá hann í versl- unum. Eg trúi því að sleppingar verði framtíðin í öllum veiðiskap hér á landi - og þetta er nú þegar orðin raunin á laxasvæðinu í Vatnsdalsá í Húnaþingi." Þröstur EUiðason leigutaki Rangánna. „Að niínum dómi eru það fyrst og fremst slök skil- yrði í sjónum sem valda þeirri dræmu veiði sem verið hefur í ís- lenskum Iaxveiðiám að undan- förnu. Hins vegar finnst mér ástæðulaust að menn fari á taug- um þó eitt svona slakt ár komi inn á milli. Það er auðvitað ómögu- legt að grípa til ráðstafana vegna sjávarskilyrða, en auðvitað er hægt að gjörnýta árnar sem upp- eldisár - en þá er altur spurning hve fljótt slcppingarnar skila sér og hvað þær kosta."

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.