Dagur - 11.08.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 11.08.2000, Blaðsíða 7
T *J 1» "i ^Mf- P/ÓÐ FÖSri/DAGUK 1-a. ÁGVST 2000 iMM Fjðldamorð HJALMAR HJALMARS- SON SKRIFAR Kailar úr ræðu sem flutt var við kertafleyt- ingu til íiLuiuJu ig ar um alla þá sem fórust í kjarnorkuvopnaárás- unum á Hiroshima og Nagasaki. Fyrir réttum 55 árum, þann ní- unda ágúst 1945 féll kjarnorku- sprengja á borgina Nagasaki í Jap- an. Tugþúsundir manna létust af völdum sprengingarinnar og eld- storma sem geisuðu í borginni eft- ir sprenginguna. Dauði þessa fólks hefur verið sem líkn í sam- anburði við kvöl þeirra sem eftir lifðu og áður en árið var liðið var tala látinna af völdum sprengj- unnar kominn yfir 70.000. Þremur dögum fyrr, þann 6. ágúst 1945 hafði fallið kjarnorku- sprengja á borgina Hirosima. Skelfingin og dauðinn var þar jafnvel enn stærri og meiri. Nú er talið að 180.000 manneskjur hafi látíst af völdum kjarnorkusprengj- unnar sem Bandaríkjamenn vörp- uðu á Hírósíma. Það er í raun svo ótrúlega stutt síðan þetta var. Foreldrar okkar, afar okkar og ömmur, muna vel þessa atburði. Á meðal okkar er enn fólk sem upplifði skelfinguna sjálft og lifði af hryllingin á undraverðan hátt. Það er ekki lengra síðan. Heimurinn hefur ekki mikið breyst á 55 árum. Þegar mann skortir orð grípur maður gjarnan til talna. Stund- um eigum við auðveldara með að skilja tölur en orð. En jafn- vel tala eins og 270.000 látnir, segir ekkert. 270.000 lík, 270.000 manneskjur af holdi og blóði sem teknar voru af lífi saklaus, án dóms og laga, 270.000 manneskjur eins og ég og þú. 270.000 manns létust í fjöldamorði. Jafnvel þó við ímyndum okk- ur til samanburðar að helming- ur íslendinga stikni í vítislog- um og hinn helmingurinn tær- ist upp í geislavirku úrfelli þá myndum við ekki skilja sársauk- ann, skelfinguna, sorgirnar, þjáninguna og dauðann sem íbúar Hírósíma og Nagasaki „Jafnvel þó við fmyndum okkur tll samanburðar að helmingur íslendinga stikni í vítislogum og hinn helmingurinn tærist upp í geislavirku úrfelli þá myndum við ekki skilja sársaukann, skelfinguna, sorgirnar, þjáninguna og dauð- ann sem íbúar Hírósíma og Nagasaki máttu þola." máttu þola. Til þess skortir okk- ur orð. Enginn orð eru til. „Þetta fólk var myrt" I fréttum heyrum við oft talað um fórnarlömb stríðsátaka. Fórnar- lömb árása hryðjuverkasamtaka. Fórnarlömb atóm-sprengjunnar. Fórnarlömb. Þetta finnst mér ekki vel að kveðið. Upphafleg merking orðsins fórnarlamb, felur í sér gjöf til guðs eða guðanna. Fórn merk- ir að færa einhverjum eitthvað. I fornum sið slátruðu menn lambi og færðu guðunum til að sýna þeim hollustu eða í þeirri von að guðirnir yrðu þeim hliðhollir. íbúar Hírósíma og Nagasaki eru ekki fórnarlömb. Þetta fólk var myrt. I dag minnumst við fjöl- damorða. Aldrei hefur maðurinn komist fjær því sem við getum kallað guðlegt og fyrir 55 árum þegar atómsprengjunum var kas- tað á saklausa borgara Hírósíma og Nagasakí. Ef áætlun þeirra manna sem tóku ákvörðun um að varpa kjarn- orkusprengjum á fólk í Japan hefði gengið eftir, værum við nú að minnast hörmunganna í Kokura þann 11. ágúst. En veður- fræðingar spáðu óhagstæðu veðri til kjarnorkusprenginga í borginni Kokura. Því gripu sérfræðingar Bandaríkjastjórnar til varaáætlun- ar. Nagasaki 9.ágúst. Kl. 11.00 fyrir hádegi. Ég tala um þetta hér til að minna mig á að þessi ákvörðun var tekin af fullkomlega yfirlögðu ráði. Oft segjum við sem svo. Það væri nú agalegt ef svona gjöreyð- ingarvopn kæmust í hendur geð- sjúkra harðstjóra eða öfgasinn- aðra ofsatrúarmanna. Ef einhver geðsjúklingur næði nú völdum í Bússlandi og myndi ýta á rauða takkann í brjálæðisvímu. Stað- reyndin er sú að kjarnorku- sprengju hefur tvisvar sinnum verið varpað á fólk. I bæði skiptin var aðgerðin vandlega undirbúin og skipulögð af launuðum emb- ættismönnum ríkis sem gerir til- „Næst þegar lagt verður til að íslend- ingar taki þátt í að ráðast með vopnum á aðrar þjóðir, þá ætla ég að stauda upp og segja: Nei, ég er á mótiþví." kall til að vera kallað vagga lýð- ræðissins. Færustu vísindamenn heims lögðu mikla vinnu og metn- að sinn í að framkvæmdin heppn- aðist eins og best yrði á kosið. Akvörðunin var tekin af Iýðræðis- lega kjörnum fulltrúa upplýstrar þjóðar, Bandaríkjaforseta, sem naut ráðgjafar gáfaðra og vel menntaðra manna. Að leggja tvær stórar borgir í rúst og myrða 270.000 manns með kjarnorku- sprengjum á 4 dögum er þaul- skipulögð, úthugsuð aðgerð sem krefst mikillar þekkingar og pen- inga og er ekki framkvæmd í stundarbrjálaði einhverra vitleys- ingja. Allir sem komu að ákvörð- unartöku, skipulagningu og fram- kvæmdinni gerðu sér ljósa grein fyrir afleiðingum þess að varpa kjarnorkusprengjum á Hírósíma og Nagasakí í ágúst 1945. Þegar við fleytum kertum hér í kvöld til að minnast þeirra at- burða sem gerðust í Japan fyrir 55 árum, hvaða hugsanir streyma gegnum huga okkar? Um hvað erum við að hugsa. Erum við að hugsa um fólkið sem kvaldist í vít- islogum sprengjunnar? Eða kannski um alla þá sem eftir lifðu, sorgina, þjáningarnar og öll eftir- köstin sem urðu af völdum sprengjunnar. Kannski lítum við okkur nær og hugurinn er hjá vin- um okkar, foreldrum eða börn- um? Hvað myndi ég gera ef barn- ið mitt þyrfti að þola slíkar þján- ingar? Ef til vill erum við að hugsa um okkur sjálf Hvað myndi ég gera ef við skyldum lenda í stríði? Hvernig myndi ég bregðast við ef ég þyrfti að drepa einhvern? Og innst inni er ég dálítið feg- inn. Feginn að á íslandi er enginn her. Feginn að við skulum standa utan við allt þetta stríðsbrölt. I stríði vinnur enginn. Allir tapa. Við erum friðsöm þjóð. Artalsins 1999 verður því ef- laust minnst í sögubókum kom- andi ára. Arið 1999 var brotið blað í Islandsögunni. Árið 1999, f fyrsta sinn í 1125 ár, fórum við með ófriði gegn annari þjóð. Árið 1999, flugu sprengjuflugvélar yfir Júgóslavíu og vörpuðu sprengjum á „hernaðarlega mikilvæg skot- mörk" Norður- Atlantshafsbanda- lagsins. Tjón á mannvirkjum var gífurlegt. Þúsundir manna létust. Sögubækur framtíðarinnar munu líka greina frá því að þessi aðgerð var misheppnuð og bar ekkert í sér nema eyðileggingu og dauða, ekki fremur en önnur stríð sem hafa verið háð. Sú ákvörðun að varpa sprengjum á Júgóslavíu árið 1999 var tekin að vandlega hugs- uðu máli. Lýðræðislega kjörnir fulltrúar okkar samþykktu hana ásamt lýðræðislega kjörnum full- trúum annara ríkja varnarbanda- Iagsins. Islenska þjóðin samþykkti aðgerðina með þögn sinni og að- gerðarleysi. Við kannski urðum heldur ekki svo mikið vör við stríð- ið, það var ekki mikið sprengt hérna fyrir norðan og engínn Is- lendingur féll í átökunum, en þrátt fyrir það, sem fullgildir aðil- ar að Nato, tókum við beinan þátt í loftárásunum á Júgóslavíu. Eftir 1125 ára friðsemd ákváðum við íslendingar, nú í lok þessarar ald- ar að varpa sprengjum á aðra þjóð. Segjum nei Sem manneskjur höfum við kný- andi þörf til að vera saman í félagi. I samfélagi við aðrar manneskjur. Á sama hátt er manninum nauð- syn að vera einn. Að vera einstak- lingur. Þessa þversögn er erfitt að takast á við eða að samþykkja. Samtakamáttur er okkar sterkasta afl. En um leið er í því afli fólgin okkar mesta ógn. Sefjun múgsins. Óttinn við að vera einn. Óttinn við að vera öðruvísi en hópurinn. Óttinn við að hugsa eitthvað ann- að en hópurinn. Á okkar tímum, sem við upplifum sem tíma frelsis og einstaklingsframtaks felst önn- ur hætta. Sú hætta, að okkur sé bara alveg sama. Kannski er þetta bara sami óttinn.Óttinn við það að taka afstöðu. Hræðslan við að hafa skoðanir sem gætu verið örðuvisi en skoðanir næsta manns. Eða kannski óttinn við að skoðanir mínar eða hugsanir kunni að hafa áhrif á fjárhagslega afkomu mína. Það sem ég er að hugsa núna þegar við fleytum kertum hér á pollinum við Eyjafjörð til að minnast atburðanna í Hírósíma og Nagasakí 6. og 9. ágúst 1945, það sem ég er að hugsa er: Næst þegar stungið verður upp á því að ég taki þátt í því að kasta sprengj- um á aðrar þjóðir, á borgir í öðrum löndum, á fólk út í heimi sem ég á ekkert sökótt við, næst þegar lagt verður til að Islendingar taki þátt í að ráðast með vopnum á aðrar þjóðir, þá ætla ég að standa upp og segja: Nei, ég er á móti því. (Millifirirsagnir era blaðsins) Maraþon og Menningarnótt f KNÚTUR OSKARSSON, FORMAÐUR REYKJAVlKUR MARAÞONS, SKRIFAR Þá er stóra stundin runnin upp enn einu sinni. Beykjavíkur maraþon fer nú fram í sautj- ánda sinn. Frá upphafi eða frá árinu 1984 hefur hlaupið verið haldið næstsíðasta sunnudag í ágúst ár hvcrt. Nú hefur hins vegar sú breyting verið gerð að hlaupið er fært yfir á laugardag og þannig tengt hinum fjöl- mörgu viðburðum sem Menn- ingarnótt í Beykjavík býður upp á. Þetta er m.a. gert vegna fjölda áskorana þeirra, sem vilja taka þátt í báðum þessum viðburðum og ekki síst auðveldar þetta fólki af landsbyggðinni að taka þátt í Beykjavíkur maraþoni og njóta síðan dagskrár Menningarnætur. Hátíðarhöldin hefjast að þessu sinni með setningu borgarstjór- ans í Beykjavík, Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur, um leið og hún ræsir hlaupið. Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á það að allir geti verið með í Beykjavíkur maraþoni. Boðið er upp á 3 styttri vega- lengdir auk maraþons og hálf maraþons, þannig að allir geti fundið vegalengd við sitt hæfi. Þessar vegalengdir eru 10 km fyrir þá sem vilja hörku keppni, 7 km og 3 km skemmtiskokk fyrir hina sem ef til vill leggja aðalá- herslu á að vera með á góðri stund og skemmta sér með fjöl- skyldunni. Yngstu þáttakendurn- ir eru svo velkomnir til leiks, hvort sem er í barnavögnum. kerrum eða jafnvel á hlaupahjól- um. Einnig er boðið upp á sér- staka keppni á Iínuskautum, en sú keppni þótti takst vel sl. ár þegar hún fór fram í fyrsta sinn. Beykjavíkurborg býður að venju öllum þátttakendum í sund. Það er því upplagt fyrir alla fjölskylduna að gera sér dagamun með því að taka þátt í Beykjavíkur maraþoninu, fara saman í sund að loknu hlaupi og taka síðan þátt í einhverjum af þeim fjölbreyttu skemmtunum, sem í boði eru. Þá er tilvalið að næra líkama og sál á einhverjum af hinum fjölmörgu veitinga- stöðum borgarinnar, sem opnir verða fram eftir nóttu og síðast en ekki síst verður hægt að að enda daginn með því að fylgjast með stórkostlegri flugeldasýn- ingu, sem fram fervið Bevkjavík- urhöfn kl. 23:30. Ég óska öllum þátttakendum, ungum sem öldnum, góðs gengis í 17. Beykjavíkur maraþoninu. Allir geta fundið vegalengd og skemmtun við sitt hæfi mcð þátttöku í MM-deginum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.