Dagur - 11.08.2000, Síða 9

Dagur - 11.08.2000, Síða 9
FÖSTVDAGVR 11. ÁGVST 2 000 - 9 ÍÞRÓTTIR Kristín Elsa og Ottó með forystu álands- mótinu í goLtí Landsmót í golfi hófst á mið- vikudag í 1., 2. og 3. flokki en á fimmtudag í meistaraflokki. Leildð er á Jaðarsvelli á Akureyri í öllum flokkum nema í 3. flokki karla á Hlíðarendavelli á Sauðár- króki og í 2. flokki karla á Kötlu- velli á Húsavík. Eftir fyrsta dag var Haraldur Júlíusson, GA, fyrstur í 1. flokki á 72 höggum, Tómas Karlsson, GA í 2.sæti, einnig á 72 höggum og Hróðmar Halldórsson, GL, í 3. sæti á 72 höggum. I 1. flokki kvenna var Helena Árnadóttir, GA, fyrst á 83 högg- um, Ama Magnúsdóttir GL, í 2. sæti á 83 höggum og Halla Berg- lind Arnarsdóttir, GA, í 3. sæti á 85 höggum. Halla BerglindArn- arsdóttir hafði tekið forystuna eftir annan daginn á 166 högg- um, Anna Jódís Sigurbergsdóttir, GK, var komin í 2. sætið á 166 höggum en Helena Arnardóttir í 3. sæti á 168 höggum. I 2. flokki kvenna var Arnfríður Grétars- dóttir, GG, efst á 87 höggum, Halla Sif Svavarsdóttir, GA, í 2. sæti á 91 höggi og Hrafnhildur Sigurðardóttir, GL, í 3. sæti á 91 höggi. Arnfríður hélt forystunni eftir gærdaginn á 184 höggum, Tinna Jóhannsdóttir, GK, í 2. sæti á 185 höggum og Halla Sif Svavarsdóttir á 187 höggum í 3. sæti. I 3. flokki á Sauðárkróki var Tryggvi Guðmundsson, GI, fyrstur á 84 höggum, Guðfinnur Vilhjálmsson, GKJ, í 2. sæti á 85 höggum og Kristinn Eymunds- son, GKB, í 3. sæti á 86. högg- íslandsmeistarinn Úlöf María Jóns- dóttir, GK, einbeitt á svip á Jað- arsvelli í gær. um. Eftir annan daginn var Guð- finnur Vilhjálmsson kominn í 1. sætið á samtals 174 höggum, Tryggvi Guðmundsson í 2. sæti á 175 höggum og Konráð Viðar Konráðsson, GK, í 3. sæti á 176 höggum. I 2. flokki á Húsavík var Magnús Gíslason, GÍ, fyrstur eftir fyrsta dag á 75 höggum, í 2. sæti Helgi Benediktsson, GK á 79 höggum og Arnar V. Ingólfs- son, GH, í 3. sæti á 79 höggum. Meistaraflokkur kvenna hóf að leika á fimmtudag. Eftir fyrsta dag er Kristín Elsa Erlendsdótt- ir, GK, fyrst á 74 höggum en Kristín Elsa hefur tekið miklum framförum í golfíþróttinni und- anfarin ár og er ein af bestu kvenkylfingum landsins. Is- landsmeistarinn Olöf María Jónsdóttir, GK, er í 2. sæti á 75 höggum og Herborg Arnarsdótt- ir, GB, í 3. sæti á 77 höggurn. Bagnhildur Sigurðardóttir, GB, sem margir hafa velgengni, var í 5. sæti á 80 höggum. Helsta von heimamanna, Andrea Ásgríms- dóttir, GA, var í 12. sæti á 88 höggum. I meistaraflokki karla er Ottó Sigurðsson, GKG, fyrstur á 65 höggum en hann lék geysilega vel í gær og sýndi mikið öryggi. I 2. sæti er Ingvar Karl Her- mannsson, GA á 67 höggum og Islandsmeistarinn, Björgvin Sig- urbergsson, GK í 3. sæti á 67 höggum. — GG Andrea Ásgrímsdóttir, GA. Fylgst með flugi kúlunnar eftir högg þessa kylfings í gær. - myndi: brink Meistaraheppni færði Fylki sigur á Fram Fylkir heldur enn forystunni í efstu deild karla í knattspyrnu eftir að hafa unnið sigur á Fram í Ieik þar sem Framarar áttu skilið annað stigið, jafnvel bæði. Fylkir er með 29 stig, 5 stigum meira en KR en hefur leikið einum leik fleira. KR-ingar geta því minnkað muninn f 2 stig, eiga leik inni gegn Leiftri og taka á móti Fylki í næstu umferð, 20. ágúst, eftir leikina f 8 liða úrslitum bikarkeppninnar um næstu helgi. Það verður margt um manninn í Vesturbænum þann dag, enda gætu úrslit Islandsmótsins ráðist þar. Eina mark leiksins kom strax á 16. mínútu eftir að boltinn barst fyrir mark Framara úr hornspyrnu. Framarar gættu ekki sem skyldi Sverris Sverrissonar sem refsaði þeim harðlega með því að leggja boltann inn. Fleiri urðu mörkin ekki. Valur Fannar Gíslason, Fram, fékk að sjá rauða spjaldið undir lok leiksins fyrir að slá til Fylkismanns sem hafði brotið á honum og dómarinn þegar dæmt á. Svona brot eru óskiljanlegur aulaskapur. Einn eitt jafntefli Leifturs Eftir arfaslakt gengi í tveimur síðustu leikjum kom það nokkuð á óvart að Leiftur skyldi ná jafntefli gegn Grindvíkingum í Grindavík og það sem er kannski enn merkilegra, þetta voru fyrstu mörkin sem Grindavík fær á sig á heimavelli í sumar. John Petersen kom Leiftri yfir á 22. mfn. en Sverrir Þór Sverrisson jafnaði aðeins átta mín. síð- ar eftir mikil varnarmistök Leiftursvarnarinnar. Besti maður Grinda- víkur og leiksins, Sinisa Kekic komst óvænt í opið færi á 74. mín. og kom heimamönnum yfir en Hlynur Jóhannsson jafnaði fyrir Olafs- firðinga aðeins 4 mín. síðar, og þar við sat. Leiftursmenn sitja enn á botninum með 8 stig, 3 stigum á eftir Stjörnunni og 7 stigum á eftir Fram. KR vann Breiðablik KR-ingar unnu Breiðablik 3-2 í Frostaskjólinu og komust í 3-0 með mörkum Guðmundar Benediktsson- ar og Andra Sigþórssonar (2) úr vít- um og allt virtist stefna í öruggan sigur. Húsvíkingurinn Ásmundur Arnarson kom inn á í Iið Breiðabliks fyrir Bjarka Pétursson á 70. mín. og gerði tvö mörk með skalla á 7 mín- útna tímabili og skyndilega var sigur KR ekki svo öruggur. En þeir héldu haus, ekki síst fyrir góðan leik Bjarna Þorsteinssonar í vörninni, og unnu sanngjarnan sigur. Stjaman missti stig gegn Keflavík Stjarnan leiddi lengst af leiks gegn Keflavík með eina marki leiksins sem kom á 50. mínútu er Valdimar Kristófersson afgreiddi fasta sendinu fyrir markið af öryggi í netið. Dæmt var víti á 83. mín. á varnarmann Stjörnunnar fyrir að standa kyrran í teignum og úr vfta- spyrnunni skoraði Guðmundur Steinarsson af ötyggi. Dæma hefði átt hrindingu á sóknarmann Keflvíkinga í stað vítaspyrnu á varnar- menn Stjörnunnar. Fyrsti leikur 14. umferðar var leikinn 22. júlí sl. er Vestmannaeyingar unnu Skagamcnn í Eyjum 1-0. - GG Giumar Þór í 6. sæti á unglinga- móti í Aberdeen Gunnar Þór Gunnarsson, sextán ára kylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, hafn- aði í 6. sæti á alþjóðlega Doug Sanders-unglingamótinu í Aber- deen f Skotlandi, sem lauk á miðvikudag. Gunnar Þór lék þrjá hringi á Kings Links-vellin- um á 216 höggum, sex yfir pari. Finninn Erik Stenman sigraði í mótinu, en hann lék hringina þrjá á tíu höggum undir pari, sem er stórkostlegur árangur hjá svo ungum kylfingi. Gunnar Þór hélt í við hann fyrstu tvo hringina, Iék á 70 og 68 höggurn, en par vallarins er 71 högg. Tveir hringir voru lciknir á miðvikudag, eftir að hafa leikið á þremur undir pari fyrir hádegi var Gunnar á góðu róli, var á einu höggi yfir pari eftir átta holur á síðasta hring. Á níundu hraut glataði hann bolta og Iék holuna á þremur yfir pari. I kjölfarið fylgdu tveir skollar og lauk hann keppni á 78 höggum. Árangur Gunnars er eigi að síð- ur mjög góður, sérstaklega í ljósi þess að í mótinu voru feiknalega sterkir kylfingar. Norðmaðurinn Eirik Johansen, sem varð annar og háði mikla baráttu við Gunn- ar Þór þar til sá síðarnefndi gaf eftir, er til að mynda í aðallands- liði Norðmanna. Hann ákvað þó að leika á Doug Sanders í stað þess að leika á Norðurlandamót- inu í Vestmannaeyjum. - GG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.