Dagur - 11.08.2000, Blaðsíða 16

Dagur - 11.08.2000, Blaðsíða 16
16- FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2000 KannsM Islandsmeistari Safnargleraugum, spilum og vasa- klútum - svo eitt- hvað sé nefitt. Birna Kristjáns- dóttirhefurverið mikill safnari allt síðaníæskuogá nú orðið 8Sþús- und spil. „Ég skal ekkert um það segja hvort ég er að komast nærri heimsmetinu í spila- söfnun, en líklega væri ég ekki fjarri Islandsmetinu ef einhver keppni væri í gangi," segir Birna Krist- jánsdóttir á Dalvík. Fullyrða má að hún sé einn kapp- samastí spilasafnari sem sögur fara af, því í pússi sínu á hún orðið um 85 þúsund spil - þar sem hún safnar einu af hverju fimm- tíu og tveimur spilum sem eru í stokknum. Einnig hef- ur hún verið drjúg við að safna fallegum kaffikönnum og tekötlum sem og gleraug- um, en stærstan hluta þess safns hefur hún nú nýlega gefið Byggðasafni Dalvíkur. Vantar Lol í Leiðaspj I i u „Spilasöfnun mín hófst haustið 1986. Þá kom frænka mín til mín í heimsókn og setti nokkra spila- stokka á eldhúsborðið hjá mér og sagði sem svo; af hverju byrjar þú ekki að safna þessu. Ég tók hana nánast á orðinu," segir Birna, sem síðan þetta var hefur hvergi dregið af sér í spilasöfnuninni. Er í sambandi við fjölmarga aðra spilasafnara sem miðla spilum 1 sést hér með spilasafnið sitt sem telur um 85.000 spil. A innfelldu myndinni er hún hins vegar með hluta gleraugnasafnsins. sín á milli, en einnig kaupir hún spil erlendis frá, bæði pantar spil í gegnum erlenda klúbba og kaupir á ferðalögum. Þannig hef- ur tekist að draga svo drjúgan fjölda spila í safnið á ekki svo ýkja mörgum árum. „Ég hef ekki verið að einskorða mig við nein ákveðin spil, hér kennir ýmissa grasa svo sem spil með þjóðfán- um, myndum frá einstaka Iönd- um og svo framvegis. Einnig eru hér spil frá fjölmörgum íslensk- um fyrirtækjum, svo sem frá Sambandinu og Stöð 3 - svo ég nefni af handahófi tvö fyrirtæki sem nú eru farin veg allrar ver- aldar." Þá hefur hún í seinni tíð ein- beitt sér að því að fá spil frá öll- um þeim flugfélögum heimsins sem hafa gefið út spil og hefur henni þar nokkuð orðið ágangt. Talsvert vantar þó í safnið enn, svo sem spil frá Loftleiðum sem gefin voru út á blómaskeiði þess félags endur fyrir löngu. Segist Birna fegin verða ef einhver lumi á því fágæti og vilji leyfa sér að fá. „Nei, ég hef ekki sett mér nein markmið í þessari söfnun - svo sem að ná því að eignast hundrað þúsund spil. Fyrir mig skiptir öllu máli að hafa gaman af þessu og á meðan svo er held ég áfram." „Bara ósköp venjuleg lestrargleraugu" En það er sitthvað fleira en spil sem Birna hefur safnað um dag- ana. Það var fyrir um þrjátíu árum sem henni áskotnuðust gleraugu af Kristjáni Jóhann- essyni föður sínum og síðar af Þorsteini bróður hans. „Þetta voru nú bara ósköp venjuleg lestrargleraugu," segir Birna, en bætir því við að brátt hafi gleraugna- söfnun þessi farið að vinda uppá sig - eða eftir því sem fleiri fréttu af henni. „Fólk sendi mér oft gleraugu sem það var hætt að nota og taldi að ég hefði gaman af því að eignast. Það dró þó mikið úr því eftir að líknar- samtök efndu til söfnunar á gleraugum fyrir nokkum árum sem síðan voru send til frumstæðra þjóða." Gleraugun sem Birna safnaði eru alls um 300 talsins, en stærstan hluta þess safns gaf hún sem fyrr segir á Byggðasafn Dalvík- ur síðastliðið vor. Þar eru þau í góðum höndum og verða væntanlega sett upp til sýnist í náinni framtíð. Aðspurð segir hún að í safninu sé ekki að finna nein gleraugu af neinu frægðarfólki, einhverju sinni hafi staðið til að hún fengi gleraugu sem voru í eigu Jóhanns risa - en aldrei komu þau. Tekönnur, vasaklútar og ftngufbjargir Og þá erum við ekki búin að nefna allt hitt fágætið sem er að finna í ranni Birnu, þessarar ötulu söfn- unarkonu á Dalvík. I eldhúsi hennar eru nær 90 kaffikönnur og tekatlar sem hún hefur safnað í áranna rás - og margir frá fjar- lægum löndum, eins og til dæm- is frá Frakklandi, Bandaríkjun- um, Spáni og víðar að. „Þá eru hér einnig fjöldi kanna sem fólk hefur verið að gefa mér," segir Birna, sem einnig hefur safnað vasaklútum, fingurbjörgum og teskeiðum - svo eitthvað sé nefnt. -SRS. Hvernig er þetta hægt ? 6 manna. Verð aðeins kr. 1.630 þús. Fiat Multipla SX. Fjórir öryggispúðar, ABS hemlakerfi, sex hnakkapúðar, sex þriggja punkta belti, rafstýrðir bílbeltastrekkjarar, krumpusvæði framan og aftan, bjálkar í hurðum, eldvarnarkerfi á bensínlögn, galvanhúðaður með 8 ára ábyrgð á gegnumtæringu. HsMuroM. 461-3000 Istraktor ?° BlLAR FYRIR ALLA SMIÐSBÚÐ2 - GARÐABÆ - S I Ml 5 400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.