Dagur


Dagur - 11.08.2000, Qupperneq 19

Dagur - 11.08.2000, Qupperneq 19
 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2000 - 19 LEIKHÚS KVIKMYNDIR TÓNLIST SKEMMTANIR Gay Pride á Hinsegin dögum FyrsU alvöru Gay Pride skrúð- gangan verðurfarin íReykjavík á Hinsegin dögum um helgina. Hátíð á Ingólfstorgi. Alvöru kabarett í Kaffileikhúsinu í kvöld. Það er Ijóst að samkynhneigðir munu setja svip sinn á götur og menningarlíf Reykjavík- urborgar um helgina því í gær hófust Hinsegin dagar sem líkur á laugardaginn. Hátíðin hófst formlega í gær með opnun ljósmyndasýningar Siggu Birnu frá Gay Pride göngunni í New York í fyrra í Regn- bogasal Samtakanna 78, Laugavegi 3. Gay Pride eða Hýrt stolt á rætur sínar að rekja til þess þegar lögreglan réðst að samkyn- hneigðum sem höfðu safnast saman á Stone Wall hommabarnum við Christopher Street í NewYork 27. júní árið 1960. í fyrsta skipti réðust hommarnir gegn handtökum Iögregl- unnar, enda voru þeir saman komnir til að minnast uppáhaldsleikkonu sinnar, Judy Garland, sem var jarðsett þennan dag. Fregnin af mótspyrnunni barst eins og eldur í sinu um borgina og strax árið eftir var at- viksins minnst með göngu í bæði New York og San Francisco. TU minnis mótstöðu Gay Pride göngurnar eru nú, 31 ári síðar, ár- Viginio Lima hefur stundað rannsóknir á evrópskri kabaremóniist millistríðsáranna sem Ljóshærði engilinn byggist á. Ein og aðeins ein sýning í Kaffi- leikhúsinu. mvnd: þök. legur viðburður í 90 borgum í heiminum og vekja hvarvetna mikla athygli fyrir að vera skrautlegar og skemmtilegar. Göngurnar eru ekki allar farnar þann 27. júní heldur dreifast þær yfir sumarið og eru sumar sótt- ar af sama fólkinu. Heimir Már Pétursson vonast til þess að Reykjavík komist hér með á listann yfir Gay Pride borgir heimsins og að hún eigi eftir að laða til sín samkyn- hneigða ferðamenn Iíkt og gerst hefur víðast hvar annars staðar. Gangan í Reykjavík leggur af stað frá Hlemmi á morgun, laugardag, kl. 15. Geng- ið verður niður Laugaveg og endað á lng- ólfstorgi, þar sem útiskemmtun með tónleik- um og uppákomum hefst kl. 16. Fjallkarlinn og fjallkonan, Andrea Gylfadóttir og Lög- reglukórinn, Drottningar, Páll Oskar og Fel- ix Bergsson eru f hópi helstu atriða ásamt hljómsveitinni Bellatrix sem slúttar gciminu. Millistríðsára kabarett Til að hita upp fyrir gönguna er ekki úr vegi að bregða sér í Kaffileikhúsið í kvöld þar sem brasilíski leikarinn Viginio Lima tregður upp með einstæðan kabarett. Ljóshærði eng- illinn kemur frá London og er óður til þeirr- ar kaharetthefðar sem átti blómaskeið sitt á meginlandi Evrópu á þriðja og fjórða áratug 20. aldarinnar. Haldið er að heiman með Marlene Dietrich til Hollywood og víða komið við á leiðinni. Vigino Lima frumsýndi Ljóshærða engilinn í Canal Café Ieikhúsinu í London árið 1998 og hlaut svo frábærar við- tökur að hann hefur þurft að taka sýninguna upp aftur og aftur. Stjórnandi og danshöf- undur er David Waring. Peter Murphy sá um tónlistarútsetningar og leikur á dragspil í sýningunni. Honum til fulltingis verður Ein- ar Örn Einarsson píanóleikari. Aðeins þessi eina sýning og hefst hún kl. 21 í Kaffileik- húsinu í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3. Miðapantanir í 551 9030. MEÓ Heim að Hólum Hólahátíð 2000fer fram á Hólum íHjalta- dal um helgina. Hefð virðist vera orðin fyrir því að ræðumenn á Hólahátíð flytji eft- irminnilegar hátíðarræður og vakti það sérstaka athygli lands- manna þegar Davíð Oddsson, for- sætisráðherra llutti „rússnesku mafíuræðuna" svokölluðu og fjall- aði að mestu leyti um Ijármagns- markaðinn, einnig vakti athygli ræða Olafs Ragnars Grímssonar um Islenskan erfðaiðnað, þar sem hann varpaði fram ýmsum sið- ferðilegum spumingum. Að þessu sinni mun Sólveig Pétursdóttir, dórns- og kirkjumálaráðherra llytja hátíðarræðu á Hólahátíð og híða sjálfsagt margir spenntir eftir því hvort Sólveig muni viðhalda fyrrnefndri hefð. Hátíðardagskrá Hólahátíðar Að þessu sinni stendur Hólahá- tfðin ylir í 2 daga og hefst Laug- ardaginn 12. ágúst og lýkur sunnudagskvöldið 13. ágúst. Fyrri dagurinn felur f scr dagskrá, sem er skipulögð af kristnihátíð- arnefnd Skagaljarðarprófasts- dæmis og seinni daginn er svo hin hefðbundna Hólahátíð, sem verið hefur mcð svipuðu sniði. Dagskráin er sem hér segir: Laugardagur 12. ágúst KI. 11:00 Lagt af stað frá Bændaskóla áleiðis upp í Gvcnd- arskál þar sem haldin veröur messa. Sr. Dalla Þórðardóttir prestur á Miklabæ hefur umsjón með messunni, sem hefst í skál- inni kl. 13:00. KI. I 1:00 verður skipulögð dag- skrá fyrir börn á staðnuni, á með- an fullorönir ganga til messu upp í Gvendarskál. Það verða leikir, skoðunarferð í kirkju, vatnalífs- sýning, sund og hestar. Kl. 16:00 hefjast tónleikar und- ir berum himni. Sr. Bragi J. Ingi- bergsson sóknarprestur á Siglu- fírði mun þá fyrst flytja ávarp, en síðan munu barnakórar úr pró- fastdæminu taka lagið ásamt Rökkurkórnum, skaglirska kam- merkórnum, auk þess sem tón- listarfólk frá Sauðárkróki llytu r svokallað „kirkjupopp.11 Jóhann Már Jóhannsson mun einnig taka lagið. Kl. 18:00 hefst grill á staðnum og þar getur fólk gætt sér á grill- Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra flytur hátíðar- ræðuna á Hólahátíð 2000. uðum pylsum í boði Kaupfélags Eyfirðinga, Kaupfélags skagfirð- inga og Aðalabakarísins á Siglu- fírði. Um kvöldið kl. 20:00 verða svo tónleikar í Hóladómkirkju, þar sem ýmsir flytjendur munu koma fram m.a. Alftagerðisbræður, auk þess sem fluttir verða sálmar úr sálmasamkeppni. Kl. 21:00 veröur svo varðeldur í umsjón skáta frá Sauðárkróki norðan við Grunnskólann á Hól- um og við varðeldinn verða sungnir ýmsir skemmtilegir söngvar, jafnvcl hin víðfrægi „Undir bláhimni." Sunnudagur13.ágúst Seinni dagur Hólahátíðar hefst á hátíðarmessu í Hóladómkirkju kl. 14:00. Þar munu kvcnprestar úr héraðinu þjóna. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir sóknarprestur á Hofs- ósi og sr. Guðbjörg Jóhannsdóttir sóknarprestur á Sauðárkróki munu þjóna f)TÍr altari, en sr. Dalla Þórðardóttir sóknarprestur í Miklabæ mun prédika. Vígslu- biskup Sr. Bolli Gústavsson lýsir yfir blessun f lokin. Meðhjálpari er Bolli Pétur Bollason guðfræð- ingur. Eftir messu kl. 15:00 verður boðið til kaffíhlaðborðs í Hóla- skóla. KI. 16:30 hefst svo menningar- dagskrá í Hóladóinkirkju. Dóms- og kirkjumálaráðherra Sólveig Pétursdóttir flytur hátíðarræðu. Þá mun Hjörtur Pálsson rithöf- undur flytja frumsamin ljóðallokk í tilefni hátíðar, scm ber vfirskrift- ina Hólaljóð. Sigrún Eðvaldsdótt- ir fiðluleikari mun flytja verk eftír Jóhann Sebastian Bach. ■UMHELGINA Sumartúnleikar í Skállioltskirkju Fimmta og síðasta tónleika- helgi Sumartónleika í Skál- holtskirkju verður helgina 12. og 13. ágúst. Fyrri tónleikamir verða á Iaugardag ld. 15 þar sem verður flutt blásaratónlist frá barokktímanum. Flytjend- ur eru Bonner Barock Solist- en, þýskur hópur sem hefur sérhæft sig í flutningi barokktónlistar. Kl. 17. sama dag mun Manuela Wiesler flautuleikari flytja innlend og erlend ein- leiksverk frá tuttugustu öld sem fjalla um náttúr- una, fugla, stjörnur og sólina. Manuela var búsett hér á Iandi um árabil og tók þátt í að hleypa Sumartónleikunum af stokk- unum fyrir 25 árum. Hún hef- ur einatt tekið þátt í þeim síð- an, nú síðast fyrir 7 árum. Tónleikar Manuelu verða end- urteknir á sunnudaginn kl. 15. Boðið er upp á barnagæslu í skólanum meðan á tónleikum stendur. Aðgangur að Sumar- tónleikanum er ókeypis og eru allir velkomnir. Gjömingux í Hlemini Hildur Jónsdóttir myndlistar- maður ætlar að fremja gjörn- ing í galleri@hlemmur.is við Þverholt á morgun, laugardag, klukkan 17. Þetta eru síðustu forvöð til kynna sér verk Hildar, sem hefur undanfarinn mánuð sýnt teikningar og myndbönd í galleríinu undir yfírskriftinni „Hið góða, vonda og ljóta eðli náttúr-unnar". Verk Hildar eru nákvæmar trélita-teikningar og videóverk af ýmsum fyrirbærum náttúrunnar, en bún hefur á annað ár rannsakað garðinn og eyðimörk- ina. Hildur kemur lyrir í eigin verkum sem sögumaður eða „prestur" og mun Teikning eftir Hildi tala um Jónsdóttur. h'ð góða, —------- vonda og Ijóta eðli náttúr-unnar í performance- inum. Hildur stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands árin 1991 - 1994 og hefur verið nemandi við Hochsehule (,r bildende K nste-Hamburg frá árinu 1994. Ilún er búsett í Hamborg. Sýningin er opin fram á sunnudag frá ldukkan 14 til 18. s._________________________J Manueia Wiesier flautuleikari.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.