Dagur - 11.08.2000, Blaðsíða 20

Dagur - 11.08.2000, Blaðsíða 20
20 - FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2000 Mánudagur 17. júlí til sunnudagsins 13. ágúst 2000 Hlynur Hallsson opnar sýningu í Ash galleríinu Lundi! Varmahlíð í Skagafirði sunnudaginn 13. ágúst kl. 14.00. Hlynur sýnir dagbók eða ferðasögu sem hann hefur skráð síð- ustu dagana. Þetta eru stuttir textar og Ijósmyndir sem lýsa daglegu lífi smáfjölskyldu, ferðalögum, fólki og mislítið merkileg- um atburðum. Tímans rás og Val Höddu Listakonan Rúrí opnar sýningu laugardaginn 12. ágúst kl. 16.00 í Ketilhúsinu efri hæð. Á sýningunni ern verk sem byggja á gömlum Ijósmyndum sem Rúrí hefur safnað í yfir 30 ár. Þetta eru stór verk og fjalla um tímann eins og nafnið gefur til kynna og jafnframt ný útfærsla sem listakonan er nú að takast á við í annað sinn. Sýningin stendur til 27. ágúst. Á neðri hæð Ketilhússins sama dag og stund verður opnuð lista- og handverkssýningin Val Höddu og er samsýning átta listamanna. Sýningin stendur 27. ágúst. X18 á miönætti (kvöld kl. 24.00 efnir X18 til mikillar uppákomu í Austurstræti í Reykjavík. Hér er um að ræða viðamikla tískusýningu sem haldin er í tengslum við Futurice. Komið verður fyrir 16 metra löngum sýningarpalli eftir endilangri götunni fyrir framan skemmtistaðinn Astró og Austurstræti lokað fyrir allri umferð. Búist er við miklum fjölda áhorfenda og hefur sýningarpallurinn verið sérstaklega hannaður með það í huga að sem flestir geti notið uppákomunnar. AkURE YRI 2000 Dagskrá Iistasumars á Akureyri 15.-22. ágúst • 15. ágúst kl. 20.00 í Deiglunni. Fagurtónleikar Rósu Kristínu Baldursdóttur falla niður af óviðráðanlegum orsökum. • 16. ágúst kl. 20.30 í Deiglunni. Bókmenntavaka. Dagskrá um William Heinesen. • 17. ágúst kl. 21.30 í Deiglunni. Tuborg jazz. Heitur fimmtu- dagur. Robin Nolan tríó. Robin Noland, gítar, Paul Meader, kontrabassi og Kevin Noland, gítar. • 18. ágúst kl. 21.30 djass í Deiglunni. Rune Gustavsson og Odd Ame Jakobsen. • 19. ágúst ld. 21.30 í Deiglunni Robin Nolan tríó. • 22. ágúst kl. 20.00 í Deiglunni. Fagurtónleikar með Sigur- björgu Hv. Magnúsdóttur falla niður af óviðráðanlegum orsök- um. Myndlist • Ketilhúsið efri hæð. Rúrí sýnir verk unnin út frá Ijósmyndum og vatni. Sýningin stendur til 27. ágúst. • Ketilhúsið neðri hæð. Myndlistarsýningin Val Höddu. Sýning- in stendur 27. ágúst, • Deiglan myndlistarsýning EIvu Jónsdóttir. • Audio visual art gallery Listasumars, Deiglan. Videolistaverk eftirjohn Hopkins. Hvað er á seyði? Tónleikar, sýningar, fyrirlestrar o.s.frv... Sendu okkur upplýsingar á netfangi, í símbrófi eða hringdu. ritstjori@dagur.is / fax 460 6171 / sími 460 6100 Útvörður upplýsinga www.visir.is FVRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR ■ HVAO ER Á SEYÐI? TÓNLIST Kuran í Kaffileikhúsinu Kuran kompaníð með Szymon Kuran fiðluleikara og Hafdísi Bjarndóttur gít- arleikara halda síðustu tónleika sum- arsins í Kaffileikhúsinu á laugardags- kvöldið klukkan 21. Þau leika eigin tónlist sem einkennist af frábærri blöndu tónlistar, bæði djass og klassík- ur, sem renna saman á persónulegan og einlægan máta. Tónleikar með Kur- an kompaníunu munu vera ógleyman- Ieg upplifun. Sumarkvöld við orgelið Röðin er komin að Merði Áskelssyni að setjast við orgelið í Hall- >fj^ grímskirkju næsta sunnudag f á Sumarkvöldi við orgelið . Tón- leikarnir hefjast klukkan 20 í Hall- grímskirkju þar sem Áskell starfar sem organisti og tónlistarstjóri. Akvarell ísland 2000 I kvöld kl. 20 opnar Akvarell Island hópurinn þriðju samsýningu sína í Hafnarborg í Hafnarfirði. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12 til 18 og stendur til 28. ágúst. íslenskur hör í Hafnarborg I kvöld verður opnuð sýning á smá- verkum úr íslenskum hör í Hafnar- borg í Hafnarfirði. Verkin á sýning- unni eru afrakstur 11 félaga úr Textilfélaginu. Sýningin stendur til 28. ágúst og er opin alla daga frá kl. 12 til 18 nema þriðjudaga. A K Dolven A K Dolven hefur opnað sýningu í Galleri i 8 við Ingólfsstræti 8. Sýningin stendur til 10. september. Fredrik Noren kvintett Fredrik Noren Kvintett kemur fram á tónleikum á Kaffi Reykjavík mánudag- inn 14. ágúst. Tónleikarnir eru forskot á Jasshátíð í Reykjavík sem hefst 2. september og er þeim ætlað að koma djassgeggjurum í réltu stellingarnar. Þriðjudagstónleikar í Listasafni Sigurjóns Tónlistarhópurinn Tríó Romance leik- ur á næstu þriöjudagstónleikum Lista- safns Sigurjóns Ólafssonar þann 15. ágúst kl. 20:30. Tríóið er skipað flautuleikurunum Guðrúnu Birgisdótt- ur og Martial Nardeau og Peter Maté píanóleikara. Á efnisskrá eru verk eftir John Clinton, George Bizet, Gabriel Fauré, G. A. Rossini og Grigoras Din- icu. SÝNINGAR Vindhanar CV. 40 málmiistamenn frá 12 lönd- um halda sýningu á verkum sínum í Listhúsi Ófeigs Skóla- vörðustíg 5. Sýningin fjallar um vindhana sem Iistamenninir hafa hannað og umbreytt í eyrnalokka. Verkefnið er hluti af „Helsinki menn- ingaborg 2000 og er farandssýning. Sýningin verður opnuð laugardaginn 12. ágúst kl. 16 og stendur til 30. ágúst. Sýningin er opin á verslunar- tíma. Man Margrét R. Kjartansdóttir og Sigurborg Jóhannsdóttir opna sýningu í Iistasaln- um Man að Skólavörðustíg 14 í dag kl. 17. Sýningin stendur til 29. ágúst. Opið er á verslunartíma virka daga og um helgar frá kl. 13 til 17. Grasrótin Sýning á verkum ungra og lítt ef ekki alls óþekktra myndlistarmanna verð- ur opnuð í Nýlistasafninu við Vatns- stíg laugardaginn 12. ágúst kl. 16. Nýtt myndband frá Jóní Jóns, gjörn- ingar og tónleikar með hinni heims- þekktu hljómsveit Mjólk. Ilangsið kynnt fyrir gestum í lyrrum Svarta sal. Blár á barnum. Rauða plánetan A William K. Hartmann opnar fmálverkasýningu í Odda, Háskóla Islands, kl. 9 þriðjudaginn 15. ágúst. Sýningin er haldin í tengslum við al- þjóðlega ráðstefnu um könnun heim- skautasvæða og jökla á Mars, scm haldin verður í Reykjavík dagana 21. til 25. ágúst notkomandi. Sýningin er opin frá kl. 09 - 22 og stendur til 28. ágúst. Hartmann flytur fyrirlestur um stjarnfræðilega list í Odda miðviku- daginn 16. ágúst kl. 20.30. Sýningar falla niður Vegna persónulegra óska tveggja lista- manna sem ætluðu að sýna I Gallerí Sævars Karls nú á næstunni falla niður sýningar 19. ágúst til 7. september og 21. október til 9. nóvember. FUNDIR OG MANNFAGNAÐIR { list Stjarnfræðileg list William K. Hartmann mynd- listarmaður heldur fyrirlestur um stjarnfræðilega list í Odda, stofu 101, miðvikudaginn 16. ágúst, kl. 20.30. Hartmann opnar málverka sýningu í Odda nk. mánudag. Fyrir- lesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. OG SVO HITT... Viðey um helgina Laugardagsgangan í Viðey verður að þessu sinni um slóðir Jóns biskups Arasonar í eynni. Farið verður með Viðeyjarfeijunni kl. 14 frá Sundahöfn, en gangan hefst við kirkjuna kl. 14.15. Gangan tekur innan við tvo tíma. Fólk er beðið að búa sig eftir veðri og vera vel skóað. Gjald er ekki annað en ferjutollurinn, sem er kr. 400 fyrir full- orðna og kr. 200 fyrir börn. A sunnu- dag er staðarskoðun undir leiðsögn staðarhaldara. Staðarskoðunin hefst kl. 14.15, en feijan fer frá Sundahöfn kl. 14.00. Staðarskoðun tekur um það bil eina og hálfa klukkustund. Klaust- ursýningin í Viðeyjarskóla er opin frá kl. 13.20 til 17.10 báða dagana. Að- gangur að klaustursýningunni. Veit- ingahúsið í Viðeyjarstofu er opið um helgina. Hestaleigan er að starfi og reiðhjól eru lánuð án endurgjalds við bryggjusporðinn í Bæjarvör. Hjartaganga á Þingvöllum Laugardaginn 12. ágúst efna Lands- samtök hjartasjúklinga til tíundu hjartagöngu sinnar á Þingvöllum kl. 14. Safnast verður saman við Þjón- ustumiðstöðina. I tjaldi LHS verður göngufólki boðið upp á veitingar. Harmoníkuleikari skemmtir. Rútuferð- ir verða frá BSÍ kl. 13.30 og til baka milli kl. 16 og 17. H20 víðavangshlaup í Heiðmörk H20 í Heiðmörk, víðavangshlaup Orkuveitu Reykjavíkur verður haldið í annað sinn laugardaginn 12. ágúst og hefst kl 13:00 á vatnsverndarsvæðinu í Heiðmörk. Bílastæði eru við Rauðhóla þaðan sem hlaupurum verður ekið að rásmarki frá kl 11:00. Skráning er á vefsíðu Orkuveitu Reykjavíkur, www.or.is þar sem einnig má finna frekari upplýsingar um hlaupið og í síma 585 6000. Einnig er hægt að skrá sig frá ld 11:00 að Jaðri, Heiðmörk, hlaupdaginn, 12. ágúst. LANDIÐ TÓNLIST Fagurtónleikar falla niður Fagurtónleikar á vegum Listasumars á Akureyri með Sigrúnu Arngrímsdóttur, söngkonu sem vera áttu í Deiglunni, Listagili sunnudaginn 13. ágúst kl. 20.00 falla niður af óviðráðanlegum orsökum. SÝNINGAR Sýningar opna í Deiglunni Laugardaginn 12. ágúst kl. 16.00 opn- ar í Deiglunni, Listagili á vegum Lista- sumars á Akureyri myndlistarsýning Aðalheiðar Elvu Jónsdóltir. Sama dag,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.