Dagur - 11.08.2000, Blaðsíða 21

Dagur - 11.08.2000, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2000 21 Jeremy og Björk CV^ Það eru ekki bara Bára, Hrafnhildur, Ragna og Sæ- -^V^ unn sem veröa með tískusýningar á Futurice í Bláa fióninu í kvöld. Breski hönnuðurinn Tristan Webber verður einnig með sjó að ógleymdum bandaríska Parísarbúanum Jeremy Scott, sem er svo í miklu uppáhaldi hjá Björk að hún hefur samið sérstaka tónlist fyrir sýninguna. Fleiri tónsmíðar eiga þó örugglega líka eftir að vekja athygli. Daníel Ágúst samdi sérstaka tónlist fyrir Rögnu og svo má ekki gleyma því að bæði Móa og The Vinylistics og Gus Gus koma fram í kvöld. Á morgun hefst stór samsýning á sama stað á hádegi eftir að Bang Gang hefur lokið sér af með fötum Hugrúnar, Þuríðar Rós, Þorbjargar, Ragnheiðar, Bergþóru, Brynju og Maríu frá ís- landi auk norskra og finnskra fatahönn- uða. Flakkið hverf ur Sumarsýning Norræna hússins Flakk eða sú sérstaka tiifinning að vera bæði heima og heiman, sem staðið hefur yfir í Norræna húsinu frá því 27. maí, lýkur sunnudaginn 13. ágúst. Þetta eru því síðustu forvöð að kynna sér verk eftir unga norræna og alþjóðlega myndlistarmenn, sem að beiðni listfræðinganna Per Gunn- ar Tverbakk og Andreu Kroksnes samþykktu að fara á flakk í verkum sínum. Myndlistarmennirnir heita Frans Jacobi, Seppo Renvall, Ole Jörgen Ness, Egil Sæbjörnsson, Þórodd Bjarnason, Annika Ström, Alexsandra Mir, Mattias Harenstam, Susan Templin og Sarah Morris. Flakk er m.a. styrkt af Norrænu sam- tímalistastofnunni NIFCA. Sýningin er opin frá kl. 12-17. Kammertónlistarhátíð 10 ára Árlegir sumartónleikar með kammertónlist verða haldnir í tí- unda sinn á Kirkjubæjarklaustri helgina 11. til 13. ágúst. Flytjendur á Kirkjubæjarklaustri um helgina ásamt Eddu Er- lendsdóttur pínaóleikara og stofnanda hátíðarinanr eru ungir tónlistarmenn, Finnur Bjarnason tenór, Guðrún Hrund Harð- ardóttir víóla, Nína Margrét Grímsdóttir píanó, Sif Túliníus fiðla, Sigurbjörn Bernharðsson fiðla, og Sigurður Bjarki Gunnarson selló. Á tónleikunum í kvöld kl. 21 verða flutt verk eftir Jón Nordal, Hindemith, Brahms og Ravel. Á morg- un hefjast tónleikarnir klukkan 17, en þá verður frumflutt verk eftir Mist Þorkelsdóttur. Á efnisskrá sunnudagstónleik- anna sem hefjast kl. 15 eru píanótríó Sveinbjörns Svein- björnssonar, Ijóð og píanókvintett eftir Schubert. stund og stað opnar í Audio visual art gallery Listasumars sýning á videolista- verki eftir John Hopkins. Handverk 2000 Um helgina stendur yfir handverks- sýningin Handverk að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Tugir handverks- manna og -kvenna sýna og selja verk sín á sýningunni sem er opin til kl. 21, nema á sunnudag til kl. 18. MANNFAfíNAÐIR Kaffisamsæti að Hólavatni Kaffisala verður í sumarbúðum KFUM og K sunnudaginn 13. ágúst frá kl. 14 til 18. Venja er að sumar- starfinu ljúki með kaffisölu, sem er liður í fjáröflun sumarbúðanna og gefur hún einnig velunnurum starfs- ins og öðrum tækifæri til að koma að Hólavatni og kynna sér starfsemina og skoða sig um. I tuttugu ár hefur verið skipulega unnið að skógrækt í landi Hólavatns og voru gróðursett um 2300 lerkitré þar í sumar auk þess sem miklar framkvæmdir hafa verið í fjöru vatnsins s.s. við bryggju og bátaskýli. Tilvalið að eyða sunnu- dagseftirmiðdegi í kaffisamsæti á Hólavatni í Eyjafjarðarsveit. Dagskrá Mærudaga á Húsavík í kvöld kl. 20 í tjaldinu Hattakvöld. Komið með skemmtileg höfuðföt. Skemmtidagskrá með borðhaldi: Sameiginlegt hlaðborð: Nú mæta all- ir. Fjölskyldur og einstaklingar koma með kvöldmatinn sinn og leggja til á hlaðborðið. (Ekki gleyma borðbún- aði). Kleinukeppni, smurbrauðstertu- kepni, hattakeppni, hæfileikakeppni, vegleg verðlaun í boði. Kl.23.00 Fjöruganga og varðeldur. Laugardagur 12. ágúst Fjölskyldu og markaðsdagur. Kl. 09:00 - 18:00. Golf, Katlavöllur. Landsmót í golfi. Kl. 11:00.-12.00 Dorgveiðikeppni. K1.13:00-17:00 Markaðsdagur f tjaldinu- Þarftu að selja eitthvað. Kl: 13:00 Botnsvatns- hlaup í umsjón Skokka. Kl. 15:00- 16:00. Sandkastalakeppni i suður- fjöru. K1.14:00 Hrútasýning og verð- Iaunaafhending. Gæludýrasýning. Kl. 14:00 Andlitsmálun fyrir börn. Allir sem eiga flugdreka koma og fljúga þeim og setja þannig svip á daginn. Kajakar til leigu í Húsavíkurhöfn. Gúmmíbátaferðir á vegum Björgunar- sveitarinnar Garðars. Slökkviiiðs- sprell. Vatnsfótboltaslagur á Suður- garði. Jeppasýning, 4x4 klúbburinn sýnir gersemar og tröll. Kl. 15:00- 16:00 Hott hott á hesti, gæðingar frá Saltvík. Kl. 13:00-19:00. Afmælis- skotmót Skotfélags Húsavíkur í Fjallshólum. 20.30-24:00. Bryggju- ball. Færibandið heldur uppi stans- lausu fjöri. Kl. 24:00 Flugeldasýning. Sunnudagur 13.ágúst Sögudagur. Kl. 10:30 Söguganga á vegum Safnahússins. Gengið um Stangarbakka undir Ieiðsögn Sigur- jóns Jóhannessonar. Kl: 21:00. Jass á Bauknum. Hið heimsfræga Robin Nolan jassband leikur. OG SVO HITT... Bókmenntavaka í Deiglunni Á Bókmenntavöku í Deiglunni, Lista- gili á Akureyri í kvöld kl. 20.30 verð- ur ljóðadagskrá um Braga Sigurjóns- son og Guðmund Frímann. Lesarar eru Aðalheiður Steingrímsdóttir, Jón Erlendsson, Kristjana Jónsdóttir, Gerður Árnadóttir, Inga Margrét Árnadóttir og Þórarinn Guðmunds- son. Aðgangur ókeypis. Dans fellur niður Kvöldskemmtun með Önnu Richards sem vera átti í Deiglunni, Listagilí á vegum Listasumars á Akureyri laug- ardaginn 12. ágúst kl. 20.30 fellur niður af óviðráðanlegum orsökum. Draugavaka um helgina Minjasafnið á Akureyri er opið um helgina kl. 11 - 17. Sunnudagskvöld- ið 13. ágúst verður draugavaka í safn- inu. Fluttar verða frásagnir af eyfirsk- um draugum og brugðið á leik. Draugavakan hefst kl. 22. Á eftir gefst tækifæri til að skoða sýningar safnsins. Aðgangur kr. 300 fyrir 16 ára og eldri, ellilífeyrisþegar greiða ekki aðgang. Jóga og hugleiðsla í Skjaldarvík I kvöld kl. 20 byrjar námskeið og hugleiðsla í Skjaldarvík skammt fyrir utan Akureyri í umsjón indverska jógameistarans Guruji og stendur fram á sunnudag. Aðgangur að sam- omum Gurujis er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Leita má nánari upplýsinga í síma 565- 4875 eða með fyrirspurnum gegnum netið. Netfangið er: bryndisjakobs- dottir@hotmail.com. Fornbfladagur á Hvanneyri Afmælishátíð Búvélasafnsins verður kl. 13-18 laugardaginn 12. ágúst. Þá verður sýning á bílum Fombílaklúbbsmanna. Vænta má sérstakra sýningaratriða þeirra. Búvélasafnið verður opið og mun verða brugðið á leik með nokkrar forndráttarvélar safnsins. Sérstakur heiðursgestur Búvélasafnsins á afmælishátíðinni verður Sæmundur Sigmundsson sérleyfishafi í Borgarnesi sem sýna mun nokkra fornbíla sína.Ullarselið sinnir gestum sérstaklega og mun m.a. bjóða þeim að taka þátt í tóvinnu. Borgfirðingar Golfmót á 66° N og nágrannar, sem forntæki eiga - bíla eða dráttarvélar - eru eindregið hvattir til þess að nota nú tækifærið laugardaginn 12. ágúst og að koma með gripi sína að Hvanneyri og sýna þá. Laugardaginn 12. ágúst verða tvö mót á Golfvellinum á 66° N að Lónkoti í Skagafirði. Golfklúbbur Mývatnssveitar og Golfklúbbur Sandgerðis halda innanfélagsmót eftir hádegi. Tímamót hjá Herði H§ -Hörður Sigurgestsson forstjóri í helgarviðtali Magnaðasti viðburð- ur menningarborgar Skapandi systur Kynlíf, bækur, bíó, heilsa, fluguveiði og fleira ÁMkiHtmrmkninn tSOO-7080

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.