Dagur - 22.08.2000, Side 17

Dagur - 22.08.2000, Side 17
 ÞRIÐJUDAGVR 22. ÁGÚST 2000 - 17 LÍFIÐ í LANDINU Fundað um sögu stj ómmálanna Sigurður Gylfi Magnússon formaður Sagnfræðingafélags íslands: „THgangurinn með hádegisfundunum er ekki aðeins að taka fyrir sagnfræðileg viðfangsefni heldur að skila þeim út í þjóðfélagið." Fyrsti hádegisfimdurSagnfræð- ingafélgs íslands á þessum vetri verðurhaldinn íNorræna húsinu í dag klukkan 12. Haustið verð- urhelgað spumingunni „Hvað erstjómmálasaga?“. Sigurður GylfiMagnússon sagnfræðingur ogformaðurfélagsins segirfrá starfsemi komandi vetrar. Sagnfræðingafélag íslands efnir til fyrsta há- degisfundar vetrarins í dag, þriðjudaginn 22. ágúst í Norræna húsinu. Ætlunin er að velta því fyrir sér hvernig best sé að ijalla um stjórnmál á nýrri öld og mun Auður Styr- kársdóttir stjórnmálafræðingur hefja umræð- una með fyrirlestrinum „Stjórnmálasaga: Vald var það heillin". Fundirnir eru haldnír annan hvern þriðjudag og standa yfir í ná- kvæmlega 55 mínútur, frá kl. 12.05 til 13.00. Forsætisráðherra um sögukemtslu Iládegisfundir Sagnfræðingafélags íslands vöktu nokkra athygli síðla vetrar þegar póst- módernisminn var á dagskrá og var umræð- an meðal annars tekin upp á síðum Dags, þar sem bæði Friðrik Þór Guðmundsson blaðamaður og pistlahöfundurinn Illugi Jök- ulsson tjáðu sig um málið. Sigurður Gylfi Magnússon formaður félagsins segir að til- ganginum með fundunum sé náð ef efni þeirra nær ekki aðeins til háskólasamfélags- ins heldur út í þjóðh'fið. „Þegar við byrjuðum með hádegisfundina í janúar 1998 var megintilgangurinn að efna til snarpra stuttra funda um hin ýmsu mál- efni innan greinarinnar. Það voru aðallega sagnfræðingar sem tóku þátt í fyrstu fundun- um, en síðan hefur verið valin sú leið að leita einnig til fræðimanna úr öðrum greinum. Það endurspeglar nýja strauma í fræðunum, þar sem múrar milli greina eru að falla og á það kannski sérstaklega við um yngri fræði- merrn. Við höfum því leitað til heimspekinga, lögfræðinga og hagfræðinga til að tala, heyra hvernig þeir taka á sömu vandamálum og sagnfræðingar eru að glíma við. í haust víkkum við þetta enn frekar með því að taka inn fólk sem starfar á vettvangi. Við höfum fengið Davíð Oddsson forsætisráð- herra, til að taka til máls þann 31. október, en hann hefur tjáð sig opinherlega um sögu- kennslu og spurt hvernig standi á því að til sé kynslóð barna sem ekki þekkir stjórnmála- leiðtoga íslandssögunnai-. f framhald af því má spyrja, hvernig á að skrifa stjórnmála- söguna og á hvað skal leggja áherslu á þegar hún er kennd.“ SMpbrot Svavars „Svavar Gestsson kemur á fund félagsins hálfmn mánuði síðar, en hann er að gera upp sína pólitísku ævi á bók,“ segir Sigurður Gylfi. „Þau hugmyndakerfi sem hann fylgdi hafa beðið skipbrot og því þótti okkur for- vitnileg að spá í hvaða þýðingu það hefur haft fyrir hann og fyrir þjóðfólagið í heild sinni. Stjórnmál einkenndu bæði þjóðlífið og heimspólitíkina alla öldina, en þegar Berhn- armúrinn féll árið 1989 breyttust öll viðmið og stjórnmálasagan hefur tekið mið af því. Spurningin Ifvað er stjórnmálasaga? á því vel við í lok 20. aldarinnar. En tilgangurinn með fundunum er ekki aðeins að taka fyrir sagnfræðileg viðfangsefni heldur að skila þeim út í þjóðfélagið. Það eru allir velkomnir á fundina en þeir sem ekki komast geta nálgast fyrirlestrana á Kistunni, vefriti um hugvísmdi, sem við höfum átt í samstarfi við.“ Þar lifa fyrirlestarnir áfram á slóðinni www.hi.is/~mattsam/Kistan/. Nokkrir þeirra fyrirlestara sem fjölluöu um póst- módernisma verða einnig gefnir út á Atviks- bók í haust. Vantar samastað Sagnfræðingafélag íslands telur 300 félaga en Sigurður Gylfi telur þá ekki vera einu ástæðuna fyrir góðri aðsókn á fundina. „Það hefur orðið mikil ijölgun menntafólks í öllum greinum hér á landi, sem finnur sér hvergi samastað. Skýrasta dæmið um það er kannski ReykjavíkurAkademían, sem taldi sextán manns þegar hún var stofnuð fyrir tveimur ármn en í dag eru 50 manns úr ólík- um fræðigreinum þar með vinnustöðu. Þarna hefur orðið ákveðinn bræðingur og allt hefur þetta haft mikil áhrif á uppbygg- ingu hádegisfundanna.“ Sagnfræðifólags íslands hefur gefið út lítið plakat, þar sem hægt er að renna augunum yfir starfsemi vetrarins í einu vetfangi. Há- degisfundirnir eru vissulega ein uppistaðan í því starfi, en félagið heldur jafnframt félags- fundi, fundi um jólabækur í desember og nokkrar ráðstefnur bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni. Á fyrstu ráðstefnu starfsár- ins í október verður haldið áfram umræðum um póstmódernisma, en eftir jól stendur til að taka fyrir spurninguna Ilvað er heimild?. í vor verður haldin í þriðja sinn ráðstefna úti á landi, „í þeim tilgangi að styrkja fræðafólk á landsbyggðinni. Hún er þannig uppbyggð að allir geta sótt hana líkt og hádegisfundina, en við verðimi næst í Stykkishólmi." MEÓ upp a aðlaðandi skemmta MENNINGAR LÍFID Seiðandi Svartiskógur Á fjölmörgum stöðum á lands- byggðinni hefur verið fundið forvitnilegum og atriðum til að ferðamanninum og fá hann til að dvelja. Á ferð minni um- hverfis landið á átta dögum nú í sumar lá leiðin um Jökulsárhlíð á Fljótsdalshér- aði og þar var ekki hægt annað en stíga fast á bremsuna þegar komið var að Hótel Svarta- skógi því staður- inn og andrúms- loftið hreinlega seiddi mann til sín. Fyrir utan persónu- lega þjónustu vertanna, er eftirminnilegt þegar hótel- stjórinn, Benedikt Hrafnkel- son settist við hljóðfæri og spilaði og söng í yndislegu skógarrjóðri bakatii við hót- elið þar sem danspallur freistaði fótfimra gesta og upphófst hið mesta fjör. Fuglamir í fjöruiml „Fuglaskoðun" stendur skýr- um stöfum skrifað á skilti sem mætir augum ferða- manns á Borgarfirði eystra og ör bendir honum á að fara bak við hús sem stendur niður við íjöru. Fávísum dett- Hóte/stjórinn spilaði og söng í Svartaskógi. ur í hug að þaðan sé hald- ið í gönguferð Sandlóan er meg ginhverj- einn fuglanna i um fugla- fjörunni. fræðimanni en annað kemur í ljós. Bak við húsið er annað hús, lítið. Þar inni eru bekkir, sjónaukar og fræðibækur um fugla og þegar litið er út um langan og mjóan glerlausan glugga sem snýr út að sjón- um blasir við ótöluleg mergð fugla af hinum aðskiljanleg- ustu tegundum, stórum og smáum, trítlandi í ijörunni að finna sér æti. Þarna reyndist auðvelt að gleyma tímanum. Ilstinað skilj a listina Um daginn var ég að taka til á mínu litla en snotra heimili og henti meðal annars gömlum skóm sem mér þóttu útjaskaðir og h'tið augnayndi. Ég áttaði mig engan veginn á listrænu gildi þeirra en það var áður en ég fór á myndlistarsýninguna sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum. Þangað fór ég, gekk inn í safnið og fannst nokkuð druslulegt um að litasl en þegar betur var að gáð reyndist óreiðan vera sjálf listaverkin. Það er svo skrítið að það sem maður h'tur á sem drasl þegar maður sér það heima hjá sér breytist í list þegar það er komið í sýningarsal. Þarna voru glerkassar á miðjum gangi. Einn var l'ullur af snjáðum skóm, ekki svo mjög óhkum þeim sem ég hafði sett í ruslatunnuna nokkrum dög- um áður. Annar glerkassi geymdi stafla af óhreinum fötum, sem minnti mig á að heima átti ég föt sem biðu þess að komast í þvotta- vél. I einu horni hafði brjóstsykur- smolum verið raðað í hrúgu þannig að til varð htið sælgætis- fjall. Börnin ruku í það og þegar þessi pistill kemur á prent hefur hstaverkið sennilega verið étið upp til agna og hefur skilað sér á eðhlegan hátt aftur th náttúrunn- ar. Á vegg voru fjölmörg kort af New York eftir hstamann sem hafði skráð ferðir sínar um borgina af mikilh nákvæmni og kunningi minn einn sem lagðist yfir verkið sagði mér að lilstamað- urinn hefði meðal annars af andríki kort- lagt í hvaða reitum borgarinnar hann MENNINGAR VAKTIIM „Sennilega hef ég einungis yfirborðsskilning á list þvi þegar hér var komið sögu gerðist ég afar frá- hverf frekari vitneskju um klósettferðir listamanna og flúði inn í þá álmu safnsins sem geymir nokkur málverka Kjarvals.“ hefði haft hægðir. Sennilega hef ég einungis yfirborðs- skilning á list því þegar hér var komið sögu gerðist ég afar fráhverf frekari vit- neskju mn klósettferðir listamanna og ílúði inn í þá álmu safnsins sem geymir nokkur málverka Kjarvals. Fyrir konu eins og mig var það vitaskuld eins og að komast í helgidóm. Um kvöldið var menningarnótt og þá fór ég í Gaherí Fold. Ég hafði ekki efni á að kaupa mér Kjarvalsmálverk en keypli mér graííkmynd eftir Karóhnu Lárus- dóttur. Sumum finnst það kannski skrýtið en óg er afar fegin að vita af því að ég á aldrei eftir að horfa á þá mynd og rugla henni saman við óhreina þvottinn minn.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.