Dagur - 02.09.2000, Blaðsíða 5

Dagur - 02.09.2000, Blaðsíða 5
 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 - 21 Skáldið og náttúru- fræðingurínn Jónas „Eftir að hafa lesið sumar bækur fær maður ekki orða bundist, “ segir greinarhöf- undur um nýja ævisögu Jónasar Hallgrímssonar. Eftir að hafa lesið sumar bækur fær mað- ur ekki orða bundist. Oftast endar þetta með einhverjum töl- uðum orðum við einhvern sem hefur takmark- aðan áhuga, og orðin eru oft nöldur og óá- nægja en sjaldnar áköf gleði og þakklæti. Best er kannski að þau orð komist aldrei á blað. Margar bækur vekja þó engin orð hvorki töluð né skrifuð. Kona mín og börn gáfu mér í jólagjöf í fyrra ævisögu Jónasar Hallgrímssonar eftir Pál Vals- son, sem Mál og menning gaf út. Ég var fjarverandi í jóla- bókaflóðinu, og veit því ekki hvernig hin opinberu viðbrögð ritdómara voru, en þessi óska- bók mín er á sjötta hundrað síður, svo ég ákvað að geyma mér að lesa hana þangað til ég hefði til þess gott næði, þessar- ar bókar ætlaði ég að njóta. Tækifærið kom svo núna í sumar þegar ég dvaldist við vinnu í þrjár vikur í Montreal í Kanada. Það má kannski segja að ekki eigi við að lesa bók um Jónas vestanhafs, hann var fyrst og fremst Islendingur, mikill Islendingur, Öxndæling- ur, sem dvaldist um tfma í Danmörku og dó þar. En þó Jónas hafi verið íslendingur og einungis ort á norræna tungu, þá er hann svo vel metinn að nú er búið að snúa mörgum ljóða hans ágætlega á ensku og má sjá þetta á netinu (www.library.wisc.edu/et- ext/Jonas/Texts .html). Eg hef lengi haft mikið dálæti á Jónasi Hallgrímssyni fyrst og fremst sem náttúrufræðingi og vísindamanni, en einnig sem skáldi, trúmanni, föðurlandsvini og sjálfstæðishetju. Eg er Jónasi alltaf sammála (meira að segja varðandi Reykjavík og Pingvöll), en ekki deili ég þó skoðunum hans á rímnakveöskapnum, sem hann réðst harkalega gegn. Ég held að rímnakveðskapur sé ágæt æfing lyrir þá sem aldrei verða skáld, formið fær ekki hundið þá sem vilja fara aðrar leiðir. Ég held til dæmis að fer- skeytlu- og Iimrugerð nútímans sé ágæt fyrir hagyrðingana og þjálfi hugsun og haldi málinu lifandi og hana ætti að kenna í grunnskólunum. Og nú hef ég lesið ævisögu Jónasar Hallgrímssonar í góðu tómi og get ekki orða bundist. Að vísu hef ég orðað þetta við þá fáu íslendinga sem ég hitti hér, en mig Iangar til tala við Ileiri. Þetta er ekki ritdómur, einungis sundurlausir þankar settir á blað strax að afloknum Iestrinum. Besta ævisagan Ég hef gaman af ævisögum, og hef lengi átt í huga mér bestu og verstu ævisöguna sem ég hef lesið. Ég ætla ekki að upp- lýsa hvaða ævisögur hafa fram að þessu skipað þann sess, enda er það nú breytt. Ævisaga Jónasar er besta ævisaga sem ég hef lesið, og ég vil koma þakklæti á framfæri við höf- undinn, Pál Valsson, og reynd- ar líka til annarra sem að út- gáfunni stóðu. Túlkun og efn- istök eru til mikillar fyrirmynd- ar, kaflarnir hæfilega langir, fyrirsagnirnar svo spennandi að ég hlakkaði til að koma heim á hverju kvöldi og fylgja Jónasi næstu æviárin. Textinn var lát- laus maður leið áfram, helstu framámenn á íslandi og í Dan- mörku voru kynntir til sögunn- ar á réttum stöðum í hæfileg- um texta. Svo vel var þetta gert að mér fannst ég vera orðinn einn af íslendingunum í Kaup- mannahöfn um 1840, Fjölnis- félagi, sem vildi reyna að halda aftur af Konráði Gíslasyni, styðja skoðanir Tómasar Sæ- mundssonar um að láta Fjölni ná til almennings, og hjálpa Brynjólfi Péturssyni í að sam- eina þá tvo hópa sem mynduð- ust um Fjölni og Ný félagsrit Jóns Sigurðssonar. Og ég hefði þá viljað deyja á undan Jónasi, svo hann hefði ort um mig óbrotgjarnan minnisvarða. Við lestur ævisögunnar verð- ur margt ljósara, en ég spurði mig gjarna spurningar (sem ekkert svar er til við): Hvað? Ef Jónas hefði kvænst Kristjönu Knudsen? Ef hann hefði ekki farið yfir Nýjabæjarfjall? Ef Skafti Tímóteus hefði ekki drukknað í Kanalnum? Ef Jónas hefði fengið prestsembætti á íslandi? Ef hann hefði ekki hrasað í stiganum þann 21 maí 1845? Því verður aldrei svarað hverju þetta hefði breytt í sögu Jónasar, en þessar leiðir, sem aldrei fengu að sanna sig, hefðu örugglega haft áhrif á ís- lenska menningu og jafnvel ís- landssöguna. mf: Rétttrúnaðarmaður Ég hreifst mikið af skýrum túlkunum höfundarins á ljóð- um skáldsins, og vil ég einnig hrósa því hve skýrlega trúaraf- staða Jónasar er dregin fram. Jónas var rétttrúnaðarmaður, og enda þótt bókarhöfundur telji sig greina trúarhvörf í Ijóð- inu Grátittlingnum, þar sem Jónas aðhyllist kenningar Nýjatestamentisins fremur en Gamlatestamentisins, þá tel ég hann áfram rétttrúnaðarmann. Það er réttur trúnaður að trúa á þann guð sem Nýjatesta- mentið boðar og þar með frelsarann Jesú Krist. Enda þótt í Grátittlingnum sé lögð meiri áhersla á frelsishlutverk Krists, getur það áfram talist rétttrúnaður í mínum huga. Hins vegar er augljóst, eins og bent er á, að Jónas glímir meira við samband trúar og vís- inda á seinni árum ævi sinnar. Það sem mér fellur best við í þessari bók er hve góðs jafn- vægis gætir milli skáldsins og náttúrufræðingsins Jónasar Hallgrímssonar, en mér hefur Iöngum þótt gert of mikið úr skáldinu á kostnað vísinda- mannsins. Heimildir Páls Vals- sonar eru ekki síst ljóðahandrit Jónasar og sendibréf til og frá honum. Það hvarflar að manni hvernig verði unnið úr heimild- um nútímaskáldanna, sem skrifa á tölvur, tala í síma og senda tölupóst. Verður nokkuð af þessu varðveitt eftir eina og hálfa öld? Notkun höfundar á heimildum öðrum vísinda- mönnum til fyrirmyndar, og svo vel þótti mér gert, að ég trúði í lokin hverri einustu túlkun Páls Valssonar. Þar er ekki reynt að kreista of mikið út úr heimildum og þar er ekki lagð- ur oftrúnaður á ýmsar vafasam- ar sögusagnir, enda þótt þær hefðu gert ævisöguna skraut- legri. Astarmálum skáldsins og englinum „með húfu og rauðan skúf í peysu“ eru til dæmis gerð afar trúverðug sk.il, og dauði Jónasar er afhjúpaður sem venjulegur slysadauði sjúklings. Núna áðan, þegar ég lauk lestrinum, fylgdi ég skáld- inu til grafar í látlausri en sómasamlegri jarðarför, og höf- undur lætur ógert að skreyta söguna með þvf sem gerðist með bein skáldsins að honum látnum, enda var þetta ævisaga og ekki eilífðarsaga, ævisaga sem allir Islendingar ættu að lesa. Það hafa margir skrifað um Jónas Hallgrímsson, en betur verður ævi hans tæplega gerð skil en hér hefur verið gert. Vera kann að þessi lofrolla mín minni nokkuð á frægu orðin „loksins, loksins, loksins", og verður þá svo að vera. Montreal í ágúst 2000 Æ ■■ <* m ) r ^ STJÖRNUR Á MORGUNHIMNI eftlr Alexander Galin Leikarar: Sigrún Edda Björnsdóttir, Edda Björg Éyjólfsdóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Margrét Ákadóttir, Bryndís Petra Bragadóttir, Stefán Jónsson og Gunnar Hansson. laugard. 2. sept. kl. 20.00 Uppselt föstud. 8. sept. kl. 20 laugard. 9. sept. kl. 20 föstud. 15. sept. kl. 20 LEIKFÉLAGAKUREYRARM Miðasalan opin alla virka daga frá kl. 13:00-17:00 og fram að sýninqu, sýninqardaqa. Sími 462 1400. www.leikfelag.is Bjarni E. Guöleifsson náttúnufpæðingup á Mööpuvöllum skrifar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.