Dagur - 02.09.2000, Blaðsíða 9

Dagur - 02.09.2000, Blaðsíða 9
 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 - 25 Myndar helsta áhugamálið Á Ljósmyndastofunni Grafarvogi prýða fal- legar myndir af hund- um veggina ásamt hefðbundnum brúðar- og fermingarmyndum. Sigurgeir Birgisson er einn fárra Ijósmyndara á landinu sem hleypir hundum á stofuna til sín og líklega sá eini sem hefur sérhæft sig sérstaklega í hunda- myndum. „Það er mjög gaman að mynda hunda þótt stundum geti það vissulega verið erfitt, sérstak- lega þegar um sýningarhunda er að ræða. Staða hundsins þarf að vera rétt og tungan má ekki hanga úti eða eyrun Iafa. Þetta er líka mjög mikið undir eigandanum komið, hvað hann hefur góða stjórn á hundin- um,“ segir Sigurgeir. Hann seg- ist einnig mynda venjulega heimilishunda en hefur á orði að margir veigri sér við koma með þá á stofuna. Feimnir hundaeigendur „Sumir hundaeigendur virðast vera dálítið feimnir við að koma með hundana sína í myndatöku. Oft er ekki látið verða af því að mynda hundinn fyrr en hann er orðinn gamall og veikur og fólk er farið að gera sér grein fyrir því að það er að fara að missa hann,“ segir Sigurgeir. Ahugi hans á dýra- ljósmyndum kviknaði þegar hann var við nám í ljósmynda- skóla í Bandaríkjunum. „Eg fékk eitt sinn það verkefni að taka myndir í dýragarði á Mi- ami og síðan þá hefur mér fundist heillandi að mynda dýr,“ segir Sigurgeir um Ieið og hann seilist í svarta bók með skemmtilegum ljósmyndum af górillu, sebrahestum, strúti, ljóni, flóðhesti og fleiri fram- andi dýrum. Þrátt fyrir að dýrin eigi hug og hjarta Sigurgeirs þá segist hann ekki gera upp á milli þess að mynda hunda og fólk. „Ég hef mikinn áhuga hundum en það lifir samt enginn á því að mynda þá eingöngu. Það gefur starfinu tilbreytingu að hafa dýrin með enda tvennt ólíkt að mynda fólk og dýr.“ Hundar á 250 þúsund Sigurgeir er félagi í Hunda- ræktarfélagi íslands og segir að hundaeigendur eigi töluverð samskipti sín á milli, sérstak- lega þeir sem eiga hunda af sömu tegund. „Það eru deildir innan hundaræktarfélagssins sem eru einungis fyrir ákveðið hundakyn. Þessar deildir hitt- ast reglulega, spjalla og fara í göngutúra með hundana," segir Sigurgeir. Hann segir að Do- berman hundar séu með dýr- ustu hundum hér á landi. „Ég held að þeir fari á allt að 250 þúsund krónur en annars hef ég heyrt að hundar sem koma að utan kosti jafnvel enn meira,“ segir Sigurgeir. Skítur í poka er engin skömm Hann segist vel skilja af hverju bannað sé að vera með hunda á mörgum útivistarsvæðum borg- arinnar. „Hundaeigendur geta bara sjálfum sér um kennt. Ef þeir hirtu upp eftir hundana sína þá væri þetta ekki vanda- mál. Ég bý í Hamrahverfi í Grafarvogi og rekst þar á hundaskít út um allt. Það er undantekning að mæta hunda- eiganda með plastpoka," segir Sigurgeir og hvetur jafnframt hundaeigendur til að taka poka með sér í göngutúra. „Það er engin skömm að því að ganga um með skít í poka. Ég er til dæmis oftast með glæra plast- poka svo allir sjái hvað þetta er,“ segir Sigurgeir og brosir út í annað. - ELJ . Útivist í Öskiuhlíð Þórhildur Bjartmarz á tvo hunda, Golden Retriever á 16. ári og skoskan fjárhund, Border Collie, fjögurra ára. „Ég gæti ekki hugsaö mér heimili án hunds. mynd: e. ól Að sögn Þórhildar Bjartmarz, formanns Hundaræktarfélags ís- lands, þá eykst hunda- eign í landinu ár frá ári og hlutfall hreinrækt- aðra hunda fer vaxandi. Hún segir í viðtali við Dag frá væntanlegu úti- vistarsvæði fyrir hunda í Öskjuhlíð og fagnar nýrri reglugerð sem leyfir hundum að spíg- spora í almennings- görðum. „Reglur hafa verið rýmkaðar og nú mega hundar vera í almenn- ingsgörðum, eins og Hljóm- skálagarðinum og á Miklatúni, ef þeir eru hafðir í taumi,“ segir Þórhildur og hefur á orði að með þessu hafi verið stigið stórt skref fram á við. Hundaeigendur geta glaðst enn meir um miðjan september en þá verður að sögn Þórhildar tekið í notkun nýtt útivistarsvæði fyrir hunda í Öskjuhlíð. Svæðið varð til í kjöl- far samstarfs Reykjavíkurborgar og hundaræktarfélagsins en þar geta hundar valsað að vild á af- girtum skika. „Eólk getur gengið um Öskjuhlíð með hundinn sinn í taumi en síðan leyft hon- um að hlaupa frjálsum á þessu afmarkaða svæði. Bekkjum hef- ur verið komið íyrir á svæðinu og þar geta hundaeigendur tyllt sér niður, hvílt sig eftir gönguna og fylgst með hundinum að leik. Ef þetta gefur góða raun þá er hugsanlegt að fleiri afmörkuð svæði fyrir hunda fylgi á eftir,“ segir Þórhildur. Smáhundar vinsælir Hún segir að hundategundir í landinu nálgist nú sjötta tuginn og þeim fari fjölgandi. „Smá- hundar eru mjög vinsælir núna, mikil eftir spurn er eftir Cavalier KingCharles Spanier en úrval smáhunda eykst ár frá ári. Þeir eru hentugir heimilishundar og þægileg gæludýr," segir Þórhild- ur. Að hennar sögn ganga hrein- ræktaðir hundar kaupum og söl- um á íslandi allt frá 60 þúsund- um króna og til 120 þúsund króna. „Ég tel að hundar fari sjaldnast mikið yfir 120 þúsund krónur en það hverjum og ein- um hundaræktanda gefið hvað hann selur hundana sína á. Margir selja vinum og kunningj- um hund og þá er verðið kannski Iægra því oft skiptir meira máli að hundurinn fái gott heimili heldur en hvað fæst fyrir hann.“ Hundurínn stundum skotspónn Þórhildur á tvo hunda, Golden Retriever á 16. ári og skoskan Ijarhund, Border Collie, fjögurra ára. „Ég gæti ekki hugsað mér heimili án hunds. Þegar ellin fær- ist yfír mig þá vona ég að það verði orðin sú breyting til batnað- ar að heimilt verði að vera með hund þótt maður búi í raðhúsi eða sambýli. 1 dag er staðan slæm því margt fólk treystir sér ekki til þess að minnka við sig vegna þess að réttur þeirra til að vera með hund annars staðar en í einbýlis- húsi er bágborinn," segir Þórhild- ur og bætir við: „Með þvf að hafa reglurnar varðandi hundahald jafn strangar og þær eru í dag þá erum við að ýta undir ósanngjam- ar kvartanir. Hundur verður stundum skotspónn í nágranna- deilum sem snúast oft um allt annað en hundahald í upphafi," segir Þórhildur að lokum. - ELJ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.