Dagur - 02.09.2000, Blaðsíða 16

Dagur - 02.09.2000, Blaðsíða 16
32 - LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 ir þrír saman í veiðibúð. Tveir gamalreyndir í hempunni sem sopið hafa marga íjöruna f veiði, °g ég. nýgræð- ingurinn. Eg sá mér Ieik á borði og ákvað að bergja af visku- brunni þeirra. „Hvaða flugur ráðleggið þið í sjóbirting?" spurði ég lymskulega svona rétt til að at- huga hvort þeir væru til í tuskið. Svona spurning leiðir slíkt í Ijós á undraskömmum tíma. Þeir voru til. Við rifum fram skúffur og hillur í veiðibúðinni og skoðuðum flugnaúrvalið. „Tökum tíu“ sagði ég og þá gat leikurinn hafist. Topp tíu í birting Við vorum eins og dómarar í feg- urðarsamkeppni hjá Ola Laufdal á Broadway. „Það er ekki nóg að hafa útlitið, maður verður að sjá innri fegurð" hlakkaði í mér þegar þeir byijuðu að velja. „Vinsælasta stúlkan í hópnum" var Flæðarmúsin. Hún er hönn- uð fyrir sjóbirting og þá ekki siður ef hann er í skoluðu vatni. Við gripum hana strax og settum á pall. Flæðarmúsin hefur eitthvað óútskýrt aðdráttarafl á fiska. Um daginn fékk ég Iax á hana, sjó- bleikjan er alveg óð í hana, urrið- inn á það til að ráðast á hana grimmt, en sjóbirtingurinn á að taka hana alveg 100%. Eg myndi taka hana fyrsta flugna í sjóbirt- ing. „Vinsælasta ljómyndafyrirsæt- an“ í hópnum var rauður nobbler eftir Stefán Hjaltested. Þeir fást víða í búðum þessir litlu sætu nobblerar. Ja, hann var reyndar meira út í appelsínugult. Um þetta spunnust umræður: Væri betra að hafa hann rauðan eða appelsínugulan? Ég tók einn átta punda, einn sjö punda og einn fjögurra punda á appelsínugulan FLUGUR Stefán Jón Hafstein skrifar Fluguveiðar að sumri (182) er það birtingurinn... um daginn, svo ég var ekki í vafa. Þessi sem við völdum var meira út í rautt. Ég býst við að góðar ljósmyndafyrirsætur verði að geta brugðið sér í allra kvikinda líki. Ég veit ekki hvort dóm- nefndir á fegurðarsamkeppn- um velja „sígilt útlit“- keppn- innar, en í þetta sinn kom Black Ghost inn. Um hana voru allir sammála. Hún er slík öndvegisfluga á allan hátt að ekki kemur til greina að fara í sjóbirting án hennar. „Og Dentist" sagði einn stund- arhátt og um þá flugu voru all- ir sammála. Ög ekki þurfti að spyrja um þá næstu. „Heima- sætan“ sagði einn. Vissulega, ekki orð um það meir. Hún er pottþétt í sjóbirtingsbox og fyrsta val hjá mörgum. „Þurfum við ekki að velja stærðir Iíka“ spurði þriðji dóm- nefndarmaður, sem greinilega er vanur fegurðarsamkeppnum og vill hafa málin á hreinu. Við sögð- um að þau væru ekki svo mikið mál. Svo lengi sem straumflugan væri númer fjögur, sex eða átta. Og við hölluðumst heldur að því að hafa þær númer sex eða átta. Það sem hann vill Nú vorum við komnir í ham og búnir að velja það sem lá í augum uppi strax. Þetta eru sjálfsagðar flugur: Flæðarmús, appelsinugul- ur nobbler, Dentist, Black Ghost. „Mickey Finn“ hrópaði einn upp yfir sig. Ja, ég hreyfði ekki mótmælum, en hefði ekki valið hana sjálfur. En hann var ákveð- inn. „Jú jú alveg tvímælalaust" sagði hann af slíkum áherslu- þunga að reynsla við ár og vötn hlýtur að vera að baki. Ég var samþykkur á þeirri forsendu að ef maður færi í sjóbirting yrði mað- ur að hafa eina gula á meðal þeirra tíu sem til stæði að prófa. Mickey Finn er gul og rauð og með silfraðan legg og líkir ein- staklega vel eftir síli. Margir veiðimenn trúa á hana fyrst og fremst í sjóbirting, bleikju, urriða og lax. Já. Ég veiði eiginlega aldrei á hana, en margir veiða eiginlega ekki á neitt annað. Svo hún fór í hópinn. Flottheit Sá þriðji í hópnum, sem vildi hafa máíin í lagi, kom nú með tillögu sem ég hefði aldrei komið með: Spencer Bay Special. Jahá. Hljómar nógu andsk... flott. Þessi fluga tók lax í Grímsá á dögunum þegar allt annað brást. Og nú skaut hún upp fagurlega skrýddum búknum á ný, tilnefnd í sjóbirtingsveiðar. Þeir voru sam- mála. Enda auðvelt að sjá hvers vegna: Hún er falleg, bláleit með gulu í, silfruð líka og með gráum væng, alveg hrein snilld. Það eru svona flugur sem birtingar taka á góðum degi. Og það eru söguleg- ir birtingar. Hvað nú? Nú sló andartaks þögn á hóp- inn. „Gray Ghost!" Hrópaði annar félaga minna og þreif eina innan úr löngum röðum flugna. Þær voru þarna í öllum regnbog- ans litum. En Grey Ghost kom siglandi út, fimlega veidd af dómnefndarmanni, og því voru allir sammála, því stundum á hún til að slá öðr- um við. Hún er að mínu mati ekki fyrsta fluga undir. En þegar maður er búinn að reyna margt og spá í ýmislegt án árangurs er gott að setja Gray Ghost undir. Hún er geysilega örugg í tvennum skilningi. I fyrsta lagi gerir hún sama gagn og allar hinar flugunar, er „rétt“ val við allar aðstæður, og í öðru lagi bætir hún stundum einhveiju óút- skýrðu við sem nægir til að fá töku jafnvel þótt hinar klikki. Hún ætti í raun að heita „dularfulla blómið í draumi sérhvers manns“, en það er nú of hátíðlegt fyrir svona gálu sem er í fegurðarsam- keppni á Broadway. Tvær eftir Og þá kom frumleg tillaga. „Sil- ver minnow". Þessi fluga gerir nefnilega það sem góðar flugur þurfa að gera: Bæta upp allar hin- ar, þótt góðar séu. Silver minnow er hnýtt sem sílislíki, búkurinn silfraður, vængurinn lítill og grá- leitur, hnýttur niður aftur við skott svo hann er í raun bak frek- ar en vængur; augun áberandi. Við höfðum hana smáa, enda silf- urbjarminn nægur samt. Svo kom þögn. Hver yrði núm- er tíu? Svartur nobbler. Ekki spuming. Við hlógum. Að við skyldum ekki velja hann löngu fyrr? En svona er það nú. Það sem liggur svo berlega í augum uppi Snati minn, eins og Megas hefði sagt ef hann hefði verið fluguveiðimaður. Þeir sem vilja sjá meira um sjóbirtingsveiðar og flugur þar að lútandi ættu að koma við á veiðivefnum flugur.is, því þar er af meiru að taka. Mcð þennan skammt sem við félagam- ir völdum fer maður alveg öruggur á túr eins og fegurðardrottning- amar í sjónvarpsauglýsingunum. TV/LR FLIKUR IEINNI_ HEÍ1UR 0G ÞURR THERMO varmanærfötin eru í raun tvær flíkur í einni. Tveggja laga spunatækni flytur rakann frá líkamanum og heldur þér heitum og þurrum. Notaöu Thermo nærfötirt i næsta feröalag, þú sérö ekki eftir því. Sportvörugerðin Heildsala-smásala Mávahllð 41, Rvík, sími 562-8383 tfl M utiti- fom FALL ' F HElh A V ÖPTT* FiOKK' ím&' V HLUTI' * 5 ÚREKC My tMi TTCTs APS m- uRiHH S£AVI- EEN l fluga HLxlóP (xAN (s * RöTuR w ■MMM ||l!l —* wm ijjm| . lllll T KVA88- AR ÓLYKT TTHiGrA** 'AFALL BLOTIR F'lPL 8ytójA | fUtfiA i WR OKA |&AkAöl RÖSK 3 'AS BLtTT yFiR- HÖFH LEYflST KONU- HAfrí V£5Ki 8 tLEmK/l KcmT útums ElN- UtiCslS u kÖLDRA LLTAri SKEL VARfi- AHDI 1 FISKAR mrí\ AO&ÆT- INN TRÍ swMsss Ý/ArY/y.y//.- fERSK 'OSKÖP TRYLL- AS7 ÝFÉU HlHDRA «£GNl(? R'ÓO HÉiOU 5 mægb WM LÆRA þlERKRI floiOi Fugl SPlL I Wmm. m\ RtiKlR VÆNTí <3 PLLTAF fiöoo BRAm •íía’w:*:-:-:-:-; ;ííííísíí*íí BoRoa 2 fERM mBAR- EML. VteA LlPtlRf) F'Alpi REiéA •*>:* Éɧfp ■■■■■■ I r 6E4I6 &'oo- GÆTI HLABA &Aurl iMMf ST&iiF TE&uHb ilii V* UPPHAT EKKI 5 P I FJÖLGc HLi'oé 'ATT ‘OSftRA (o r? þmuR HR Idti P'lLPt 'l fÆÖA gras- TOPPuR báim- uk BF.RO- mL KifiOuR 5V£tL DRmult spy/íii " » m MjÖGí HfLKK- AR íKiríS- LAUST % \ 'É m 5KJÓI f/?£ M5T- UM flLÓfilA Krossgáta nr. 202 I.ausn ................. Nafn ................... Heimilisfang Póstnúmer og staður Helgarkrossgáta 202 I krossgátunni er gerður greinarmunur á grönnum og breiðum sérhljóðum. Lausnarorð sendist til Dags (Helgarkrossgáta 202) Strandgötu 31, 600 Akureyri - eða með faxi í síma 460 6171. Lausnar- orð krossgátu nr. 201 var HÖFUÐDAGUR og vinn- ingshafi var Hallfríður Frí- mannsdóttir sem býr í Sól- heimum 4 í Reykjavík. Hún fær senda bókina Heima eftir Sigurð A. Frið- þjófsson. Vinningshafi fær bókina Heima eftir Sigurð Á. Friðþjófsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.