Dagur - 02.09.2000, Blaðsíða 17

Dagur - 02.09.2000, Blaðsíða 17
~Dítmar_ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 - 33 -JÍPID I LAMDJMU j Sigling og sögustund Papey var í eina tíð meðal dýrustu jarða á íslandi og bændur sem sátu þar höfðu viður- nefnin „hinn auðugi" og „hinn ríki". Hún hefur verið í eyði um áratuga skeið en á allra síðustu árum hefur hún breyst í vinsælan ferðamanna- stað, enda er hún nátt- úruperla með sérstaka sögu. Dagur tók sér far með ferjunni Gísla í Papey - út í Papey. Það er sólskin og nokkuð stíf norðvestanátt þegar haldið er frá Djúpavogi svo farið er á lensi milli lands og eyjar. Báturinn er fullur af ferðamönnurn, auk Ieiðsögumannanna Más Karls- sonar og Ingimars Sveinssonar og skippersins Karls Guðmunds- sonar. Sjóferðabænin er ekki höfð yfir upphátt en undirrituð fyllist sérstöku öryggi þegar hún áttar sig á því að vígð manneskja er með í för, sr. Hanna María Pétursdóttir. Hanna María er reyndar í fylgd þekkts veiði- manns, Skarphéðins Larsens, svo ekki er alveg ljóst í upphafi hvort hún ætli að aðstoða hann við að halda á háfnum eða ger- ast sérstakur sálnahirðir mis- syndugra ferðamanna. I ljós kemur, þegar á líður ferðina, að sr. Hanna María gerir hvort tveggja og gerir það vel. Eftir þriggja stundarfjórðunga stím er siglt meðfram fugla- björgum Papeyjar, Goðabjargi og Skálm og lundinn heilsar. Selir liggja makindalega á skerjum skammt frá og láta sér fátt um finnast þótt ferðamenn séu að bægslast í þeirra heimahögum. Þegar komið er í land skiptist hópurinn í þrennt, Islendinga, útlendinga og veiðimenn. Is- lendingahópurinn er langstærst- ur og Már tekur að sér forystu hans, Ingimar leiðsegir útlend- ingunum og skipstjórinn stefnir með Larsen og prestinn í átt að björgunum austur á eynni og hampa þau háfum. Heyrist sungið í hól? Már byrjar á að fræða mann- skapinn um nokkur kennileiti, meðal annarra Hádegisvík og Nónborg sem minna á klukku- leysið á öldum áður og Kastal- ann sem Már segir bústað huldufólks. „Kirkja þess fólks er í Einbúanum þarna og nú stend- ur yfir messa svo það er eins víst að við heyrum söng þegar við göngum framhjá honum," segir hann sannfærandi og bendir á hól skammt frá. Már segir okkur Iíka frá mennskum íbúum Papeyjar á fyrri tíð, Gísla og Margréti. Þau hjón keyptu eyjuna árið 1900 á 12 þúsund krónur. Tvær aðrar jarðir voru til sölu á svipuðu verði á þeim tíma, Bessastaðir og Viðey en Papey varð fyrir vaL inu. Hann segir okkur líka frá henni Sigríði vinriukonu, systur Margrctar, sem alltaf vaknaði fyrst á morgnana, sótti eldivið, kveikti upp í eldavélinni, hitaði kaffi og færði öðru heimilisfólki Sr. Hanna Maria og Már að aflokinni helgistund myndir: rlþ. kaffi og brauð í rúmið. Hún var í miklum metum á heimilinu og hún var líka í sérstöku vinfengi við huldufólkið. Við skoðum ummerki um fornleifauppgröft sem Kristján Eldjárn vann við að rannsaka í nokkur sumur á sjöunda ára- tugnum, meðal annars eitt sum- arið sem hann var forseti á Bessastöðum. Hann áleit að á þessum stað væru hugsanlega minjar eftir Papa en entist ekki ævin til að fullkanna þær. Níu börn á tíu árum Már er sögumaður góður sem miðlar okkur miklum fróðleik um lífið í Papey fyrr á öldinni og aðdáun hans á því lífi leynir sér ekki. Hann Iýsir Gísla bónda sem útsjónarsömum og framfar- ar sinnuðum hagleiksmanni sem bjó vel að sínu fólki og útvegaði börnum sínum góða kennara. Og börnin voru mörg því á 10 árum eignuðust þau hjónin, Margrét og Gísli níu börn í Papey og eitt var fætt áður en þau komu í eyjuna. En árið 1910 dó Margrét húsfreyja af barnsförum. Það var tvíburafæð- ing, sú þriðja í röðinni á 10 árum. Eftir það kom þriðja systirin, Jóhanna til sögunnar að hjálpa til með barnauppeldið og þess var ekki Iangt að bíða að hún yrði seinni kona Gísla. Með henni eignaðist hann fjögur börn og auk þess tóku þau að sér þrjú börn frá barnmörgum, fátækum heimilum. Már segir heimilisfólkið hafa verið um 20 manns á tímabili. Það er því Ijóst að marga munna var að metta en Papey var mikil matarkista, nóg af fugli í björg- unum og fiski í sjónum. Eyjan er mjög grösug enda gerigu kindur þar úti allan veturinn og gera reyndar enn. Forsetasvítan Bærinn sem Gísli byggði og hans fólk bjó í í Papey stendur enn en þó ekki jafn reisulegur og hann var í upphafi aldarinn- ar. Það er timburhús, smíðað úr rekaviði úr fjörunni. Það var raflýst um 1940 með vindraf- stöð og um svipað Ieyti kom talstöð í bæinn sem veðurskeyti voru send frá tvisvar á dag. Papeyingar fengu sér líka út- varpstæki um leið og útsend- ingar hófust. Hópurinn gengur framhjá bænum og Már sýnir okkur gluggann á „forsetasvítunni" sem Kristján Eldjárn svaf í á sínum tíma. Húsið er ekki til sýnis að innan en Már segist vona að það verði endurbyggt í upprunalegri mynd. Því á mað- ur auðvelt að trúa þegar litið er á Iitlu, fallegu kirkjuna sem ný- lega hefur verið enduruppgerð af eigendum Papeyjarferjunnar. Þar hefur greinilega verið vandað til verka. Sr. Hanna María er mætt við kirkjudyr og hópurinn treður sér inn í eitt minnsta guðshús landsins sem er aðeins 16 fermetrar að stærð. Þegar Már hefur sagt okkur sögur af ábúendum Papeyjar fyrr á öldum, þeim Jóni auðuga og syni hans, Mensalder ríka og öllum fjársjóðnum sem á að vera fólginn undir altari kirkj- unnar fær sr. Hanna María orðið. Hún upplýsir að sem betur fer hafi aðeins einn fugl flogið inn í eilífðina fyrir til- verknað hinna vígalegu veiði- manna sem með henni voru og fyrir áeggjan þeirra ætli hún að leggja út af afdrifum þessa fugls. Það gerir hún á smekk- legan hátt. Að lokinni bæn er sunginn sálmur og þegar þessi helgistund er Iiðin í Iitlu kirkj- unni er brottfarartími að renna upp. Allir vildu vera framá Það er rölt niður að bryggjunni og nú hefur vindinn lægt svo Á heimstíminu. Menn raða sér allt í kring um stýrishúsið ogjafnvel upp á það til að njóta sem best sólar og sjávarlofts, svo og hins tignarlega útsýnis. mynd: gun. Papeyjarkirkja er elsta og minnsta timburkirkja landsins. farþegar eru tregír til að fara inn í bátinn en raða sér allt í kring um stýrishúsið og jafnvel uppí á þvf til að njóta sem best sólar og sjávarlofts, svo og hins tignarlega útsýnis. Það kemur í hlut Ingimars að reyna að smala Iiðinu frá gluggunum svo skipstjórinn fái séð út og reyna að haga hleðslu skipsins þannig að það sé sjófært. Þegar komið er út á sundið gefur skipstjórinn í og þá sjá þeir sem ætluðu að vera fram við stefnið að þar hefðu þeir fengið ansi góðar skvettur yfir sig af hinum salta sæ, hefðu þeir haldið sætum sínum. Fjallahringurinn blasir við í síðdegissólinni, frá Eystra- Horni austur að Skrúði. Bú- landstindur setur sterkan svip á þá mynd, tfgulegur, tólf hundruð metra hár píramíti. Innan stundar er stigið á land á Djúpavogi og Má þökkuð leið- sögnin. Átján manna hópur bíður á bryggjunni eftir að hoppa um um borð og heim- sækja Papey. Hann verður ör- ugglega ekki fyrir vonbrigðum því framtak Más Karlssonar og annarra sem að Papeyjarferð- um standa er dæmi um góða blöndu af siglingu, náttúru- skoðun og skemmtilegri sögust- und. GUN.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.