Dagur - 02.09.2000, Blaðsíða 18

Dagur - 02.09.2000, Blaðsíða 18
 LÍFIÐ / LANDINll 34 - LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 Frumlegur gallagripur Aiice Roosevelt, elsta dóttir :Hún fæddist árið 1884, dóttir Theodors Roosevelts, hálfþrítugs efnilegs stjórn- málamanns og undurfagurrar eiginkonu hans, Alice Lee. Móðirin unga lést örfá- um dögum eftir fæðinguna og Theodore giftist þremur árum síðar, Edith Carow, miklum kvenskörungi. Alice reyndist vera viljasterk stúlka sem stjórnaði föður sínum harðri hendi og dag hvern bar hann hana á öxlum sér til morgunverðar undir hvatningarhrópum hennar: „Afram svín!“ Hún kunni best við sig í félagsskap stráka, klippti hár sitt stutt og sagðist, í fyllingu tímans, ætla að fæða apa í stað barna. Hún átti ekki vin- konur en lék sér stundum við uppburðar- litla, ófríða frænku sína, Eleanor Roos- evelt. Kannski væri nær að segja að hún hafi leikið sér að henni því Alice stjórnaði leikjum þeirra og öllum samskiptum og hæddi Eleanor óspart ef þannig lá á henni. „Eg dáðist alltaf að Alice en um Ieið var ég hrædd við hana,“ sagði EI- eanor seinna. Það var Alice sem kynnti Eleanor fyrir Franklin Delano Roosevelt, fjarskyldum ættingja þeirra beggja. Kynnin leiddu til hjónabands sem skapaði þeim báðum óhamingju. Mörgum árum síðar, þegar Franklin átti í eldheitu sambandi við rit- ara sinn, aðstoðaði Alice hann eftir fremsta megni við að fela slóðina fyrir Eleanor. Þegar vinur Alice gagnrýndi hana fyrir þátt hennar í að við- halda ástarsambandinu svaraði hún: „Franldin á skilið að eiga sólskinsstund- ir. Við verðum að hafa í huga að hann er giftur El- eanor.“ „Alice lítur vel út en er ruglaðri en nokkru sinni fyrr,“ skrifaði Eleanor eigin- manni sínum skömmu eftir brúðkaup þeirra, „ég mætti henni í morgun, aleinni með þremur karlmönnum." Ekki var hrifning Eleanor meiri þegar hún kom eitt sinn að Alice „aleinni" með Franklin þar sem þau drukku pipar- myntulíkjör og skiptust á beittum palladómum um sam- ferðamenn sína. „Enginn sem sæi ykkur saman gæti ímyndað sér að þú værir frændi henn- ar,“ sagði Eleanor áminnandi við eiginmann sinn, „ég held að það væri góð hugmynd að þið hittust ekki í nokkurn tíma.“ Atice ásamt eiginmanni sínum og fóour a Ujnnzhanrlið færði henni enga hammgju_ Líf og fjör í Hvíta húsinu Alice var 17 ára þegar faðir hennar varð forseti. Hún varð samstundis ein dáðasta kona Bandaríkjanna og átti öruggan sess í slúðurdálkum dagblaðanna. I daglegu tali var hún nefnd Alice prinsessa, dægurlög voru samin um hana og stúlkubörn skírð í höfuðið á henni. Hún var falleg, gáfuð og orðheppin en mesti gallagripur. Blaðamanni, sem tók að sér að skrá ferðir hennar í tæp tvö ár, taldist til að hún hefði á þeim tíma farið á 407 dans- leiki, í 350 samkvæmi og 680 teboð, auk 1706 heimsókna. Hún reykti opinberlega á tímum þegar penar stúlkur létu slíkt ekkí sjást til sín. Hún smyglaði víni í samkvæmi sem áttu að vera áfengislaus. Hún sökkti sér niður þeim inn á lóð Hvíta hússins í skjóli næt- ur. Ilcnni þótti heldur ekld mikið til Hardings forseta koma en hann tók við forsetaembætti af Wilson árið 1921 og lést tveimur árum seinna. Coolidge flutti þá inn í Hvfta húsið. Coolidge þótti fá- máll maður og í einu fyrsta boðinu sem Alice sat í forsetatíð hans sagði hún hon- um að hún hefði veðjað við vin sinn um að hún gæti fengið hann til að segja meira en þrjú orð í sömu setningu. „Þú tapar," svaraði Coolidge Alice á efri árum þegar hún var orðin goðsögn i lifanda iifi. nærri sér þegar faðir hennar lét af forsetaembætti. Ekki mildaðist geð hennar þegar hinn frjálslyndi friðarsinni Woodrow Wilson settist í sæti forseta. Alice var hat- rammur andstæðingur hug- mynda hans um þátttöku Bandaríkjanna í Þjóða- bandalaginu og var dagleg- ur gestur á þingpöllum þegar umræður um þátt- töku Bandaríkjanna fóru fram. Oft sást til hennar á vappi við Hvíta húsið taut- andi bölbænir sem beint var til forsetans. Hún Iét orðin ekki einungis tala heldur bjó til litlar vúdú dúkkur sem báru svip- merki Wilsons, stakk prjónum í hjartastað og henti í hvítagaldur og alls kyns kukl. Hún sprangaði um Hvíta húsið með risastóran suður-afrískan páfagauk á öxl og snákinn Emily vafðan um hönd sér. Hún var einmitt með Emily upp á arminn þegar hún birtist á skrifstofu föður síns þar sem hann sat á tali við rithöfundinn Owen Wister. Þegar hún hafði kvatt spurði Wister forsetann af hverju í ósköpunum hann reyndi ekki að hafa stjórn á dóttur sinni. Forsetinn svaraði: „Eg get annað hvort verið forseti Bandaríkjanna eða haft stjórn á Alice. Eg get ekki gert hvort tveggja." Feðginin voru um margt lík, bæði at- hyglissjúk og sjálfhverf en bjuggu yfir miklum gáfum, óvenju sterkum persónu- leika og viljastyrk. Alice tók það afar Aiice í barnæsku ásamt hátfbróður sínum Teri Finh > ■ Lánlaust hjónaband Alice giftist 24 ára gömul, Nicholas Longworth, þingmanni Rebúblikana, drykkfelldum kvennabósa og auðnuleys- ingja. Alice fannst hann yndislegur en sú skoðun átti eftir að eldast af henni. Frétt- ir af trúlofun hennar og brúðkaupi voru á forsíðum bandarískra blaða og gjafir streymdu að frá öllum heimshornum. Þær urðu svo margar að rúmum sjötíu árum síðar þegar hún lést átti enn eftir að opna nokkra pakka. Hjónabandið kom ekki í veg fyrir að Longworth héldi áfram að sinna helstu áhugamálum sínum, kvennafari og drykkju. Meðan Longworth eltist við kon- ur átti Alice í ástríðufullu sambandi við William Borah, þingmann sem jafnan gekk undir nafninu Ljónið frá Idaho. Borah naut mikillar virðingar, þótti frá- bær ræðumaður og sterkur persónuleiki. Þegar Alice fæddi dóttur árið 1925 var al- mennt álitið að hún væri dóttir Borahs og Alice bar aldrei á móti því. Hún var af- skiptalaus móðir en Longworth dekraði við stúlkuna. Hann var á þessum árum vel á veg kominn með að drekka sig í hel og lést árið 1931. Alice syrgði hann ekki hót enda hafði fullkominn Ijandskapur ríkt á milli þeirra síðustu árin sem hann lifði. Dóttir Alice óx úr grasi, óframfærin og óhamingjusöm, og lést einungis 26 ára gömul af völdum of stórs skammts lyfja og áfengis. Hún lét eftir sig dóttur sem Alice tók að sér og reyndist vel. Framúrstefnulegt íhald Alice hafði litla ánægju af pólitískum af- skiptum Franklins Delano Roosevelts, og það var henni áfall þegar hann varð for- seti Bandaríkjanna. Hún hafði gert sér vonir um að hálfbróðir sinn, Ted, héldi nafni fjölskyldunnar á lofti og tæki við hlutverki föður síns - og svo þótti henni óbærileg tilhugsun að Eleanor nyti veg- semdar. Þótt Alice hefði tamið sér óhefðbundna lífshætti þá var hún í mörgu argasta íhald og hún barðist heiftarlega gegn New Deal stefnu Roosevelts. Þegar kommahatarinn Joseph McCarthy var kynntur fyrir henni taldi hann vfst að þarna væri hann að heilsa sálufélaga og kallaði hana því Alice eins og flestir gerðu. Alice hafði skömm á McCarthy eins og hún gaf honum til kynna þegar hún sagði: „Lögreglumaðurinn og öskukallinn mega kalla mig Alice. Þú mátt það ekki.“ A elliárum var Alice fastur gestur í sam- kvæmum Bandaríkjafor- seta sem báru ótta- blandna virðingu fyrir henni. Á níræðisaldri stundaði hún jóga af kappi og svaf vært á svæfli sem hún hafði lát- ið bródera á orðin: „Ef þú getur ekki talað vel um nokkurn mann skaltu hreiðra um þig hjá mér.“ Alice Roosevelt lést árið 1981, 96 ára gömul. Þeg- ar hún var á elliárum spurð um viðburðaríkt líf sitt svaraði hún: „Ég býst við að það megi segja að ég hafi verið snillingur í að skauta á þunnum ís og leika mér að eldinum." Kolbnún Theodore Roos- evelts 26. forseta Bandaríkjanna, var með eindæm- um litríkur per- sónuleiki og fádæma skemmtileg kona. skrifar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.