Dagur - 12.09.2000, Blaðsíða 1

Dagur - 12.09.2000, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 12. september 2000 83. og 84. árgangur- 172. tölublað Aldrei meira gert upptækt af dópi Aðgerðir lögreglu og tollgæslu í fyrra höfðu áhrif á fíkniefnaverð, sem hækkaði um tíma. Mikið um smygl í ár eiuuig. I fyrra var lagt hald á meira magn fíkniefha en nokkru sinni í Is- landssögunni. Fíkniefnastofa rík- islögreglustjórans hefur tekið saman tölfræðiupplýsingar um fíkniefnamál á árinu 1999 og koma þar einnig fram upplýsingar um haldlögð fíkniefni hjá öllum Iögregluembættum landsins. Stærsta fíkniefnamálið utan höf- uðborgarsvæðisins og Keflavíkur- flugvallar á árinu 1999 var smygl á rúmlega 5 kg af hassi í Vest- mannaeyjum. Utan höfuðborgarinnar hefur langmest aukning orðið á hald- lagningu kannabisefna, en einnig á amfetamíni og LSD. Aðgerðir lögreglu og tollgæslu á síðasta ári höfðu áhrif á fíkniefnaverð, sem hækkaði um tíma. Götuverð hef- ur þó haldist nokkuð óbreytt, til lengri tíma lit- ið, og það bendir a.m.k. til að tölu- vert af fíkniefn- um sé í umferð. Það mikla magn sem haldlagt var á síðasta ári rennur einnig stoðum undir að svo sé, að sögn talsmanna lög- reglunnar. Meira amfetamin Nokkur atriði eru sérlega sláandi í samantekt fíkniefnastofu. Þannig var lagt hald á 7.402 E-töflur í fyrra í Reykjavík í stað 2.031 árið 1998. Gríðarleg aukning varð í amfetamíni. í Reykjavík fannst 4.781 gramm í fýrra miðað við 1.713 árið 1998. Hlutfallslega er aukningin á landsbyggðinni var líka veruleg eða 297 grömm mið- að við 162 árið 1998. Stórfelldur innflutningur á hassi vekur ein- nig athygli. Tæp 42 kíló voru gerð upptæk á land- inu öllu í fyrra en árið 1998 voru þau tæp 13. Töluvert meira var um LSD- skammta eða 338 í fyrra á móti 268 árið 1998. Svipað magn af kókaíni fannst milli ára eða 1077 grömm á landinu öllu árið 1998 miðað við 955 grömm í fyrra. Samantekt fíkniefnastofu á haldlögðum fíkniefnum ársins 1999 er umfangsmeiri en áður og því ekki hægt að gera nema tak- markaðan samanburð við fyrra ár. Þá skal hafa í huga að innflutn- ingur fíkniefna um Keflavíkur- flugvöll er skráður undir Reykja- vík, vegna rannsóknarlegs forræð- is málanna. 17.000 E-töflur Þess skal getið að í nágrannalönd- unum hefur lögreglan haft þá þumalputtareglu að upptaka fíkniefna nemi 5-10% af heildar- magni. Aðstæður á íslandi eru hins vegar um margt sérstakar og því telur lögreglan að hærra hlut- fall náist hér, a.m.k. hafi svo verið upp á síðkastið. Samkvæmt upp- lýsingum frá Guðmundi Guðjóns- syni, yfírlögregluþjóni hjá Ríkis- lögreglustjóra, er búið að taka saman upplýsingar um upptæk efni fram til 24. ágúst sl. Mikið magn amfetamíns vekur athygli eða 9.858 grömm. A sautjánda þúsund E-taflna hefur verið gerð upptækt, 10 kíló af kannabisefn- um og 416 grömm af kókaíni. Stöðug aukning er því í haldlagn- ingu ólöglegra fíkniefna. - BÞ Gríðarlegt magn afhassi var gert upptækt í fyrra. Nýir rekstraraðilar líklegir. Samskip fá Herjolf Líklegt er að Samskip taki við rekstri Herjólfs og sigli milli lands og Eyja í nálægri framtíð. Utboð í feijuflutninga voru opnuð í gær í samgönguráðuneytinu. Tvö tilboð bárust í rekstur Heijólfs, annað frá núverandi rekstraraðilum en það reyndist 46% yfir kostnaðará- ætlun. Boð Samskipa var hins vegar aðeins 86% af kostnaðará- ætlun eða 192 milljónir á móti 325 milljónum. Einnig bárust tilboð í rekstur Breiðaljarðarferju. Þar buðu Sæ- ferðir í Stykkishólmi lægst. Gild- istími útboðanna er út árið 2003. Nýr þýskur bryndreki er kominn í þjónustu fslenskra hjálparsveita. Björgunarsveit Landsbjargar í Öræfum fékk í gær tryllitækið afhent að gjöffrá þýsku þjóðinni. Drekinn vegur 10 tonn og mun einkum nýtast þegar ofhvasst er til að venjuleg farartæki komist leiðar sinnar. Árni Magnússon aðstoðarmaður utanrfkisráðherra er í forgrunni ásamt þýska ræðismanninum. - mynd: e.ól. m Jóhannes Nordal: Býst við sam- komulagi. TUlagaiun auðlindagjald Auðlindanefndin, sem svo er nefnd, og hefur starfað í tæp tvö ár er nú komin á lokasprettinn. Talið er að nefndin geti skilað af sér áður en þing kemur saman um næstu mánaðarmót. Sumir segja að það geti orðið enn fyrr. Farið er með vinnu nefndarinnar eins og ríkis- Ieyndarmál og afar erfítt að fá stað- festar fréttir af störfum nefndar- innar. Jóhannes Nordal er formaður nefndarinnar og sagði hann í við- tali við Dag fyrir nokkru að hann vonaðist eftir því að samkomulag yrði innan nefndarinnar um öll þau atriði sem nefndin hefur fjall- að um. Samkvæmt heimildum Dags virðist nú sem þetta ætli að takast. Samkvæmt sömu heimildum mun nefndin hafa komist að þeirri niðurstöðu að eðlilegt sé að auð- lindagjald verði tekið upp í sjávar- útvegi. Þetta eru án nokkurs vafa merkilegustu tíðindin úr starfi nefhdarinnar. Hversu hátt þetta gjald verður mun ekki tekið fram en eðlilegt talið að auðlindagjald komi til. Fjarskipfarásirnar Nefndin hefur fjallað um allar aðr- ar auðlindir landsins. Það nýjasta í þeim efnum eru fjarskiptarásirnar. Deilur eru upp um hvort bjóða eigi út hér á landi Ijarskiptarásir fyrir þriðju kynslóð GSM símakerfísins. Vinstri-grænir eru eini stjómmála- flokkurinn sem hefur hafnað því að fjarskiptarásirnar verði boðnar út. Sennilega á það eftir að valda mestum deilum hér á landi ef nefndin ákveður að mæla með auðlindagjaldi í sjávarútvegi eins og heimildir Dags herma. Vitað er að Sjálfstæðiasflokkurinn og VG eru því andvígir, Samfylkingin er hlynnt auðlindagjaldi í sjávarútveg- inum og Halldór Ásgrímsson, for- maður Framsóknarflokksins hefur upp á síðkastið opnað fyrir umræð- ur um einhvers konar auðlinda- gjald f sjávarútveginum. - S.DÓR wmmmmmmmmmmmmmmammm Lavamat W 1030 • Taumagn: 5 kg • Vindingarhraði: 1000/600 sn/mín. með hægum byrjunarhraða. Afgangsraki 59% • Hitastlilir: Sór rofi, kalt - 95° • Fuzzy- Logic: Sjálfvirkt magnskynjunarkerfi, notar aldrei meira vatn en þörf er á • Orkunotkun: 1,10 kwst. á 60° • Vatnsnotkun: 59 litrar • öll þvottakerfi ásamt --------*■ ■*-------- sérstöku blettakerfi Pil • Ullarvagga Qelslagötu 14 • Simi 462 1300 ^ggl® • Sími 530 2800 www.ormsson.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.