Dagur - 12.09.2000, Blaðsíða 2

Dagur - 12.09.2000, Blaðsíða 2
2 - ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 FRÉTTIR L A Skattbreytingar í fyrra bjarga því að verð á bensínlítranuni er 10 krónum lægra en ella. Ríkissjóður græðir hins vegar mest allra vegna stór- aukinnar virðisauka- skattbeimtu. „Auðvitað er ríkissjóður sá aðili sem græðir mest á verðhækkun- um. Virðisaukaskattur ríkisins, sem er 19,68% af bensínverði, hefur skilað meiri peningum í kassann en dæmi eru um áður. Ríkið ætti því að eiga eitthvað af- Iögu,“ segir Runólfur Olafsson framkvæmdastjóri FÍB. Mótmæli ýmissa Evrópuþjóða vegna eldsneytisverðs hafa kom- ist í heimsfréttir undanfarið en Runólfur segir að ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um sam- bærileg mótmæli innan FIB. „Við höfum hins vegar fengið leiðsla OECD- ríkjanna muni hægja á þeirri verðbólgu sem verið hefur í heimsmarkaðsverði á olíu. Elds- neytisverð er það hæsta sem hér hefur þekkst en það vannst þó áfangasigur í skattlagningunni hér í fyrrahaust," segir Runólfur. Runólfur vfsar þar til reglu- Bensínverð á 95 oktana bensíni með þjónustu er nú 94,70 kr. Munurinn er því 10-11 krónur neytendum í hag miðað við breytinguna í fyrra en ástandið er eigi að síður „grábölvað" að mati Runólfs. I samanburði við nágrannalöndin kemur í ljós að íslenskir einkabílaeigendur eru í hópi þeirra skattpíndustu. I könnun International Road Federation um 1500 cc ökutæki var ísland á toppnum árið 1998 en staðan hefur heldur skánað. Þannig sýnir nýleg skýrsla að Is- lendingar eru komnir í hóp með Frökkum, Bretum og Norð- mönnum hvað varðar skattlagn- ingu á eldsneyti. Ökuglöðiun verðlaunað I mars árið 1999 kostaði bensín- lítrinn 70 kr. og 20 aura en fór upp í 98.30 í júlí sl. Díselolía hefur einnig stórhækkað og er komin upp yfir heimsmarkaðs- verð á bensíni. Aðstæður hér eru hins vegar ólíkar, díselfólksbílar til einkanota eru ekki valkostur á Islandi vegna neikvæðs skatta- umhverfis. Þyngstu og stærstu bílarnir borga á hinn bóginn minna hér en í nágrannalöndun- um. Þeir sem aka mest, hafa sloppið best á sama tíma og stóru bílarnir spæna upp malbik- ið með þunga sínum. — BÞ Hafnar sleifarlagi Aðalfundur NAUST 2000 undrast það „sleifarlag sem einkennir máls- meðferð stjórn- valda við að koma í veg fyrir mengun frá flaki olíuskipsins EI Grillo í Seyðis- firði" eins og það er orðað í álykt- un. Fundurinn ítrekar fyrri sam- þykktir félagsins um þetta mál, og krefst aðgerða sem útiloki til fram- búðar mengunarhættu frá flakinu. Tillagan var samþykkt einróma. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra segist ekki taka þessa gagn- rýni til sín. „Alls ekki, ég held að allir þeir sem hafi réttlætið að leið- arljósi sjái að umhverfisráðuneytið hefur tekið vel á þessu máli síð- ustu misseri eftir að skipið hefur legið á botni Seyðisljarðar í 50 ár.“ Ráðherra segist fagna því að NAUST sé sammála henni um nauðsyn aðgerða enda muni vandamálið ekki hverfa af sjálfu sér. Erfitt sé hins vegar að nefna tímasetningar í þessum efnum. Áætlaður kostnaður er metinn á 200 milljónir og verður útboðs- leiðin væntanlega farin á alþjóð- lega vísu. „Það þarf að standa mjög vel að þessari aðgerð til að forðast óþarfa áhættu,“ segir Siv. - BÞ FíB skoðar frönsku mótmælaleiðina töluverð við- brögð frá bif- reiðaeigendum vegna verðhækk- ana og það hefur t.d. verið rætt hvort við ættum samleið með at- vinnubílstjórum í slíku. Það verð- ur hins vegar að viðurkennast að Islendingar eru seinþreyttir til svona aðgerða og það þarf að hugsa málið vel áður en farið er af stað. Maður hefur smá von í brjósti um að hin aukna fram- Runólfur Úlafsson, framkvæmda- stjóri FÍB: Grábölvað ástand. toppnum gerðarbreytingar um afnám pró- sentugjalds af eldsneyti. Fram til 20. október f fyrra var lagt 97% vörugjald á allt innflutt bensín en í stað þess var tekin upp föst stærð eða 10 og hálf króna á lítrann. Runólfur segir að óbreytt skattaumhverfi hefði þýtt að bensínlítrinn kostaði 105-106 krónur um þess- ar mundir. Vonun á Hundleiður og óánægður Formaður í 12 ár. Baktjaldamakk og klíkur. Beina aðild að ASÍ. Landssambönd næstbesti kosturinn. Valdimar Guðmannsson formað- ur Stéttarfélagsins Samstöðu á Blönduósi hefur ákveðið að láta af störfum sem formaður félags- ins á næsta aðalfundi sem verð- ur haldinn í mars n.k. Hann hef- ur verið í formaður stéttarfélags- ins á staðnum í 12 ár og þar af verið formaður Samstöðu frá því það var stofnað með sameiningu stéttarfélaga á svæðinu fyrir nokkrum árum. Baktjaldamakk Valdimar segir að helstu ástæður fyrir þessari ákvörðun sinni séu m.a. þær að hann sé í senn bæði hundleiður og óánægður með þá þróun sem átt hefur sér stað í verkalýðshreyfingunni, enda sé þar allt í sama horfinu og m.a. í skipulagsmálum. Hann segist jafnframt ekki vera sáttur við allt það baktjaldamakk sem á sér Valdimar Guðmannson verkalýðs- leiðtogi á Blönduósi hefur ákveðið að hætta stað almennt í hreyfingunni um forystu og embætti innan henn- ar. A sama tíma gleyma menn fé- lagsmönnum og hagsmunum þeirra öðru hvoru. Hann segir að svo virðist sem það séu ætíð ein- hver öfl í verkalýðshreyfingunni sem ráða þegar á hólminn sé komið. Hann segist hins vegar ekki hafa hugmynd um hvaða öfl séu þarna að verki. Hann telur að þetta ástand sé búið að vera f hreyfingunni frá því reynt var að fá Kára Arnórsson kjörinn for- mann ASÍ þegar Ásmundur Stef- ánsson hætti. Þess í stað var Benedikt Davíðsson kjörinn. Næstbest Þessu tii viðbótar sé ýmislegt búið að ganga á t.d. innan VMSI á undanförnum misserum sem er Valdimar ekki að skapi eins og t.d. starfslokasamningurinn sem gerður var við Björn Grétar Sveinsson og öll sú leynd sem hvílt hefur yfir þeim samningi. I það minnsta hefur Samstaða ekki fengið að sjá þann samning þrátt fyrir ítrekaða viðleitni. Sjálfur ætlar Valdimar ekki að óska eftir starfslokasamningi. Þá telur hann að það sé engin þörf fyrir landssambönd séu sjó- menn- rafiðnarmenn og iðnar- menn undanskildir. Þess í stað eigi að efla ASI og félögin þar sem ófaglærðu félögin hefðu beina aðild að ASI. Hins vegar sé það næst besti kosturinn í stöð- unni að vinna að sameiningu VMSI við tvö önnur sambönd í eitt stórt samband. — GRH Gæsluvarðhald staðfest Hæstiréttur hefur staðfest og lengt gæsluvarðhald manns sem situr nú inni vegna nýs stófellds fíkniefnamáls, sem Dagur hefur greint frá, en í því hefur verið Iagt hald á mikið magn af hassi. Maðurinn var í undirrétti dæmdur í gæsluvarðhald til 26. september. Hann áfrýjaði og krafðist ógildingar gæsluvarð- haldsins, en ákæruvaldið krafðist þess að gæsluvarðhaldið yrði lengt til 5. október. Hæstiréttur tók kröfu ákæruvaldsins gilda og lengdi gæsluvarðhaldið. Meðal rannsóknargagna eru útskriftir af umfangsmiklum símhlerun- um sem benda sterklega til þess að kærði tengist fíkniefnainn- Hutningi með refsiverðum hætti. Lögregla og dómarar töldu að hætta sé á að kærði gæti torveld- að rannsókn málsins ef hann endurhcimti frelsi sitt. - FÞG Gengi flestra félaga lækkar Gengi flestra félaga sem viðskipti voru með á Verðbréfaþingi íslands lækkaði í gær og gengi bréfa nokkurra félaga lækkaði umtalsvert. Grandi lækkaði mest félaga á aðallista eða um 9%. Alls voru viðskipti með 31 félag og hækkuðu einungis þrjú en verð á ljórum félögum hélst óbreytt. Mest viðskipti urðu með bréf í Eimskip sem Iækkaði um 1,47%. Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,05% og var lokagildi hennar 1.471 stig og hefur hún ekki verið svo lág áður á árinu. Að því er seg- ir á heimasíðu Kaupþings er talsverður söluþrýstingur þessa dagana á markaði og er ljóst að fjárfestar eru í auknum mæli að selja innlend hlutabréf sín. — SBS. Héraðsdómur í húsnæðisvanda Félag lögfræðinga á Vestfjörðum hefur sent Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráðherra ályktun, þar sem skorað er á ráðherra að bcita sér nú þegar fýrir því að Héraðs- dómi Vestfjarða verði fundið hús- næði sem fullnægir og hæfir starf- semi dómsins. „Þetta er í sjálfu sér einfalt. Það er of þröngt um Héraðsdóm Vest- fjarða," segir Tryggvi Guðmunds- son lögfræðingur, ritari félagsins. „Héraðsdómurinn hefur ekki nægi- legt rými og þá erum við jafnt að hugsa um dómarann og starfslið hans og þá lögmenn sem að mál- unum koma. Aðstaðan er allsendis ófullnægjandi og þyrfti að auka rýmið um minnst 100 til 200 pró- sent,“ segir Tryggvi. — FÞG Sólveig Pétursdóttir. F.í.A. styður norðlenska flugmenn Stjórn Félags íslenskra atvinnuflugmanna hefur sent Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra samþykkt sína um útboð í áætlunar- og sjúkraflugi. Þar kemur fram að F.I.A. styður heils hugar yfirlýsingu sem norðlenskir flugmenn sendu frá sér um mánaðamótin síðustu þar sem krafist er véla með jafnþrýstibúnaði og minnt á nauðsyn þess að hafa miðstöð sjúkraflugsins á Akureyri . Jafnframt Iýsir stjórn F.I.A. furðu sinni á því að gerð sér krafa um tvo flugmenn í flugi frá Akureyri, en svo sé ekki gerð sama krafa um flugmcnn í llugi frá Vest- mannaeyjum eða Vestfjörðum. I Iok ályktunarinnar er þess síðan kraf- ist að ávallt séu tveir menn í áhöfn og báðir flugmenn með réttindi á viðkomandi vél.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.