Dagur - 12.09.2000, Blaðsíða 5

Dagur - 12.09.2000, Blaðsíða 5
X^ur ÞRIÐJUDAGVR 12. SEPTEMBER 2000 - S FRÉTTIR Álit umboðsmaims sagt engu breyta Gísli Guðmundsson stjórnarformaður FLE: Ómar var settur aftur af því hann hefur þekkingu tii að bera og hafði gert þarna marga góða hluti. Umboðsmaður alþing- is skammar utanríkis- ráðuneytið vegna setningar Ómars Kristjánssonar sem forstjóra Leifsstöðvar. Stj ómarformaður stöðvarinnar segir álit umboðsmanns engin áhrif hafa. „Álit umboðsmanns alþingis hef- ur engin áhrif á ákvörðun um ráðningu nýs forstjóra. Þetta er nýtt hlutafélag og álitið er ráðn- ingarmálunum nú algjörlega óviðkomandi," segir Gísli Guð- mundsson, forstjóri B&L og stjórnarformaður Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. (FLE) í samtali við Dag. Umsóknarfrest- ur um stöðu forstjóra FLE renn- ur út á föstudag. Umboðsmaður alþingis komst að þeirri niðurstöðu í nýliðinni viku að tímabundin setning Ómars Kristjánssonar í starf for- stjóra FLE hafi verið aðfinnslu- verð. Gísli er ósammála. „Þegar við í ráðgefandi stjórn FLE kom- um að þessu í fyrra kom strax upp hugmyndin að hlutafélags- væða þetta. Við unnum þetta áfram í samvinnu við stjórn Frí- hafnarinnar og var ákveðið að eitt embætti yrði fyrir báða aðila. Þá þótti ekki rétt að skipa mann í stöðuna til 5 ára, sem yrði kannski að hætta eftir eitt ár og fá biðlaun. Það er ekkert sem er á móti því að setja menn í tví- gang í störf í stað þess að skipa. Ómar var settur aftur af því hann hefur þekkingu til að bera og hafði gert þarna marga góða hluti. Nýr maður hefði verið jafnvel hálfan þennan tíma að koma sér inn í starfið. Okkur þótti þetta besti kosturinn," seg- ir Gísli. Átti að auglýsa Sigurður Jónsson viðskiptafræð- ingur kvartaði til umboðsmanns alþingis yfir þeirri ákvörðun Hall- dórs Asgrfmssonar utanríkisráð- herra að falla frá því að skipa f embætti forstjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á grundvelli auglýsingar og að framlengja setningu Ómars Kristjánssonar um eitt ár frá 1. október 1999. Umboðsmaður taldi ljóst að auglýsa hafi átt embættið laust til umsóknar. Taldi umboðsmað- ur að málsmeðferð sú sem við- höfð var við veitingu embættis- ins yrði lögð að jöfnu við að sett hefði verið í það til reynslu án þess að það hefði nokkurn tíma verið auglýst laust til umsóknar. Fékkst sú ráðstöfun að hans áliti ekki staðist lög. Var það niður- staða umboðsmanns að ráðu- neytið hafi því ekki átt þess kost, eins og atvikum var háttað, að framlengja setningu Ómars í embættið til reynslu án þess að auglýsa embættið laust til um- sóknar þar sem efnisleg og mál- efnaleg afstaða yrði tekin til þeirra umsókna sem bærust. Þögn 11111 tafimar Aðfinnsluvert þótti að utanríkis- ráðuneytið tilkynnti þeim sem sótt höfðu um embættið ekki um fyrirsjáanlegar tafir á afgreiðslu málsins, ástæður þeirra tafa og hvenær ákvörðunar væri að vænta. Umboðsmaður taldi að það yrði að vera hlutverk dóm- stóla að skera úr um hvaða áhrif annmarkar af því tagi sem grein- di í álitinu ættu að hafa. Beindi hann þeim tilmælum til utanrík- isráðuneytisins að það tæki mið af þeim sjónarmiðum sem rakin væru í álitinu við veitingu emb- ætta og annarra opinberra starfa í framtíðinni. - FÞG Ólafur Ragnar Grímsson býður finnskum kollega sínum heim. Forseti Fiimlands kemur Forseti Finnlands, Tarja Halonen og eiginmaður hennar, Pentti Arajárvi koma í opinbera heimsókn til Islands á þriðjudag í næstu viku í boði Ólafs Ragn- ars Grímssonar forseta Islands. I fylgdarliði forsetans verða auk ráðherra áhrifamenn úr finnsku stjórnkerfi. Á fyrsta degi heim- sóknarinnar munu forsetar Finnlands og Islands eiga við- ræður og halda svo frétta- mannafund á Bessastöðum, þar sem snæddur verður hátíðar- kvöldverður. Á öðrum degi verð- ur farið á Þingvelli og í mótttöku borgarstjóra í Höfða, en dag- skránni lýkur með móttöku for- seta Finnlands. Á fimmtudegin- um, síðasta degi heimsóknar- innar, fara forseti Islands og Finnlands saman til Akureyrar þeir kynna sér starfsemi Háskól- ans á Akureyri, UÁ og Samherja og dagskránni Iýkur svo með móttöku sem er öllum opin. Fæni með Norrönu Mun verri nýting hefur verið í farþegaflutningum til íslands og Færeyja með ferjunni í sumar en í fyrra. Fr amkvæmdastj óri Austfars segir erfitt að keppa við ódýru fhigfargjöldin. Jónas Hallgrímsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins Aust- far, segir afkomu vegna siglinga farþegaferjunnar Norrönu verða mun lakari í ár en í fyrra. Farþeg- um fækkaði töluvert milli ára og er ástæðan að mati fram- kvæmdastjórans einkum sú hve aðilar í flugrekstri hafa boðið lág flugfargjöld til og frá íslandi. „Það munar Islendingunum," segir Jónas. „Það er ekld gott að keppa við leiguflugið í dag og það eru umtalsvert færri Islend- ingar. Hópunum hefur stórfækk- að.“ Jónas segir að skoða megi af- leiðingar lágra flugfargjalda á af- komutölum fyrirtækja í flug- rekstri og á þar væntanlega eink- um við tap Flugleiða og Sam- vinnuferða-Landsýnar. Hann segir ómögulegt að mæta verð- þróuninni með lækkun á far- gjöldum í siglingunum. Rekstr- arkostnaður hafi aukist verulega vegna eldsneytisverðs. Olíuverð sé þrefalt hærra í ár en í fyrra og því væri nær lagi að hækka verð- ið fremur en lækka það. í fyrra gekk rekstur Norrönu mjög vel. Þá fóru um 15.500 far- þegar fram og aftur með skipinu en enn liggur ekki fyrir hver heildarfjöldi farþega verður í ár. „Þetta er allt önnur útkoma en var í fyrra,“ segir Jónas án þess að geta sagt um það enn hvort tap verður á rekstrinum. Færeyingar fara ekki síst illa út úr þessari þróun, enda er eignar- hald þeirra um 90% en Islend- ingar eiga 6-8%. Siglingafarþeg- um til og frá Færeyjum hefur einnig fækkað, enda hefur sama þróun orðið á flugmarkaði þar og hér. -BÞ MUdl að ekki fór verr Mikil mildi var að ekki fór verr þegar bifreið fór út af veginum á leiðinni niður Auðbjargarstaða- brekku austanvert á Tjörnesi í gær. Hjón voru í bílnum sem var á talsverðri ferð og missti öku- maðurinn hann út af með þeim afleiðingum að bíllinn valt og kastaðist eina 20-25 metra. Þar stöðvaðist hann og þykir það ganga kraftaverki næst að bíllinn hafi ekki oltið alla leið niður á jafnsléttu, sem er margfalt lengra niður, en snarbratt er þarna allt í kring. Fólkið meidd- ist ekki alvarlega að því er best er vitað en það húkkaði sér far til baka til Húsavíkur áður en Iög- reglan kom á vettvang. Áfram leynd iim starfslok Á fundi framkvæmdastjórnar VMSI í gær var engin ákvörðun tekin um það hvort aflétta eigi þeirri leynd sem verið hefur á innihaldi starfslokasamningsins sem gerður var við Björn Grétar Sveinsson fyrrverandi formann sam- bandsins. Hervar Gunnarsson ritari VMSI segir að lög- maður sambandsins muni svara lögmanni stéttarfélagsins Samstöðu um málið en félagið hefur ítrekað reynt að fá Björn þennan samning. Hervar segir að þetta mál sé löngu kom- Grétar. ið út af borði framkvæmdastjórnar sambandsins. í gærkvöld hófst fundaherferð um landið á vegum vinnuhópsins sem unnið hefur að sameiningu VMSI, Þjónustusambandsins og Landssam- bands iðnverkafólks en fyrsti fundurinn var á Suðurlandi. Svo virðist sem þessi sameiningarvinna hafi gengið vel fyrir sig það sem af er. í það minnsta telur ritari VMSI að menn séu þegar eitthvað á undan áætlun. Stefnt er að því að þessari vinnu ljúki eigi síðar en um miðjan næsta mánuð. Hins vegar virðist enn vera óljóst hver muni verða fyrsti formað- ur þessa nýja sameinaða sambands „ófaglærðs" verkafólks. - GRH Vegna viðtals við Þorstein Má Grétar Mar formaður Farmanna og fiskimannasambands íslands hafði samband við blaðið og vildi koma á framfæri tveimur athugasemdum vegna viðtalsins við Þorstein Má Baldvinsson sem birtist hér í blaðinu um helgina. I fyrsta lagi gerir Grétar athugasemd við þau ummæli Þor- steins að Grétar sé hluthafi í útgerð kvótalauss skips. Þetta er ekki rétt að sögn Grétars, því hann er ekki lengur hluthafí í þessari útgerð. Hann hætti því þegar hann tók við núverandi starfi hjá FFSI. I öðru lagi vill Grétar að það komi fram vegna ummæla Þorsteins um að Grétar hafi verið kærður fyrir „stórfelld afbrot“ að sýslumaðurinn í Keflavík hafí fengið til umljöllunar kæru Fiskistofu á hendur sér og ekki séð ástæðu til að aðhafast frekar í málinu. Málið hafi snúist um 300 kg af flökum um borð í skipi og það geti varla talist „stórfelld afbrot". LÍN tekur rafrænan áfanga Forsvarsmenn Lánasjóðs íslenskra námsmanna og Form.is undirrituðu í gær samning sem gerir viðskiptavinum kleift að nálgast eyðublöð sjóðs- ins á Netinu, fylla þau út og senda til baka með raffænum hætti. Lána- sjóður íslenskra námsmanna er fyrsti aðilinn sem kynnir þessa nýjung í samstarfí við Form.is. Jafnframt var í morgun opnaður upplýsingavefur Form.is (www.form.is) þar sem hægt er að kynna sér til hlítar þá þjón- ustu sem fyrirtækið mun veita.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.