Dagur - 12.09.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 12.09.2000, Blaðsíða 6
6 - l'RIDJVDAGVR 12. SEPTEMBER 2000 ÞJÓÐMÁL TDfeMwr Útgáfufélag: DAGSPRENT Útgáfustjórl: eyjólfur sveinsson RítStjÓrÍ: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: BIRGIR GUÐMUNDSSON Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK ÓG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Simar: 460 6ioo OG soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 KR. Á MÁNUÐl Lausasöluverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: karen@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍK)563-i6i5 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍKJ563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Simbréf ritstjórnar: 460 6171 (AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Það geríst ekld hér í íyrsta lagi Mótmælaalda gegn okri á bensíni og olíu berst nú frá einu landinu til annars. Upptökin voru í Frakklandi þar sem eig- endur skipa og vörubíla trufluðu samgöngur til og frá Frakk- landi dögum saman eða þar til franska ríkisstjórnin féllst á að lækka verulega þá skatta sem ríkið leggur á þessar nauðsynja- vörur. Þetta varð Bretum fordæmi til aðgerða sem hafa haft mikil áhrif á bensínsölu þar í landi þótt ríkisstjórnin neiti enn að láta undan þrýstingnum. Alíka aðgerðum er spáð í fleiri Evrópulöndum á næstunni, en hér á landi láta eigendur bíla og skipa okrið yfir sig ganga. í öðru lagi Mikið er gumað af alþjóðavæðingu sem tryggi heimsbyggðinni frjáls viðskipti. Slíkt er algjört öfugmæli þegar Iitið er á ffam- Ieiðslu og sölu olíu og bensíns. Þau ríki sem selja olíuna hafa fyrir löngu rottað sig saman í einokunarsamtökunum OPEC og ákveða þar hversu mikið eigi að setja á markaðinn hveiju sinni til að halda uppi háu verði. Þessi einokunarstarfsemi er andstæð öllum heilbrigðum viðskiptaháttum og yfirlýstri stefnu að auka frelsi í viðskiptum. I reynd er OPEC lokaður einokunarhringur sem ræður framleiðslu og þar með verðlagi á olíu í heiminum með þeim miklu áhrifum sem slíkt hefur á hagvöxt og efnahagslegan stöðugleika. Það ætti að vera mark- mið þeirra sem vilja aukið frelsi í alþjóðlegum viðskiptum að bijóta þennan einokunarhring á bak aftur. Iþriðjalagi Hitt er annað mál að vestrænar ríkisstjórnir eru ekki heldur með hreinan skjöld. Þær leggja ofurskatta á bensín og olíu eins og bíleigendur hér á landi þekkja. Þannig fer mikill meiri- hluti af verði hvers einasta bensínlítra í sjóð fjármálaráðherra landsins - og þær tekjur aukast þegar bensínverðið hækkar. Brýnt er að hemja þessa skattheimtu og miða hana við verðlag á hveijum tíma. Ríkið ætti þannig að lækka bensínskattana þegar verðið er í óþolandi hátt, eins og nú er, en hækka þá aft- ur við verulega verðlækkanir. Elías Snæland Jónsson Nýjarlínur Það eru merkileg pólitísk tíð- indi seni gerast þessa dagana. Geir Haarde varaformaður Sjálfstæðisflokksins er orðinn gagnrýnandi hermangsins. A sama tíma er sjálfur yfirmaður Sölunefndar varnaliðseigna og helsti talsmaður Varðbergs til margra ára orðinn svo mikill rauðliði að hann nánast froðu- fellir við það eitt að fálkanum í merki Sjáflstæðisflokksins er veifað fyrir framan hann. Það er engu líkara en að Átján barna faðir í Álfheimum hafi gert innrás í íslensk stjórnmál og plantað sér með sérstæðum hætti vítt og breitt í flokkakerf- inu. Umskipting- arnir skjóta þan- nig upp kollinum í hverjum flokk- inum á fætur öðrum, sérstak- lega þeim flokk- um þó þar sem lítið hefur verið um þá til þessa. í upphafi alda Þótt merkilegt megi virðast er það síminn sem verður okkur eyjaskeggjum enn einu sinni að stórpólitísku deiluefni. Það fer að verða viss passi í byrjun hverrar aldar að upp komi magnaðar símadeildur, nema hvað að þessu sinni er það ekki Marconi eða Mikla nor- ræna sem eru í aðalhlutverk- um heldur eru það Landsím- inn og Lína.net. Nú ríða menn ekki í hópreið til Reykjavíkur til að mótmæla ritsímanum heldur hrópa menn einfald- lega hver á annan og upp- nefna. Símafyrirtækin eru orð- in að stórpólitískustu fyrir- tækjum íslenskrar stjórnmála- sögu og eiginlega þau einu í V dag sem alveg grímulaust stilla sér upp sem framlenging á stjórnmálanokkum. Stjórnmál snúast ekki lengur um hægri eða vinstri eða rétt eða rangt. Línan kemur ekki lengur frá verkalýðsfélögum eða sérstök- um Ilokksþingum og jafnvel ekki frá Moskvu eða Was- hington heldur. Nú kemur nokkslínan frá sérstökum línu- fyrirtækjum, fý'rirtækjum sem sérhæfa sig í línulögnum fyrir fjarskipti framtíðarinnar. Ekki á óvart Þess vegna á það ekki að koma á óvart þótt varaformaður Sjálfstæðis- flokksins geri grín að því að framsóknar- maðurinn, for- stjóri Sölu- nefndar varn- arliðseigna og meðlimur í öldungaráði Varðbergs skuli hafa skoðanir. Og því ættti það heldur ekki að koma á óvart þótt þessi sami framsókn- armaður sé nú lentur í slagtogi með gömlum kommúnistum og rauðsokk- um, þrátt fyrir að fyrir örfáum misserum hafi hann verið tal- inn hægra megin við hægri arminn í sínum flokki. Þessar hefðbundnu pólitísku skipt- ingar milli hægri og vinstri og milli herstöðvaandstæðinga og Varðbergsmanna eru einfald- lega orðnar úreltar. Nýjar línur hafa verið Iagðar af símanum og Línu.neti. Það eru þær lín- ur sem skipta máli í íslenskri pólitík í dag. -GARRI Alfreð Þorsteinsson. r » v JÓHANNES tm SIGURJÓNS- I w SON Hh’' 4*"*»*~. SKRIFAR Ibúar á Eyrarbakka halda því staðfastlega fram að starfsmenn á Litla-Hrauni fylgist með ferð- um þeirra, einkum ferðum þeirra á klósettið, með fulltingi lang- drægra eftirlitsmyndavéla. Þess- ar vélar munu fyrst og fremst vera hannaðar og keyptar í því augnamiði að fylgjast með því að meðalhegðun fanga á Hrauninu sé skikkanleg, að þeir til dæmis brjótist ekki út í tíma og ótíma eða gera þau stykkin sem varða við lög, innan múra sem utan. Ljótt er ef satt er og raunar hefur ekkert verið sannað í þess- um efnum. Þannig er forstjóra fangelsisins ekki kunnugt um að starfsmenn þar hafi notað eftir- litsmyndavélar stofnunarinnar til persónunjósna utan hennar. 1984 Það er auðvitað á vissan hátt dá- lítið grátbroslegt ef gæslumenn hættulegustu glæpamanna á ís- Stdrí bróðir á Litla-Hrauni landi hafa ekkert þarfara að gera 1 vinnutímanum en fylgjast með salernisrápi sak- lausra íbúa Eyrar- bakka. En bendir þó til að ástand mála sé nokkuð gott á Litla- Hrauni, að minns- ta kosti meðal fanga, fyrst ekki þykir ástæða til að beina að þeim myndavélum nema kannski rétt á meðan íbúar á Eyrarbakka eru í sumarfríi og því fátt fróðlegt áhorfunar á heimilum þeirra og aungvar ldósettferðir í augsýn. En auðvitað er þetta grafalvar- legt mál. Og fer ekki hjá því að upp í hugann komi bókin „Nítján hundruð áttatíu og fjögur“ sem George Orwell skrifaði árið 1948. Þar var einkalíf aumingja Winston Srnith, sem og allra annarra Eyrbekkinga sögunnar, undir stöðugu eftirliti. „Big brother is watching you“, eða Stóri bróð- ir fylgist með þér, mátti hvarvetna lesa á skiltum og skjám. Og allir voru frá morgni til kvölds í sjónlínu eftirlits- myndavélanna. Ólöglegt áhorf Nú er ástandið vissulega betra á ís- landi og Eyrarbakka en í ímynd- uðu framtíðarríki Orwells þar sem sannleiksráðuneytið og hugsanalöggan fóru hamförum. En hér er að mörgu að hyggja. Um sama leyti og fréttir bárust af mcintri glápfíkn fangavarða á Litla-Hrauni, mátti sjá í sjón- varpi upptökur úr eftirlitsmvnda- vélum, þar sem ungir pörupiltar voru að skeyta skapi sínu á bif- reiðaflökum, brjótandi rúður og beyglandi bretti. Þessir kónar voru grunlausír undir vökulu auga linsunnar við sína þokka- legu iðju, á sama hátt og sóma- fólkið á Eyrarbakka við sín þjóð- þrifastörf á heimilinu. En fyrr- nefnda upptakan var reyndar lögleg, hin ólögleg ugglaust. Og þegar ekið er um vegi landsins, má hvarvetna sjá skilti sem minna ökumenn á löglegu eftirlitsmyndavélarnar. Stóri bróðir fylgist sem sé víða með á Islandi og á eftir að gera það í auknum mæli. Því það er alveg morgunljóst að notkun eftirlits- myndavéla á eftir að aukast stór- lega á ýmsum sviðum og víða ef- laust til góðs. Málið er að missa ekki tökin á þessu. Arið 1984 er að baki og framtíðarsýn Orwells hefur ekki ræst, nema að hluta í vissum heimshlutum. En það er aldrei of varlega farið. X^MT Hafa möguleikar tiýrra oðila til að hefja rekstur í sjávarútvegi ekki þrengst meira en gerst hefurí öðrum greinum, svo sem fjölmiðlun og matvöruverslun ? Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja hf. heldur þess- um sjónarmiðum fram í viötali í helgarblaði Dags um helgina. Sigmundur E. Ófeigsson, framkvæmdostjóri Matbæjar. “I dag getur enginn með auðveldum hætti hafið rekstur mat- vöruverslunar - það er nánast ekki hægt fremur en að helja rekstur sjávarútvegsfyrirtækis. 1 rekstri matvöruverslunar þarf nú aðgang að vörudreifingarmiðstöð og góða staðsetningu fyrir verslun. Hvort tveggja er dýrt. Einnig er nauðsynlegt að vera með keðju verslana til þess að ná hagkvæmni stærðarinnar. Því get ég vel tekið undir þessi sjónarmið." óhann Arsælsson, ritigmaðwSamjýlkingar. “Nei, hreint ekki. Svona einokunará- stand er ekki í neinni annarri grein. Ef menn ætla að stofna nýtt sjávarútvegsfyrir- tæki eru veiðiheimildir seldar á jaðarverði sem er svo hátt að fjár- festingar í öðrum atvinnugreinum eru allar skynsamlegri. Ný fyrir- tæki í sjávarútvegi geta því ekki orðið til. Undantekningin er út- gerð smábáta. Ástæðan fyrir þeirri nýliðun er að þar hefur eina gatið verið á kvótakerfinu. Þarna hefur eina lífsvon margra sjávarplássa verið og hefði þetta gat ekki verið á kerfinu væru þau nú í eyði.“ Tryggvi Tryggvason, forstödtmiaóurá viðskiptastofu Lands- banka íslands. “Eg tel að þröskuldar fyrir nýja aðila til að hefja rekstur í sjávar- útvegi séu ekki hærri en gerist í öðrum greinum og út frá hagkvæmnissjónarmiðum þyrfti samþjöppun eignarhalds í sjávar- útvegi að vera meiri en hún er í dag. Sú samþjöppun sem hefur orðið í öðrum atvinnugreinum á síðustu árum hefur vissulega þrengt möguleika nýrra aðila til að hasla sér völl, en hefur þó að mínu mati lækkað verð og komið neytendum til góða.“ Arthúr Bogason, formaðurLandssambands smábátaeig- enda. “Aðstaða manna til þess að hefja rekstur í sjávarútvegi í dag er ekki samanburðar- hæf miðað við að- stæður fyrir 15 til 20 árum. Þá gátu menn byrjað með nánast tvær hendur tómar, en nú þarf klókindi til að hefja rekstur í greininni - cf þú ert ekki þeim mun ljáðari fyrir. Mér finnst ósennilegt að aðgengi hafi þrengst annars staðar jafn mikið og í sjávarútvegi."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.