Dagur - 12.09.2000, Blaðsíða 9

Dagur - 12.09.2000, Blaðsíða 9
 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2000 - 9 ÍÞRÓTTIR Meistaraheppnin með KR-ingiun Gudmundur Benediktsson og Andri Sigþórsson fagna sigrinum gegn Eyja- mönnum. íslands- og bikarineist arar KR eru komnir með aðra hendina á ís- landshikarinn eftir 1-0 sigur á Eyjamönnum á sunnudaginn. Fyllds- menn töpuðu 2-lgegn GrindvíMngum í Grindavík og misstu þar með toppsætið sem þeir hafa haldið lengst af sumars. Það má segja að meistaraheppnin hafi gengið í lið með Islands- og bikarmeisturum KR-inga í næst síðustu umferð Landssímadeildar karla sem fram fór á fyrrakvöld. KR-ingar mættu þá Eyjamönnum á KR-velIinum, þar sem glæsilegt sjálfsmark Hjalta Jónssonar réði úrslitum leiksins. Fyrir umferðina áttu þrjú Iið, Fylkir, KR og ÍBV öll möguleika á íslandsmeistaratitlin- um, en með tapinu hafa Eyjamenn endanlega misst af lestinni. A sama tíma tapaði topplið Fylkis sínum þriðja deilarleik á tímabil- inu, þegar þeir mættu vængbrotn- um en frískum Grindvíkingum á Grindavíkurvelli, þar sem heima- liðið hafði 2-1 sigur og kom sér þægilega íyrir í fjórða sæti deildar- innar, tveimur stigum á eftir Eyja- mönnum, sem eru í þriðja sæti. Með sigri í Grindavík hefðu Fylkis- menn komið sér þægilega fyrir í toppsætinu með eins stigs forskot á KR-inga fyrir síðustu umferðina, þegar þeir fá lið Skagamanna í heimsókn, en í staðinn þurfa þeir að treysta á hagstæð úrslit úr leik KR-inga gegn Stjörnunni í Garða- bæ. Það er ljóst að Stjarnan, sem ennþá er með falldrauginn í eftir- dragi, mun þar ekkert gefa eftir og sama er að segja um KR-inga sem vegna markahlutfalls dugar ekkert annað en sigur til að tryggja titil- inn, svo framarlega sem Fylkis- menn vinna IA í Arbænum. Það stefnir því í mikla spennu á laugar- daginn, þar sem KR-ingar eru komnir með aðra höndina á Is- Iandsbikarinn, en á móti toga Ar- bæingarnir, sem hafa haldið topp- sæti deildarinnar lengst af sumri. KR-tngax tóku áhættu Leikurinn á KR-vellinum var þrunginn spennu frá upphafi til enda, þar sem liðin skiptust á að sækja. KR-ingar stilltu upp þriggja manna varnarlinu og jafnmarga í fremstu víglínu og tóku þar með ákveðan áhættu, gegn þeim Stein- grími Jóhannessyni og Baldri Bragasyni í fremstu víglínu Eyja- manna. Færin Iétu þó á sér standa og það sem slapp í gegn lenti í ör- uggum höndum Kristjáns Finn- bogasonar, eins og hinum megin á vellinum, þar sem Birkir Kristins- son átti einnig góðan leik. Lengst af leit því út fyrir jafntefli í jöfnum og spennandi Ieik þar sem Eyja- menn voru ívið grimmari í seinni hálfleiknum, sérstaldega eftir að Tómasi Inga hafði verið skipt inná í sókn Eyjamanna. Það var svo á 77. mínútu sem Hjalti Jónsson, skorar áðurnefnt sjálfmark og tryggir KR-ingum þar með þennan mikilvæga sigur sem gæti ráðið úr- slitum í deildinni. Dæmd var horn- spyrna á Eyjamenn, sem Guð- mundur Benediktsson tók og föst fyrirgjöf hans út í teiginn barst beint til Hjalta, sem átti glæsilegan skalla beint í markvinkilinn Qær, algjörlega óverjandi fyrir Birki Kristinsson, markvörð. Lykiliiieiin í leikbaimi Eins og áður sagði var lið Grind- víkinga hálf vængbrotið, þar sem þrír lykilmenn liðsins þeir, Sinisa Kekic, Scott Ramsey og Guðjón Asmundsson voru allir að taka út leikbann, auk Milans Jankovic, þjálfara. Það hafði þó lítil áhrif á leik liðsins, sín sýndi einn sinn besta leik í sumar og vann verð- skuldaðan 2-1 sigur á andlausum Fylkismönnum. Olafur Stafán Fló- ventsson skoraði bæði mörk Grindvíkinga og það fyrra strax á 5. mínútu leiksins, sem virtist slá taugatrekkta Fylkismennina út af laginu. Ekki batnaði ástandið þeg- ar Ólafur bætti við seinna markinu tólf mínútum síðar og sló þar með öll vopn úr höndum Arbæjarliðs- ins. Grindvíkingar voru mjög frísk- ir í leiknum og voru skrefinu á undan gestunum allan leikinn, að undanskildu skrefinu sem Gylfi Þór Einarsson þurfti til að minnka muninn í 2-1 á 85. mínútu. Þar með eru Grindvíkingar komnir í fjórða sæti deildarinnar og eiga möguleika á bronssætinu ef þeir vinna IBV í síðustu umferðinni á Iaugardaginn. Staðan á botninum er ekki síður spennandi eftir leiki umferðarinn- ar, því falllið Leifturs gerði sér lítið fyrir og vann 2-1 sigur á Frömur- um, sem þar með sitja með sárt ennið í næst neðsta sæti með 16 stig, einu stigi á eftir Blikum og Stjörnunni sem gerðu 3-3 jafntefli á Kópavogsvelli á sunnudaginn. Falldraugurinn eltir því öll liðin inn í síðustu umferðina þar sem Framarar mæta Blikum og Stjarn- an KR eins og áður sagði. Keflvík- ingar sigla aftur á móti lygnan sjó með 19 stig í 6. sætinu eftir 2-2 jafntefli gegn ÍA á Skaganum og mæta Leiftri í síðustu umferðinni í Keflavík. Skagamenn sem eins og áður sagði mæta Fylki í Arbænum á laugardaginn, sigla einnig Iygnan sjó í deildinni, eru þar áhyggju- lausir í 5. sætinu með 26 stig. United enduxheimti toppsætið Jaap Stam meiddist enn einu sinni og óvíst að hann geti leikið með United í meistaradeiidinni á morgun. Meistarar Manchester United, sem mæta belg- íska liöinu Anderledit í Meistaradeild Evrópu á morgun, endur- heimtu um helgina toppsætið í ensku úr- valsdeildiuni meö 3-0 sigri á Sunderland. Eiður Smári vermir enn varamannabekk- inn hjá Chelsea þrátt fyrir algjört andleysi í sóknarleik liðsins. Meistarar Manchester United endurheimtu um helgina toppsæt- ið í ensku úrvalsdcildinni, þegar þeir unnu öruggan 3-0 á Sunder- land á Old Trafford, þar sem enn eitt aðsóknarmetið var sett um helgina. Þeim tókst þó ekki að hrista af sér spútniklið Leicester, sem á sama tíma vann 1-0 sigur á Southampton, með marki Gerry Taggart, og er Leicesterliðið þar með öllum á óvænt komið í annað sæti deildarinnar með jafnmörg stig og United, eða ellefu, en mun lakara markahlutfall. Bæði Iiðin eru taplaus í deildinni, hafa unnið þrjá leiki og gert tvö jafntefli. Tveiuia hjá Scholes Paul Scholes gerði tvö mörk fyrir United, það fyrra á 14. mínútu eft- ir sendingu frá David Beckham og það seinna á 82. mínútu, sex mín- útum eftir að Teddy Sheringham hafði komið United í 2-0. Alex Ferguson var að vonum ánægður með sína menn og hældi Scholes sérstaklega fyrir góðan leik. „Liðið lék reyndar allt mjög vel og gaman að sjá hve margir komu að undir- búningi markanna, sérstaklega því fyrsta," sagði Ferguson, sem hugs- anlega þarf að breyta byijunarliði sínu fyrir meistaradeildarleikinn gegn Anderlecht á morgun, þar sem varnaijaxlinn Jaap Stam þurfti að yfirgefa völlinn á Iaugardaginn vegna meiðsla í lok fyrri hálfleiks. Eymsli í hæl eru nú aftur að hrjá Stam, eins og í lok síðasta tímabils og kennir Ferguson því um að völl- urinn hafi verið of harður. Stam lék nú sinn fyrsta Ieik eftir hásin- armeiðsli og ólíklegt að hann verði klár í meistaradeildarslaginn á morgun. Þrátt fyrir miðvarðar- vandræðin ætti Ferguson að geta stillt upp heilsteyptu liði gegn Anderlecht. „Eg færði Gary Neville inn á miðjuna á laugardag- inn eftir að Stam meiddist og hann Ieysti stöðuna mjög vel af hendi. Sama er að segja um Mikael Silv- estre, hann hefur leikið mjög vel í bakvarðarstöðunni, þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur af varnar- leiknum," sagði Ferguson. Peter Reid, framkvæmdastjóri Sunderland, hældi liði United á hvert reipi eftir leikinn á Old Traf- ford og sagðist ekki eiga von á öðru en það vinni titilinn aftur í vetur. „Liðið er frábært og örugglega það langbesta í ensku deildinni," sagði Reid. Teddy Sheringham, sem skoraði sitt þriðja mark í tveimur síðustu leikjum, er einn þeirra leikmanna sem Ferguson hældi sérstaklega eftir Sunderlandleikinn. „Teddy er einn af þeim leikmönnum sem aldrei gefst upp. Hann heldur alltaf áfram að berjast og aldurinn virðist enginn áhrif hafa á hann, eins og oft gerist mcð framheija á hans aldri,“ sagði Ferguson. Eiðiir Smári enn á bekknum Newcastle, sem var í toppsæti deildarinnar fyrir leiki helgarinnar, féll niður í þriðja sæti eftir marka- laust jafntefli á heimavclli gegn Chelsea, þar sem Eiður Smári Guðjohnsen þurfti enn einn leik- inn að verma varamannabekk Chelsea, þrátt fyrir algjört andleysi í sóknarleik liðsins. Þeir fengu þó sín færi og þá sérstaklega Tore Andre Flo sem voru mjög mislagð- ar fætur, eins og oft áður. Besti maður leiksins var án efa Kieron Dyer hjá Newcastle og áttu varnar- menn Chelsea í mesta basli með kappann, sem átti toppleik á kant- inum, þar sem hann dældi inn á Alan Shearer sem gerði atlögu að sínu 201. deildarmarki á ferlinum. Chelsea hefur ekki unnið leik síð- an í fyrstu umferðinni og hefur síðan gert þijú jafntefli og tapað einum. Sóknarleikur liðsins er máttlaus og maðurinn sem ætti að geta hresst upp á hann, það er að segja Eiður Smári, látinn verma varamannabekkinn alla leiki. Vi- alli, stjóri Chelsea, virðist ekki treysta íslendingnum og hefur nú gert tilboð í brasilíska framherjann Savio frá Evrópumeisturum Real Madrid og er talið líklegt að tilboð- inu verði tekið. Hamann stjama Iiverpool Liverpool sem er í fjórða sæti deildarinnar með tíu stig, eða jafn- mörg og Newcastle, vann 3-2 sigur á nýliðum Manchester City á Anfi- eld Road, þar sem markahrókur- inn Michael Owen kom heimalið- inu á bragðið með fyrsta marki leiksins á 11. mínútu. Lið City, sem hefur komið mjög á óvart gegn sterkari liðum deildarinnar, átti alla vega skilið jafntelli í leikn- um og var óheppið að missa af því, þegar stjarna Ieiksins, Dietmar Hamann, skoraði sitt annað mark í leiknum á 82. mínútu og tryggði þar með heimaliðinu öll stigin. Aður hafði Hamann komið Liver- pool í 2-0 á 55. mínútu, áður en þeir George Weah og Kevin Hor- lock tókst að jafna fyrir City. Arsenal féll niður í fimmta sæti deildarinnar eftir 1-1 jafntefli á útivelli gegn Bradford þar sem Ste- art McCalI náði forystunni fyrir Bradford á 10. mínútu. Þrátt fyrir Ijölda marktækifæra tókst stjörn- um Arsenal aðeins að jafna Ieik- inn, en markið gerði hinn nítján ára gamli Ashley Cole á 66. mín- útu, hans fyrsta mark með aðalliði Arsenal. Nilis tvíbrotimi Hermann Hreiðarson og félagar hjá Ipswich, máttu þola þriðja tap sitt í deildinni, þegar þeir lágu 1 -2 gegn Aston Villa á heimavelli sín- um, Portman Road. Villa komst í 0-2, með mörkum Lee Hendrie og Dion Dublin áður en heimaliðinu tókst að svara fyrir sig. Það var Heiðar Hermannson, sem átti heiðurinn af marki Ipswich, sem Marcus Stewart skoraði á lokamínútu leiksins eftir fyrirgjöf frá Eyjamanninum. Það setti leiðinlegan svip á leik- inn að Belginn Luc Nilis, fótbrotn- aði illa strax á íjórðu mínútu, þeg- ar hann lenti í samstuði við Ric- hard Wright, markvörð Ipswich og er brotið það slæmt að Nilis sem í sumar var keyptur til Villa ffá PSV Eindhoven, verður örugglega ekk- ert meira með á leiktímabilinu. Hægri fóturinn var tvíbrotinn við hné og tvísýnt hvort Nilis nær aft- ur nægum bata til að leika knatt- spyrnu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.