Dagur - 12.09.2000, Blaðsíða 13

Dagur - 12.09.2000, Blaðsíða 13
12- ÞRIÐJVDAGVR 12. SEPTEMBER 2000 Tkypr ÞRIDJVDAGVR 12. SEPTEMBER 2000 - 13 FRÉTTASKÝRING L HEIÐUR HELGA- DOTTIR SKRIFAR „Saga tilrauna til efl- ingar atviimulífs í Ólafsfirði er ein löng sorgarsaga, allt frá byggingu Fiskiðjuvers Ólafsfjarðar um 1945 fram á þeuuau dag. Lítið hefur miðað í því að auka fjölhreytni í atviuuulifinu og í rauu má segja að eng- in tilraunanna hafi tekist“ „Brostnar vonir - Yfírlit yfir fyrir- tæki sem Olafsfjarðarbær hefur lagt lið“. Undir þessum titli rek- ur Danfel Jakobsson í B.S. ritgerð sinni úr viðskipta- og hagfræði- deild HI, í stórum dráttum til- raunir Olafsfirðinga til að auka íjölbreytni f atvinnulífinu síðan 1945, þegar Ólafsfjörður fékk kaupstaðarréttindi. Sérstaklega kannar hann aðkomu bæjarsjóðs að þessum málum, sem lengst af virðist hafa verið ein sorgarsaga. Aræðið og kappið skorti sann- arlega ekki. Auk fyrirtækja f hefðbundinni útgerð og fisk- vinnslu var fjárfest í fjölda þjón- ustu- og framleiðslugreina: Nið- ursuðuverksmiðju, sjávarnasli, kavíarverksmiðju, keramikverk- smiðju, iðngörðum, hóteli, svepparækt, dekkjasólningarverk- stæðí, loðdýrum, bakaríi, eininga- húsum, fgulkerjum, grásleppu- vinnslu, myndböndum/tónhönd- um og laxeldi oftar en einu sinni, svo það helsta og stærsta sé nefnt. Hugmyndir um byggingu iímtréssamsetningarverksmiðju, vélasamsetningarverksmiðju og stálhúsgagnagerð komust hins vegar aldrei af stað. Byrjað á öfugiun enda Daníel segir eflaust ýmsar ástæður til þess að þessar tilraun- ir gengu ekki. Margar þeirra hafi verið fagmannlega unnar og mik- ið í þær lagt að mörgu leyti. „I öllum tilvikum finnst mér hins vegar hafa vantað upp á að skoða sölumöguleika vörunnar betur. Þótt markaðir hafí verið kannaðir þá var ekki búið að skilgreina í fyrirtækjunum hverjum átti að selja, hvar átti að staðsetja sig á markaðnum og hvers vegna um- rædd fyrirtæki ættu að geta selt sína vöru frekar en aðrir. Það virðist hafa verið ríkjandi sjónar- mið að ef framleiðslan heppnað- ist þá myndi varan seljast. Segja mætti að byrjað hafi verið á öfug- um enda. Nær hefði verið að skilgreina þörfina fyrst og spyrja sig: Hvar, hverjum, hvernig og á hvaða verði ætlum við að selja?" Viljmn boríð skynsemina of- urUði Daníel telur viljann til umbóta Ein allsherj ar sorgarsaga Niðursuðuverksmiðja, sjávarnasi, kavíarverksmiðja, keramik, iðngarðar, hótel, svepparækt, dekkjasólningarverkstæði, loðdýr, bakarí, ígulker og fleira er meðal þess sem reynt hefur verið í atvinnusköpun í Úlafsfirði. Iíka stundum hafa borið skyn- semina ofurliði. „Með því meina ég að svo mikið var lagt upp úr því að skapa atvinnu í bænum, að þegar tekin hafði verið ákvörðun um að athuga hvort hagkvæmt kynni að vera að fara út í fram- leiðslu, var ekki lagt nægjanlega hlutlaust mat á rekstrarforsend- ur. I óskhyggju var dæmið reikn- að þannig að þetta sýndist hag- kvæmt. Með því er ég ekki að segja að rekstrarforsendur hafi verið vonlausar heldur að menn hafi ekki farið nógu varlega í áætlunum og ekki varað sig nógu vel. Því hafi verið kappkostað að koma fyrirtækjunum af stað frek- ar en að fullhanna viðskiptahug- myndina. Þannig hafi verið hægt að minnka áhættuna áður en reksturinn fór af stað“, sagði Daníel. Gefast aldrei upp Ólafsfírðing ar hafa þó hreint ekki gefist upp. „Ef til vill má eygja breytingu til batnaðar" seg- ir Daníel. Því á þessu ári og því síðasta hafi 3 fyrirtæki tekið til starfa á sviði fjarvinnslu. Mikið sé að gera í yfirbyggingum slökkvibíla og mikill sóknarhugur í forsvarsmönnum fyrirtækisins Múlatinds, sem starfað hefur af fullum krafti síðan 1994. Og ferðamannastraumurinn hafi aukist með tilkomu sumarhúsa við hótelið. Allar þessar tilraunir telur Daníel af hinu góða. A þær sé hins vegar komin Iftil reynsla og verði forvitnilegt að sjá hvort þetta verði varanlegir þættir í at- vinnulífinu. Við heimildaöflun segist Danfel mikið hafa stuðst við bæjarblað Ólafsfírðinga, Múla, og önnur dag- hlöð. Saga Ólafsljarðarkaustaðar - Hundrað ár í horninu - eftir Frið- rik G. Olgeirsson sagnfræðing hafí einnig komið að góðu gagni og bæjarritari Olafsljarðar og ýmsir fleiri hafi verið hjálplcgir. Niöur - upp - niður Atvinnusaga Ólafsfjarðarbæjar skiptist gróílega í þrjú tímahil: Hnignun og atvinnuleysi 1945- 1960, þegar íbúum sem voru um 900 í byrjun fækkaði. Uppgangs- tímar hófust um 1960 og bæjar- húum fjölgaði um meira en þriðj- ung næstu 25 árin, í yfir 1.200 manns. Kvótakerfið (1984) færði Ólafsfsfirðingum svo nýja erfiö- leikatíma. Itrekaðar tilraunir til að auka fjölbreytni atvinnulífsíns mistókust og skildu lítið eftir nema skuldir. Og Ólafsfirðingum fækkaði aftur, sérstaklega sfð- ustu 4-5 árin. Ótrúlegar framfarir á hálM öld Rifja má upp að Ólafsfjörður komst ekki í vegasamband fýrr en 1947 um Lágheiði, og þá aðeins á sumrin, en Múlavegur kom á sjöunda áratugnum. Hafnarskil- yrði voru líka svo léleg að útgerð var illmöguleg stóran hluta árs- ins. A vctrum var því mikið at- vinnuleysi svo jafnvel þriðjungur vinnandi manna (100-170) varð að leita annað eftir vinnu. Bæjarstjórn Ólafsfjarðar ætlaði sér drjúgan hlut í „Nýsköp- unarævintýrinu" og fór fram á stuðning til: Kaupa á togara, 120 tonna bátum, síldarverksmiðju, niðursuðuverksmiðju og fullkom- innar jarðýtu. En stjórnvöld daufheyrðust við kröfunum. Bær- inn stóð þó í stórræðum á árun- um 1942-49; byggði rafveitu, hitaveitu (fyrstu 25 m laug á landinu), barnaskóla og hóf hafn- argerð og byggingu niðursuðu- verksmiðju, sem endaði með ósköpum. í 16.000 tonn og aftur á nuUið Um 1960 hófust uppgangstímar. Þrír 100-200 tonna bátar eru keyptir. Hafnaraðstaða er orðin það góð að ekki þarf Iengur að fara með báta og skip til Akureyrar í ill- viðrum. Fiskvinnsla í landi jókst til mikilla muna. Hraðfrystihús MG tók til starfa 1962 og var um árabil með 150 manns í vinnu. Þrír enn stærri bátar bættust við á sjöunda áratugnum. Frystihús (HÓ og MG) samein- uðust um kaup á togara firá Japan 1992, með stuðningi bæjarsjóðs. Ari seinna keypti Sæberg h/f ann- an togara og sá þriðji bættist í flot- ann 1979. Enda jókst botnfiskafli til vinnslu á Ólafsfirði jafnt og þétt upp í' 16.000 tonn 1981, hvar af 3/4 voru þorskur. Ahrifa skrap- dagakerfisins fór þá að gæta 1984 er afli til vinnslu á Ólafsfirði kom- inn niður í 10.000 tonn. Erflðleikar með kvótanum Með Kvótakerfinu 1984 hófust aítur erfiðleikatímar á Ólafsfirði. Flotinn stækkaði áfram til 1993 þegar skráðir voru þar 5 togarar, 15 bátar og 34 trillur. En aðeins 2 togaranna lönduðu til vinnslu í landi. Minna og minna hráefni harst til vinnslu. Frystihúsin gengu því illa, sem endaði með því að HÓ keypti MG 1989. En „risinn" stóð á brauðfótum vegna mikilla skulda (240 m.kr.) og árið eftir keypti Sæberg hf. fyrirtækið og varð þar með stærsti vinnu- veitandinn á Ólafsfirði með 200 manns í vinnu. Hagræðingaraldan sem gekk yfir í sjávarútvegi upp úr miðjum tíunda áratugnum fór ekki fram- hjá Ólafsfirði. Risarnir Sæherg og MG sameinuðust Þormóði ramma 1997. Ari síðar var enginn ísfisktogari eftir í bænum og sára- litlum afla landað til vinnslu. Frystihúsið var selt Sæunni Ax- elsdóttur hf., sem ætlaði að hefja saltfiskverkun. En fiskkaup á mörkuðum urðu fyrirtækinu of- viða, sem endaði með 640 millj- óna gjaldþroti 1999. Nýsköpimarævintýrið á Ólafsfirði Daníel skoðaði aðkomu bæjarins að atvinnumálunum sérstaklega. Eitt af helstu baráttumálum bæj- arstjórnarinnar hefur ætíð verið að sjá bæjarbúum fyrir atvinnu í heimabyggð allt árið. Að fá einn nýsköpunartogaranna tókst ekki. Hlutur Ólafsfirðinga í nýsköp- unarævintýrinu varð í raun niður- suðuverksmiðjan. Lítil reynsla var fyrir slíkum rekstri hérlendis, en sérfræðingar syðra töldu næga markaði erlendis. Stórvirkar vél- ar þurfti til framleiðslunnar, sem var svo orkufrek að kaupa þurfti sérstaka ráfstöð. Vinnsla, sem hófst 1948, gekk alla tíð brösug- iega. Vélarnar biluðu. Umsókn um dósakaup lá mánuðum sam- an óafgreidd hjá viðskiptanefnd ríkisins, sem hafnaði henni að lokum. Viðskiptahömlur miklar, markaðir brugðust og birgðir hlóðust upp. Eftir margar björg- unartilraunir, m.a. aukningu hlutafjár, endaði ævintýrið með nauðungarskiptum 1954. Bæjar- félaginu varð þetta þungt í skauti því það hafði lagt mikið undir. Allt á fidlu - en... Önnur tilraun var kaup á göml- um togara (Norðlendingi) 1955, ásamt mörgum fyrirtækjum og einstaklingum á staðnum enda mikill áhugi á kaupunum í bæn- um. En ríkið krafðist þess að UA sæi um rekstur skipsins, sem þar mætti hins vegar afgangi. Ars- reikningar sem gerðir voru seint og um síðir leiddu í ljós að út- gerðin var rekin með tapi öll árin til 1960, þegar UA eignaðist skip- ið. Ólafsfjarðarbær reyndi þá að bjarga málum með kaupum á stórum bát frá Noregi og síðan endursölu með skilyrði um út- gerð frá Ólafsfirði. Bærinn var einnig með í kaupum fyrsta tog- arans. Skuldum ÚÓ og HÓ við bæjarsjóð var breytt í hlutafé. Bærinn stóð að byggingu hótels um 1980, hvers rekstur gekk alla tíð erfiðlega og eigendaskipti voru tíð. A tímum kvótakerfisins gekk hærinn fram af auknum krafti, hæði í' formi hlutafjárkaupa og með ábyrgðum og styrkjum. Stærstar þeirra tilrauna segir Daníel; kavíarverksmiðju Sævers, Fisknaslverksmiðju Fiskmars, Laxeldi Óslax og Laxós og leir- munaverksmiðjuna Glit. ÖIl þessi lýrirtæki séu nú liðin undir lok nema laxeldið, sem nú sé í einkaeign án afskipta bæjarins. Hverí skipbrotið af öðru Segja má að ýtarlegar lýsingar Daníels á stofnun, brösulegum rekstri og síðar endalokum þess- ara fyrirtækja sé átakanleg lcsn- ing. Kavíarverksmiðjan var stofn- uð 1985 með 6 m.kr. hlutafé og keypt undir hana 1.000 m2 hús og vélar. Framleiðsla fór fyrst f gang 1987, þegar keypt er mikið magn af hrognum á háu verði. En góðar markaðsspár hrugðust, þcgar Kanadamenn tvöfölduðu framleiðslu sína. Á Ólafsfirði safnaðist hún að mestu á lager. Um 17,4 m.kr. kröfur bárust við gjaldþrot árið eftir og seinna 16 m.kr. krafa Búnaðarbankans á bæjarsjóð vegna ábyrgða. Oslax hf. var stofnaður 1985 með 5 m.kr. hlutafé, og markmið- ið; hafbeit á laxi, fiskeldi og fiski- rækt í Ólafsfjarðarvatni, þar sem rannsóknir áttu að hafa sýnt að skilyrði væru óvenju góð. En heimtur úr hafbeitinni brugðust, seiðasala til annarra stöðva líka og 1988 varð Óslax svo fyrir miklu tjóni í gífurlegu vatnsveðri sem olli skriðum og flóðum og miklum seiðadauða. Við gjald- þrot 1991 bárust 62ja m.kr. kröf- ur í búið. Bjartsýnismenn, sem töldu hafbeitina ekki fullreynda, stofnuðu Laxós hf upp úr rústun- um. En laxinn skilaði sér ekki og endalok urðu 1994. Fári keyptu aftur Hugmyndin að Fiskmar hf. gekk út á það að framleiða kryddaðan bitafisk úr fiskmarningi, með nýrri aðferð og selja sem holl- ustusnakk. Rannsóknir og mark- aðskannanir þóttu Iofa góðu. Eitt af því sem tafði lokabragðs- prófunina var að ná úr eftirbragði sem minnti á harðfisk. Mikið var auglýst og salan heima fór vel af stað. Stóri vandinn var, að fáir virtust kaupa aftur og áhugasam- ir útlendingar fundust ekki. Ári seinna voru skuldirnar orðnar 38 milljónir og sjálfhætt. Dýrkeyptur misskilningnr Kaupin á keramikverksmiðjunni Gliti fyrir 16 m.kr. 1994 voru líklega vonlausasta dæmið. Framleiðsla hófst upp í samning við Breta, sem tryggja átti margra mánaða framleiðslu upp á tugi milljóna. En eitthvað virðast menn hafa misskilið hvern ann- an, því í ljós kom að aldrei hafði verið gengið frá neinum raun- verulegum samningum. Skuldir voru orðnar 45 milljónir og rekstrinum sjálfhætt. Aðeins á þessum 5 fyrirtækjum áætlar Daníel að bærinn hafi tap- að 100-140 millj.kr. En heildar- tap þeirra að hlutafé meðtöldu sé á fjórða hundrað milljónir að nú- virði, sem að mestu hef’ur lent á hæjarbúum beint og óbeint (um 300.000 kr. á íbúa). En auk þessa hefur bærinn lagt tugi milljóna til annarra atvinnumála. Bæriim á ekki að fjárfesta „Jú, sjálfsagt eru svona sorgarsög- ur til víðar á landinu“, svaraði Daníel aðspurður. „Ég held samt að bærinn hafi haft meiri afskipti af atvinnumálum á Ólafs- firði heldur en víðast annars stað- ar. Og eins held ég Ifka að áhugi almennings á því að auka fjöl- breytni í atvinnulífinu sé þar nokkuð sérstakur, sem sést m.a. á fjölda hluthafa í þessum fyrir- tækjum. Spurður hvað helst megi af þessu læra segir Daníel: „Það er mín skoðun að bærinn á ekki að vera í beinum fjárfestingum. Sumar hugmyndirnar hafa ekki verið góðar og að mínu mati hefði ekki verið ráðist í þær ef menn hefu verið að fjárfesta sitt eigið fé. Það sem þarf að gera er að styðja við góðar hugmyndir og virkja þennan frumkvæðisþátl í fólki. Og hjálpa til að gera við- skiptaáætlanir, þannig að hug- myndir sem ekki ganga upp falli á teikniborðinu en ekki eftir tuga milljóna fjárfestingar. Markaðuriim aðalatriðið I sumum áætlunum, sem ég las, um fyrirtækin, áður en þau urðu til, fannst mér að sjá mætti fýrir að dæmin gátu ekki gengið upp. Það virtist sem þeim forsendun- um sem vantaði hafi bara verð bætt inn í, sem mér sýnist oft brenna við úti á landisbyggðini. Væntingar manna beri skynsem- ina ofurliði. Menn virðast hugsa sem svo; komum við þessu á koppinn og byrjunr að framleiða, þá selst varan. Sem er þveröfugt við það sem mönnum er kennt: Að byrja á hinum endanum, markaðsmálunum11, sagði Daníel Jakobsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.