Dagur - 12.09.2000, Blaðsíða 16

Dagur - 12.09.2000, Blaðsíða 16
16- ÞRIÐJVDAGUR 12. SEPTEMRER 2000 Sigurðurhefuralla tíð frá því verðhólguúlfur- inn át lömbin hans reynt að sniðganga öll viðskipti við banka- stofnanir. Hann hefur aldrei átt tékkareikn- ing eða kreditkort, hef- urskrifað sögurog Ijóð en aldrei ávísun og þeg- arpeningamirí vösun- um eru búnirþá er hann bara blankur. Siguröur Oli Gunnarsson er einn fárra islendinga sem greiðir allt sem hann kaupir með beinhörðum peningum. „Ég er fullkomlega meðvitaður um hvað ég á af peningum hverju sinni og þegar ekkert er eftir í vösunum þá eru peningarnir bara búnir og ég er orðinn blankur, svo einfalt er það." Það eru ekki til margir í þessu landi lengur sem greiða allt sem þeir kaupa út í hönd og taka aldrei lán. Sigurður Óli Gunn- arsson, verkstjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur er einn þeirra fáu einstaklinga sem hafa reynt að sniðganga öll viðskipti við bankastofnanir. Hann hefur aldrei á ævinni skrifað ávísun og hefur alla tíð fengið launin sín greidd út í hönd. Ilann hefur keypt íbúð, bíl og báta og fram- fleytt fjölskyldu sinni með því að greiða fyrir viðskipti sín með beinhörðum peningum sem hann annaðhvort hefur átt í vösunum eða safnað, utan eitt skipti. Öinmur ljúga ekki Sigurður er fæddur árið 1958 vestur við BreiðaQörð. Hann segir svo frá að strax þá um vorið hafi fyrsta lambið hans fæðst, þó hann muni auðvitað ekkert eftir því. Það tíðkaðist í sveitinni í þá daga að börn fengu lamb á hverju vori og átti það að vera trygging fyrir framtíðina, að þegar þau væru komin á legg þá hefðu þau eitt- hvað fé á milli handanna. Það hafi svo verið amma hans sem hafi séð til þess á hverju hausti að leggja andvirði hvers lambs sem slátrað var inn á spari- sjóðsbók í banka í Stykkis- hólmi. Hún upplýsti drenginn um það, þegar hann hafði vit til, að þegar hann yrði stór gæti hann keypt sér íbúð eða bíl fyrir peningana og segist Sigurður auðvitað hafa trúað ömmu sinni, „hver gerir það ekki“. Mörg ár liðu og alltaf bætt- ust við á hverju hausti ný ær- gildi á bankabók Sigurðar sem amma hans hafði af stakri samviskusemi séð um að leggja inn á í öll þessi ár. Það var svo árið sem hann fékk bíl- prófið að hann skundaði í bankann til að taka út alla peningana af sparisjóðsbókinni góðu og ætlaði hann að nota peningana til þess að kaupa sér bíl. Það urðu heldur betur vonbrigði hjá unga manninum þegar hann kom í bankann og komst að því að lítið sem ekk- ert var inni á sparisjóðsbók- inni. Hvað hafði eiginlega að gerst, „ömmur Ijúga ekki“. En það gera bankastjórar ekki heldur og þegar Sigurður leitaði svara á þeim bæ var honum tjáð að innstæða hans væri einungis andvirði tveggja læra. Hann skildi auðvitað ekki neitt í neinu og spurði banka- stjórann að því hvað hefði orð- ið um öll hin lömbin hans og fékk þau svör að verðbólguúlf- urinn hefði étið þau. Sigurður var nú aldeilis ósáttur við þessa skýringu og sakaði bankann um sauðaþjófnað og fór fram á að þeir rækju lömb- in heim á fæti, ef þeir gætu ekki skilað þeim öðruvísi. Bankastjórinn útskýrði þá fyrir Sigurði að sparisjóðsbókin hans hefði ekki verið verð- tryggð og hvernig verðbólgan hefði, ekki bara leikið Sigurð grátt, heldur obbann af lands- mönnum og túlkaði Sigurður þannig orð bankastjórans, að fyrst allir hefðu meira og minna lent í þessu þá væri þetta bara allt í lagi. Hann spurði því bankastjórann á móti hvort það mætti þá ekki réttlæta aðra glæpi á sama hátt, að ef allir fremdu sama glæpinn þá væri það bara allt í lagi. Bankastjórinn brást illa við þessum athugasemdum Sigurðar, ásakaði hann um dónaskap og rak hann út. Þetta varð svo upphafið að því að Sigurður tók þá ákvörðun að við þessar stofnanir skildi hann eiga sem minnst viðskipti í framtíðinni, þær skildu sko ekki hafa meira fé af honum. Skiptir ekki við fasteignasala Sigurður hætti ungur að árum í skóla, „það var ekki gott sam- band milli hans og kennar- anna“, eins og hann segir sjálf- ur. Hann er hins vegar alveg viss um að það hafi bjargað honum fjárhagslega að fara svona snemma út á vinnumark- aðinn. Þá tíðkaðist að taka skyldusparnað af mánaðarlaun- um þeirra sem voru undir 26 ára aldri og var hann geymdur á verðtryggðum reikningum. Sigurður segist hins vegar hafa reynt að eyða öllum laununum sínum jafnóðum, það hafi hon- um verið ráðlagt af góðum mönnum, því annars hyrfu þeir bara í verðbólgunni. Honum tókst þó ekki að eyða öllum peningunum jafnóðum, jafnvel þótt hann legði sig allan fram við það og því lagt um það bil tvöhundruð þúsund kall inn á verðtryggðan reikning í ónefnd- um banka og gleymt honum þar í einhver ár og var það í fyrsta skipti sem hann átti viðskipti við banka frá því forðum. Þegar hann svo hafði náð aldri til, tók hann út skyldusparnaðinn og keypti sér litla kjallaraíbúð sem hann greiddi fyrir út í hönd. Hana keypti hann beint af eig- anda íbúðarinnar milliliðalaust, enda segist hann hafa ímugust á því að skipta við fasteigna- sala, hann treysti þeim ekki. Rosalega góð lán Sigurður átti kjallaraibúðma skuldlausa og verðbólgan sá um að þenja út bankabókina sem hann hafði gleymt. Fjölskyldan stækkaði og þau voru nú orðin íjögur í litlu kjallaraibúðinni og óneitanlega orðið þröngt um þau þar. Það var því komið að því að stækka við sig og nú kom sér vel að eiga fé inni á hinni verð- tryggðu gleymdu bók og má segja að verðbólguúlfurinn sem stal fé Sigurðar forðum hafi skil- að því spikfeitu til baka og kom það Sigurði mjög á óvart hversu féð hafði þrútnað mikið út á bók- inni. Þó var hann ekki alls kostar ánægður með þennan háttinn heldur, frekar en í fyrra skiptið þegar féð hafði rýrnað og horfið, því að að hans mati er í báðum tilfellum verið að hafa fé af öðr- um, þjófnaður á einum staðnum og ofvöxtur á hinum og þar með eitthvað sem ekki sé hægt að treysta, „þarna er eitthvað rosa- lega mikið að“. Sigurður keypti lóð, ákvað að byggja húsið sjálfur og komast þannig hjá því að þurfa að skipta við fasteignasala. Hann ætlaði sér að greiða allan kostnaðinn beint úr vasanum eins og hann hafði gert allar götur fram til þessa. En góðir menn ráðlögðu honum að taka þau lán hjá hús- næðisstofnun sem hann hefði rétt á, „þetta væru svo rosalega góð lán“, hann hefði rétt á þriggja miUjón króna láni og það væri bara ekki hægt að fá betri lán. Sigurður lét sannfærast og taldi að ráðleggingar þessara góðu mann hlytu að hafa við einhver rök að styðjast og ákvað að taka helminginn af láninu, „betri er hálfur skaði en algjör". Núna er Sigurður búinn að borga af láninu í bráðum tíu ár, „það hefur engin verðbólga verið og allt svo roscilega gott í þjóðfé- laginu. Ég er búinn að greiða þetta rosalega góða lán niður um eina milljón en ég skulda samt tvær milljónir, ég skil ekki alveg hvernig þeir ftnna þetta út, en þetta hlýtur samt að vera alveg rétt, því að bankastjórar ljúga ekki frekar en ömmur.“ -w

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.