Dagur - 12.09.2000, Blaðsíða 17

Dagur - 12.09.2000, Blaðsíða 17
Thypr, ÞRIÐJUDAGVR 12. SEPTEMBER 2000 17 Kunniaðsegjasögu Gunnar Stefánsson. Hiif nudur með jarðsandiand „í sögum Ind- riða G. Þor- steinssonar fer hvergi milli mála að kunn- áttusamur höf- undur heldur á pennanum. Styrkur Indriða er hin sterka persónulega lifun í sögum hans, samfara því mikla valdi sem hann hafði á söguforminu. Indriði innleiddi nýjan stíl í sagnagerð hjá okkur, sem við getum kallað ljóðrænt raunsæi. Svo hafði hann mjög næmt auga og minnisgáfu sem gerði honum fært að bregða upp alveg Ijóslif- andi myndum, bæði af mannhfi og umhverfi. Hann hafði óvenju- lega gott jarðsamband sem höf- undur. Það eru raunar aðeins fáir höfundar sem bera gæfu til að skrifa sögur sem lifa sterku lífi í huga lesandans, hvað gam- all sem hann verður. Indriði er einn af þeim. Ég held að saga eins og 79 af stöðinni hljóti að verða öllum ógleymanleg. Hún og Land og synir eru þekktustu sögur Indriða, en ég tel að seinni sögur hans hafi ekki verið metn- ar að verðleikum, sögur eins og Unglingsvetur og Keimur af sumri. Svo eru ýmsar smásögur hans mjög vel gerðar. Á seinni árum hefur Indriði ekki verið metinn réttilega eða af sann- girni. Þar held ég að pólitík hafi komið til. Indriði stóð löngum í stríði við vinstrimenn sem hafa verið áhrifamiklir í bókmennta- lífinu og þeir reyndu að ýta hon- um til hliðar. Það tókst ekki meðan hann lifði og mun heldur ekki takast að honum látnum. Indriði er alveg ótvírætt eitt af bestu sagnaskáldum okkar á seinni hluta aldarinnar. Efhi og sögusvið í flestum sagna hans er sótt í æskuumhverfi hans og reynslu, og þær hafa mikið heim- ildagildi um þetta horfna samfé- lag. Að öllu þessu athuguðu er ég alveg viss um að hann mun halda velh í bókmemitum okkar í framtíðinni og verða Iesinn." Efrótínvisnar Tíminn er hið p mesta ólík- indatól. Eng- inn veit hvað hann tekur upp á arma sína. Verðmæti eru ekki efst á baugi nú um stundir, ekki heldur í listum og bókmennt- um. Merkir höfundar eins og Hagalín og Guðmundur Dam'els- son hggja óbættir hjá garði; snilldarverk eins og Kristrún í Hamravík og Vatnið eru nánast eins og óskrifuð - eða hver les þau? Er Gunnar Gunnarsson í tízku, eða er einhver að lesa Brimhendu? Gæðaverk geta þannig legið í öskustónni meðan tízkunni hætt- ir til að hampa miðlungsverkum, jafnvel stundum til útflutnings. Kristrún verður þó líklega ekki þýdd að gagni, ekki frekar en sum önnur verk bókmenntanna; Matthías Johannessen. Þegarlndriði G. Þorsteinsson rithöjundurerídagkvaddurminnastmenn hanssem einsfremsta rithöfundaríslendinga íseinni tíð. Hann varkunn- áttusamurhöfundursem skrifaðisögursínarmeð tilflnningu, aflistmeðper- sónulegri lifun. En einnig líka maðursem lifði oghrærðist ísamtíð sinni og markaði spor. Dagur leitaði tilfjögurra manna sem velþekkja til verka Ind- riða ogþekktu hann vel ogspurði um manninn ogstörfhans. Þetta eruþeir GunnarStefánsson bókmenntafræðingurogútvarpsmaður, Matthíasjohann- essen ritstjóri ogskáldjón OrmarOrmsson rithöfundurá Sauðárkróki og Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri. „Ekki er álíklegt að endurmatið mikla fari að hefjast. En þegar að þvídregur erþað bjargföst sannfæring mín að skáldverk Indriða verði metin að verðleikum. Það væri æskilegt því að þau eru ígæðaflokki - og við höfum einfaldlega ekki efni á þvíað þau hafni íglatkistunni," segir Matthías Jóhannessen um Indriða og verk hans. Jónas, Tómas, Túninn og vatnið. Og er það bættur skaðinn. En við þurfurn þvf meir á þessum list- rænu vegvísum að halda, ef kaupstaðarferðin á að hafa ein- hvern tilgang. Ekki er öhklegt að endurmat- ið mikla fari að hefjast. En þegar að því dregur er það bjargföst sannfæring mín að skáldverk Indriða verði metin að verðleik- um. Það væri æskilegt því að þau eru í gæðaflokki - og við höfum einfaldlega ekki efni á því að þau hafni í glatkistunni. Hjarðhugsun er slæmur fylgi- kvilli markaðarins, en við þurf- um á einstaklingshugsun að halda, smekk og estetik. Það hef- ur orðið undir í hjarðleiknum, fjölmiðlafárinu; uppákomunum. Indriði hafði heldur h'tinn áhuga á því að taka þátt í þessum darraðardansi. Þeir sem hafa lengi stjórnað fjölmiðlum fá of- næmi fyrir hégómanum sem fylgir listum og pólitík. Hafa því tilhneigingu til að draga sig í hlé. Indriði bjó um sig í kaffispjalli um póhtísk dægurmál og skrýtn- ar kenningar. Hann trúði verk- um sínum fyrir því sem máli skiptir, enda eru þau sprottin úr umhverfisarfleifð okkar, en eng- um sýndarveruleika. Það er kjarni þeirra og einkenni. Mér er nær að halda að þau eigi eftir að standast áraun tímans, þegar önnur tízkufyrirbrigði verða ósýnilegri en ar í sólargeisla. Þetta er raunar ofureinfalt mál: ef íslenzk arfleifð heldur velli, tungan sem hefur vaxið af þessum þúsunda ára gömlu rót- um, sögurnar og ljóðin og það sem er hæst á hrygginn reist í menningu okkar, þá munu þau verk önnur fylgja sem einhver veigur er í; og þá ekki sízt skáld- verk Indriða. En ef rótin visnar og allt sem af henni hefur vaxið, þá visna einnig önnur verðmæti; og þá glötum við skáldverkum Indriða. Þau lifa á íslenzku og þar munu þau deyja. En við skulum ekki gera ráð fyrir því, ekki endUega. Sjálfur efaðist Indriði samt stórlega um það, að við gætum haldið sjó í umróti samtímans. En hann lagði sig fram í því and- ófi. Mundi það ekki vera mikU- vægasta hlutverk íslenzks rithöf- undar á þessum umbrotatímum? Er það ekki erindi hans við um- hverfi sitt og framtíð; að stuðla að því að askurinn mikli haldi áfram að blómgast eins og efni standa tU. Skáld úr Skagafirði Hann var Skag- firðingur og þótt heimUis- föng hans væri í bókum Hag- stofunnar skráð á ýmsum stöðum utan þess héraðs skrifaði hann bækur þar sem heimiiisfangið var skagfirskt mannhf. Setti í skáldskap sögu kynslóðar sinnar, sem rifin var upp með torfinu og hent á malbikið fyrir sunnan. Skrifaði þess sögu með þeim hætti að aUt varð kunnuglegt, einhver áður ósagður hluti þess sem las. Jafnvel leyndardómur sem laukst upp við lestur. Þeir sem eiga heima í Skagafirði, Jón Ormar Ormsson. gjörþekkja umhverfi og persón- ur. Hann var Skagfirðingurinn sem sat ekki lengur hest heldur ók bfl. TUfinningin fyrir bflnum persónuleg og ekki óhk þegar góðir hestamenn segja frá hest- inum sínum. Orðfærið það sama. Ég settist inn og rœsti vélina og gaf henni benzín. Það glamraöi í vélarlokunum, þegar ég sleppti inngjöfinni og það heyrðist í tveimur þeirra í lausagangi. Ég setti bílinn í gír ogjók inngjöfina meðan ég gaf tengslið út. Bílinn hreyfðist hœgt í fyrstu, mjög hœgt, og nú meiri ferð og síðan hratt áfram. Það gat oft Uðið langur tími mUU endurfunda og símtala og ekki verið að eyða túna í að heUsast heldur gengið beint að efninu, tungutakið kröfugt og auðugt og ekki legið á skoðun- um, og þó varð aUtaf vart þess- arar viðkvæmni sem kemur svo vel fram í bókum hans. Hann var í persónulegum kynnum maður mudUi mótsagna. Það var gaman að vera honum ósammála því þá kom eitthvað óvænt og kröfugt því hann hafði gaman af orð- ræðu þar sem tekist var á. Mér rekur ekki minni tU að við höfum heUsast eða kvaðst í þeim skUn- ingi. Þó var hans kveðja hlýrri en flestra. Afsprengi íslendingasagna „Ég kynntist verkum Indriða fyrst á mjög sérstakan hátt. Það var við tök- ur á kvUonynd- inni 79 af stöð- inni, en þar var Gógó látin búa í stofunni á heimUi foreldra minna að Dun- haga 19. Myndin af kúnni, Skammdegisnótt eftir Gunnlaug Scheving, sem sést upp á stofu- vegg í myndinni er ennþá á sama stað. Að þessu leyti hef ég per- sónulega tengingu við þessa sögu og ef til vUl var það við tökurnar heima í stofunni á Dunhaga sem áhugi minn á kvikmyndum vakn- aði. Kannski er 79 af stöðinni Kka eitt besta verk Indriða. Þetta er saga um sveitamann á möUnni, eins og Indriði var aUa ti'ð. Sagan hefur elst vel og andrúm þeirra kringumstæðna sem sagan gerist í skUar sér vel. Land og synir er öðruvfai saga. Dramað í henni snýr öfugt, það er engin harm- leikur að flytja úr félagslegri ein- angrun í til sveita og á mölina. Land og synir er rómanti'sk, bæði sagan og myndin, ágæt heimUd um hver viðhorfin voru í þessum efnum hjá ákveðinni kynslóð. 79 af stöðinni miklu kórréttari saga. Indriði G. Þorsteinsson var höfundur sem kunni að segja sögu og það er ekki lítil kúnst sem hreint er ekki öUum gefin. Margir hafa sagt að fyrirmynd Indriða sé Hemingway, en mér finnst það vera fjarri öUum sanni. Það er kenning sem einhver hef- ur álpast til þess að segja á ein- hverjum tíma og síðan apar þetta hver upp eftir öðrum. í mínum huga eru sögur Indriða greinUegt afsprengi Islendingasagna og augljóst að hann hefur drukkið þær í sig og sótt þangað fyrir- myndir - bæði í efnistökum og stíl." Hrafn Gunnlaugsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.