Dagur - 10.11.2000, Síða 11

Dagur - 10.11.2000, Síða 11
X^íir FÖSTUDAGUR 10. N Ó V E M B F. R 2000 - 11 Yfirherstjórn demókrata í stríðinu í Fiorida: Warren Christopher, fyrrverandi utanríkisráðherra, William Daley kosn- ingastjóri Gore, Al Gore varaforseti og Joe Liberman öldungadeildarþingmaður og varaforsetaefni. Veður öll vá- lynd í Flórida Herskarar lögfræð- inga undir stjóm tveg- gja fyrrverandi utan- ríkisráðherra heHa sér í málarekstur vegna hrogaðra kosn- inga. Kærur dynja nú yíir kjörstjórnina í Floridafylki þar sem úrslit ráð- ast um hvor þeirra Bush eða Gore taka við húsbóndahltuverki í Hvíta húsinu 20. janúar næst komandi. Við endurtalningu at- kvæða í fvlkinu hefur enn dregið saman með frambjóðendum og munaði aðeins 900 atkvæðum í gærdag og hafði Bush þá enn vinninginn, en hann getur vart verið naumari. En á landsvísu hefur Gore fengið 150,000 at- kvæðum fleira en andstæðingur- inn en alls kusu um 100 milljón manns, eða um 53%. En nái Bush meirihluta í Flórida og fái alla kjörmennina þar á sitt band hefur hann fleiri kjörmenn þótt Gore hafi vinninginn í atkvæða- fjölda. En öll kurl eru ekki komin til grafar enn, því utankjörstaðaat- kvæði frá útlöndum eru enn í póstsendinum víða um heim og endanlegri talningi lýkur ekki fyrr en þau komast til skila. Heimildum ber ekki saman um hvort utankjörfundaratkvæðin eru 2300 eða allt að 5000, en þau geta auðveldalega ráðið úr- slitum um hver verður næsti for- seti Bandaríkjanna. Herskari lögfræðinga er kom- inn til Flórida til að reka málin. Tveir fyrrverandi utanríkisráð- herrar eru lyrir þeim fylkingu m. James Baker stjórnar lögfræð- ingaliði Bush og Warren Christopher hefur yfirstjórn málarekstursins fyrir hönd Gore. Klögumálin eru margvísleg og hefur Janct Rcno dómsmálaráð- herra látið málin til sín taka og segir að ekki komi annað til greina en að úrslitin verði sam- kvæmt vilja bandarísku þjóðar- innar og að enginn vafi eigi að leika á hver er réttkjörinn forseti. Béttindasamtök blökkumanna hafa kært að í nokkrum kjör- deildum hafi litað fólk ekki feng- ið að kjósa og ýmsu borið við, svo sem að það sýndi ekki rétt skil- ríki, notaði blýanta í stað penna, eða væri ekki skráð á kjörskrár. I einu kosningaumdæmi, Palm Beach, eru 19,000 atkvæði ógild vegna þcss að kjörgögn voru vill- andi. Kjósendur Gore greiddu Buchanan einnig atkvæði sitt vegna misskilnings og ógiltu þar mcð atkvæðin, þ\a' þótt Banda- ríkjamenn séu stórtækir líðst kjósanda ekki að kjósa tvo forseta samtímis. Þá hafa einhverjir dularfullir kjörkassar fundist á kjörstöðum og virðist sem lítil skýring sé gef- in á hvernig á þeim stendur og hvort í þeim leynast kjörseðlar. AHt gerir þetta forsetakosning- arnar árið 2000 einstæðar, því önnur eins ósköp hafa ekki áður dunið yfir í mikilvægum kosning- um í rúmlega tveggja alda sögu Bandaríkjanna. Þar sem svo mjótt er á munun- um sem raun ber vitni geta liðið nokkrir dagar þar til endanleg úr- slit fást um hvernig 6 milljónir atkvæða á Flórida skiptast og hver verður forseti. En jafnvel eftir að þau úrslit liggja fyrir má húast við kærum og málaferlum vegna framkvæmda kosninganna í Floridaíylki. Það kann þvf að dragast á langinn að endanlega verði skorið úr um hvort það verður AI Gore varaforseti eða George W. Bush ríkisstjóri í Texas, sem taka við embætti af Bill Clinton 20. janúar 2001, sem þá tekur við því hlutverki að verða maðurinn konunnar sinnar sem nú er komin á trygga frama- braut í Washington. Arafat hjá Clinton, en átök harðna I gær skaut ísraelski herinn sprengjuflaug á bifreið sem var full af yfirmönnum í palestínska hernum skammt utan við Betlehem með þeim afleiðingum að einn þeirra lést og annar hlaut alvarleg meiðsl. Að auki særðust sex manns, en meiðsli þeirra voru ekki jafnmikil. Þetta atvik átti sér stað einmitt í sama mund og Bill Clinton Bandaríkjafor- seti var að undirbúa fund sinn með Yasser Arafat leiðtoga Palestínu- manna. Clinton ætlar að hitta Ehud Barak forsætisráðherra Israels um helgina. Talið er að atvikið verði til þess að herða enn átökin og búast má við að Palestínumenn svari þessu af fullri hörku. Réttarhöld hafin eftir sex ára tafir Réttarhöld hófust í gær í Moskvu yfir fimm fyrrverandi og núverandi starfsmönnum leyniþjónustu rússneska hersins, en þeir eru sakaðir um morð á rússneskum blaðamanni árið 1994. Dmitrí Kolodov var 27 ára gamall þegar taska sprakk í höndunum á honum þann 17. október árið 1994, en hann var þá að rannsaka spillingarmál sem tengdist leyniþjónustu hersins. Talið er að uppljóstrari hafi látið hann hafa töskuna, sem reyndist vera með sprengju í. Fjölmiðlar hafa gagnrýnt þann langa drátt sem orðið hefur á að málið kæmi fyr- ir rétt, og segja hann lýsandi fyrir vanmátt eða viljaleysi stjórnvalda gagnvart því að taka á ofbeldisglæpum. Tvíhuriim að hressast Litla stúlkan sem liggur á sjúkrahúsi í London eftir að hafa verið að- skilin frá tvíburasystur sinni með 20 klukkustunda aðgerð á mánu- daginn er smám saman að ná sér. Henni er ekki lengur haldið á lífi með tækjabúnaði og er farin að nærast eðlilega, en ástand hennar er þó enn talið tvísýnt. Systur hennar var fórnað til þess að bjarga lífi hennar, og spunnust miklar siðferðilegar deilur í kringum þessa að- gerð og munu þær væntanlega halda áfram lengi. Stytta af de Gaulle afhiúpuð í París Um það bil þrjú þúsund bækur hafa verið skrifað- ar um Charles de GauIIe hershöfðingja og forsæt- isráðherra, en í gær var fyrsta styttan af honum af- hjúpuð í París. De Gaulle var mikil þjóðhetja Frakka í seinni heimsstyrjöldinni og varð tvisvar forseti Frakldands, en gerði lýðum það ljóst með- an hann var á Iífi að hann kærði sig ekkert um op- inbert tilstand með persónu sína, þar á meðal myndastyttur. Jacques Chirac, núverandi forseti Frakklands, hélt engu að síður ræðu og afhjúpaði Jacques Chirac. styttuna með þeim orðum að de Gaulle hafi verið Frakkland holdi klætt. Haider hótar kosningum Jörg Haider, leiðtogi austurríska Frelsisflokksins, hótaði því í gær að knýja fram kosningar hið fyrsta ef ekki tekst að leysa ágreining milli stjórnarflokkanna. Rannsókn stendur yfir á því hvort Haidcr hafi með óeðlilegum hætti komist yfir lögregluskýrslur um andstæðinga sína. Bill Clinton. Yasser Arafat. ■ FRÁ DEGI FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 315. dagur ársins, 51 dagur eftir. Sólris kl. 9.41, sólarlag kl. 16.42. Þau fæddust 10. nóv. • 1483 Marteinn Lúther, þýskur prestur sem þýddi Nýja Testamentið á þýsku og stofnaði mótmælendakirkjuna. • 1668 Francois Couperin, franskt tón- skáld. •1710 Adam Gottlob Moltke, danskur greifi sem hafði mikið áhrif á Friðrik V. konung. • 1879 Patrick Henry Pearse, leiðtogi írskra þjóöernissinna og fyrsti forseti bráðabirgðastjórnar írska lýðveldisins sem var stofnað á annan í páskum árið 1916. • 1883 Olaf Bull, eitt helsta Ijóðskálcl Norðmanna. •1913 Karl Shapiro, bandarískt Ijóðskáld og gagnrýnandi. • 1925 Einar Pálsson skólastjóri og rithöf- undur. • 1946 Gylfi Ægisson, lagasmiður og raul- ari. TIL DAGS Þetta gerðist 10. nóv. • 1848 var stofnuð sérstök stjórnardeild í Kaupmannahöfn til að annast málefni Islands, Færeyja og Grænlands. • 1928 var steinbogabrúin yfir Hvítá í Borgarfirði vígð. • 1928 var Showa Tenno Hirohito krýnd- ur keisari í Japan. • 1949 var Þjórsárbrú vígð. • 1967 voru Strákagöng tekin formlega í notkun. • 1970 leyfðu kfnversk stjórnvöld vest- rænum ferðamönnum að skoða múrinn mikla í fyrsta sinn. •1995 var leikritaskáldið og umhverfis- baráttumaðurinn Ken Saro-Wiwa hengdur í Nígeríu ásamt átta öðrum gagnrýnendum stjórnvalda. Vísa dagsins Egfcmu cí milluMi fdnna í felling ú bldsvclli lój'alága við þúfu litinn grátitling sýta. Jónas HaJlgrímsson Afmælisham dagsins Breski leikarinn Richard Burton hefði orðið 75 ára í dag, en hann lést í Sviss sunnudaginn 5. ágúst árið 1984. Hann fæddist í bæ sem heitir Pontrhydyfen og er eins og nafnið bendir til f Wales. Sjálfur hét hann réttu nafni Richard Walter Jenkins yngri, en faðir hans var kolanámumaður. Richard Burton var frægur fvrir að leika lífsþreytta og kald- hæðna gáfumenn sem haldnir eru sjálfseyðingarhvöt, bæði í kvikmyndum en ekki síður á leiksviði. Svo var hann ckki síður þekktur fyrir tvö stormasöm hjónabönd með kvikmyndaleikkonunni Elizabeth Taylor. Stjórnmál eru sögð vera næst elsta starfs- greinin. Eg hef komist að raun um að þeim svipar mjög til hinnar elstu. — Ronald Reagan Heilahrot Hvað gera allir menn og öll dýr og allii hlutir sem eru til í þessum heimi? Lausn á sfðustu gátu: Þegar þeir standa á haus. Veffang dagsins Jafnan eru til ýmis sjónarhorn á fréttir, og Netið býður upp á ýmsa möguleika til þess að gera öðrum hliðum þeirra skil en hæst fara. eins og sjá má fréttavef stjórnleys- ingja: www.infoshop.org/news.html ^nr-TiirTjr'rtiTin‘]M~n'itirTTWT'imyinriiiTrrriii~imnimiirTWfTffwriwiiir?tTHiffffiafa!

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.