Dagur - 09.12.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 09.12.2000, Blaðsíða 4
IV- LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 ÍSLENDINGAÞÆ TTIR L. Árneskirkja, reist 1850. Turninn var byggður 1892 og gluggum breytt. Kirkjan er elzta hús í Strandasýslu og er á skrá Húsfriðunarnefndar. Mynd: ÁS. '93 r:' : .... .... , ’fé^. - ff: ■ f '' æ, < ' Nýja kirkjan í Arnesi, vígð 1991. Mynd: AS. '91. að Naustvík. Ef stigið er á fjöl í Byrgisvík og siglt allt til Gjögurs, varð hann af dýrðlegri matar- veizlu Carls kaupmanns og Olafs amtmannsniðja í Kúvíkum. Ein- boðið var að ríða Trékyllisheiði til baka, en þetta var á hásumar. Prcstbakkakirkju na byggði Sig- urður Sigurðsson, kenndur ýmist síðar við hin mörgu kirkjuhús, sem hann stóð að eða Stefán skáld son sinn í Hvítadal. Var það 1874. Þar var Landakirkju og Viðeyjar fyrirmynd fylgt og stólnum tyllt við gafl yfir altar- inu. Fór sá kirkjustíll mjög í taugarnar á herra biskupinum og skipaði hann svo fyrir á Prest- bakka, að þessu yrði breytt. Var það gert þegar um haustið. Ferðaþreyttur og mjög úrillur við velborna frú Ingibjörgu í Arnesi, niðja kammerráðsins á Skarði á Skarðsströnd, heinitaði bisk- upinn, að predikunarstóllinn yrði tekinn ofan og nýr smíðaður og settur á siðvanalegan stað, á skil- um kórgófls og framkirkju, sunn- ann upp á stól, þegar ofn kom til hitunar og reykháfur var steypt- ur. I fyrravetur lýsti ég eftir altari- stöflunni, sem hinn gjafmildi hvalfangari, Bull frá Tönsbergi, gaf Hesteyrarkirkju 1899. Nú er enn spurt um afdrif altaristöflu af Vestfjörðum í Islendingaþátt- um Dags, en auðsætt er, að hið dýrmæta málverk Carls Fríis er horfið og þokkaleg eftirlíking komin í staðinn. Þó er hin helga Gyðingatala 7 svo ófaglega gerð að lesa má sem 9, sem raunar er hin síðasta og fullkomna tala austurlenskrar speki. Hvorugt mun þó hafa verið þeini í huga, sem hið gamla málverk stældi f)'rir fáum árum, heldur hefur hann lesið vitlaust úr ártalinu. Með þeim endapunkti er fölsun myndarinnar innsigluð, auk hins nýja striga og annarra lita- og efnisþátta. Eftirlíkingar eru all- víða taldar upjihengjanlegar í stað dýrra frummynda, sem forð- að skal frá skemmdum höfuð- Nágrannabyggð Árneshrepps, Nessveit, á sókn að Kaldrananes/ og síðan 1944 aö Drangsneskapellu. Kirkjan í Kaldrananesi er reist 1851, næstelzta hús i héraðinu. Mynd: ÁS. '69. skepnanna vatns og elds. Ef um- skipt er með leynd, svo að ekki geti í kirkjustól eða vísitazíugerð, verður grunsemd ógeðfelld. Eins og þegar stofuorgelið, sem síra Bjarni Þorsteinsson sat við á Siglufirði og samdi lög sín, kom ekki til skila úr viðgerð, en kirkj- unni sem átti það í Strandasýslu var „með vinsemd" sent venjulegt herbergisorgel, eins og harmonia í kirkjunni voru kölluð áður fyrr á öldinni, sem leið. I Hljómlistinni, blaði, sem Jónas Jónsson „Máni“ gaf út 1912-1913, er að finna merka heimild um kirkjuhljóðfæri og kirkjusöng í Húnaþingi eftir Konráð Þorsteinsson á Eyjólfs- stöðum í Vatnsdal, á Ströndum í frásögn Sigurgeirs Asgeirssonar forstöðumanns Heydalsárskólans og síðar bónda á Ospakseyri. Má þar við geta, að Guðmon Guðna- son í Kolbeinsvík, innst á sóknar- enda og í órafjarlægð frá kirkj- unni, var forsöngvari í Arnesi. Leystur af 1910, þegar harmoni- um var keypt og Pétur Guð- mundsson í Ófeigsfirði, þá tví- tugur, hafði lært orgelleik og varð hinn fyrsti organisti Arneskirkju. Atti Pétur einnig um langan kirkjuveg að sækja. Guðmundur Þ. Guðmundsson kennari frá 1916 og síðan skólastjóri á Finn- bogastöðum, varð organisti kirkj- unnar til dánardags 1938, í 22 ár, þá Gyða systir hans a.m.k. í 1 7 ár, að hluta Guðjón Magnús- son í Kjörvogi og stöku sinnum Pétur í Ofeigsfirði. Minnist frú Jóhanna Helgadóttir þeirra frá árunum, sem þau síra Yngvi Þ. Arnason áttu norðurfrá, og síra Andrés Olafsson prófastur, sem þjónaði Arnessókn að saman- lögðu í 25 ár, þegar prestslaust varð í Árnesi 1948-1982. Frá 195 5 var Torfi Guðbrandsson skólastjóri og organisti allt til 1983, dóttursonur Guðmundar Péturssonar í Ofeigsfirði, en þar, eins og í Kjörvogi, var vel og mik- ið sungið við stofuorgel. Hljóðfærið, sem nú er í gömlu kirkjunni, er gjöf Guðjóns heitins í Kjörvogi og konu hans, Guð- mundu Jónsdóttur. Var það gleðiefni, að Guðmundur Hafliði sonur þeirra, kirkjuorganisti í Vestmannaeyjum, gat annazt undirleik og söngstjórn á kirkju- daginn í Arnesi, er kristnihátíð var haldin í nýju kirkjunni, en 150 ára söguminning gerð í gömlu Árneskirkju. Ásamt Guð- mundi lék Védís dóttir hans á flautu, en síra Einar Guðni Jós- son, er sat í Árnesi í 7 ár frá 1982, lék einnig undir sálma- sönginn í hinni nýju og fallegu kirkju, og predikaði við athöfnina síðar um daginn í sinni gömlu staðarkirkju. n Eftir að Torfi skólastjóri fór, annaðist síra Ein- ar löngum sjálfur organistastörf- in og kórstjórnina. Var það mik- ið happ í svo afskekktri sókn, að presturinn gat einnig séð um org- anslátt og messusönginn. Fyrir- rennarar hans síra Magnús Run- ólfsson og síra Björn H. Jónsson léku og vel á orgel, en til þess þurfti ekki að taka í messunni, er Gyða og svo Torfi önnuðust. Eft- ir að núverandi Árnesprestur, sfra Jón Isleifsson, tók við brauð- inu 1989, var Þórólfur Guðfinns- son í Norðurfirði organisti kirkj- unnar á árbili, en Olafía Jóns- dóttir frá Enni, organisti á Hólmavík, iðulega, þegar til hef- ur verið kallað. Aðrir Árnesprestar, en nefndir hafa verið í þáttunum um Vina- lag í Víkursveit og Norðan níu á Ströndum eru síra Ingólfur Ást- marsson, sem þjónaði um bríð Irá Hólmavík, eltir að síra Þor- steinn Björnsson fór vestur að Þingeyri 1943, síra Böðvar, sem var aðstoðarprestur síra Eyjólfs föður síns og síðan staðarprestur í tæp 1 1 ár frá 1904, og svo sfra Sveinn Guðmundsson frá Haust- húsum. Var hann maður maddömu lngibjargar Jónasdótt- ur, sem fekk að heyra það um- búðalaust hjá Jóni biskupi 1924, að hann væri ekki kominn norð- ur í Trékyllisvík til þess að vísit- era konur. Urðu -víst margir hlessa aðrir en prestfrúin, sem átti eiginborinn lífsskilning að- stæðnanna, Skarðverji á hinni miklu hlunnindajörð norður við Strandaflóann. Það kom drjúgt á rekann í hinni stífu norðanátt þetta sumar. Síra Sveinn hafði sig ekki mikið í frammi, því að biskupinn vissi gerla um búskap hans og basl norður í Skagafirði um aldamótin. Tók hann undir- eins til greina fyrimælin um nýj- an stól á öðrum stað í kirkjunni, en Árneshreppsbúar, sem orðin er hefð að kalla sóknarbörn Ár- neskirkju, voru vonsviknir. Eng- inn Skálholts- eða íslands biskup hafði kirkjuvitjað í Árnesi síðan á 18. öld, og var hið háa embætti nokkuð þokukennt á Norður- ströndum, en óttablandið vegna aldalangrar eignarhefðar Skál- holtsdómkirkju í Árnesstað, kirkju ogjörð, hlunnindum í reka hvals og viðar. Og hálf hin mikla dúntekja gekk í sængurnar á þeim stóra Skálholtsstað og til höfðingjagjafa. Nú var þessu óumræðilega oki af létt. Sá sviptir embættisteknanna var enn kvalráðari, þegar herra bisk- up náði loks á síðasta kirkjusetr- ið eftir marga og kalda daga með norðan nfu í fangið, þ.e. 24 m/sek, hina löngu leið sunnan af Holtavörðuheiði og norður í nyrz.tu sóknina á Ströndum. Frú Ingibjörg og aðrar hús- freyjur í Víkursveit, meyjar og mæður, vissu það nú og lengi enn, að biskupinn yfir Islandi var ekki kominn norður í Trékyllisvík til að vísitera konur. Imynd Ijómans bak við þokuna hafði fokið burt í kuldastormin- um á heyönnum á Norðurströnd- um sumarið 1924, en vinalag var drengilegt og traust með fólkinu þá ogjafnan síðan. Biskup Ólafur Skúlason og síra Jón ísleifsson í Árnesi fyrir altari á vfgslu- degi nýju kirkjunnar. Mynd: G.L.Ásg. '91. ÁGÚST SIGURÐSSON frá Möðruvöllum skrifar Þegar Jón biskup Ilelgason vísiteraði á Ströndum 1924, var hann sízt Iéttari í skapi á síðustu kirkjunni, í Árnesi, en á hinni fyrstu, Prestbakka í Hrútafirði. Hafði hann stríðan norðanstorm í fangið allt sunnan af Holta- vörðuheiði. Frá sýslumörkum í Hæðarsteinsbrekku og í hlað í Árnesi eru vart undir 240 km eft- ir reiðvegi strandlengjuna, en nokkuð svo hefur hinn kirkjulegi yfirtilsjónarmaður stytt sér leið með barningssömum bátsferðum yfir Bitru- og Kollafirði, á Norð- urströndum a.m.k. frá Kúvfkum anvert. Einnig hér var biskups- boði hlýtt, og gerði svo Njáll Guðmundsson frá Kjós, smiður og nýbýlisbóndi á Njálsstöðum í Norðurfirði, nýjan stól. Svipar mjög saman og stólnum í bæn- húsinu í Furufirði og er til stór í Árnesi og alltof fyrirferðarmikill norðurfrá. Við þessa óþörfu og óhreppan- legu breytingu varð gaflþílið autt, en vandinn leystur með Iausn annars vanda. Niðurlenzkur skipstjóri hafði heitið á Árnes- kirkju í nauðum á Strandaflóan- um. Varð vel við og fékk kirkjan þannig fallega altaristöflu 1857, merkt Carl Friis. Var málverkið f fyrstu yfir altari, fært á gaflþil norðanvert 1892, þegar byggingu kirkjunnar innan var gerbreytt, síðar fært á gaflinn við hringstig- Norðan níu á Strondum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.