Dagur - 06.01.2001, Blaðsíða 4

Dagur - 06.01.2001, Blaðsíða 4
IV - LAUGARDAGUR 6. J A JV Ú A R 2001 MINNINGAGREINAR rD^tr Ragnar Karlsson Hagnar Karlsson, Smáralilíð 2d, Akureyri, fæddist á Hálsi í Kjós 24. maí 1953. Hann lést af síysförum 19. desember síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Karl Andrésson, f.19.6. 1914, d.17.9. 1991, og Hulda Sigur- jónsdóttir, f. 1.11. 1927. Systkini hans eru Gestur Olaf- ur, Sigurjón, Gróa, Andrés, Sólveig og Ævar. Ragnar kvæntist Freyju Sigurðardótt- ur. Börn þeirra eru Birna Sól- veig, f. 18.6. 1972, og Hulda Rut, f. 13.5. 1973. Þau skildu. Ragnar kvæntist Maríu Bjarnadóttur. Barn þeirra er Guðrún Kristjana, f. 5.8. 1984. Þau skildu. Eftirlifandi eiginkona Ragnars er Ellen Jónasdóttir, f. 1.7. 1949. Börn hennar eru Unnar Þór, Jónas Elvar og Eyrún Soffía. Síðustu ár starfaði Ragnar hjá Höldi hf. á Akureyri við flutning á Morgunblaðinu frá Reykjavík til Akureyrar. Utför Ragnars fór fram frá Glerárkirkju á Ak- ureyri þriðjudaginn 3. janúar. **** Kæri vinur, komið er að kveðju- slund og aldrei hafði ég leitt hugann að því að svona slys gæti hent þig, sem raun bar. Mig langar í nokkrum línum til þess að reyna að koma frá mér smá þakklæti til þín fyrir traustið og vináttuna sem þú sýndir mér alltaf frá því leiðir okkar fyrst lágu saman. Vináttu sem með hverju ári varð traustari og sem við féiagarnir síðan bundum saman með tveimur ógleyman- legum veiðiferðum á liðnu sumri, þegar við fórum til mikils vinar þfns á Syðra-Fjalli í Aðaldal sem líkt og ég skilur alls ekki að þetta hafi komið fyrir né tilgang almættisins með þessu. Moggos minn, það er alveg ör- uggt, þín er sárt saknað af okkur vinnufélögunum, hvort heldur það eru strákarnir á Bílaleigu- verkstæðinu eða þeir sem eru í kringum mig á skrifstofunni. Að heyra engin hóstaköst lengur er nokkuð sem ég hef enn ekki átt- að mig á. Aldrei átti ég von á að ég saknaði þeirra en önnur er raunin, þótt skrýtið sé. Ekki ætla ég mér að skrifa um þig lofræðu, það væri ekki í þín- um anda, en ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér og vera vinur þinn þótt það hefði mátt vara í iengri tíma. Raggi minn, ég kveð þig að sinni í þeir- ri vissu að leiðir okkar liggi sam- an aftur. Ellen mín, megi minn- ingin um góðan eiginmann, traustan vin og félaga hjálpa þér til að takast á við þessa miklu raun. Móður, börnum og systk- inum votta ég mína dýpstu sam- úð. Kristinn Tómasson. **** Kveðjafrd Höldi Kæri vinur. Hún var hörmuleg fréttin sem hann Kiddi færði niér þegar hann snemma morg- uns hringdi í mig út til Noregs, þar sem ég er í fríi, og sagði mér að það hefði orðið hræðilegt slys fyrr um morguninn og að þú værir dáinn. Ég neitaði í fyrstu að trúa því að þú værir farinn, þú varst mér svo miklu meira en bara samstarfsmaður eins og svo margir aðrir hjá Höldi, það gæti bara ekki verið að ég ætti ekki eftir að heyra í þér framar. En slysin gera ekki boð á undan sér og nú ertu farinn þangað sem við öll förum að lokum, þú fórst bara allt of snemma, kæri vinur. Þú komst til starfa hjá Höldi fyrir rúmum fjórum árum, fyrst starlaðir þú við bensínafgreiðslu en mjög fljótlega tókstu svo við því starfi sem þú sinntir upp frá því sem var að keyra Morgun- blaðið frá Reykjavík til Akureyr- ar. Þetta var brautryðjandastarf, erfitt og erilsamt en alla tíð sinntir þú því af þvílíkri kost- gæfni að betri mann en þig var bara ekki hægt að hugsa sér, enda varstu fljótlega kominn með viöurnefnið „Moggos". Þú féllst strax svo vel inní hópinn hjá okkur, alveg eins og þú hefð- ir bara verið þarna frá upphafi, alltaf tilbúinn í hvað sem er og stutt í grínið jafnframt því sem þú hefðir vaðið eld og brenni- stein fyrir Höld og Moggann. Hversu oft höfum við Kiddi og þú ekki strítt hver öðrum eða reynt einn eða annan hrekkinn og enginn var í rónni fyrr en hann hafði náð að klekkja aðeins á hinuin. Alltaf var þetta í góðu og það var einmitt svo sterkt við þig, þú varst svo heill og beinn. Hversu oft komstu ekki upp á skrifstofu til mín til að ræða eitt og annað varðandi aksturinn sem var þér svo mikilvægur. Því miður hafði ég ekki alltaf tíma til að spjalla við þig þegar þú komst en aldrei tókstu því illa. Hversu oft sá ég ekki símanúmerið þitt á gemsanum mínum og svaraði með hraði: „Ég hringi í þig eftir hálfaf Og svo hringdi ég kanns- ki ekkí fyrr en seint um kvöldið og það eina sem þú sagðir var kannski: „Er það þetta sem þú kallar hálfa?“ Og svo spjölluðum við saman og þú varst ekki sár yfir þessari „hálfu". Hversu oft höfum við ekki spjallað saman á nóttinni þegar færið var erfitt eða bara annar hvor þurfti að spjalla við binn og við höfðum báðir tíma. Mikið á ég eftir að sakna þess að heyra ekki frá þér snemma á morgnana skammast yfir þessu eða hinu án þess að vera virkilega reiður, ég held reyndar að þú hafir ekki kunnað að vera reiður, þú varst alltof góð sál til þess, svona eins og stór og góður bangsi, enda fékkstu alltaf þínu framgengt með þínum hætti. Kæri vinur, nú er komið að leiðarlokum og þú ert farinn í þína hinstu ferð. Við sem eftir stöndum erum harrni slegin. Samstarfsfólk þitt og vinir hjá Höldi kveðja góðan lélaga og frá- bæran starfsmann, missir okkar allra er mikill en missir eigin- konu þinnar hennar, Ellenar, og barna þinna er mestur. Eg bið góðan guð að styrkja þau á þess- ari sorgarstundu. Vertu sæll, vin- ur. F.h. Hölds, Steingrímur Birgisson. *** „Vegir Iiggja til allra átta, á þeim verða skil.“ Nú hafa orðið skil á vegi Ragnars Karlssonar bíl- stjóra sem í hartnær sex ár hafði þann starfa að aka með Morgun- blaðiö frá Reykjavík til Akureyr- ar. Þriðjudagurinn 19. desember rann upp, gott veður og Raggi búinn að tilkynna á símsvaran- um að hann ntundi verða á Akur- eyri rétt fyrir klukkan 7. Þegar fyrsti starfsmaður mætti til vinnu k/ukkan 8 og engin blöð komin á skrifstofuna var augljóst að eitthvað hafði hent. Fregnin um að bíllinn hefði farið út af veginum og að bílstjórinn væri látinn kom eins og reiðarslag. Ragnar var öllum bnútum kunnugur á þjóðvegi I, Akureyri- Reykjavík-Akureyri, og þær eru ófáar ferðirnar sem hann hefur ekið á milli með Morgunblaðið að næturlagi. Þetta var hans heimavöllur. Hann þekkti hvern hól, hverja hæð og beygju og vissi hvað bæri aö varast. Marga hildina hefur hann á þessum tíma háð í vályndum veðrum á heiðum. Stundum kom hann nokkuð hrakinn eftir slíkt volk, en ávallt skilaði hann sér með blaðið. Oftar en ekki mun fýrr en við var að búast miðað við að- stæður. Hann var bráðflinkur bílstjóri og naut virðingar í starfi. Metn- aðarfullur var hann og lagði sig fram um að Ieysa verkefni sín vel af hendi, hratt en örugglega. Ráma röddin hans Ragga var það fyrsta sem við heyrðum á morgnana er við mættum til vinnu. Hann var Iíka duglegur að koma við hjá okkur og þiggja kaffi og spjalla. Sagði hann oft sögur af næturlífinu á þjóðvegi I. Ragnar ávann sér mikið traust og nefna má að hann gaf lög- reglu og Vegagerð upplýsingar um ástand vega og færð á þessari fjölförnu leið. Góður drengur hefur nú lagt upp í sína síðustu ferð. Hans er sárt sakn að. Mest- ur er harmur eiginkonu hans, móður, barna og barnabarna. Þeim viljum við senda okkar innilegustu samúðarkveðjur.Veg- ir liggja til allra átta, en nú er þess að bíða að birti á ný og bleikur morgunn rísi. Starfsfólh Morgunhlaðsins ú Ahureyri. Eva Jónsdóttir Svanberg Amason Mig langar að gefa þér gjöf, Sem gleddi þig , kæmi þér vel. Gjöf sem þú mætlir unna og una þér við Og wp'pfylla djúpa þrd. Koma þér óvænt með einhverju nýstúrlegu. Einhverju þvi' er stæðist tímans rið. Einstæða, dýra gjöf - með eilífðar gildi. En sjd: Eg ú ekkert lil nema orð, svo ósamstæð, tvístruð og hrjúf. Myndir þú kannski geta safnað þeim saman, sorfið ogfægi uns öðlast þau demantsins glit? Baðað þeim upp í rím sem perlum úfesli? Fd hefði ég gefið þér gjöfina sem ég vildi. (höf: Kristján frá Djúpalæk) Elsku vinur, ég og foreldrar mínir þakka Ijúfa samfylgd og biðjum engla himinsins að fylgja þér inn í heim Ijósanna. Anna R Aðventunni er að verða loldð. Það eru sólstöðurnar. Eftir dag- inn í dag fer sólin að stíga hærra og hærra upp á himinhvolfið. Allan desember hafa jólaljósin verið að kvikna í dalnum okkar eins og annars staðar. A híbýlum manna, í gluggum og görðum. Allt minnir á hátíð ljóss, friðar og gleði. En á einum vettvangi tekur dimman völdin. Ljós jólanna missa allan ljóma. Jólafriðurinn sem við öll þráum og þurfum er á burt. Henni Evu er svift burtu. Burtu úr þessum heimi, burtu frá öllu sem henni er kærast. Burtu frá öllum sem unna henni. Eftir stöndum við. Astvinir henn- ar. Vinir hennar. Sveitin okkar drúpir höfði í sorg, hún er allt í einu orðin svo fátæk. Eva sem fór til Akureyrar ásarnt Ingólfi sínunt í dag. Nokkurn tíma hafði staðið til að bæta stærri dráttarvél við í bú- skapinn, nú var hún fundin og skylcli sótt. Eva komst ekki heim úr þeirri ferð, átti aðeins eftir fárra mínúta akstur þegar kallið kom. Eva er horfin okkur. Eva með alla hlýjuna sína. Með dillandi glaða hláturinn sinn. Með ótak- markuðu umhyggjuna. Fyrir strákunum sínum. Fyrir barna- börnunum sínum. Fyrir Ingólfi sínum. Fyrir foreldrum sínum. Fyrir systkinum sínurn og fjöl- skyldum þeirra. Fyrir vinum sín- um, sem eru margir. Fyrir búinu þeirra. Hún breiddi flauelsmjúka elsku sín yfir okkur öll. Hún særði ekki, en bún var sjálf auð- særð, ef henni fannst vegið að þeim sem hún unni. Hún gerði ekki kröfur sér til handa. Hún vildi gera allt sem hún gat fyrir alla. Sannari vinur vina sinna er ekki auðfundinn. Hvað er það sem stjórnar svona atvikum? Hver ræður því að svona ótímabær dauði ryðst inn til okkar? Hver ertu dauði? I Ivers vegna bcrðu svo óvænt og óvægið að dyrum? Því er þér gef- ið ótakmarkað vald? Þú sækir okkur öll og við hlýðum kalli þínu, en sumar þínar gerðir er ekki hægt að sættast á. Hún Eva átti svo margt ógert. Við fáum ekki svör. Við getum ekkert sagt. Bara fundið svo óhemju sárt til. Við getum líka vonað að til sé einhver máttur sem gefur styrk þeim sem næst henni standa. Vonað að ljósin fái aftur Ijóma. Það verður ekki sarni ljómi, hann fáum við aldrei aftur, en ljós samt. Eftir stendur opiö sár. Það grær aldrei, en þaö skænir yfir það. Þá getum við þakkað fyrir að hafa átt Evu. Þá eigum við minn- ingarnar eftir, þær verða ekki frá okkur teknar fyrr en við verðum sjálf sótt af þeim sama mætti sem hrifsaði Evu Irá okkur. Ablm. {ORÐ DAGSIMS 462 1840]

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.