Dagur - 06.01.2001, Blaðsíða 5

Dagur - 06.01.2001, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 -F MINNINGARGREINAR Þórir Guðmundiir Áskelsson Þórir Guðmundur Áskelsson fæddist hinn 18. júlí 1911 að Skuggabjörgum í Dalsmynni í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann Iést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginnlO. des- ember. Foreldrar hans voru Áskell Hannesson og Laufey Jóhannsdóttir, hændur að Skuggabjörgum. Þórir var átt- unda barnið í hópi ellefu systk- ina sem öll eru nú látin. Þórir var sjómaður um árabil og sigl- di m.a. á milli landa öll stríðs- árin. Eftir að hann kom í land vann hann lengst af hjá SIipp- stöðinni og Skipasmíðastöð KEA á Akureyri. Hann lauk sveinsprófi í seglasaumi og stundaði þá iðn allt fram á elli- ár. Oft var gestkvæmt á verk- stæði Þóris við Norðurgötu og gjarnan farið með kvæði þjóð- skálda - ekki síst Davíðs Stef- ánssonar sem Þórir kynntist í Fagraskógi er foreldrar hans bjuggu þar í nokkur ár. Með Davíð og Þóri tókst góð vin- átta. Þórir kvæntist árið 1943 Dóru Olafsdóttur fá Sigtúnum á Kljáströnd í Höfðahverfi. Hennar dóttir er Ása, búsett í Bandaríkjunum og sonur þeir- ra hjóna er Áskell, ritstjóri Bændablaðsins. Þórir Guð- mundur Áskelsson var jarðsett- ur hinn 15. desember sl. Útför- in fór fram frá kaþólsku kirkj- unni á Akureyri en Þórir Guð- mundur var jarðsettur í Greni- víkurkirkjugarði. Elskulegur tengdafaðir minn, Þórir Guðmundur Áskelsson, er nú látinn eftir erfið veikindi. Sumir menn marka dýpri spor en aðrir og í þeim ílokki var Þórir. Eg kvnntist Þóri fyrst fyrir rúmum tuttugu árum þegar ég hafði tekið upp samband við son hans, Áskel. Þórir hafði strax mikil og sterk áhrif á líf mitt. Hann varð lljótt einn af mínum bestu og traustustu vinum - hoð- inn og búinn til að rétta fram hjálparhönd hvenær sem var. Þórir bjó lengst af á Akureyri með fjölskyldu sinni. Hann byg- gði hús við Norðurgötu fyrir rúmum 50 árum og þar bjó hann til hinsta dags. Þórir vann ýmis störf en sjómennska var hans að- alstarf framan af ævinni. Þannig sigldi hann til dæmis á farskipum öll stríðsárin en sú reynsla setti á hann sitt mark. Eftir að hann náði miðjum aldri nam hann seglasaum en eftir að hann kom í land var hann m.a. starfsmaður Slippstöðvarinnar og Skipa- smíðastöðvar KEA. Þórir var hið mesta Ijúfmenní, einstaklega barngóður og trúðí á hið góða í hverjum og einum. Umhyggja Þóris fyrir sínum nán- ustu var einstök. Þórir hafði mik- ið og gott minni og hafði yndi af ljóðum og gömlum kveðskap. Þá var hann margfróöur um menn og málefni. Missir aðstandenda er mikill og þá ekki síst eiginkonu hans, Dóru, en þau gengu í hjónaband árið 1943. Hún hefur ekki aðeins misst eiginmann heldur líka sinn besta vin og félaga. Þau hjón voru samstíga í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur en það er mikið lán að fá tækifæri til að kynnast slíku fólki. I veikindum Þóris síðustu árin var Dóra alltaf til staðar og naut Þórir umhyggju hennar og ástrík- is á heimili þeirra hjóna. Árum saman gerði hún Þóri kleift að vera heima en ekki á sjúkrastofn- unum, en sú staðreynd hefur án efa lengt líf Þóris til muna. Það var íýrir fáum vikum hins vegar að heilsubrestur Þóris kom í veg í fyrir að Dóra gæti sinnt honum öllu lengur og Þórir fór á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri. Dóra heimsótti hann nánast dag- lega og æ fleirum varð ljós sá mikli sálarstyrkur sem hún býr yfir - styrkur sem hyggist á sannri trú og bjartsýni. Dóra hefur ekki hátt en stýrir með hægð og yfir- veguðum orðum. Elsku Dóra. Það er gæfa að eiga tryggan lífsförunaut á borð við Þóri. Missir þinn er því mik- ill. Megi góður guð styrkja þig og vernda í sorg þinni. Elsku Ása og Áskelk Þið áttuð elskulegan föð- ur. Megi minning hans lifa í hjörtum ykkar. Minningar um Þóri eru margar og fallegar. Ég varðveiti þær í hjarta mínu. Elsku Þórir. Þessi síðasta or- usta var erfið en nú ert þú kom- inn á þann stað sem sjúkdómar finnast ekki. Þú auðgaðir líf mitt og margra annarra með góð- mennsku þinni og hjartahlýju. Ég kveð þig með hroti úr Ijóði löður míns, Aðalsteins Gíslason- ar, sem hann sendi þér sem af- mæliskveðju þegar þú varðst átt- ræður. Á Skuggabjörgum sést ei sól samfellt marga daga. Þar áttu þreyttir öruggt skjól, en óskráð sii er saga. Ótaí mörg þar eru spor eftir litla fætur. Þar lifðir þii þín Ijósu vor og langar, bjartar nætur. Við gamlar hlóðir heitast var, og hópast var þar saman. Mamma sagði sögurnar og sitthvað annað gaman. A jólum pahhi lestur las, þá lagðist vinnan niður. lnni þekktist ekkert þras, þar ávallt ríktifriður. Uti á sjónum erfitt stríð þií árum saman háðir. Þó öldur risu hátt í hríð, höfn þú ætt'ð náðir. Árin liðnu eru nú orðin mörg að halii. Yfir þér og þinni frú þengill himna vaki. Guð blessi þig, kæri vinur. Vilborg. I tímans rás er dauðinn eitt af þeim hugtökum sem fólk hefur mikið velt vöngum yfir og öll trú- arbrögð hafa sína skýringu á hvað verður um manninn eftir dauðann. En hvort sem dauðinn er endir, upphaf eða eðlilegt framhald af Iífinu hér á jörðu þá er hann óumdeilanlega mikil tímamót. Á þessum tímamótum Þóris langar mig til þess að segja nokkur orð um kvnni mín af hon- um. Ég hef alltaf þekkt Þóri sem gamlan mann og í minningunni er hann maðurinn sem tók mig og fjöldamörg önnur börn fjöl- skyldunnar á hné sér og kenndi okkur vísur. Þetta var ímyndin sem ég hafði lengi vel af honum og má kannski segja að hann hafi verið mér eins og nokkurs konar afi. Svo var það vorið 1999 þcgar ég fékk það verkefni í Mennta- skólanum að skrifa ritgerð í sam- tímasögu að ég ákvað að taka við- tal við Þóri og leggja þá sérstak- lega áherslu á millilandasigling- arnar sein hann stundaði öll stríðsárin. Eftir nokkurn um- hugsunarfrest ákvað Þórir að leyfa mér að skrifa þessa ritgerð sem nokkurs konar ævisögu hans. Það var við þessi skrif sem ég kynntist fortíð Þóris fyrst af einhverri alvöru. Ég vissi það að hann hafði verið mikið á sjó og í siglingum öll stríðsárin og að sjálfsögðu hafði ég tekið eftir húðllúrunum sem hann var með á handleggjunum. En einhvern veginn hélt ég það lengi vel að það væri eitthvað sem bara til- heyrði gömlum mönnum. Senni- lega hef ég þjáðst af þeim kvilla sem er svo einkennandi fyrir mína kynslóð að halda að eldra fólk hafi fæðst gamalt og alltaf verið þannig. Viðtal mitt við Þóri breytti þeim ranghugmyndum mínum svo um niunaði því Þórir hafði svo sannarlega lifað tímana tvenna. Þessa kvöldstund sem ég dval- di hjá Þóri og ræddi við hann sagði hann mér frá ýmsu sem á daga hans hafði drifið. Hann sagði m.a. frá frostavetrinum mikla þegar allt var ísi lagt og þeir sváfu 3 bræður saman í rúmi til að halda á sér hita, fyrsta starfi si'nu sem mjólkurpóstur á Hjalt- eyri þegar hann var 1 1 ára og skólaárunum fjórum við Barna- skólann að Reistará. Hann sagði einnig frá kreppunni sem hafði þó ekki mikil áhrif á Iíf hans því hann var hvort eð er fátækur fyr- ir og síðast en ekki síst sagði hann frá 23 ára ferli sfnum á sjó. Það var ótrúlegt að heyra frá (ýrstu hendi lýsingar frá stríðinu og orrustum sem Þórir hafði sjálfur Ient í. Imynd mfn af gamla hvíthærða manninum með staf- inn breyttist snögglega. Þórir lenti í mörgum árásum á meðan stríðinu stóð og oft munaði mjóu. Hann hafði lagt af stað frá Kaupmannahöfn daginn áður en Danmörk var hertekin og lenti oftar en einu sinni í þvf að sjá skipið við hliðina sprengt í loft upp. Fyrsta árásin sem hann lenti í var í september 1941 og voru þá 16 skip skotin niður allt í kringum hann. Það var ekki áreynslulaust að lenda í þessu en verst fannst Þóri að þurfa að sigla framhjá mönnunum sem voru á björgunarflekum og mega ekkert hjálpa þeim. En það voru reglur að meðan á árás stóð bar öllum skipunum að halda áfram sinni stefnu. Stríðið reyndist Þóri erfiðara eftir því sem leið á og síðustu árin gat hann ekki sofnað eftir árás, þá hafði langvarandi stríðsástand markað djúp spor. Þórir varð klökkur þegar hann sagði mér sumar sögurnar og sagði að þetta væri lífsreynsla sem fylgdi honum alla ævi. Þegar ég spurði hann hinsvegar hvort hann hefði aldrei hugleitt að hætta og fá sér vinnu í landi sagði hann að það hefði aldrei verið valkostur. Hann hefði ekki getað litið framan í félaga sfna ef hann hefði hætt þar sem honum fyndist þá sem hann hefði flúið af hólmi. Það sem mér fannst sarnt virð- ingarverðast er hvað Þórir sýndi aldrei neina reiði eða beiskju í garð Þjóðverja. Nokkrum árum eftir stríð hitti Þórir þýskan skip- stjóra hérna heima. Þeir komust að því að þeir voru jafngamlir upp á dag og það sem rneira var að þeir höfðu verið í sömu árásinni sem átti sér stað milli Skotlands og Bandaríkjanna árið 1942. Þá hafði annar þeirra ver- ið skjálfandi af hræðslu undir yf- irborði sjávar í kafbáti, en hinn skjálfandi af hræðslu á yfirborð- inu í skipi. ,,Og sérðu nú muninn á okkur núna?“ sagði skipstjórinn við Þóri, en þessi setning var Þóri einkar minnisstæð.Við skrifin á ritgerðinni um Þóri lærði ég niargt. I fyrsta lagi jókst skilning- ur minn á hörmungum og ósann- girni stríða en í öðru lagi þá fékk ég nýja sýn á Þóri og ég held að það séu ekki mjög margir sem þekkja þennan bakgrunn hans. Fyrir allt þetta vil ég þal<ka þér elsku Þórir. Þú munt alltaf í mín- um huga vera gamli, góðlegi maðurinn sem kenndi mér vísur þegar ég var lítil og baðst fyrir mér þegar mér Ieið ekki sem best á skiptinemaári mínu í Gu- atemala. Ég held að ég hafi aldrei sagt þér hvað ég mát það rnikils. Þú hefur mikla reynslu af ferðalögum og nú þegar þú ert farinn sit ég hér eftir og horfi á styttuna þína af Maríu mey, sem nú er komin inn í herbergi til mín. Ég velti því fý'rir mér hvort þú sért kominn á leiðarenda, hvort hluti af þér sé ennþá hérna á meðal ökkar sem þykir vænt um þig eða hvort þú sért ennþá á ferðalagi. Hvernig sem það nú er - góða ferð. Ég votta Dóru, ömmusystur minni, og fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð. Guðrún Sif Friðriksdóttir. íslendingaþættir birtast í Degi alla laugardaga Skilafrestur vegna minningargreina er til þriðjudagskvölds. Reynt er að birta allar greinar eins fljótt og verða má en ákveðnum birtingardögum er ekki lofað. Æskilegt er að minningargreinum sé skilað á tölvutæku formi. ^______________^Omrnr ____ ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.