Dagur - 06.01.2001, Blaðsíða 7

Dagur - 06.01.2001, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 6 ■ IANÚAR 200 J - VII MINNINGARGREINAR L > Bjöm Fr. Bjömsson f.v. sýslu- og alþingismadur Ungur homstu og æskuglaður austur í gamla Rangárþing, settist að sem sýlsumaður sómdir vel þeim fjallahring. Það i öun þii undir högum upplitsdjarfur fannst þinn mátt gerðir jafnt að lesa í lögum leiðbeina og gera sátt. P.E. Hinn 21. desember barst okk- ur Rangæingum sú frétt að Björn Fr. Björnsson f.v. sýslu- og al- |iingismaður befði látist þá um morguninn. Ekki gátu það talist óvænt tíðindi, maðurinn ári bet- ur en níræður, þrotinn að heilsu, þó setti okkur hljóða og minning- arnar streymdu að, öndvegismað- ur sinnar samtíðar í Rangárþingi var genginn til feðra sinna. Það hafði fækkað um einn af þeim, sem settu svip á bæinn með reisn. í byrjun nóvenbermáðnaðar árið 1937 ók drossía yfir gömlu hvítu hengibrúna á Þjórsá Ieiðin Iá framhjá fallega trjá- og blóma- garðinum hans Ólafs ísleifsson- ar, hómópata í Þjórsártúni þar sem sýnin opnast til hinnar yfir- bragðsfögru austurfjalla, Eyja- fjallajökuls, Tindafjallajökuls, Þríhyrnings og Heklu. Sveinn Jónsson, járnsmiður á Selfossi ók hægt austur holóttan Holtaveg- inn. Við hlið hans sat ungur glæsilegur maður, verðandi sýslumaður Rangárvallasýslu. Hann hafði frægðarorð á sér í Reykjavík sem aflturðasnjall knattspyrnumaður og spilaði með Víkingi. Þetta var Björn Fr. Björnsson sem gegnt hafði emb- ætti sýslumannsins í Arnessýslu í tæpt eitt ár og tekið við því af kempunni honum Magnúsi Torfasyni og flutt það frá Eyrar- bakka upp í gömlu Símstöðina á Selfossi. En nú var þessum efni- lega manni boðið framtíðaremb- ætti í Rangárþingi. Hermann Jónasson þáverandi dómsmála- ráðherra, ritaði honum setning- arbréfið. Síðar kom skipunarbréf frá Kóngsins Kaupmannahöfn. Kiástján X sendi útflúrað bréf með stórum stimplum. Stóra bréfið frá kóngnum var í gildi í full fjörutíu ár. Það var komið kvöld þegar ungi lögfræðingur- inn var orðinn einn hjá embætt- isgögnunum uppi í Gunnarsholti en þar hafði embættið verið um tíma, en áður var það á Efra- Hvoli í Hvolhreppi í um þrjá ára- tugi. Rafljós voru ekki kveikt til að skoða embættisgögnin. Rangárþing varð ekki uppljómað af Sogsrafmagni fyrr en áratug síðar. Björn fékk þegar þaul- kunnugan sýsluskrifara sér til að- stoðar, það var Páll Björgvinsson, sýslumannssonur frá Efra-Hvoli. Taldi Björn gott að hafa hann sér við hlið þegar afgreidd voru verk- efm sem biðu úrlausnár. Unga sýslumanninum fannst Gunnarsholt vera úrleiðis og flutti embætti sitt eftir tvo sólar- hringa niður í Hvolsvöll sem hann eygði sem framtiðarstað, þótt þar væru aðeins tvo íbúðar- hús og það þriðja í byggingu. Auk þess var sölubúð frá Kaupfélagi Hallgeirseyjar en það hús stend- ur enn, minnisvarði um veröld sem var. Hann byggðj vorið eftir sjálfur austan við þessi hús íhúð- ar- og skrifstofuhús embættisins en í því húsi var skrifstofa sýslu- manns í hálfan fjórða áratug. Björn var vel undirbúinn til að Björn sést hér í góðra manna hópi á almennum fundi og er að undirbúa sig undir að gefa pening í samskotamauk sem látinn er ganga milli manna. taka þátt í og leiða fjölbreytt fé- lagsmálastörf þegar hann kom í héraðið. Sem drengur og ung- lingur hafði hann starfað í KFUM þar sem hinn mikli og ljúfi leiðtogi sr. Friðrik Friðriks- son vísaði veginn og kenndi hon- um undirstöðuatriði í tungumál- um og hvatti til náms. Frá 12 ára aldri spilaði hann iðuiega á orgel á samkomum KFUM. I viðlögum lék hann á gamla orgelið í Stór- ólfshvolskirkju við guðþjónustur af mikilli innlifun og gaf sálma- lögunum virðulegan, djúpan hlæ. Á æskuárum undirbjó sr. Friðrik trúrækni hans, sem var hans bjarg á Iangri æfi. Björn stofnaði tónlistarskóla Rangæinga sem dafnað hefur vel með árunum og er í dag blómleg menningarstofn- un með á þriðja hundað nemend- ur. Skák var honum hugstæð og var hann um skeið formaður Taflfélags Reykjavíkur og tefldi mikið eftir að hann fluttist aust- ur og glæddi með því skáklíf í Ár- nes- og Rangárvallasýslu. Á löng- um og litríkum starfsferli Björns Fr. Björnssonar, hygg ég að ekk- ert starf hafi hann tekið að sér, sem betur hæfði orku hans og áhugasviði eins og störfin við uppbyggingu skólasetursins á Skógum. Á þeim árum þurfti að glíma við leyfisveitingar því ýms- ar byggingart'örur voru þá lítt fá- anlegar og fjármagn lá ekki á lausu. Rangæingar tóku til sinna ráða þá eins og þegar brýrnar voru byggðar yfir Þverá og Mark- arfljót á árum áður. Framganga Skógaskóla var honum ævarandi áhugamál. Hann mætti þvf alltaf þegar hann gat við skólasetning- ar og skólaslit og brá þar eins og annarsstaðar stórum svip á hátíð- Iegar athafnir. Á fimmta áratugnum þegar at- hafnamaðurinn Egill Thoraren- sen, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga, fékk brennandi áhuga á byggingu hafna í Þorlákshöfn var leitað til Rangæinga. Björn sýslumaður varð fyrirliði í héraði og tókst farsælt samstarf við Ár- nesinga eins og um líkt Ieyti tókst við Vestur- Skaftfelliga við upp- byggingu menntasetursins og hins myndarlega byggðasafns í Skógum. Samstarfið til austurs og vesturs varð með ágætum og af því Ieiddi farsæld fyrir Rangár- þing. Sýslumennirnir í Rangárvalla- sýlsu hafa í áranna rás haft ríkan áhuga á framfaramálum héraðs- ins og gengt forystuhlutverkum í þjóðþrifamálum. Mann eftir mann til dagsins í dag. Björn Fr. Björnsson sómdi sér vel sem odd- viti sýslunefndar héraðsins. Hann var einstaklega laginn við að skapa ánægjulegt andrúmsloft á fundunum enda tillhlökkunar- efni sýslunefndarmanna að mæta, láta Ijós sitt skína og legg- ja gott til mála. Það er íhugunar- efni hve miklu gömlu sýslu- nefndirnar komu í verk. Björn sýslumaöur bar sterkan og litrík- an persónuleika, var orðheppinn og alltaf var stutt í glettnina. Slíkir menn gæða gráan hvers- dagsleikann lífi. Björn flíkaði ekki tilfinningum sínum, var í eðli sínu dulur og bar stórar sorg- ir með karlmennsku. Það var metnaðarfull uppbygg- ing í Hvolsvelli á árunum sem Björn var formaður Kaupfélags Rangæinga. Að einhverju leyti í samkeppni við Kaupfélagið Þór á Hellu. Ingólfur Jónsson, sá dugnaðarmaður réði þar ríkjum. Menn spjöruðu sig vel á báðum stöðum og kauptúnin í Hvolsvelli og á Hellu bera þess merki. Eg þekkti ekki óvild milli þeirra. Þótt sperra væri milli kauptún- anna fram eftir árum. Báðir voru þeir forystumenn sinnar samtíð- ar og síns héraðs. Eg hygg að enginn staða gefi eins mikla innsýn í mannlegt samfélag eins og staða sýslu- manns í hæfilega stóru héraði. Þar má kynnast nánast flestum hliðum mannlífsins. Það er ekki allra að leysa viðkvæm mál og hafa vinsældir af. Björn Fr. Björnsson sat fyrst á sumarþingi 1942. Síðan var hann samfleytt á Alþingi frá 1959 til 1974 sem alþingismaður Framsóknarflokksins í Suður- Iandskjördæmi. Alls mun hann hafa setið 18 þing. Hann sat m.a. á allsherjarþingi Sameinuðu ])jóðanna árið 1970 og sat Ráð- gjafaþing Evrópuráðsins 1972 og 1973. Hann var víðlesinn, glögg- ur og hafði pólitískt nef. I störf- um sfnum sem alþingismaður horfði hann hátt og til framtíöar og vildi láta gott af sínum störf- um leiða. Hann var sæmdur heiðursmerki R. 1. F. 1 janúar 1968. Einnig var Björn sæmdur Chevalier de l’Ordre National du Merite. 1 meira en þrjá áratugi áttum við Björn einstaklega gott og lær- dómsríkt samstarf fyrir mig. Gagnvegir góðrar vinóttu milli heimila okkar voru meira en helmíngi Iengri tíma. Það var erfitt að komast yfir allt sem gera þurfti meðan við vorum einungis tveir við störfin í stóru héraði. En við unnum aðeins tveir við emb- ættið hátt á annan áratug. Gleði- stundirnar voru líka margar. Þeg- ar álfar hoppuðu á hjarni, bardús daglegra anna gleymdust stund- arkorn og klukkur stóðu. Björn kunni líka þá list að líta á aðstoð- armann sinn sem jafningja. Ekki skortu umræðuefnin, hvort held- ur var heima í kokkhúsi eða á ferðalögum okkar á nóttu sem degi. I blíðu og stríðu, meðan vegir voru slæmir og farartækin börn síns tíma. Alltaf hafði hús- bóndi minn af miklu að miðla, glöggur á menn og málefni og minnið traust. Eftirlifandi eiginkona Björns er Ragnheiður Jónsdóttir frá Deild- artungu, einstök myndarkona sem bjó honum traust heimili og var honum styrk stoð frá fyrstu kynnum þeirra til hinstu stundar. Eg og fólkið mitt á ógleymanlegar minningar um Björn sýslumann sem um áratugaskeið bar með sinni stóru og heimsborgarlegu persónu ferskan blæ inn á heim- ilið okkar. Áfram munum við hlúa að þeim góðu minningum. Það er vissulega þakkarvert að hafa átt með Birni svo margar samvistar- og gleðistundir. Guð blessi okkar kæra vin Björn Fr. Björnsson og hans ástvini. Pdlnti Eyjólfsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.