Dagur - Tíminn Akureyri - 04.04.1997, Side 4

Dagur - Tíminn Akureyri - 04.04.1997, Side 4
16- Föstudagur 4. apríl 1997 Jlagur-ÍEmmm Umbúðalaust GUÐ BÝR í GRÍNISTUNUM, AMMA! Illugi Jökulsson skrifar Biskup íslands hefur beðið ríkissaksóknara að kanna hvort einhverjir grínistar hafi verið með guðlast í Sjón- varpinu um daginn. Nú mun biskup fslands að vísu geta haldið því fram að hann hafi hreint ekki beð- ið ríkissaksókn- ara að kanna guðlastið í Spaugstofunni, heldur hafi rík- issaksóknari tekið upp á því sjálfur, enda væntanlega guðhræddur maður og gegn, og hefur vak- andi auga með því að hvergi sé m'ddur skórinn af frelsara mannkynsins eða frændum hans, þótt ekki sé nefndur rík- issaksóknari alltaf fljótur til í öllum öðrum málum, sem ýmsir myndu nú geta haldið því fram að væru kannski örlítið brýnni í nútímasamfélagi en þetta. En látum það liggja milli hluta; batnandi ríkissaksóknara er best að lifa og fyrst hann er á annað borð vaknaður verður nú vafalítið tekið ærlega til hendinni í glæpamálum þjóðar- innar. Vonandi er að önnur fórnarlömb illskunnar í heimin- um, sem eiga um sárt að binda, og kannski ívið sárara en Guð almáttugur, vonandi að þau muni njóta þess á næstunni, er ríkissaksóknari mun sýna aukið Kannski biskup- inn hafi dhyggjur afþví að það hafi dregið úr gleði unglinganna yfir hljómflutn- ingsgrœjunum, utanlandsferðun- um og hvaðþað nú var að hafa séð Spaugstofumenn þvœlast um d kyrtlum að breyta vatni í vín? Hvers- lags eiginlega vit- leysa er þetta? frumkvæði og röggsemi í hverju málinu af öðru. En þó biskup íslands, sem heitir Ólafur Skúlason, muni sem sé geta haldið því fram að hann hafi ekki beðið ríkissaksóknara um rannsókn á guðiasti Spaugstof- unnar, þá er það auðvitað eins og hvert annað píp og kjaftæði, nema biskup sé kannski orðinn vanur því að fenginni reynslu að senda ríkis- saksóknara ævinlega afrit af öllum sínum brófum. Ríkissak- sóknari Það er reyndar athyglisverð spurning, og svo sem vart hafandi í flimt- ingum, hvers vegna ríkis- saksóknari hleypur nú upp til handa og fóta og vís- ar gamanþætti í Sjónvarpinu til Rannsókn- arlögreglu rík- isins, rétt eins og um glæp sé að ræða, þó hann fái bréf eða afrit af bréfi biskups- ins. Kannski ríkissaksókn- ari hafi slæma samvisku yfir því að hafa ekki getað lagt biskupnum meira lið síðast þegar hann þurfti á að halda - þegar biskupinn fór eins og menn muna fram á að rannsakaður yrði framburður nokkurra kvenna gegn sér og ríkissaksóknari komst að þeirri niðurstöðu eftir dúk og disk að engin ástæða væri til að kæra konurnar fyrir rangar sakar- giftir eða hvað það nú hét. En látum þetta sem sé allt liggja milli hluta; mergurinn málsins er sá að biskup Islands ætlaðist til þess af ríkissaksóknara að hann kannaði guðlast Spaug- stofunnar síðastliðinn laugar- dag. Guðlast - grín aftan út miðöldum? Guðlast, hlustendur góðir. Þetta hljómar satt að segja næstum eins og grín aftan úr miðöldum. Biskupinn að eltast við guðiast hjá nokkrum spaugurum. En það var raunar ekkert grín á miðöldum þegar menn voru höggnir fyrir guðlast, og það er heidur ekkert grín á vorum dögum, þegar úrelt lög eru brúkuð til að setja hemil á tján- ingarfrelsi í landinu. í fyrsta lagi var auðvitað ekki um guðlast að ræða. Að því leyti sem orðið guðlast hefur yfirleitt einhverja merkingu, þá er það runnið af illum hvötum, markvissri löngun til að særa, meiða og ofbjóða, en ég trúi því ekki að nokkur maður láti sér detta í hug að páskagrín Spaug- stofunnar hafi verið runnið af slíkum rótum, hvort sem mönn- um þótti það fyndið eður ei. í öðru lagi; því er þó altént haldið fram að Spaugstofan hafi komið illa við sannkristið fólk og fermingarbörn með léttúð- ugu flími um frelsarann og Guð, og það á sjálfri páskahátíðinni. En með leyfi að spyrja; þó Spaugstofan hafi sært ein- hverja, hvað með það? Grín sem einhver veigur er í særir alltaf einhverja, og á að gera það. Menn segja þá sem svo að eitt sé að hæðast að pólitíkus- um og slíku hyski en annað að gera gys að djúpri og einlægri trúarsannfæringu fólks. Ég held reyndar að það hafi Spaugstof- an alls ekki gert á laugardaginn var, þótt hún hafi búið til nokkra brandara upp úr Biblí- unni, aðallega orðaleiki. En þó svo hún hefði gert það; hvað með það? Veraldleg gæði og grín Fyrir fáeinum vikum bjó Spaug- stofan til heilan þátt þar sem hæðst var miskunnarlaust að eftirsókn þjóðarinnar eftir ver- aldlegum gæðum. Ég er því miður smeykur um að eftirsókn eftir veraldlegum gæðum sé í rauninni mun dýpri og einlæg- ari trúarsannfæring hjá meiri- hluta þjóðarinnar en trúin á Jesú Krist. Af hverju mátti þá gera grín að slíku? Af hverju skrifaði þá ekki verslunarstjóri til dæmis Kringlunnar rikissak- sóknara og vildi láta kanna hvort um guðlast hefði verið að ræða? Er Guð eitthvað heilagri en Mammon? Já, auðvitað, munu menn segja. Það liggur í augum uppi. Og víst er svo, en með málshöfðun á vegum ríkis- saksóknara fyrir guðlast er vitaskuld ekki verið að verja Guð, og vegur hans mun ekki aukast við það að brandarar úr Biblíunni séu einskorðaðir við einkasamkvæmi presta og guð- fræðinga. Ef Guð hefur eitthvað á móti Spaugstofunni mun hann finna sín eigin ráð til að láta það í ljósi, hvorki ríkissak- sóknari og né heldur biskupinn yfir íslandi, herra Ólafur Skúla- son, eru þess umkomnir að tala máli hans á jörðinni. Með máls- höfðun fyrir guðlast er ekki ver- ið að vernda Guð, heldur í hæsta lagi kirkjuna sem stofn- un, eða einhvern hluta hennar. Spaugstofan særði ekki Guð, og hafi hún sært einhverja kristna menn, þá það. Ég held hún megi það. Og með leyfí að spyrja: af hverju eru menn særðir? Ef þessir sannkristnu menn væru öruggir og sáttir í sinni trúarvissu, einlægir og sannir, mætti þeim þá ekki standa hjartanlega á sama? Á páskum! Er tímasetningin svona hræði- leg, já? Á páskunum, og í miðj- um fermingum! Skelfilegt að bjóða aumingja fermingarbörn- unum upp á þetta, og þau í þann veginn að staðfesta skírn- arheitið. Hvað þau hafa orðið særð, litlu greyin! En sér er nú hver endemis vitleysan í herra biskupnum og nótum hans. Ristir þá fermingarundirbún- ingur prestanna ekki dýpra en svo að svolítið grín að guð- spjöllunum stofni honum öllum í voða? Og á maður yfirleitt að taka það trúanlegt eitt andar- tak að einhverjir prestar eða eitthvað sannkristið fólk telji í raun og veru að grín eins og Spaugstofan var með dragi al- veg óskaplega mikið úr trúaral- vöru og trúarvon blessaðra unglambanna? Það er kannski óguðlegt leyndarmál en það er þá best ég ljóstri því samt upp að mjög stór meirihluti barna lætur ferma sig ekki af neinni trúars.annfæringu, heldur til að fá pakka. Vissu menn þetta kannski ekki? Vissulega gera börnin sitt besta til að hugleiða trúmál í fyllstu einlægni í tilefni af fermingunni, en auðvitað láta þau samt næstum öll ferma sig til að fá pakkana. Kannski biskupinn hafi áhyggjur af því að það hafi dregið úr gleði ung- linganna yfir hljómflutn- ingsgræjunum, utanlandsferð- unum og hvað það nú var að hafa séð Spaugstofumenn þvæl- ast um á kyrtlum að breyta vatni í vín? Hverslags eiginlega vitleysa er þetta? Eða dró þetta kannski bara eitthvað úr gleði biskupsins sjálfs yfir því að ríkja yfir svo hræsnisfullri hátx'ð að sjá að ekki eru allir þaktir helgislepjunni, ekki einu sinni á páskunum? Biskup hefnir Auðvitað er skýringin á frum- hlaupi biskupsins samt einfald- ari en þetta, ef að líkum lætur. Auðvitað má það vera deginum ljósara að herra biskupinn er nú að hefna þess í héraði sem hallaðist á Alþingi, eins og þar stendur: reyna að ná sér örlítið niður á einhverjum þeirra sem hann telur sig eiga um sárt að binda gagnvart, sýna að hann sé ekki dauður úr öllum æðum. En hafi biskupstíð Ólafs Skúla- sonar verið nær samfelld hrakfallasaga, þá bætir þetta ekki úr skák. Haldi biskupinn enn að það auki virðingu hans að hóta lögfræðingum og mála- ferlum, þá á hann enn sitthvað ólært. Pistill Illuga er fluttur í morgunútvarpi Rásar 2 á fimmtudögum.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.