Dagur - Tíminn Akureyri - 04.04.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Akureyri - 04.04.1997, Blaðsíða 5
Jkgur-®mtmn Föstudagur 4. apríl 1997 -17 VIÐTAL DAGSINS „Var andlega blankur borgarstarfs maður, þegar ég tók þá ákvörðun að hœtta í slökkviliðinu og einbeita mér að listinni, “ segir Teddi listamaður. SkúlptúrUst í skipinu að gefst enginn tími hér um borð til listiðkana. Sautján manns eru hér um borð, sem allir borða mikið. Að fara öðru hvoru til sjós er góð tilbreyting og gefur mér tækifæri til að efla mig af and- legri dáð,“ segir Magnús Theó- dór Magnússon trélistamaður og afleysingabryti á ms. Stuðla- fossi, gjarnan nefndur Teddi. Hann bauð tíðindamönnum Dags-Tímans að skoða lista- verkasafn sitt um borð þegar skipið lá á dögunum við kaja í Akureyrarhöfn. Þá voru skip- verjar að koma úr freðfiskflutn- ingum frá nyrstu byggðum Nor- egs. Frá Akureyri var ferðinni fram haldið vestur um haf - með enn fleiri ferðýsur. Andlega uppþornaður brunavörður Teddi er rúmlega sextugur. Lengi framan af ævi starfaði hann við offsetprentun og síðar sem brunarvörður hjá Slökkvi- liði Reykjavíkur, þar til fyrir tólf árum - en þá ákvað hann að snúa sér að listgyðjunni. Það hefur hann haft sem aðalstarf síðustu árin. „Ég var andlega blankur borgarstarfsmaður, þegar ég tók þá ákvörðun að hætta í slökkviliðinu og einbeita mér að listinni. Mér linnst ákaf- lega gaman að vinna listaverk úr tré. Á sjónum fæ ég hug- myndir að mörgum listaverkum og skúlptúrum. Ég hef víða fengið viði sem ég nota í þessi verk, meðal annars úr svokall- aðri Edinborgarbryggju á ísa- firði sem reist var snemma á öldinni og rifin 1966. Kjörviðina úr bryggjunni fékk ég fyrir nokkrum árum og hef síðustu árin mikið smíðað úr þeim,“ segir viðmælandi okkar. Sýningar í erlendum höfnum Þegar vel liggur á listamannin- um Tedda efnir hann stundum til sýninga um borð í þeim skip- um Eimskipa sem hann er á hverju sinni. Þannig lá Stuðla- foss fyrir tæpum mánuði við kajann vestur í Boston í Banda- ríkjunum og þá var þar efnt til listaverkasýningar um borð - sem var fjölsótt, þó kannski ekki á vísu þarlendra. Theódór hefur á sínum ferli haldið tvær stórar einkasýning- ar. Sú fyrri var í Perlunni 1992 Tedda að komast, fram hjá öll- og hin síðari í Ráðhúsi Reykjavíkur 1994. Auk þess sem hann hef- ur haldið ýmsar smærri einka- sýningar. - Þá er listaverk þessa sæbarða manns í eigu ýmissa aðila; þar á meðal Landsbankans, ýmissa borgar- fyrirtækja, Eim- skipafélagsins sem og eitt slíkt Trélistamaðurinn Teddi fer stundum einn og einn túr á Fossum Eimskipa. Hann er með fjölda trélistaverka um borð og efnir stund- um til sýninga í er- lendum höfnum. prýðir kammes Ilr. Richard Won Weizacker, fv. forseta þýska sambandslýðveld- isins. Inn á skrifstofu hans tókst um oryggis- kerfum. For- setinn hreifst af hstaverkum þessa snjalla listamanns frá eyjunni í Dumbshafi - og ekki stóðst hann mátið og keypti eitt slíkt. Af þessum góðu viðskipt- um er Theódór býsna stoltur - enda hefur hann efni á því. sbs. BREF FRA AKUREYRI Gróska á Norðurlandi! Jón Hrói Finnsson skrifar Allir vita að samkeppni er holl. Hún stuðlar að betri þjónustu og árvekni sam- keppnisaðila. Skortur á sam- keppni leiðir hinsvegar til hins gagnstæða. Það er síðarnefnda ástandið sem við búum við á vettvangi íslenskra stjórnmála í dag. Samkeppnin við Sjálfstæð- isflokkinn um kjósendur er allt of lítil, mest vegna smæðar og Qölda þeirra flokka og samtaka sem ættu að skapa eðlilegt mót- vægi. Þessir flokkar berjast um Gróska er stofn- uð afungu fólki, fólki sem gerir krófur um athafnir, fólki sem gerir kröfur um breytingar til hins betra. atkvæðin innbyrðis, meðan sjálfstæðismenn sigla nokkuð lygnan sjó og geta treyst því að halda sínu án mikillar fyrir- hafnar. Þetta er ekki af hinu góða. Þjónusta Sjálfstæðisflokksins við almenning í landinu er fyrir löngu farin að bera merki fá- keppni og sofandaháttar. Skammsýni og fyrirhyggjuleysi eru ráðandi og blindnin fyrir hagsmunum venjulegs fólks er alger. Landinu er stjórnað af sérhagsmunaaðilum og þrýsti- hópum sem ráða taktinum í dansi ríkisstjórnarinnar. Þessu þarf að breyta. Valdahlutföllin þarf að jafna og það verður aðeins gert á einn veg, með sameiningu vinstri- og jafnaðarmanna, flokksbundinna sem óflokks- bundinna, í eina samstæða heild. Gróska, samtök jafnaðar- og félagshyggjufólks var stofnuð til að stuðla að slíkri sameiningu og til að vera samstarfsvett- vangur hinna fjölmörgu sem finna nauðsyn þess að fram komi eitt sterkt vinstra afl sem getur beitt sér af einhverju viti. Það er fyrir löngu orðið tíma- bært að leggja til hliðar gamlar væringar og raða baráttumál- unum í nýja forgangsröð. Við verðum að spýta í lófana og heijast handa því öðruvísi get- um við ekki lagað það sem af- laga hefur farið í áhrifatíð Sjálf- stæðisflokksins. Við erum sammála um svo margt að það eina sem kemur í veg fyrir sameiningu er þrjóska og afturhaldssemi. Við þurfum 'ekki að vera sammála um allt, við þurfum bara að vera sam- mála um það sem skiptir máli fyrir lífsafkomu íslenskra íjöl- skyldna því lífvænlegt þjóðfélag hlýtur að ganga fyrir öllu öðru. Gróska er stofnuð af ungu fólki, fólki sem gerir kröfur um athafnir, fólki sem gerir kröfur um breytingar til hins betra. Fólki sem vill ekki líða fyrir gömul ágreiningsefni vinstri- flokkanna og venjur sem eru fyrir löngu úr sér gegnar. Nú hefur Gróska teygt anga sína hingað norður fyrir heiðar. Hópur ungs fólks úr A-flokkn- um, Kvennalista og Þjóðvaka ásamt óflokksbundnu áhuga- fólki um bætt þjóðfélag undir- býr þessa dagana stofnun norð- lenskrar deildar Grósku. Þörfin fyrir þessi samtök er mikil. Gróska er það sem við höfum lengi beðið eftir, fyrsta skrefið á leið til betra þjóðfélags.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.