Dagur - Tíminn Akureyri - 04.04.1997, Page 11

Dagur - Tíminn Akureyri - 04.04.1997, Page 11
Jkgur-mmrám Föstudagur 4. apríl 1997 - 23 FINA FRÆGA FOLKIÐ Fran með Óskarinn Frances McDorm- and skapaði í Fargo kvikmynda- hetju sem bíófíklar hafa aldrei fyrir- hitt áður - sveita- löggu komna 7 mánuði á leið. Og hreppti Óskarinn fyrir vikið... rátt fyrir alla velgengnina á síðasta ári stendur Frances, eða Fran eins og hún er kölluð, óhögguð á þann tilgerðarlausa hátt sem veittu eiginmanni hennar og mági, Jo- el og Ethan Coen, innblástur til að skrifa Fargo fyrir hana. Allt gekk henni í haginn á síöasta ári. Auk Fargo lék hún fótboltafíkil í Lone Star og lítil hlutverk í Primal Fear og Pa- lookaville. „Þetta er ekki spurn- ing um að fá stórhlutverk, held- ur áhugaverð hlutverk," segir þessi 39 ára gamla leikkona. Fran er tortryggin að eðlis- fari og að sögn vinkonu hennar Fíolly Ilunter (The Piano) væri hún vís til að taka velgengninni sem dæmi um spillingu en einhverju til að fagna. Talandi um Óskarstilnefninguna fór hrollur um Fran. „Það er frá- bært að í kannski 3-6 mánuði geta þeir stafað eftirnafnið rétt.“ Með Óskarinn í höndunum er nú von til að réttritunin haldist eitthvað lengur. Joel og Fran hittust við tökur á myndinni Blood Simple. Sem kvikmyndafólk hafa þau verið langdvöi- um frá hvort öðru en það breyttist með tilkomu son- arins Pedro sem þau ættleiddu frá Suður-Ameríku. Sonurinn er rúmlega 2ja ára og reyna þau nú að dvelja alltaf á sama stað. Þegar Fran tilkynnti fjölskyldunni hvað hún ætlaði að leggja fyrir sig voru viðbrögðin: „Þar er fullt af skilnuð- um, alkóhólisma og börnum utan hjónabands, er það ekki?“ Ólétta lögreglukonan í Fargo. Teitur Þorkelsson skrifar Nektamý- lendan Stærsta nektarnýlenda í heimi er í Flórída og heitir Club Paradise. Svæðið er að vísu flokkað sem clothing optional resort, eða dvalarstað- ur með valfrelsi í klæðaburði. Þannig mega t.d. feimnir gestir koma í fötum inn á svæðið þrisvar sinnum. Eftir það gerast þeir annað hvort opinberir striplingar og eyða dögum sín- um á svæðinu eftir það alls- naktir, eða þeir eru settir í inngöngubann. Meira en áttatíu þúsund manns dvelja í nektar- nýlendunni á hverju ári og fjöldi fólks býr þar að staðaldri. Á daginn eru uppáhaldsíþróttir striplinga, tennis og blak, stundaðar en á kvöldin taka veitingastaðir, næturklúbbar og heitapottapartý öll völd. Þrátt fyrir allt þetta er bann- að að stunda kynlíf á almanna- færi í nektarnýlendunni. íbú- arnir leggja áherslu á að það sé náttúrulegt að vera allsber og lofa og prísa líkama sína alsól- brúna. Konan fer allsber út að ganga með hundinn á meðan eiginmaðurinn bónar ljöl- skyldubílinn eða snyrtir garð- inn, á tippinu einu saman. Ekki veit ég hvort Hannes llafstein heimsótti nektarný- lendur síns tíma en af vísu hans að dæma hefði hann ekki kosið að gerast opinber striplingur: Fegurð hrífur hugann meira ef hjúpuð er, svo andann gruni ennþá fleira en augað sér Frá Þelamerkurskóla Þelamerkurskóli auglýsir lausa til umsóknar stöðu að- stoðarskólastjóra við skólann. Einnig eru lausar til umsóknar stöður grunnskólakenn- ara. Meðal kennslugreina eru: Kennsla yngri barna, raungreinar, danska, heimilisfræði og hannyrðir. Einnig er óskað eftir kennara eða þroskaþjálfa til að aðstoða einn nemanda í 1. bekk. Auk þess er auglýst eftir sérkennara til að annast skipulagningu og kennslu unglinga á nýstofnuðu meðferðarheimili Barnaverndarstofu að Varpholti í Glæsibæjarhreppi. Þelamerkurskóli er í um 10 km fjarlægð frá Akureyri. Nem- endafjöldi er u.þ.b. 90, allir í heimanakstri. Flestir kennarar búa á staðnum. Skólinn er mjög vel búinn kennslugögnum og aðstaða öll hin besta, m.a. ný og glæsileg íþróttaaðstaða. Við leitum að áhugasömu fólki sem hentar vel að starfa í fá- mennu samfélagi. Upplýsingar gefur Karl Erlendsson, skólastjóri í síma 462 6555 eða 462 1772. SýSLUMAðURINN Á AKUREYRI Nauðungarsala lausafjármuna Lausafé í eigu Víkurlax ehf. verður boðið upp föstu- daginn 11. apríl 1997, kl. 14, að beiðni Lánasýslu rík- isins. Um er að ræða eldisfisk, afurðir, seiði, fóður og rekstrarvörur gerðarþola, sem m.a. er að finna í fiskeld- isstöð hans í Grýtubakkahreppi. Uppboðið fer fram á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, 3. hæð, Ak- ureyri, eða á öðrum stað eftir ákvörðun upp- boðshaldara, sem verður kynnt á fyrrgreindum stað. Krafist verður greiðslu við hamarshögg og verða ávís- anir ekki teknar gildar nema með samþykki gjaldkera. Uppboðsskilmálar eru til sýnis á skrifstofu embættisins og þar verða einnig veittar frekari upplýsingar ef óskað er. Sýslumaðurinn á Akureyri, 3. apríl 1997. Ingvar Þóroddsson, fulltrúi. / Opinn fyrirlestur Laugardaginn 5. apríl mun dr. Rögnvaldur Hannesson halda opinn fyrirlestur við Háskólann á Akureyri. Hefst fyrirlesturinn kl. 14 og verður í húsnæði háskólans við Þingvallastræti í stofu 16 á fyrstu hæð. Fyrirlesturinn nefnist Hagvöxtur, kvótakerfi og veiði- gjald. Rögnvaldur Hannesson er prófessor í fiskihagfræði við Noregs Handelshoyskole í Bergen. Hann lauk doktors- prófi í þjóðhagfræði við Háskólann í Lundi árið 1974. Rögnvaldur hefur verið kennari við háskólana í Lundi, Bergen og Tromso og gistikennari við Háskóla íslands og Háskólann á Akureyri. Hann hefur ritað nokkrar bækur um fræðigrein sína, haldið fyrirlestra við menntastofnanir í mörgum löndum og birt fjölda greina í alþjóðlegum vísindaritum. Jafnfram hefur hann verið virkur í umræðunni um fiskveiðistjórnun á ísiandi þrátt fyrir langa búsetu erlendis. Fyrirlesturinn er öllum opinn.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.