Dagur - Tíminn Akureyri - 16.05.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Akureyri - 16.05.1997, Blaðsíða 5
Ptgur-®mmt« Föstudagur 16. maí 1997 - 5 F R E T T I R Akureyri Spurningar hafa vaknað um eðli efnis sem Roy Shannon hefur haft með sér í fangeisið. Mynd: GS Lögbrot á bak við lás og slá? Roy Shannon virðist uppvís að lög- broti innan fangelsisveggjanna á Akureyri með því að hafa þar les- efni, þar sem stúlkubörn eru þátttakend- ur í kynlífsathöfnum. Samkvæmt lögum frá 1. janúar 1997 er refsivert að eiga efni sem inniheldur barnaklám. í fyrradag sendi Roy út tilkynningar til fjölmiðla þar sem hann óskaði eftir að fá alla urnfjöllun um sig senda frá því að mál hans kom upp. Vegna mistaka sendi hann einum fjölmiðlanna tölvudisk, sem reyndist með vafasömu efni. Roy hélt að diskurinn væri auður. Dagur-Tíminn hefur kynnt sér innihald disksins og telur engum vafa undirorpið að um barnaklám sé að ræða. Spurningar vakna um tilganginn með refsingu al- mennt og fangelsisafplánun þegar dæmd- ur kynferðisafbrotamaður hefur í fórum sínum gögn, sem í ljósi forsögunnar, draga varla úr áhuga hans á kynferðislegu sam- neyti við börn. Roy afplánar nú dóm sinn á Akureyri og fer Ólafur Ásgeirsson með ábyrgð fangelsismála þar. „Hvað er barnaklám?“ sagði Ólafur í samtali við Dag-Tímann í gær. „Við vorum búnir í rannsókn á hans máli að fara yflr alla diska og lögðum í það margra vikna vinnu. Við tókum út allt það sem er klám að okkar mati og gerðum upp- tækt. Fyrir það er hann dæmdur meðal annars. Ég hef sjálfur séð þennan um- rædda disk og við mátum hann ekki sem barnaklám.“ Ekki barnaklám? Hvernig skyldi það metið og af hverjum hvort farið sé yfir strikið og hvenær ekki? Á diskinum er sannarlega efni þar sem 10-11 ára gamlar stúlkur eru í aðalhlutverki í kynlífsleikjum með bræðrum, vinum og stundum feðrum sínum. Ólafur segir um ábyrgð rann- sóknaraðila „Jájá, þetta er auðvitað kolgrátt svæði en ég get ekki upplýst hver tekur ákvörðun um þetta. Við er- um að skoða þetta mál hér innanhúss og kerfið hefur sínar leiðir. Ef rétt er að Roy sé að brjóta lögin innan veggja fangelsisins þá verður hann eflaust lög- sóttur." Torvelt hefur reynst að skilgreina hugtak- ið klám og svipaða sögu er að segja um barna- klám. Barnaklám hefur e.t.v. frekar verið tengt myndbirtingu en kynferðisleg áreitni gagnvart barni er aftur betur skýrð: Þegar fullorðinn ein- staklingur lætur barn taka þátt í kynferðislegum verknaði sem samræmist hvorki tilfinningalífi né líkamsþroska barnsins. BÞ Roy Shannon, dæmdur barnaníð- ingur, er með barna- klámefni í fangelsinu. Aðstoðar- yfirlögreglu- þjónn: Hvað er barnaklám? Selfoss Björgunarsveit fælir fugla Björgunarsveitarmenn á Selfossi eru ósáttir við viðbrögð sumra bæjarbúa við æfingum þeirra á Ölfusá en þeir síðarnefndu óttast um varp fugla í nágrenninu. Örn Óskarson, líffræðingur á Selfossi, segir í Sunnlenska fréttablaðinu að álftirnar sem nú Iiggja á eggjum sínum hafi fælst er björgunar- sveitarmenn fóru út á ána á bát. Þær hafi snúið aftur að einum og hálfum tíma liðnum og eggin kólni mjög hratt. Hann telur líkur á að allt h'f sé slokknað í þeim. í fyrra hafi álftirnar fælst þegar umferð var um ána og ekki snúið aftur á hreiðrið. Álftirnar hafa haft vetursetu í nágrenni árinnar í vetur og hafa verpt í Fremri-Laugardælaeyju, á miðri ánni, síðustu þrjú ár. Björgunarsveitarmenn segja hinsvegar að þeir þurfi tækifæri til að æfa sig en hvítasunnan er á næsta leiti sem er mikil ferðahelgi og björgunar- sveitarmenn verði að vera við öllu búnir. Félagar úr björgunarsveitinni Tryggva voru að prufu- keyra nýjan bátamótor sl. mánudagskvöld og leyfi hafi fengist hjá lögreglunni til að fara út á ána. Þess hafi verið gætt að fara ekki nálægt varpinu. Páll Sigurþórsson, einn björgunarsveit- armanna, segir að það sé best að sleppa þessum æfingum alfarið fyrst viðbrögðin séu á þennan veg. Bannað sé að fara á ána á sumrin því þá fæl- ist fiskurinn í ánni og á vorin séu það fuglarnir. -hþ./Selfossi Stutt & laggott Júpíter frá Þórshöfn aflahæstur Sfldveiðin er nú komin í um 77 þúsund tonn af 233 þúsund tonna sfldarkvóta og hefur alls 51 bátur fengið einhvern afla. Mestu magni hefur verið landað á Seyðisfirði, alls um 12 þúsund tonnum og á Eskifirði, alls 8.600 tonn, en þar lönduðu þrjú færeysk skip í gær, Nordborg, Charisma og Serena liðlega 3.500 tonnum. Aflahæsta skipið er Júpíter ÞH frá Þórshöfn með 3.838 tonn, ísleifur VE frá Vestmannaeyj- um með 3.356 tonn, Víkingur AK frá Akranesi með 3.296 tonn, Kap VE frá Vestmannaeyjum með 2.880 tonn, Ilákon ÞIl frá Reykjavík með 2.773 tonn, Börkur NK frá Neskaup- stað með 2.687 tonn, Þórshamar GK frá Grindavík með 2.664 tonn og Oddeyrin EA frá Akureyri með 2.654 tonn. GG Fegurðardrottningar fræðast Stúlkurnar sem keppa í Fegurðarsamkeppni íslands sóttu fræðslufund Krabbameinsfélagsins í fyrradag og fræddust m.a. um áhrif reykinga á heilsu og útlit. Á laugardaginn ætla stúlkurnar að vera í Kringlunni milli 13:00 og 15:00 og dreifa fræðslubæklingi Krabbameinsfélagsins sem heitir „Berðu heilsu þína fyrir brjósti." Jafnframt ætla stúlkurnar að auglýsa boli, sem verið er að selja til styrktar baráttunni gegn brjóstakrabba, sem þær eru í á myndinni. Samningur HÍ og Hafró Undirritaður hefur verið samstarfssamningur milli Háskóla íslands og Hafrannsóknastofnunar. Allgott samstarf hefur verið milli þessara stofnana um árabil, og t.d. gegnir Jakob Jakobsson, forstöðumaður Hafrannsóknastofnunar embætti prófessors í fiskifræði við HÍ jafnhliða forstöðumannsstarfinu. Með samningnun vilja stofnanirnar efla rannsóknir á auðhnd- um sjávar og umhverfisþáttum þeim tengdum, efla menntun í þeim greinum raunvísinda sem beinast að hvers kyns sjávar- rannsóknum, auka þekkingu á viðfangsefnum íslensks sjávar- útvegs, samnýta aðstöðu og færni hvorrar annarar. Stefnt er að hlutastörfum sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar við kennslu og hlutastörfum kennara Háskólans við rannsóknir á Hafrannsóknastofnun. í þessum þáttum felast m.a. sameigin- legir hagsmunir HÍ og Hafrannsóknastofnunar. GG Leirböö og ilmsturtur Ný heilsu- og líkamsræktarstöð var opnuð á Hótel Esju í gær, en hana rekur Jónína Benediktsdóttir. Stöðin, sem hef- ur hlotið nafnið Planet Pulse, er ekki galopin öllum, heldur verða menn að gerast félagar. Ýmsilegt er þarna í boði sem allajafna er ekki að finna í líkamsræktarstöðvum hér á landi, t.d. leirböð og ilmsturtur, en einnig eru þar gufuböð og heitir pottar að ógleymdum æfingatækjunum.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.