Dagur - Tíminn Akureyri - 16.05.1997, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn Akureyri - 16.05.1997, Blaðsíða 9
^Dagur-®ótmm PJÓÐMÁL Föstudagur 16. maí 1997 - 9 í aldaskiptumim Sætasta parið? Mynd: JHF Heimir Már Pétursson framkvœmdastjóri Alþýðubanda- lagsins, skrifar Stærð Sjálfstæðisflokksins hefur verið mörgum undr- unarefni undanfarna ára- tugi. Menn hafa borið saman stærðarhlutföll flokka á íslandi og hinum Norðurlöndunum og komist að því að það hljóti eitt- hvað að vera að á íslandi, þar sem íhaldsmenn hafa svipað fylgi og sósíal demókratar hafa í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Á undanförnum mánuðum hefur fátt verið meira rætt en nauðsyn þess að koma á legg „stórum jafnaðarmannaflokki" á íslandi. Menn hafa litið yfir söguna og margir hverjir nán- ast haldið því fram að hlutföll stjórnmálaflokka á fslandi jaðri við að vera söguleg fölsun. Svona eins og íslendingar lifi í sýndarveruleika. Gjarnan hefur verið gripið til þeirrar skýring- ar á þessum hlutföllum, að „jafnaðarmenn“ á fslandi hafi ekki náð að vera samstíga. Sósíal demókratar hafi klofnað oft og iðulega, nánast fyrir sögulegan misskilning. Hvernig er spurt hetta er auðvitað mjög þægileg söguskýring en jafnframt nokk- uð ónákvæm. Þegar menn velta fyrir sér stærðarhlutföllum ís- lensku flokkanna er ekki nóg að spyrja hvers vegna félags- hyggjuflokkarnir eru ekki stærri en þeir eru, heldur verð- ur lflca að spyrja hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn er svona stór. Sjálfstæðisflokkurinn og breski íhaldsflokkurinn hafa átt það sameiginlegt í gegnum ára- tugina, að þeir tóku undir margar af grundvallar kröfum verkalýðshreyfingarinnar. Hér á íslandi hefur Sjálfstæðisflokkur- inn meira að segja átt mjög sterkar rætur innan hreyfingar- innar og átt þar sína fulltrúa. Báðir þessir flokkar sýndu ákveðinn skilning á kröfum um að iaun yrðu samningsbundin, vinnutími yrði takmarkaður og svo fram vegis. Þetta er mikii sérstaða meðal hægri flokka. Sérstaða sem aflaði þessum tveimur flokkum töluverðs fylg- is meðal verkalýðsstéttarinnar. íhaldsflokkarnir á Norður- löndunum hafa hins vegar alla tíð verið miklu hreinræktaðri hægri flokkar. Þegar kemur að málefnum verkalýðshreyfingar- innar hafa skilin mifli sósísal- ista og sósíal demókrata annars vegar og íhaldsmanna hins veg- ar verið miklu skýrari á hinum Norðurlöndunum en hér á landi og í Bretlandi. Það er ekki fyrr en með Thatcherismanum í Bretlandi um 1980, sem breskir íhaldsmenn heija alvarlegar árásir á verkalýðshreyfinguna. Og það tók breskan almenning 18 ár að átta sig á þessu nýja eðli íhaldsmanna sem loksins ieiddi til þess að þeir misstu völdin á dögunum. Breytt hægraeðli Það hefur oft verið talað um Sjálfstæðisflokkinn sem flokk sem í raun innihaldi marga flokka. Þar hafa bændur, at- vinnurekendur, kaupmenn, verkamenn, útvegsmenn og fleiri raðað sér saman undir einum hatti. En um svipað leyti og Thatcher komst til valda í Bretlandi fór að örla á frjáls- hyggjunni í Sjálfstæðisflokknum svo um munaði og nú ríður hún Það er óhætt að fullyrða að þessi er- indi eru efniviður í stefnuyfirlýsingu þessara flokka ef þeir ná að vinna saman fyrir næstu alþingiskosningar. þar húsum. Það hefur minnkað og jafnvel horfið skjólið sem bændur og verkafólk þóttust finna innan Sjálfstæðisflokks- ins. Um síðustu helgi stóðu Al- þýðubandalag, Alþýðuflokkur, Kvennalisti og Þjóðvaki saman að ráðstefnu undir yfirskriftinni „ísfand á næstu öld“. Þar voru haldin mörg mjög góð erindi um velferðarkerfið, fjölskyld- una, menntunina og leiðir til nýsköpunar í samfélags- og efnahagsmálum. Það er óhætt að fullyrða að þessi erindi eru efniviður í stefnuyfirlýsingu þessara flokka ef þeir ná að vinna saman fyrir næstu Al- þingiskosningar. Þau áhersluatriði sem fram komu í erindunum voru flest í góðum samhljómi við stefnu Al- þýðubandalagsins. Þau geta verið góður viðræðugrundvöllur bandalagsins við hina flokkana um sameiginlega stefnuskrá til fjögurra ára. En það er hins vegar algerlega nauðsynlegt að stefnan og málefnin séu rædd áður en haldið er upp í sameig- inlega för. Það dugar ekki að segja bara „við erum öll sam- mála um að vinna fyrir lítil- magnann, við erum ölf jafnað- armenn og sum okkar nútíma- legir jafnaðarmenn." Söguleg tækifæri Það má ekki gleyma því að þessir flokkar hafa áður fengið söguleg tækifæri til að vinna saman en klúðrað þeim. Árið 1978 gaf grasrót grasrótarinn- ar, kjósendur, Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki gott tækifæri til að ná saman. Þá fengu þessir tveir flokkar tæplega 45% at- kvæða samanlagt og fóru í rík- isstjórn með Framsóknarflokki. Þar hafði hins vegar engin mál- efnavinna átt sér stað enda sprakk sú ríkisstjórn í loft upp eftir 13 mánaða setu. Innan þeirrar stjórnar má segja að menn hafi varla verið sammála um það hvað klukkan var, hvað þá annað. Slíkt má aldrei end- urtaka sig. Eftir stjórnarsetu þessara sömu flokka árið 1991, buðu al- þýðubandalagsmenn og fram- sóknarmenn formanni Alþýðu- flokksins að verða forsætisráð- herra í nýrri ríkisstjórn. Hann hafnaði því og gekk til sam- Þá kreppu verður flokkurinn að leysa sjálfur. Hann verður að svara grundvallar spurningum jafnaðar- stefnunnar og ákveða hvort hann vill horfa til hægri eða vinstri. starfs við Sjálfstæðisflokkinn. Sú stjórn greip vægast sagt til mjög umdeildra aðgerða í heil- brigðis-, mennta- og kjaramál- um. En eftir eitt kjörtímabil vildu sjálfstæðismenn ekki starfa lengur með krötum og á þeim punkti erum við núna. Það er alveg ljóst að boð- skapurinn um „sameinaða nú- tímalega jafnaðarmenn“ er hluti af sálarkreppu Alþýðu- flokksins eftir síðasta stjórnar- samstarf með Sjálfstæðisflokki. Þá kreppu verður flokkurinn að leysa sjálfur. Hann verður að svara grundvallar spurningum jafnaðarstefnunnar og ákveða hvort hann vill horfa til hægri eða vinstri. Alþýðubandalagið hefur með formann sinn, Mar- gréti Frímannsdóttur, rétt þeim sáttahönd. En hún leggur eðli- lega áherslu á að fara verði í ít- arlega málefnavinnu, skuld- bindandi málefnavinnu, áður en stigið er fram völlinn undir einum fána. Ráðstefnan síðast liðinn laugardag var skref í þá átt, gott innlegg í málefnasamn- ing til ÍJögurra ára, og ef mönn- um er alvara með yfirlýsingum sínum um samstarf við Alþýðu- bandalagið bjóða þeir sig fram til áframhaldandi málefna- vinnu. Alþýðubandalagið á sér stefnuskrá. Innihald hennar er ekki tilviljun. Stefnumál fiokks- ins eru þeim þúsundum manna sem starfa innan flokksins al- vörumál, sem ekki stendur til að kasta á einhvern ruslahaug sögunnar, bara vegna þess að einhverjir telja sig hafa fundið slíkan ruslahaug.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.